Dagblaðið - 03.06.1976, Síða 13
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNÍ 1976.
13
íslandsmótinu i 1. deild verður fram haidió annaú kviiiii. í-á luccíasi * uýja
grasvellinum í Laugardal Þróttur og FH í fjórðu umferð. A laugardaginn
mæta Valsmenn islandsmeisturum Akraness og Kefiavík og Breiðablik leiða
saman hesta sina i Kefiavík. Á mánudag leika Fram og FH i 5. umferð og síðan
lýkur 4. umferð á þriðjudag með leik KR og Víkings.
ipliðin í 2. deild
ia 3-1 á Húsavik
markið — en um miðjan síðari hálfleik-
inn náði KA aftur forustu. Eftir mikla
þvögu og darraðardans í vítateig
Völsunga hafnaði knötturinn í marki
þeirra. Eyjólfur Ágústsson skoraði.
Markvörður Völsunga, Sigurður
Pétursson, vildi ekki við það una —
sagði.að knettinum hefði verið spyrnt
úr höndum sér og mótmælti ákaft, það
svo, að mjög góður dómari leiksins,
Rafn Hjaltalín, taldi ástæðu til að sýna
honum gula spjaldið — bóka markvörð-
inn. Síðasta markið í leiknum var
ð nóði í
sparken
Héðinsson meiddist
ferðinni — næstkomandi
ma'nudag.
Ahorfendur voru um þrjú
þúsund á Idretsparken í gær-
kvöld eða í færra lagi. Kannski
skiljanlegt, því á þriðjudagskvöld
léku þýzku meistararnir, Borussia
Mönchengladbach, þar gegn KB.
Þá voru áhorfendur 25 þúsund og
Kaupmannahafnarliðið sigraði í
hörkuskemmtilegum leik, 4-3. Þar
var mikil spenna.
Um okkar leik í gær er ekki
mikið að segja, sagði Atli. Þar
skeði ekkert sérstakt — en gott að
ná stigi gegn B93 á útivelli. Liði,
sem er meðal hinna efstu í deild-
inni. Danski landsliðsbakvörður-
inn hjá Holbæk, Niels Tune, fékk
nýlega tilboð frá vestur-þýzka
lióinu Essen, en taldi það ekki
nógu gott. Hafnaði því. Bróðir
hans, Hendrik, sem var settur úr
liðinu í úrslitaleik bikarsins við
Esbjerg á dögunum, tók það
heldur stinnt upp — en sá ágrein-
ingur er nú úr sögunni.
einnig skorað eftir mikla þvögu við
mark Húsvíkinga — Gunnar Blöndal
skoraði eftir varnarmistök bakvarðar.
Veður var hið f.egursta til keppni á
Húsavík — logn og sólskin og áhorf-
endur margir. Miklu fleiri sækja knatt-
spyrnuleiki á Húsavík í miðri viku en
um helgar. 1 heild var leikurinn jafn og
bæði lið náðu á köflum að sýna góða
knattspyrnu. í liði KA bar Hörður
íþróttir
Hilmarsson af — var langbeztur, og
Gunnar Blöndal vinnur afar vel og er
ógnandi við mark mótherjanna. Er
markhæstur KA-manna með fjögur
mörk. Hjá Völsungum bar Guðmundur
Jónsson af — en þeir Magnús Torfa-
son, gamli landsliðskappinn, og Helgi
Helgason, unglingalandsliðsmaður,
settu ekki mikil mörk á leikinn, enda í
strangri gæzlu KA-manna allan
leikinn.
—St.A.
Ender braut 2ja
mínútna-múrinn!
Sextán þýzkar fimleika-
konur sýna í Hafnarfirði
— í 200 m skriðsundi — Metaregn á sundmótinu í Berlín
Með ólíkindum er hve A-
Þjóðverjar hafa á að skipa sterku
sundfólki um þessar mundir, á
Olympíuári. A tveimur fyrstu
dögum úrtökumóts A-Þjóðverja
fyrir Oiympíuleikana í Montreal
hafa þýzku stúlkurnar keppt í
fimm greinum og fimm ný heims-
met hafa litið dagsins ljós, ótrú-
legt en satt.
Sunddrottningin glæsilega
hin 17 ára gamla Kornelia Ender
varð fyrst kvenna í heiminum til
að brjóta tveggja mínútna múrinn
í 200 metra skriðsundi, þegar hún
synti á hinum ótrúlega tíma,
1:59.78. Hún bætti heimsmetið
um rúmar tvær sekúndur, sem
hún átti reyndar sjálf. Til gamans
má geta að nýlega varð Sigurður
Ólafsson fyrstur Islendinga til að
brjóta tveggja mínútna múrinn í
200 metra skriðsundi.
Tvær aðrar stúlkur syntu undir
hinu gamla heimsmeti Ender,
þær Barbara Krause, sem varð
önnur á tímanum 2:00.27, vel
undir gamla heimsmetinu, og í
þriðja sæti, einnig undir hinu
gamla heimsmeti Ender, varð
Andrea Pollack. Hún fékk tímann
2:01.91. Greinilegt að stúlkurnar
verða erfiðar við að etja f
Montreal.
Kornung stúlka — 14 ára
gömul — Barola Nitschke skaut
heimsmeistaranum Hannelore
Anke aftur fyrir sig og sigraði í
100 metra bringusundi kvenna.
Hún fékk tímann 1:11.93 mínútur
— þarf að taka fram að um heims-
met var að ræða? Jú, auðvitað var
um heimsmet að ræða, engu
líkara en þýzkt sundfólk megi
ekki stinga sér í sundlaug án þess
að heimsmet falli. Heimsmeistar-
inn Hannelore Anke fékk tímann
1:12.69 mínútur.
Rétt til að undirstrika afl sitt
þá setti félagslið frá Dynamo
Berlin nýtt heimsmet í 4x100
metra boðsundi. Liðið bætti
heimsmet a-þýzka landsliðsins,
sem sett var í Kolombiu, um rúma
hálfa sekúndu. Þær Barbara
Krause, Monika Seltmann, Rose-
marie Gabriel-Kotner og Andrea
Pollack voru í sveitinni, sem setti
hið nýja met.
Frank Pfuetze setti nýtt
Evrópumet i 400 metra skrið-
sundi án þess að vita að Sovét-
maðurinn Vladimir Rastkatov
hafði sama kvöld bætt nýtt metið.
Pfuetze synti á fímanum 3:58.59
en Sovétmaðurinn Rastkatov fékk
tímann 3:58.02! h.halls.
Vikuna 6. til 12. júní nk. dvelst
hér á Iandi þýzkur fimleika-
flokkur Gymnastikgruppe Des
Albert Schweitzer Gymnasium
frá Leonberg í Vestur-
Þýzkalandi.
Flokkurinn er hér í boði Fim-
leikafélagsins Bjarkar í Hafnar-
firði og mun sýna a. m.k. tvisvar,
dagana 8. og 10. júní og hefst
sýningin báða dagana kl. 21.00.
í flokknum eru 16 stúlkur á
aldrinum 13 til 20 ára, og er hér
um að ræða mjög góðan fimleika-
flokk, sem sýnt hefur víða um
heim við frábærar undirtektir.
Hefur flokkurinn mjög
fjölbreytt prógramm og er mikill
fengur fyrir íslenzkt fimleikafólk
að fá slíkan hóp í heimsókn.
Stúlkurnar munu dveljast í
Hafnarfirði og ferðast um
nágrennið, en sýningarnar verða í
íþróttahúsinu í Ilafnarfirði.
Fimleikafélaginu Björk
stendur til boða að endurgjalda
heimsóknina næsta sumar.___
Landsliðshópur
Hollands valinn
Hollendingar hafa valið lið sitt
í úrslitakeppni Evrópukeppni
landsliða, sem fram fer í Júgó-
slavíu 16f—20. júní.
Það verða þeir koilegar hjá
Barcelona, Johan Cruyff og
Johan Neeskens, sem verða I
fararbroddi og Holiand bindur
hvað mestar vonir við.
Eins vakti athygli, að þjálfari
Hollands, Georg» Knobel, valdi
hinn 35 ára gamla markvörð, Jan
Jongbloed, sem stóð í marki Hol-
lands í HM í Þýzkaiandi ’74.
Leikmenn Holiands, sem valdir
hafa verið eru: Markverðir: Piet
Schrijvers, Jan Jongbioed, Jan
Ruiter. Varnarmenn: Wim
Suurbier, Ruud Kroi, Adrie van
Kraay, Wim Rijsbergen, Hen van
Rinsoever, Wim Meutstege og
Peter Arntz. Tengiliðir: Wim
van Hanegem, Wim Jensen, Jan
Peters, Willy van der Kerhof,
Johan Neeskens, Jan van
Deinsen. Framherjar: Ruud Geel,
Rene van der Kerkhof, Johan
Cruyff, Rob Rensenbrink,
Johnny Rep og Kees Kist.
Enginn dómari mœtti í
Njarðvíkum!
— á leik Njarðvíkinga og Aftureldingar, sem fram ótti
oð fara í gœrkvöld og var liður í bikarkeppni KSÍ
Jæja, nú er endaleysan rétt
einu sinni farin af stað! í gær-
kvöld átti að fara fram ieikur í
bikarkeppni KSÍ milli Njarðvík-
inga og Aftureldingar úr Mos-
fellssveit. Engir dómarar mættu
til leiks! Að vonum voru menn
sárir suður í Njarðvíkum í gær-
kvöld, leikmenn Aftureldingar
komnir alia leið úr Mosfellssveit
til þess eins að komast að því, að
enginn leikur færi fram, gömul
saga og ný hafði endurtekið sig,
engir dómarar mættir til leiks.
Afturelding hafði kostað
töluverðu til fararinnar suður í
Njarðvíkur. Þar sem dómari fær
42 krónur fyrir hvern ekinn kíló-
metra, sem hann þarf að fara til
leiks, þá hafa leikmenn Aftureld-
ingar ákveðið að senda Knatt-
spyrnudómarafélagi íslands,
reikning fyrir útlögðum kostnaði,
en KDFI átti einmitt að sjá um að
dómari mætti til leiksins þar sem
hann er liður í bikarkeppni KSÍ.
Þetta var annar leikur NjarðvíkinKa, sem
frestað var á skömmum tfma. Um síðustu
heljíi var leik Grótjlu og Njarðvíkur frestað,
J>ar sem Lárus Loftsson þjálfari Gróttu var
með unj’linj'alandsliðinu í Ungverjalandi.
Því hafði Sijíurjón Vikarsson. þjálfari Njarð-
víkinj'a. á orði að bæði liðin hóldu áfram i
næstu umferð. Leikjaprónram Njarðvíkinna
væri svo ásetið að erfitt yrði að koma leikjun-
um fvrír. emm/h.halls.