Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÍMÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNÍ 1976. Hroðbrautin til Hafnarf jorðor lengist — en bara til suðurs „Um þessar mundir er vinnuflokkur að búa sig undir að hefja smíði nýju brúarinnar yfir Kópavogslækinn," sagði Helgi Hallgrímsson yfirverk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins i samtali við Dagblaðið i gær. „Við áformum að ljúka smíði hennar í kringum miðjan júlí. Einnig verður unnið áfram við að lengja hraðbrautina frá Kópavogi yfir á Arnarnesið." I ár verður hraðbrautin lengd að Arnarneslæk. Lengra verður ekki komizt að sinni, jsar sem skipulag fyrir Garðabæ liggur ekki enn fyrir að sögn Jóns Rögnvaldssonar verk- fræðings. Verkið hefur ekki verið boðið út, svo að ekki er hægt að segja með vissu, hvenær sá spotti verður opnaður fyrir umferð. Jón bjóst þó við því að lokað útboð færi fram á næstunni. Fjárveiting til brúarinnar og vegaframkvæmdanna er 90 milljónir króna í ár. Sú upphæð verður þó ekki öll notuð að þessu sinni. Eftir að nýi vegarkaflinn verður opnaður verður ekið eftir honum til suðurs, en gamli Hafnarfjarðarvegurinn verður jafnffamt notaður til aksturs í norður. Óhætt er að fullyrða að með tilkomu nýja vegarkaflans batna akstursskilyrði á þessum mest ekna vegi landsins til muna. Gamli Hafnarfjarðarvegurinn er löngu orðihn úreltur eins og sjá ntá á mestu annatímum, þegar bílalestir milli Kópavogs og Hafnarfjarðar mjakast með jarðarfararhraða í báðar áttir. Sömuleiðis hefur Arnarnes- hæðin valdið miklum umferðar- truflunum á vetrum vegna snjóa. Öllum Hafnfirðingum og Garðbæingum er vafalaust enn í fersku minni truflanirnar, sem urðu síðastliðna vetur, þegar fólk mætti allt að þremur timum of seint til vinnu vegna tafa á hæðinni. -ÁT- Er þessi mynd var tekin vann vinnuflokkur að því að skola hefjast síðan framkvæmdir við byggingu brúarinnar. jarðveg ofan af kiöppinni í Kópavogslæknum. Innan skamms DB-mynd Björgvin. Ys og þys hjá Sölufél- agi garðyrkjumanna KONUR ANDVÍGAR FRUMVARPI UM FULLORÐINSFRÆÐSLU „Vorannríkið er í hámarki hjá okkur núna,” sagði Páll Marteins- son, verzlunarstjóri hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna, er við lit- um inn í verzlunina í gær. Og það bar ekki á öðru, afgreiðslumenn- irnir náðu varla andanum á hlaupunum og mældu yfir- breiðslur og vatnsslöngur í metra- vís Veður og vegir í bezta lagi hjá ísfirðingum Veður hefur verið mjög gott und- anfarið á tsafirði og afli bátanna hefur verið sæmilegur. Vegir í grennd bæjarins eru orðnir nokk- uð góðir, en undanfarið hefur verið unnið að lagfæringu þeirra. — A.Bj. „Það er mest spurt eftir áburði í kartöflu- og heimagarða og skor- dýra- og illgresiseyði. Við seljum orðið bæði efni og áhöld til úðun- ar á tré og annan gróður, svo það hefur talsvert aukizt að fólk ann- ist slikar varnir sjálft. Afgreiðslan gengur betur en í fyrra, en þó hefur dreifingin út á land ekki verið sem skyldi og má rekja það til breytinga á þungatakmörkunum á þjóðveg- um, sem aldrei hafa verið stífari en nú. Ahugi á garðrækt virðist hafa aukizt talsvert enda er nú orðið meira framboð á fullkomnari áhöldum og öðru slíku. sem til þarf. Og svo er verið að re.vna að laga svolítið umhverfið í nýju hverfunum, en þar hefur skort mikið á undanfarin ár." sagði Páll. „Á meðan þjóðin býr við erfiðan fjárhag og ekki virðast vera nægileg fjárráð til þess að byggja upp grunnskólann og framhaldsmenntun í landinu væri heppilegra að byrja á að efla þá fullorðinsfræðslu sem þegar er f.vrir í landinu, svo sem náms- flokka, bréfaskóla og leshringi." Eitthvað á þessa leið segir í frétta- tilkynningu frá kynningarfundi sem Bandalag kvenna í Reykjavík gekkst fyrir um frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu, sem nú liggur fyrir Alþingi. Kynningar- „Kristni og „Kristni og þjóðlíf” er yfir- skrift ráðstefnu sem menntamála- nefnd þjóðkirkjunnar gengst fyrir í Skálholti 18.—20. júní nk. Framsöguerindi flytja dr. Björn Björnsson prófessor, sem ræðir um hlutverk kirkjunnar í íslenzku nútímaþjóðfélagi, Har- aldur Ólafsson lektor, sem talar um stöðu kirkjunnar í íslenzku nútímaþjóðfélagi og dr. Páll 580 þátttakendur eru skráðir á 19. þing Sambands norrænna kvensjúkdómalækna. Þar af eru aðeins 30 íslendingar. 550 þátt- takendur áttu vfir hafið að sækja. en þetta er í fyrsta sinn sém kven- sjúkdömalæknar þinga hér á landi. Þingið hófst 1. júní og lýkur 4. júní. Þingstaður er Menntaskól- inn við Hamrahlíð. • Fyrsta viðfangsefni þingsins var; Endurmat á gildi leitar- fundinn sóttu um 120 manns. Sr. Guðmundur Sveinsson skólastjóri, sem var gestur fund- arins, flutti yfirgripsmikið erindi um fullorðinsfræðslu, gerði grein fyrir frumvarpinu og svaraði fyrirspurnum. Sr. Guðmundur var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið. Einnig tók til rnáls frú Sigríður Thorlacíus. for- maður Kvenfélagasambands ís- lands, en hún var ritari nefndar- innar. Umræður á fundinum voru miklar og kom greinilega fram að þjóðlíf" Skúlason prófessor, sem ræðir um áhrif kristni á þjóðlíf, en erindun- um verður útvarpað dagana 4., 11. og 15. júní. Síðan verður fjallað um erindin í umræðuhópum á ráðstefnunni. Reiknað er með að um 40 þátt- takendur úr ýmsum stéttum og þjóðfélagshópum verði á ráð- stefnunni. stöðvarannsókna á Norðurlöndum. Fimm sérfræðingar, einn frá hverju Norðurlanda, fluttu fram- söguerindi. Onnur helztu viðfangsefni þingsins eru: Vírussjúkdómar á meðgöngutíma og legvatnsrann- sóknir frá sjónarhóli erfðafræði og til að meta ástand fósturs. Núverandi forseti Sambands norrænna kvensjúkdómalækna er dr. med. Gunnlaugur Sna'dal. — ASt. fundarmönnum fannst hér um merka lagasetningu að ræða, sem óhjákvæmilega kostaði mikið fé að hrinda í framkvæmd. Töldu fundarmenn eðlilegt að fresta þessu frumvarpi eins og á stendur í þjóðfélaginu. Þeir töldu að efla bæri þátt útvarps og sjónvarps i allri fræðslustarfsemi. I Bandalagi kvenna eru nú 30 félög með um 11000 félagsmenn, sem öll áttu fulltrúa á þessum fundi. — A.Bj. Útafkeyrsla í Námaskarði: Bíllinn gjör - ónýtur en farþegarnir nœr ómeiddir Aðfaranótt sunnudags ók Húsavíkurbifreið af Citroen- gerð út af veginum rétt aust- an við Námaskarð. Farþeg- arnir voru fimm ungir menn, sem sluppu með smá- vægilegar skrámur, en bíll- inn er gjöreyðilagður. Grunur leikur á að um ölvun við akstur hafi verið að ræða, en það er þó ekki sannað. Bíll, sem þarna átti leið um sköinmu eftir að útaf- ke.vrslan varð aðstoðaði ungu mennina og flutti þá til Húsavíkur þar sem lög- reglan tók við þeim. — A.Bj 580 manns þinga um kvensjúkdóma hér J.B.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.