Dagblaðið - 03.06.1976, Síða 8
s
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNÍ 1976.
Nœstum allar tegundir
af veðri yfir meðallagi
í maí
Hann var sólríkari, úrkomusamari og kaldari en í
meðalóri, en samt var sett hitamet
Nú er lokið mjög sólríkum maí-
mánuði, en sólskinsstundir í
Reykjavík reyndust vera 27 st.
fleiri en í meðalári, bæði í Reykja-
vík og einnig á Akureyri, en i
Reykjavik mældist úrkoma 61
mm en 34 mm á Akureyri.
Maímánuður var kaldur alveg
fram undir 20., en fór hlýnandi úr
þvf. Hinn 4. maí var frost í
Reykjavík 5 stig en síðasta dag
mánaðarins komst hiti upp í 16.9
stig í Reykjavík. Hefur aðeins
tvisvar orðið hlýrra í maímánuði í
Reykjavík sl. 30 ár. Var það árið
1960 en þá komst hiti upp i 20.6
stig og 1975 upp í 17,2 stig.
Á Akureyri komst hitinn í 22
stig 27. maí. Þar hefur ekki áður
orðið jafnhlýtt f maí sl. 30 ár, en
alloft hefur hámarkshiti verið
20—21 stig í maí.
I heild er maímánuður kaldari
en í meðalári um allt land, nemur
frávikið 0,9 stigum bæði f Reykja-
vík og á Akureyri. í Reykjavík
var meðalhitinn 6,0 stig og á
Akureyri 5,4 stig.
Á Hveravöllum var meðalhiti
rétt yfir frostmarki en á Sandbúð-
um tæplega eins stigs fros.
— A.Bj.
T ónabœr opnar á ný í kvöld:
Gagngerar breytingar fyrir
eina mifljón er vel sloppið
„Innréttingarnar hér voru
gerðar árið 1972“, sagði Ómar
Einarsson, framkvæmdastjóri
Tónabæjar í viðtali við Dagblaðið.
„Okkur þótti því orðið tímabært
að mála hér upp á nýtt og eins
hefur verið skipt um áklæði á
öllum setplássum."
Tónabær hefur verið lokaður
undanfarinn mánuð, eins og ung-
lingarnir hafa sennilega tekið
eftir, og hefur tíminn verið not-
aður til endurbóta á húsnæðinu
að innan, málningar og smærri
skipulagsbreytinga.
„Öll laus borð hafa verið fjar-
lægð og eins hefur verið komið
fyrir hálfgerðum ,,stæðum“ sem
áður var gosbar," sagði Ómar enn-
fremur. „Til þessa fengum við
eina milljón I fjárlögum borgar-
innar á þessu ári, en ég sé að við
förum ekki fram úr þeirri upp-
hæð f kostnaði, sem má kannski
teljast merkilegt nú á tímum."
Tónabæjarmenn hafa einnig
endurbætt aðstöðu fyrir tónlistar-
fremjendur, en staðurinn hefur
löngum verið frægur meðal
þeirra fyrir slæman aðbúnað.
Hefur verið komið fyrir sófum og
borðum að tjaldabaki og húsa-
kynnin máluð.
„Einhver sagði að hús þetta
væri það ljótasta að utan í allri
borginni" sagði Ómar. „Nú á að
vinda sér í það að bæta úr því f
sumar og hefur verið samþykkt
fjárveiting til þess. Fyrir hana á
að malbika stæðið hér fyrir
framan og gera útlitsbreytingar á
húsinu sjálfu. Þá á að breyta inn-
ganginum í húsið, en eins og fólk
veit hafa verið töluverð brögð að
því að fólkið héngi hér f horninu
við dyrnar, jafnvel eftir að dans-
leikjum lýkur og veldur það
ónæði.“
Skemmtanir verða með svipuðu
sniði og verið hefur undanfarin
Hinn ötuli framkvæmdastjóri Tónabæjar, Ómar Einarsson.
ár og verður fyrsti dansleikurinn
haldinn í kvöld kl. 20—23 fyrir þá
sem fæddir eru ’62 —’63 og
eldri.
Eins nýnæmis er rétt að geta,
að öllum dansleikjum, sem haldn-
ir eru föstudags- laugardags- og
sunnudagskvöld, hefur verið ffýtt
um hálftíma og er þá öllum lokið
kl. hálf eitt. Sagði Ómar það vera
gert til þess að allir hefðu a.m.k.
möguleika á þvf að ná síðasta
strætisvagni heim til sfn.
----HP.
BSRB í MUNAÐARNESI
MIKIL AÐSÓKN í 0RL0FSHÚS
0G ASÍ í ÖLFUSBORGUM
„Það er allt orðið upppantað
fyrir sumarið og meira til og
ekki hefur verið hægt að full-
nægja eftirspurninni,” sagði
Kristján Thorlacius er DB
spurði hann um aðsóknina f or-
lofshús BSRB f Munaðarnesi.
„Allmargt fólk hefur dvalið í
Munaðarnesi að undanförnu.
sérstaklega um helgar, og það
var fyrst um síðustu helgisem
orlofsdvölin byrjaði fyriral-
vöru. Þarna eru 68 hús sem
orlofsgestir geta búið í, og fólk
getur valið um hvort það eldar
sjálft eða borðar í veitingaskál-
anum sem er á staðnum. Einnig
er opin verzlun. Veitinga-
skálinn er opinn fyrir alla
ferðamenn og þarna eru líka
mjög skemmtileg tjaldstæði.
Þarna dvelst að jafnaði
400—500 manns á sumrin og 10
manna starfslið er á staðnum,”
sagði Kristján.
„Ég bara vona að það verði
gott veður f allt sumar svo allir
njóti sumarleyfisins síns sem
bezt, bætti hann við.
„Það er hvert aðildarfélag
um sig sem sér um úthlutun
orlofshúsanna í ölfusborgum
og hjá okkur f Dagsbrún er allt
orðið fullt fram i miðjan
september og margir eru á bið-
lista. Við höfum reynt að láta
þá ganga fyrir sem sótt hafa um
áður og ekki fengið,” sagði
Halldór Björnsson starfsmaður
hjá Dagsbrún, en hann er .
formaður Rekstrarfélags
ölfusborga.
„í Ölfusborgum eru 36 orlofs-
hús og geta 6 manns búið f
hverju húsi, svo þarna dveldust
um 200 manns ef hvert hús
væri fullt. Það eru 24 félög á
svæðinu frá Árnessýslu og upp
í Borgarnes sem eiga húsin. í
húsunum er allt til alls, það
eina sem fólk þarf að hafa með
sér er matur og fötin sem það
klæðist,” sagði Halldór að lok-
um. — KL.
MENNINGARLÍFIÐ BLÓMSTRAR Á NESINU
Eitt af fyrstu verkunum sem
maður rekur augun í þegar inn
á sýninguna kemur er þessi sér-
kennilega mynd eftir Guðmund
Karlsson sem mætti kalla
„Þegar kemur að skuldadögun-
um“.
málar hver eins og hann lystir
heima hjá sér og sumarið nota
félagsmenn til þess að festa á
léreft það sem fyrir augu ber.
Málverkin á sýningunni eru
afrakstur starfsins á sl. ári og
fyrir leikmann virðast hér vera
á ferðinni miklir listamenn.
Myndirnar eru allar til sölu og
verðið frá 20 þúsund upp í 50
þúsund. Sýningin verður opin
daglega frá kl. 17—22 og kl.
14—22 um helgar fram til 13.
júní.
—A.Bj.
Myndlistarmenn sýna myndir í Valhúsaskóla
„Ætli það sé ekki af ein-
h'verri innri þrá til þess að tjá
sig, og kannski oft fremur af
löngun til þess að koma ein-
hverju á léreft heldur en af
kunnáttu eða hæfileikum sem
við málum” sagði formaður
Myndlistarklúbbs Seltjarnar-
ness, Auður Sigurðardóttir, í
viðtali við Dagblaðið í gær.
„Við opnum sýningu á 166
verkum eftir sextán klúbb-
félaga i Valhúsaskóla á laugar-
daginn fyrir hvítasunnu kl.
14.00. Alls eru 18 félagar I
klúbbnum, þannig að ekki er
hægt að segja annað en að þeir
séu allir mjög virkir, þar sem
nærri því allir eiga verk hér á
sýningunni, sem er sjötta
sýning okkar.
Myndlistarklúbburinn var
stofnaður í janúar 1971 og við
vorum svo lánsöm að fá Sigurð
K. Árnason listmálara til þess
að leiðbeina okkur.“
Þeir scm verk eíga á sýningunni eru: Anna G. Bjarnadóttir, Anna Karlsdóttir, Arni Garðar
Kristinsson, Asgeir Valdimarsson, Auður Sigurðardóttir, Björg ísaksdóttir, Garðar Ólafsson, Grétar
Guðjónsson, Guðmundur Karlsson, Jóhannes Ólafsson, Lóa Guðjónsdóttir, Magnús Valdimarsson,
Margrét Guðjónsdóttir, Sclma Kaldalóns, Sigríður Gyða Sigurðardóttir og Sigurður Karlsson á
myndina vantar fjóra. DB-mynd. Bjarnleifur.
— Hve.r voru tildrögin að
slofnun Myndlistarklúbbsins?
„Við vorum átta til að byrja
með,“ sagði Sigríður Gyða
Sigurðardóttir, en hún átti
eiginlega frumkvæðið að
stofnun klúbbsins og var
formaður þar til í haust. „Ég
hafði frétt um að fólk væri að
mála og teikna hvert í sínu
horni hér á Nesinu og þar sem
ég var á sama báti datt mér í
hug að við stofnuðum með okk-
ur félagsskap. Það tók aðeins
nokkrar símhringingar og öllu
var komið í kring.
■Áhuginn er geysilega mikill.
Við verðum því miður að neita
fleirum um inngöngu, því þá
yrði þetta alltof viðamikið. En
við bendum fólki gjarnan á að
stofna aðra samskonar klúbba."
Klúbbfélagar hittast einu
sinni í viku á veturna og fá þá
leiðbeiningar Sigurðar. Síðan