Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 15

Dagblaðið - 08.04.1976, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976. 15 Þetla er sýnishorn af efnum, sem hægt er að panta á sýningunni. Metrinn kostar kr. 3800. Þetta er ofið veggst.vkki, óneitanlega mjög frumlegt, og er í einkaeign. " , -......................................... Húsaraðir og endur i apríl heita þessi veggstvkki sem ná frá lofti og niður á gólf. Litnirnir voru ákafle^a glaðir, en ekki er mér alveg ljós til hvers á að nota þetta. Kannski lil að hengja yfir sprungur í vegg, eða hvað? Húsaraðirnar kostar 18000 kr. og endurnar kr. 13000. FRUMLEG 0G UTRÍK VERK f N0RRÆNA HÚSINU Það verður einhver bið á því að vorið komi hingað til okkar en i sýningarsal Norræna hússins er svo sannarlega komið vor. Þar stendur yfir sýning á mjög litríkum og frumlegum verkum er hópur 44 sænskra textílhönnuða hefur gert. Þarna getur að líta tauþrykk, myndvefnað og textíl-skúlptúr. Flest verkanna eru til sölu. Þessar 44 listakonur nefna sig „Textílgruppen” og eru frá Stokkhólmi en þar reka þær sýningarsali og verzlun. Hópurinn hefur haldið sýningar víða í Svíþjóð og hafa þær hvarvetna vakið mikla athygli. A sl. hausti hélt hópurinn - sýningu í Washington. Það er Norræna listabanda- lagið og félagsskapurinn NUNSKU (nefnd til þess að kynna sænska nútímalist í útlöndum) sem veittu styrki til sýningarinnar í Norræna húsinu. Fjórar stúlkur úr hópnum komu með sýninguna til landsins og settu hana upp, en þær eru nú farnar aftur til Svíþjóðar. Sýningin verður opin fram yfir páska. Sænskir textilhönnuðir hafa lengst af orðið að vinna hver í sínu horni við erfiðar fjárhags- aðstæður. Sýningarkostnaður hefur jafnan verið hár. Þeir hófu samvinnu með sér á árunum 1970-73 um að standa fyrir sýningum. Við það opnuðust nýir möguleikar og veturinn 1972-73 stofnuðu. allir starfandi textílhönnuðir í Stokkhólmi með sér félags- skapinn Textílgruppen. Stofnfélagar voru 45 talsins og höfðu það markmið að vinna að bættri starfsaðstöðu textílhönnuða. Félögum Textílgruppunnar hefur verið falið að skreyta opinberar byggingar, skólahús, sjúkrahús og bókasöfn. A. Bj. Þetta er stórt veggstykki sem heitir Við drukknum. Þaó er í einkaeign. Ljósm. Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.