Dagblaðið - 03.06.1976, Side 11
DAO.BLAÐIÐ — FIMMTUDAO.UR 3. JUNl 1976.
Hermenn stjórnarinnar stíga í land á Suðureyjunum þar sem
skæruliðarnir halda sig. Stefna Marcos forseta hefur að hluta til
heppnazt og skæruliðarnir hafa neyðzt tii að snúa aftur upp i
fjöllin.
Hatur í augum
En það er Abdullah sem talar.
Hann er herptur i andliti og úr
augum hans skín hatur.
Samtalið fer fram á ensku,
flestir skæruliðanna eru
fyrrum námsmenn.
„Við gefumst aldrei upp.
Sigur eða dauðinn," segir
Abdullah.
Með „við“ á hann við MNLF
(Þjóðfrelsisfylking Moro) og
her hennar, Bangsa Moro-
herinn. Moro er nafnið sem
múhameðstrúarmenn á
Filippseyjum eru kallaðir. Þeir
vilja stofna sitt eigið ríki á
sunnanverðum Filippseyjum,
Bangsa Moro-ríki.
Marcos fœr varnarmálin
„Það er það, sem við
berjumst fyrir, sjálfsstjórnar-
ríki innan Filippseyja. Við
viljum stjórna félagslegum,
efnahagslegum og pólitískum
málum okkar. Varnarmálin
getur stjórnin séð um þegar við
höfum samið um frið.
Suður-Filippseyjar —
Mindano, Sulueyjar og
Palawan — eru land
múhameðstrúarmannanna og
hafa alltaf verið. Við
múhameðstrúarmenn höfum
alltaf verið beittir misrétti,
aldrei notið sömu réttinda og
hinir kristnu.
Við berjumst fyrir landi
forfeðra okkar, sem hinir
kristnu hafa tekið frá okkur.
Við berjumst fyrir félagslegum
umbótum og þjóðfélagslegu
réttlæti. Þetta er bylting á sama
hátt og í Víetnam og á nákvæm-
lega sama hátt og Víetnamar
munum við einnig sigra,“ segir
kommandör Abdullah.
Vopn frá
Arabalöndunum
lertda í klóm tollsins
En þetta er erfið barátta.
Uppreisnarmennirnir búa í
hreysum uppi í fjöllunum.
Sumir þeirra segjast hafa það
gott, aðrir kvarta yfir
sjúkdómum á borð við malaríu
og segja að matur sé af
skornum skammti. Á
síðastliðnu ári fór gæfan aö
snúa við þeim bakinu, þá
skortir nú orðið vopn og
skotfæri. Vopnasendingar hafa
þeir fengið frá nokkrumAraba-
Iöndum, til dæmis Lýbíu, Sádi-
Arabíu og Egyptalandi, en að
undanförnu hefur verið erfitt
að smygla vopnunum til
landsins.
Fyrir rúmlega ári stjórnuðu
uppreisnarmennirnir þremur
fjórðu hlutum Basilan, aðeins
stærstu bæirnir voru á valdi
stjórnarhersins. Þjóðfrelsis-
fylkingin hélt kókosplant-
ekrunum og gúmmíekrum er-
lendra stórfyrirtækja á valdi
sínu, annaðist framleiðsluna og
nýtti ágóðann í þágu
baráttunnar.
Stefna Marcos ber
órangur sem erfiði
Svipaða sögu var að segja af
ástandinu víða á Mindanao og á
Sulueyjum. I dag horfir málið
öðruvísi við, uppreisnar-
mennirnir hafa misst forskotið.
Marcos forseti hefur að hluta
til haft erindi sem erfiði.
Stefna hans hefur verið sú að
jafnframt því sem hernum
hefur verið beitt af alefli, þá
hefur hann keypt fjölmarga
uppreisnarmenn á sitt band
með loforðum um umbætur og
stöður innan rikiskerfisins.
Hanix^iefur veitt lán og fleiri
hlunnindi. Margir hafa fallið
fyrir þessum loforðum, að sögn
stjórnarhersins hafa sautján
þúsund skæruliðar yfirgefið
frelsisfylkinguna, orðið balik-
bayans.
Abdullah kommandör og
margir aðrir halda því fram að
engir hermenn hafi gerzt balik-
bayans, það séu aðeins
óbreyttir borgarar. Það er satt
að vissu leyti: Sænskur
blaðamaður segist hafa hitt
marga fyrrum skæruliða sem
gengið höfðu í þjónustu
stjórnarinnar. En aftur á móti
er satt að kjarninn er kyrr og
hinn sami.
Misrœmi í tölum
En hvað sem er satt eða logið,
þá er ekki hægt að fá skynsam-
legan botn í tölur stjórnvalda.
Fyrir ári sagði Marcos forseti
að skæruliðarnir væru sextán
þúsund talsins, nú séu þeir
aðeins eitt þúsund. En jafn-
framt segir í opinberum yfir-
lýsingum að sautján þúsund
manns hafi gerzt balik-bayans.
11
Þessi moska stendur til minnis um sprengjuárásir stjórnarhersins.
Uppreisnarmennirnir sjálfir
vilja ekkert segja um hversu
margir þeir sáu. Líklegt þykir
þó að þeir séu 5—10 þúsund.
Samkvæmt heimildum innan
stjórnarhersins eru þeir fimm
þúsund alls, þar af þrjú þúsund
á sv-hluta Mindanao, í
héruðunum Zamboanga og
Basilan og einnig á Sulueyjum.
Þeir tvö þúsund sem enn eru
ótaldir eru, að sögn sama
heimildarmanns, í miðhluta
Mindanao og í héruðunum
Cotabato og Lanao.
Misheppnaður áróður
Ein helzta ástæðan fyrir því
að svo margir hafa gefizt upp er
sú að pólitísk vitund félaga í
þjóðfrelsisfylkingunni er í lág-
marki og áróðursherferðin
meðal almennings hefur að
mörgu leyti misheppnazt.
Nokkur dæmi:
1 Tuburan er gömul
skæruliðakempa, Ismail
Hassimuddin, sem hefur gefizt
upp.Hann er orðinnbalik-bayan
og tekur nú þátt í
heimavörnum með gamla
rifflinum sínum og heldur um
kris ('sverð) sitt. Hús hans var
brennt til grunna af her-
mönnum stjórnarinnar, aðeins
steyptur grunnurinn er eftir.
Hann sýnir gestum grunninn
og húsræksnið sem hann hefur
reist þar á um leið og hann
segir:
„Ég er hættur að berjast
komið hingað aftur til að
brenna húsin okkar og drepa
ættingja okkar. Við berjumst
ekki við þá, þá láta þeir okkur i
friði. “
m
Foringinn í
Miðausturlöndum
Vitað er að forseti MNLF er
Nur Misuari. Hann var rót-
tækur sósíalisti — eða
kommúnisti — þegar hann var
við námí háskólanum í Mani 'a.
Fyrrum skólafélagar hans bera
mikla virðingu fyrir honum.
En þeir segjast ekki vita
lengur hverjar stjórnmála-
skoðanir hans séu. Nur Misuari
hvarf úr landi 1973 og hefur
síðan dvalizt í Miðaustur-
löndum.
Skæruliðaher filippeyska
kommúnistaflokksins, NPA,
nýi alþýðuherinn, hefur
opinberlega lýst yfir stuðningi
við baráttu múhameðstrúar-
mannanna en MNLF hefur
afþakkað boð um sameinaða
baráttu.
Ismail Hassimuddin, fyrrum skæruliðaforlngi, stendur þar sem
húsið hans stóð áður.Hann er hættur að berjast en fær að halda
riffli sínum og sverði. „Ég vil lifa í friði,” segir hann.
Þannig lítur þessi gamla
kempa nú á málin: þjóðfrelsis-
baráttan er orsök eyðilegging-
arinnar, ekki afleiðing.
Póilitísk fáfrœði
Sænski blaðamaðurinn
sagðist hafa átt löng samtöl við
ýmsa hinna yngri foringja og
félaga í þjóðfrelsishreyfingu
Moro. Meðal þeirra voru menn,
sem önnuðust pólitíska
áróðursstarfsemi meðal
ibúanna í Basilan. Þeir töluðu
um sjálfsstjórn og félagslegar
umbætur en þeir vissu ekki
hvernig þjóðfélag það var sem
þeir vildu skapa.
Viljið þið sósíalisma? spurði
sænski blaðamaðurinn einn
þessara ungu leiðtoga.
Já, svaraði hann, þeir
börðust fyrir sósíalisma.
En hann vissi ekki hvernig sá
sósíalismi átti að vera, það
urðu æðri menn og leiðtogar
hans að ákveða. Þessir
leiðtogar eru þó ekki til viðtals,
uppreisnarmenirnir vilja ekki
vísa ókunnum veginn upp í
fjöllin og engum er ráðlagt að
fara þangað upp á eigin spýtur.
Reiðubúnir að halda
aftur upp í fjöllin, ef...
Flestir þeirra uppreisnar-
manna, sem orðið hafa balik-
bayans, lita á það sem hlutverk
sitt að berjast gegn stjórninni
innan frá. Á þann hátt gera
þeir sér vonir um að geta breytt
kerfinu sem þeir telja sér and-
snúið og óvinveitt. En þeir
halda vopnum sínum og fjöl-
margir þeirra eru reiðubúnir
að halda upp í fjöllin ef þeir
telja stjórnina svíkja loforð sín.
Það er þvi ef til vill ekki
undarlegt að fæstir kristinna
manna í Mindanao treysta
þeim. Margir hinna kristnu eru
einnig vonsviknir yfir stjórnar-
stefnunni sem þeir telja allt of
vinsamlega múhameðstrúar-
mönnunum.
Plantekrueigandi nokkur er
ágætt dæmi um skoðun
meirihluta kristinna:
„Þeir eru bandíttar, svo
einfalt er það, bandíttar sem
aldrei gefast upp ef hernum er
ekki beitt af alefli á móti þeim
þar til yfir lýkur. En það þorir
stjórnin ekki, hún óttast al-
menningsálitið í heiminum og
að Arabarnir hætti að selja
okkur olíu.
í dag eru ýmis forréttindi
fylgjandi því að vera
múhameðstrúarmaður á
þessum slóðum. Þeir hafa ýmis
forréttindi, það er heilagur
sannleikur. Þeir segjast vera
balik-bayans, en fæstir þeirra
eru hermenn, og svo fá þeir
bankalán og styrki sem þeir
borga aldrei aftur. Vopnin sín
fá þeir að hafa hjá sér en það
fáum við kristinir menn ekk'i.
Nei, maður getur aldrei treyst
múhameðstrúarmanni, það er
jnín reynsla. Rétti maður þeim
litlafingur þá taka þeir alla
höndina."
Ágreiningurinn á milli
kristinna manna og
múhameðstrúarmanna er
djúpstæður. I Mindanao eru
kristnir menn í yfirgnæfandi
meirihluta, þeir eru átta
milljónir en múhameðs-
trúarmennirnir tvær milljónir.
Í ríki Bangsa Moro
verður rúm fyrir alla
En þessi barátta er ekki
jihad, trúarbragðastyrjöld.
Uppreisnarmennirnir segja
kristna menn berjast með sér
og þeir fullvissa heiminn um að
í framtíðarríki Bangsa Moro
verði nægilegt rúm fyrir
kristna menn.
Þeir halda baráttu sinni
áfram og lausn vandans er ekki
í augsýn, síður en svo.