Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1976
c
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
iþróttir
Ásgeir og Guðgeir
ekki gegn Fœreyjum
Þrátt fyrir að Guðgeir Leifsson
og Asgeir Sigurvinsson hafi gefið
kost á sér í iandsliðið gegn
Færeyingunum hefur iands-
liðsncfnd ákveðið að velja þá
ekki.
— Astæðan er sagði Tony
Knapp landsliðsþjáifari. að þessir
leikmenn hafa nýlokið erfiðu
keppnistimabili. Þeir eru ekki í
æfingu nú, þar sem þeir hafa
verið í fríi. Því er ekki réttlætan-
legt að velja þá í liðið, hæði upp á
slysahættu og eins að fá þa í
landsleiki í framtíðinni frá
félögum þeirra.
Vollurinn i Færeyjum er'ákaf-
lega slæmur og séu ntenn ekki i
nauðsynlegri æfingu, eykst hætta
á meiðslum."
Það er einnig ljóst að leikntenn
Víkings og Breiðabliks geta ekki
leikið í Færeyjum þar sem liðin
eiga að leika saman á Laugardals-
vellinum nýja þann 15. — eða
daginn áður en landsleikur
íslands og Færeyja verður
leikinn.
Þar með er ljóst að Diðrik
Olafsson, Óskar Tómasson og
Stefán Halldórsson úr Víkingi
og þeir Gísli Sigurðsson og tíinar
Þórhallsson Breiðabliki leika
ekki með landsliðinu.
Eins hefur ÍBK ekki látið þá
Gísla Torfason og Ólaf Júlíusson
lausa.
Þá má því ijóst vera að miklar
breytingar verða á liðinu frá því
sem vann í Noregi 1-0.
Areiðanlega verða tveir nýliðar
— sennilega þeir Guðmundur
Þorbjörnsson og Dýri Guðmunds-
son úr Val. Eins koma inn í
landsliðshópinn frá FH þeir
Viðar Halldórsson og Pálmi
Sveinbjörnsson.
—Ég verð að segja eins og er,
sagði Knapp, að ég er alls ekki
ánægður með undirbúning lands-
liðsins. Við eigum fyrir höndum
erfiða leiki. sérstaklega gegn Hol-
landi og Belgíu. Aðeins verða
leiknir fimm landsleikir á
keppnistímabilinu. ef til vill
fleiri. Erfitt er að koma á
æfingum með strákunum vegna
þess hve leikir eru þéttir í
íslandsmótinu. Þó hafa félögin
komið til móts við okkur eins og
hægt er og eins landsliðs-
mennirnir.“ -h. halls.
Fœrdtta
Þeir víla ekki fyrir sér hlutina í
hinum oiíuauðugu Arabarikjum.
Nú hefur Faisal prins í Saudi-
Arabiu ákveðið að byggja upp
knattspyrnuna í ríki sínu, sem er
olíuauðugast Arabaríkjanna. Tii
þessa verks hefur hann ákveðið
að verja 8 milljörðum króna.
Aðeins það bezta er nógu gott
— Jimmy Hill, sem kom Coventry
City úr þriðju i 1. deild, en hætti
síðan og réðst til ITV sjónvarps-
fyrirtækisins. Hill er nú hjá BBC,
sem ,,keypti“ hann frá ITV.
Jimmy Hill hefur verið ráðinn af
Faisal prins til að byggja upp
knattspyrnuna í Saudi-Arabiu og
fær 8 milljarða króna til þess.
Víkurbœjar-
keppnin um
helgina í Leiru
Vikurbæjarkt-ppnin svonefnda
í golfi fer fram nú um helgina, á
laugardag og sunnudag á golfvell-
inum í Leiru. Keppt verður í
flokkum karla, kvenna og ung-
linga. A sunnudag leika meistara-
flokkur og 1. flokkur karla en á
laugardag 1. og 2. flokkur kvenna,
2. og 3. flokkur karla ásamt
unglingaflokki.
A myndinni að neðan eru
kunnir kappar á Leiruvelli — frá
vinstri Þorbjörn Kjærbo, Arni
Samúelsson í Víkurbæ, Jóhann
Einvarðsson bæjarstjóri í Kefla-
vík og Sigurður Albertsson.
miUjorða
Hann á að ráða framkvæmda-
stjóra fyrir landsliðið. Fram-
kvæmdastjórinn mun verða sá
hæstlaunaði í heimi, fær 16 millj-
ónir í árslaun — skattfrjálst. Eins
á að ráða þjálfara og skipuleggj-
endur til að byggja upp frá
grunni.
Hill hefur þegar hafið verkið,
sem á að vinnast á 5 árum. Hann
hefur fjölgað í deildinni úr 8
liðum I 10. Eins hefur hann
ákveðið að fara með landslið
Saudi - Arabíu í æfingaferð til
Coventry City en þar er hann í
stjórn félagsins.
Ekki verður aðeins einblínt á
landsliðið í dag — heldur á að fá
hæfa þjálfara til að þjálfa í yngri
flokkum. Hili sagði: — Ef ein-
hvers staðar er Pele Saudi-Arabíu
meðal hinna fjölmörgu, ungu
knattspyrnumanna ætlum við að
finna hann. Þegar er hafin bygg-
ing glæsilegs íþróttaleikvangs í
Riyadh og áætlunin um að gera
Saudi-Arabíu að stórveldi í knatt-
spyrnu í fullum gangi.
Það er ekki aðeins í Saudi-Ara-
bíu, sem hlutirnir eru í fullum
gangi. Kuwait — furstadæmið
ríka — er á höttunum eftir einum
umdeildasta framkvæmdastjóra
Englands — Malcolm Allison.
Eins og nærri má geta eru stórar
upphæðir í húfi þar.
Þó Jimmy Hill verði ráðgefandi
um knattspyrnu í Saudi-Arabíu
mun hann halda áfram starfi sínu
sem knattspyrnusérfræðingur
BBC.
Einu místök nwHcva
kostuðu Þrótt bœð
Jón Þorbjörnsson, unglingalands-
liðsmaðurinn i marki Þróttar, var
hetja liðs síns i leiknum gegn Fram á
Laugardalsvelli í 1. deild i gærkvöldi.
Varði oft mark sitt með miklum til-
þrifum — oft á undraverðan hátt —
og var maður leiksins. En það sorg-
lega skeði, að Jóni urðu á ein mistök í
leiknum — mistök, sem kostuðu
Þrótt bæði stigin, því að samherjar
hans i Þróttar-liðinu sýndu litla tii-
burði til að koma knettinum í mark
Fram. Þó munaði einu sinni litlu —
eina marktækifæri Þróttar í leiknum
— en Marteinn Geirsson bjargaði á
marklínu Fram nokkrum sekúndum
fyrir leikslok!!
Mistök Jóns urðu á 14. mín. Krist-
inn Jörundsson, sem þekktur er fyrir
flest annað en þrumuskot, spyrnti
knettinum á mark frá vítateigslínu.
Jón varði — en blautur og háll
knötturinn snerist úr höndum hans
og sniglaðist síðan yfir marklínuna.
Eina mark leiksins.
Ekki skorti þó Fram marktæki-
færin í leiknum. Þau voru mörg og
góð. En markvarzla Jóns — og oft
furðulegur klaufaskapur Framara í
opnum færum — kom í veg fyrir, að
knötturinn hafnaði oftar í marki
Þróttar. Heppni greip þar stundum
inn í — tvívegis átti Marteinn Geirs-
son skot ofan á þverslá í fyrri hálfleik
— Kristinn spyrnti framhjá af 2ja
metra færi. Skoraði svo rétt á eftir
frá vítateig!
f síðari hálfleiknum lék Marteinn
Kristin dauðafrían inn á markteig.
Spyrna Kristins lenti í stöng — og
síðan var bjargað. Þeir Rúnar Gísla-
son, Pétur Ormslev, Eggert Stein-
grímsson, Ásgeir Elíasson — og bezti
maður Fram-liðsins, Jón Pétursson,
komust allir í góð færi — en ekki fór
knötturinn í markið. Annars er furðu-
legt, að Fram með sína snjöllu lands-
liðsmenn, og fjölmarga bráðefnilega
pilta, skuli ekki fá meira úr leik
sinum en raun hefur orðið á 1 mótinu
hingað til. Það hefur ekki verið reisn
yfir Fram-liðinu — og það var hreint
ótrúlegt, að uppskera liðsins 1 gær
skyldi aðeins vera eitt mark gegn
Þrír leikir
Þrír leikir í 1. deild verða um
helgina. Valur og FH leika á
Laugardalsvelli kl. 14 á laugardag
—og hálftíma síðar hetst leikur
Akraness og Breiðabliks á Akra-
nesi. Á sunnudag kl. 20.00 leika
Víkingur og ÍBK á Laugardals-
velli. t 2. deild leika Þór —
Ármann, Haukar — Reynir og
Selfoss — ÍBV á laugardag.