Dagblaðið - 08.04.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976.
ð
Utvarp
Utvarpið í kvöld kl. 20,10:
23
Sjónvarp
Leikarahópurinn : frá Selfossi og
Hveragerði við upptöku á „Júpí-
ter hlær” í útvarpssal.
Leikfélag Akureyrar hafði unnið
fyrir útvarpið í vor og væri nú
ætlunin að hafa samband við
leikfélögin á Sauðárkróki og á
Húsavík auk fleiri félaga, því víða
leyndust góðir kraftar.
„Ragnhildur Steingrímsdóttir
leikstjóri hefur æft félögin fyrir
austan og við höfðum hugsað um
að taka leikritið upp með nýja
tækjabílnum,” sagði Klemens.
,,Þó var horfið frá því ráði þar eð
talið var að upptakan yrði mun
aetri hér í stúdíóinu og einnig
, JUPITER HLÆR"
‘ I kvöld flytur Ríkisútvarpið
leikritið „Júpíter hlær” í þýðingu
Ævars Kvaran. Er það nýnæmi,
að allir leikarar eru utanbæjar-
fólk, ef svo mætti komast að orði,
leikarar frá leikfélögunum á Sel-
fossi og í Hveragerði. Klemens
Jónsson, leiklistarstjóri útvarps-
ins, sagði að það væri stefna út-
varpsins að virkja til starfa leik-
ara utan af landi til flutnings
leikrita í útvarp og væri þetta i
annað skipti, er- það væri gert.
þyrftu leikararnir að fá að kynn-
ast „eðlilegum astæðum” hér í
útvarpinu.”
Sigríður
Selfossi og
Karlsdóttir frá
Aðalbjörg Jóhannes-
aoitir frá Hveragerði eru for-
menn leikfélaganna.
Við spurðum þær um sam-
starfið milli félaganna:
„Samstarfið hefur verið gott og
lærdómsríkt, sagði Aðalbjörg.
Leikfélag Selfoss og
Hveragerðis flytja:
„Við settum upp Skálholt í sam-
einingu og fórum m.a. með það í
leikför til Færeyja. Auk þess höf-
um við leikið Skugga-Svein og svo
hafa félögin sett upp verkefni sitt
í hvoru lagi.”
Sigríður sagði, að fjármála-
hliðin væri í góðu lagi, þetta bæri
sig alla vega. „Við höfum leik-
stjórann í sameiningu, en að öðru
leyti eru fjármálin aðskilin.”
—HP
Leikritið er eftir Cronin
Um lœknastarfslið og hjúkrunarheimili
Leikritið sem er á dagskrá
útvarpsins í kvöld nefnist Júpíter
hlær. Það fjallar um lækna og
starfslið á hjúkrunarheimili. Á
slíkum stofnunum skapast óhjá-
kvæmilega sérstætt andrúmsloft,
sem höfundinum A.J. Cronin
tekst að lýsa af kunnáttu og skiln-
ingi. Innri spenna leiksins nær
hámarki með óhugnanlegum at-
burði, sem breytir ýmsum við-
horfum.
Leikstjóri er Ragnhildur Stein-
grímsdóttir en með helztu hlut-
verkin fara: Valgarð Runólfsson,
Guðjón H. Björnsson, Sigriður
Karlsdóttir; Þóra Grétarsdóttir
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og
Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir.
A.J. Cronin er fæddur í Skot-
landi árið 1896. Hann var kominn
af fátæku fólki. Cronin lauk prófi
i læknisfræði árið 1925. Var hann
m.a. læknir á taugahæli og i
námuhéraði í Wales. Síðar gerðist
hann tízkulæknir í London.
Hann varð heimsfrægur fyrir
„Höll hattarans” sem kom út árið
1931 og sneri hann sér þá að rit-
störtum fyrir alvöru. Aðrar sögur
hans sem kunnar eru hér eru
„Borgarvirki” og „Lyklar himna-
ríkis”. Margar af sögum A.J.
Cronins hafa verið kvik-
myndaðar.
Júpíter hlær hefur tvisvar áður
verið flutt í útvarpinu árið 1945
og 1955. Höll hattarans var flutt
sem framhaldsleikrit árið 1963.
—A.Bj.
Formenn leikfélaganna, Sigríður
Karlsdóttir frá Selfossi t.v. og
Aðalbjörg Jóhannesdóttir,
kváðu samstarfið með miklum
ágætum.
DB-Ljósm. —B.P.
ÍQ Útvarp
FIMMTUDAGUR
9. apríl
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. A frívaktinni
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Póstur frá útlöndum
Sendandi: Sigmar B. Hauks-
son.
15.00 Miðdegistónieikar
16.40 Barnatími: Gunnar
Valdimarsson stjórnar
Samfelld dagskrá úr verkum
Jónasar Árnasonar. Skáldið
les úr verkum sínum. Aðrir
flytjendur eru: Svanhildur
Öskarsdóttir, Þorsteinn
Gunnarsson, „Þrjú á palli”
o.fl. Frumflutt lag eftir
Skúla Halldórsson, ieikið af
höf.
17.30 Framburðarkennsia i
ensku
17.45 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Lesið í vikunni
Haraldur Ölafsson talar um
bækur og viðburði líðandi
stundar.
19.50 Gcstur í útvarpssal.
20.10 Leikrit: „Júpiter hlær”
eftir Archibald Joseph
Cronin Þýðandi: Ævar R.
Kvaran. Leikfélög Hvera-
gerðis og Selfoss standa að
flutningi leikritsins. Leik-
stjóri: Ragnhildur Stein-
grímsdóttir. Persónur og
leikendur: Paul Venner-
Valgarð Runólfsson, Edgar
Bragg-Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson, Gladys Bragg,
Þóra Grétarsdóttir, Richard
Drewett-Guðjón H. Björns-
son, Mary Murray-Sigríður
Karlsdóttir, Fanny Leeming-
Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir,
George Thorogood-Steindór
Gestsson, Albert Chivers-
Hörður S. Öskarsson,
Jennie-Eygló Lilja Gránz,
Martha Foster-Ester
Halldórsdóttir,
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passíusálma (44).
22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti
senuþjófur,” ævisaga
Haralds Björnssonar Höf-
undurinn, Njörður P. Njarð-
vík, les (6).
22.45 Létt músík á síðkvöldi
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
íýi ameríski múrhamarinn
með karbidborum frá
3/8” up í 2”.
3) Léttur og handhægur.
4) Gerður fyrir ailar tegundir brotfleyi
5) Gefur 3350 slög á mínútu, snýst 7
snúninga á mínútu.
Hamrar með eða án snúnings
6) Gerður fyrir stöðuga erfiðisvinnu.
7) Ödýr.
ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F.