Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 9
DACiBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1976 J> Gengisfall krónunnar allt að 12,9 prósent f rá óramótum Gengi krónunnar hefur fallið allt að 12,9 prósent gagnvart helztu erlendu gjaldmiðlunum síðan um áramót. Þetta fall hefur gerzt með stöðugu „sigi“. Gagnvart svissneskum franka hefur krónan fallið um 12.9 prósent á þessu tímabili og um 7,6 prósent gagnvart bandarískum dollar. Dollarinn kostar nú 184 krónur en kostaði 171 krónu um áramótin. Svissneskur franki kostar tæplega 73,54 krónur en kostaði tæplega 65,12 krónur um áramót. Danska krónan hefur á þessu tímabili hækkað úr tæplega 27,74 krónum í tæplega 30,21 krónu. Norska krónan hefur hækkað úr tæplega 30,63 krónum í rúmlega 33,41 kr. Fall hinnar islenzku er 8,9 prósent gagnvart hinni dönsku og 9,1 prósent gagnvart hinni norsku. Gagnvart sænskri krónu hefur íslenzka krónan fallið um 6,8 prósent frá áramótum. Sænsk króna kostar nú tæplega 41,48 íslenzkar kr., en kostaði um áramótin rúmlega 38,83 kr. Vestur-þýzka markið hefur hækkað úr tæplega 65,12 ísl. kr. í tæplega 73,54 kr. eða um 10,3 prósent. Franskur franski hefur hækkað úr tæplega 38,16 kr. í tæplega 38.91 kr„ eða um tvö prósent. Sterlingspundið eitt hefur fallið gagnvart íslenzku krónunni. Það kostaði um áramót 345,'80 íslenzkar kr„ en kostar nú 325,60 kr. Hækkun krónu gagnvart pundi er 5,9 prósent. HH. Fró ráðstefnu Bandaiags fatlaðra á Norðurlöndum: ÞEIR GETA DANS- AÐ, - ÞÓn í HJÓLASTÓLUM SÉU Eins og sjá má af andlitum fólksins ríkti afar mikil ánægja á dansgólfinu. Ovenjuleg sjón blasti við þegar Víkingasalurinn á hótel Loft- leiðum var heimsóttur í fyrra- kvöld. Þar voru þátttakendur þings Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum meðdansleik. Dansgólfið var alveg troðið og þar dönsuðu menn af lífi og sál, jafnvel þótt mótaðilinn væri í hjólastól. Það tókst nú samt að ná tali af nokkrum fulltrúum sem voru ýmist ekki farnir að hætta sér út á á gólfið ellegar voru i smáhvíld. ,,Við höfum fyrst og fremst áhuga á að bæta vinnuaðstöðu fatlaðra, en mun minni spenningur ríkir fyrir bótum,“ sagði Sigmar Ó. Maríusson úr Reykjavík. Hann er einn af 5 sem hafa annazt undirbúning þingsins frá þvi í marz. Sigmar sagði þetta fyrsta norræna þingið sem hann sæti. enda hefði það ekki áður verið haldið hér á landi. Mjög margt mætti læra á svona fundum um ástandið i öðrum löndum og málin sem fjallað væri um á þessari ráðstefnu væru öll mjög í brennidepli um þessar mundir. Nefndi hann sem dæmi málaflokka eins og farartækja- og tryggingamál. Hann kvað aðstöðu fatlaðra um allt land hafa batnað á allra síðustu árum, en hún væri ennþá langbezt í Reykjavík. Hefði þetta orsakað allverulegan flutning öryrkja til höfuðborgarsvæðisins. Er hann var inntur eftir möguleikum fatlaðra á að komast yfir bíl, kvað hann þa fremur litla. Menn hefðu að vísu tök á að fá tolla eftirgefna frá 70-80 þúsundum upp í 120 þúsund. Þetta færi eftir tegund bifreiðar. Þá vakti hann athygli á því að í dag væru engar bifreiðar hér á landi fáanlegar sem væru sér- smíðaðar með fatlaða í huga. Guðný Strömm úr Reykjavík var mætt á dansleikinn í fylgd með Þórunni Guðmundsdóttur. Guðný kvaðst aldrei hafa sótt slíkt þing áður. Hún sagðist ætla að sitja fundina en reiknaði ekki með að fara í ferðalögin. Ætlunin mun vera að fara með þá 80 útlendinga sem þingið sitja í ferð að Gullfossi og Geysi. Guðný sagðist ekki geta kvartað mjög mikið yfir aðbúnaði faltaðra hér á landi. Einu væri þó mjög brýnt að koma í lag og það væri að fá bifreiðar, sem fatlaðir ættu auðvelt með að ferðast í. Ástandið væri þannig í dag að festa yrði kaup á sendiferðabílum til að koma fólki í hjólastólum á milli staða. Sigurður Guðmundsson hefur verið formaður Reykjavíkur- deildar Sjálfsbjargar um árabil. Hann er ekki alveg ókunnur þing- setu sem þessari, þar sem hann hefur sótt þing bæði í Noregi og Danmörku. Sigurður sagði að aðalverkefni deildarinnar hér I höfuðborginni væri fjársöfnun. Þetta væri stærsta félagið á landinu með yfir 500 félaga, auk 300 styrktar- félaga. Sigurður sagði að samanburður þátttakenda á kjörum fatlaðra í einstökum löndum sýndi að ísland stæði öðrum Norður- löndum langt að baki. Það værf ekki einungis að styrkir hér væru mun lægri heldur gerði það einnig hlut fólksins hér erfiðari hve landið væri hálent. Fatlaðir í Danmörku ættu mjög auðvelt með að komast leiðar sinnar, en hér væru hæðir alls staðar. Stofnanir gerðu og fæstar ráð fyrir að fatlaðir heimsæktu þær. Þinggestir voru mjög ánægðir með það hversu vel Loftleiða- hótelið hefði brugðizt við að breyta íbúðum i samræmi við þarfir fatlaðra. Hefði hótelið með þessu öðlazt alþjóðamerki fatlaðra. -B.A. Þeir \oru aldeilis hressir þessir þrír garpar sem við hittum á dans- leiknum. Talið frá vinstri: Pétur Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Einar Jónsson. Þessir menn eru allir fulltrúar úr Reykjavík. Hass í hœgindastóli frá Rotterdam „Viðtakandinn" handtekinn 3 kg af hassi fundust í stól sem íslenzkur maður í Rotter- dam bað skipverja á flutninga- skipi að flytja fyrir sig til Reykjavíkur. Þegar komið var úr höfn í Rotterdam vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu varðandi þennan flutning. Við frekari athugun kom í ljós, að í stólnum voru falin rúm 3 kg af hassi. Þegar skipið kom í höfn í Reykjavík var lögreglunni gert viðvart. Var viðtakandi stólsins handtekinn og situr hann nú í gæzluvarðhaldi, og er málið í rannsókn. Maður sá, er stólinn skyldi fá, er rúmlega tvitugur að aldri. Hefur hann áður verið viðrið- inn fíkniefnamál. -BS- LANDINN HEFUR EKKI DREGIÐ ÚR UTANFERÐUM SÍNUM Ferðalög íslendinga til annarra landa halda sífellt áfram að aukast. í maímánuði komu liðlega 700 fleiri landar heim en í þeim sama manuði í fyrra. Liðlega 200 fleiri útlendingar komu aftur á móti hingað í maímánuði í ár, en í sama mánuði á árinu 1975. 13.819 islendingar hafa komið til landsins á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. Hefur þeim einstaklingum, sem utan fara fjölgað um 2.100 miðað við sama tíma í fyrra. Útlendingar hafa hins vegar ekki aukið ferðir sínar hingað í sama mæli og utanferðum lands- manna hefur fjölgað. Alls hafa liðlega 17000 útlendingar haft viðdvöl hér á landi fram til 1.6. þessa árs. Bandaríkjamenn bera höfuð og herðar yfir aðra útlendinga hvað fjölda snertir. í maímánuði einum komu rúmlega 2.200 Bandaríkjamenn hingað. Næst fjölmennastir í þeim mánuði voru Þjóðverjar og þriðju í röðinni voru Svisslendingar. I fyrra höfðu á fyrstu 5 mánuðum þess árs komið til landsins 18217 útlendingar. Sú tala sýnir að erlendum ferða- mönnum hefur fækkað um 1.200. -B.A.- BÓK I BLAÐFORMI 1488 síður af fjölbreyttu lesefni fyrir aðeins 4.500, Já, Úrval er bók í blaðformi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.