Dagblaðið - 03.06.1976, Síða 15

Dagblaðið - 03.06.1976, Síða 15
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNl 1976. Hentug og einföld baðstrandarföt Nú er kominn sá árstími að það ætti að vera hægt að nota sólbaðsföt. Einnig flykkjast tslendingar jafnan á sólarslóðir og gaman getur verið að eiga „strandföt” til skiptanna. Þessi sólbaðsföt eru ákaflega einföld í gerð, nánast ekki annað en stórt ferkantað klæði, og ef „kjóllinn” er ekkihafður of síður má einnig nota hann sem pils. Sumarlegar svuntur með blúndu Með nokkrum metrum af blúndu, ca 5 cm á breidd, er hægt að lífga upp á venjulega „hjúkrunarkonusvuntu” þannig að hún verði alveg eins „fiks” og rándýrar svuntur sem hægt er að fá í verzlunum. Saumið blúnduna framan á smekkinn og utan á axla- Ofan á kjólinn til vinstri er saumuð breið teygja og nokkur bendlabönd saumuð á til að halda kjólnum saman að framanverðu. Kjólnum til hægri má líkja við risastóran höfuðklút. Kanturinn í kring er úr einlitu efni (ef efnið er skræpótt). Tvö efri hornin eru hnýtt saman framan á brjóstinu. Nota má báða kjólana sem pils með bikini— eða sólbaðs- efrihluta. böndin og neðan á svuntuna. Bezt er að spretta upp saum- unum til hliðanna, klippa blúnduna til i réttri 'breidd, og stinga endunum inn undir og sauma síðan saumana á ný. Þetta er mjög auðvelt í fram- kvæmd og hugmyndin er til- valin bæði fyrir fullorðna og börn. Svona svunta passar líka jafnvel yfir stutta og síða kjóla. Margvíslegur denim- fatnaður í tízku Þvegið demin er ekki lengur eins mikið í tízku og áður. Nú er komin meiri fjölbreytni í alls konar kúrekafatnað sem kominn er á markaðinn úr venjulegu denimi (gallabuxna- efni eða nankin). I tízku eru alls kyns snið af pilsum, bæði hneppt að framan og éjnnig með rennilás, þá sem buxnapils, og loks níðþröng pils, líkt og voru í tízku I kringum 1950. Vinsælust eru þó líklega pilsin sem eru bein upp og niður, eins og á teikningunni. Þröngu pilsin, sem eru þá einnig dálitið síð, ná a.m.k. niður fyrir hné, krefjast þess að sú sem klæðist þeim gangi með „japönsku” göngulagi, þ.e sé: mjög stuttstíg. Beinu pilsin krefjast ekki breytinga á göngulagi. Þá er heldur ekki nauðsynlegt að vera minnsta kosti 180 cm á hæð og þveng- mjór, þannig að þau pils eiga ábyggilega miklu fleiri að- dáendur. Röndóttar blússur Smávaxnar konur hafa I: igum leitað eftir fötum sem þær sýnast hávaxnar í og gengur það stundum erfiðlega. í augnablikinu geta þær prisað sig sæla því nú eru í tízku blúss- ur eins og þessi hér á myndinni og einmitt vinsælt að hafa þær úr langröndóttu efni. En það er fleira en lang- röndótt sem getur látið stúlkur sýnast hærri. Einfaldir sumarkjólar úr rauðu, bláðu eða svörtu, ein- Iitu efni virðast einnig lengja. Ef notaðir eru sokkar í sama lit og kjóllinn „eykur” það. enn við hæðina. Og ef notaðir eru háir hælar er tilganginum náð, bæði í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Kjóll utan yfir buxurnar Einn algengasti klæðnaður austurlenzkra kvenna hefur um árabil verið síðar buxur og kjóll utan yfir. Þessara austur- lenzku áhrifa gætti mjög á tízkusýningum I París í vor og sem hafa aftur áhrif á þann klæðnað sem framleiddur er í fjöldaframleiðslu fyrir almenn- ing. Erlendis er því mikið af slíkum fatnaði á markaðnum og væntanlega taka íslenzkir fata- framleiðendur fljótt við sér og koma með slíkan fatnað í verzl- anir hér á landi. Ef klæðnaðurinn á að vera „fullkomlega” austurlenzkur á hann að vera úr indversku silki. Hann getur þó alveg eins verið úr baðmull því silkið kem- ur heldur illyrmislega við pyngjuna. Klæðnaðurinn hér á mynd- inni er með klnverskum kraga og náttjakkalíningu I hálsmál- inu. Ermarnar ná fram á oln- boga og eru með stórum klaufum og einnig eru háar klaufir í hliðunum. Til þess að koma í veg fyrir að kjóllipn kippist upp að fram- an verða buxurnar að vera úr þunnu, og hálu efni. A teikn- ingunni er gert ráð fyrir að þær séu úr silki. Sumum finnst til- gerðarlegt að hafa buxurnar teknar saman að neðanverðu. Þær geta líka allt eins verið beinar niður. Um höfuðið er vafið litrlkri slæðu sem kemur sér mjög vel hér hjá okkur I öllu rokinu. Þœgilegra en túrban Tyrkneski höfuðbúnaðurinn túrban nýtur stöðugt vaxandi vinsælda um heim allan en i stað þess að vefja hverjum klútnum eftir öðrum eftir kúnstarmnar reglum um höfuðið má láta nægja að hafa aðeins einn klút og snúa síðan breiðum fléttum utanum. Flétturnar eru fléttaðar úr lipru efni. I hverja fléttu eru notaðar þrjár ræmur af ekki alltof þykku efni, um 3 cm á breidd. Brjótið innaf efnisræmunum-og fe$tið endana með prjónum á meðan fléttað er, Þegar fléttan er orðin nógu löng eru endarnir saumaðir saman til þess að þeir rakni ekki upp. Bara band um hólsinn Ein af nýjungunum I baðfata- tfzkunni i ár er brjósta- haldarinn sem hefur aðeins band um hálsinn. Á myndinni til vinstri er bandið aftur fyrir hálsinn og niður i gegnum saumana í hliðunum og aftur fyrir, krækt á bakinu. Bikinið, sem er til hægri,, er einfalt að sauma sjálfur. Buxurnar eru sniðnar eftir venjulegum nærbuxum, faldaðar að ofan með breiðum faldi þannig að hægt sé að draga band í gegn. Það er síðan hnýtt í hliðunum. Brjóstahaldarinn er eitt beint stykki sem bundið er saman aftan á bakinu og haldið uppi að framan með bandi sem gengur aftur fyrir hálsinn. Báða þessa brjósthaldara má nota við síðbuxur eða pils.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.