Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 24
Þetta
gera
netin
Hagnaðurinn 512 milljónir
— hluthafarnir fá 2,95% arð af bréfum sínum í Flugleiðum
— Akureyringar misstu sinn mann úr aðalstjórninni
„Þessi fundur markar tíma-
mót í sögu flugrekstrar á Is-
landi,“ sagði Kristján Guð-
laugsson, stjórnarformaður
Flugleiða hf. á fjölmennum
aðalfundi félagsins, sem
haldinn var i Kristalsal Hótel
Loftleiða í gær. „Sameining
flugfélaganna var ekki þrauta-
laus,“ sagði Kristján, „en nú
blandast engum hugur um, að
hún var rétt ráðstöfun." og með
henm hefur þegar náóst sparn-
aður í ótöldum milljónum."
I 11 manna aóalstjórn Flug-
leiða hf. voru eftirtaldir menn
kjörnir: Alfreð Elíasson,
Bergur G. Gíslason, Birgir
Kjaran, Einar Árnason, E.
Kristinn Olsen, Kristján Guð-
laugsson, Óttarr Möller,
Sigurður Helgason, Sigurgeir
Jónsson, Svanbjörn Frímanns-
son og Örn 0. Johnson.
Ur 12 manna aðalstjórn, sem
áður var, gengu þeir Jakob Frí-
mannsson, sem gaf ekki kost á
sér til endurkjörs og Dagfinnur
Stefánsson. Æskilegt þótti, að
einn maður sæti í stjórninni,
sem eins konar fulltrúi af hálfu
ríl<isins, og var stungið upp á
Sigurgeiri Jónssyni, aðstoðar-
bankastjóra í Seðlabankanum,
og hlaut hann kosningu sem
fyrr segir.
Jón G. Sólnes alþingismaður
taldi eðlilegt, að i stað Jakobs
Frímannssonar yrði í stjórninni
maður frá Akureyri sem full-
trúi dreifbýlishluthafa. StakTf
hann upp á Jóni G. Sólnes, en
hann hlaut ekki nægilegt magn
atkvæða til þess að ná kjöri.
Þessir 4 menn voru kosnir í
varastjórn: Dagfinnur Stefáns-
son, Grétar Br. Kristjánsson,
Ólafur Ó. Johnson og Thor R.
Thors.
Endurskoðendur voru
kjörnir: Björn Hallgrímsson og
Þorleifur Guðmundsson, og til
vara: Stefán Björnsson og Val-
týr Hákonarson.
Fyrir fundinum lá skýrsla
stjórnar um rekstur Flugleiða
hf. 1973—1975, svo og endur-
skoðaðir reikningar, sem lagðir
voru til úrskurðar og sam-
þykktir með öllum greiddum
atkvæðum.
Fram kom í skýrslu stjórnar-
innar, að á næstunni væri tima-
bært að hefja undirbúning að
aukningu flugflota félagsins,
og að ekki yrði hjá þvi komizt
að auka hann fyrir sumarið
1977.
Heildartekjur Flugleiða hf. á
árinu 1975 urðu 12.109 millj-
ónir króna, en afgangur til ráð-
stöfunar samkvæmt rekstrar-
reikningi nam samtals 512
milljónum króna.
Samþykkt var tillaga
stjórnar um að greiða hluthöf-
um 2.95% arð af hlutafjáreign,
en með sérstökum lögum, sem
gefin voru út til þess að auð-
velda sanjeiningu flugfélag-
anna, voru ákvæði þess efnis,
að hlutafjáreign væri ekki
eignaskattsskyld, ef greiddur
arður færi ekki fram úr 3%.
Nokkrar umræður urðu á
fundinum og tóku þessir til
máls: Jón G. Sólnes, Þorleifur
Guðmundsson, Arngrímur Sig-
urðsson, Ásgeir Bjarnason.
Gísli Gíslason, Öttarr Möller og
Jóhannes Stefánsson, auk
þeirra, sem fyrr voru nefndir.
Aðalfundur Flugleiða hf. var
fjölmennur, sem áður greinir,
en fjöldi hluthafa er nú nálægt
2 þúsundum. BS
Litlu strákarnir eru orðnir tákn um sameiningu flugfélaganna
tveggja. Sá minni er Loftleiðadrengur, sá stærri Fiugfélagsstrákur.
í revnd er þetta annars öfugt. Ljósmynd ímynd.
- segja
sjómennirnir og
benda á
hryllilega
útleikinn þorsk
Eggert Nikulásson báts-
maður heldur hér á þorski sem
kom í troll hjá Ársæli Sigurðs-
syni II úr Hafnarfirði.
Báturinn var að veiðum úti af
Snæfellsjökli þegar skipverjar
veittu þorskinum athygli. Hann
hafði lent í netadræsum og
vaxið i liðlega 2 ár með þráð
undir kverkinni.
Skipverjarnir kváðust hafa
fengið nokkra slíka fiska áður
en engan sem ihefði verið með
VA cm för. Þeir kváðust fyrst og
fremst vilja mótmæla neta-
veiðum og sögðu að þetta væri
gott dæmi um netadræsur sem
dræpu eftir að þær týndust.
frjaJst, áháð dagblaó
FÖSTUDAGUR 11, JÚNl 1976 ,
Kópavógsþjóf-
urinn fundinn
Neitaði að útskýra
ferðir sínar og auraráð-
Var dœmdur í 30 daga
gœzluvarðhald
I gærkvöldi handtók rann-
sóknarlögreglan í Kópavogi
mann einn í sambandi við
rannsókn á innbrotinu í Spari-
sjóð Kópavogs og í íbúð að
Hraunbraut 24. Sá handtekni
er Kópavogsbúi og á langan
afbrotalista fyrir og því um
hann talað sem síbrotamann.
Þórður Þórðarson rann-
sóknarlögreglumaður sagði DB
í morgun að hinn handtekni
hefði haft á sér verulegar fjár-
hæðir, sem hann við yfir-
heyrslu neitaði að gera grein
fyrir, hvernig komnar væru í
hans umsjá. Ennfremur
neitaði hinn handtekni að gera
grein fyrir ferðum sinum
undanfarna daga.
Vegna þessa var hinn hand-
tekni úrskurðaður í 30 daga
gæzluvarðhald og verður rann-
sókn í máli hans fram haldið.
Þórður Þórðarson vildi enn
ekki gefa upp hve há fjárupp-
hæð er talin hafa verið numin
brott úr Sparisjóðnum. Hann
kvað þá upphæð þó ekki vera
háa en miklar skemmdir hefðu
verið unnar. Fjárhæðin sem
stolið var úr íbúðinni að
Hraur.braut er hærri að mati
Þórðar, miðað við það sem
reiknað er með að fólk hafi
heima hjá sér. Annars staðar
frá hefur DB heyrt nefnda
fjárhæð milli 80 og 90 þús kr. í
ísl. krónum og í gjaldeyri.
—ASt
250 km rally
ó morgun
„Rally" dagurinn er á morgun
og nú hefur Félag íslenzkra
bifreiðaeigenda, sem gengst fyrir
keppninni, aðhæft hana útlenzk-
um reglum.
I fyrra var farið nokkuð var-
færnislega í sakirnar, vegalengd-
in var t.d. ekki nema 150 km löng
og lítið um torfærur sem ein-
kenna slíkar keppnir erlendis. Nú
verður vegalengdin 250 km og er
hún erfið yfirferðar víðast hvar.
Að sögn forráðamanna keppninar
verða ökumenn því að beita hæfi-
leikum sínum til hins ýtrasta, ef
allt á að fara að óskum.
Keppnin hefst við Hótel Loft-
leiðir kl. 13.00 og hafa um 40
manns látið skrá sig.
—HP—
„ÉG ÁTTI MEIRA í ÞÁTTUNUM
EN BARA RÖDDINA"
Umræðum um sjónvarps-
strákinn Palla er ekki alveg
lokið enn. I gær birtist sjónar-
mið Guðrúnar Helgadóttur,
höfundar handritanna að
þáttunum. Til þess að báðar
hliðar kæmu fram var haft sam-
band við Gísla Rúnar Jónsson,
sem lagði til röddina að Palla.
„Eg skal segja þér það,“ sagði
Gisli er hann var spurður um
hve mikið hann hefði fengið
greitt fyrir hvern þátt, „að ég
hélt upphæðinni lengi vel
leyndri fyrir ættingjum og
vinum, þvi að ég skammaðist
min fyrir að veita henni
viðtöku.
Vegna unnna'la Guðrúnar
Helgadóttur í blaðinu í gær get
ég sagt það hér, að ég var mjög
ánægður með handritin
hennar. Þau voru hins vegar
ekki notuð til fullnustu.
Stundum var tekinn út allt að
helmingurinn af því sem hún
samdi og ég bætti inn því sem
mér fannst vanta — með fullu
leyfi hennar.
Eg get fullyrt að aó
meðaltali hafi ég átt um 40% af
texta þáttanna, ef það er ta1 ð
með sem við Sirrý gerðum
þarna á staðnum á meðan
upptakan fór fram.“
Gisli bætti þvi við, að það
kynni að virka sem hroki frá
- segir Gísli Rúnar,
röddin hans Palla
sinni hendi að krefjast hærri
launa, þar sem fólk hefði fengið
þá hugmynd að sá, sem aðeins
lagði til röddina, hefði hætt
störfum vegna launadeilna. Því
væri rétt að fram kæmi, að
hann hefði átt meiri hlut í
þessum þáttum en aðeins
röddina.
„Ég hafði mjög gaman af litla
skrimslinu honum Palla," sagði
Gísli Rúnar að lokum, „og eina
ástæðan fyrir þvi að ég hætti er
sú að ég taldi svo langt frá því
að ég fengi greitt það sem mér
bar, og þvi átti ég einskis
annars úrkosti en að segja
upp.“
-ÁT-
_ AÐALFUNDUR _
DAGBLAÐSINS
Aðalfundur Dagblaðsins hf. verður haldinn föstu-
daginn 25. júní kl. 15 í félagsheimiii Félags íslenzka
prentiðnaðarins i verzlunarmiðstöðinni Miðbæ við Háa-
leitisbraut, gengið inn um vesturgafl. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngumiðar hluthafa og ósótt hlutabréf verða af-
hent i lögmannsskrifstofu Gústafs Þórs Tryggvasonar að
Hverfisgötu 14 kl. 15—17 dagana 18„ 21., 22., 23. og 24.
júní.
Þar liggja einnig frammi á sömu tímum endurskoðaðir
reikningar félagsins fyrir árið 1975 til athugunar fyrir
hluthafa.
Tilmæli um skráningu nýrra hluthafa, er atkvæðlsrétt
eiga að hafa á aðalfundinum. skulu hafa borizt ofan-
greindri lögmannsskrifstofu ekki síðar en 22. júni kl. 15.
Tillögur frá hluthöfum, sem, leggja á fyrir aðalfund,
skulu afhentar á ofangreindri lögmannsskrifstofu ekki
siðar en 23. júní ki. 15.
Umboðsmenn hluthafa á aðalfundi verða sjálfir að
vera hluthafar.
Stjórn Dagblaðsins hf.