Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAtHS — FÖSTUDAGUR 11. JÚNl 1976 frjálst, óháð dagblað rtyrfamli hl'. l'famkviiMmlast.jón: Svcinn K. Kyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Bir«ir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holfjason. Aóstoóarfrótta- stjórl: Atli Stoinarsson. Iþröttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asurimur Pálsson. Blaóamenn: Anna Bjarnason. As«eir Tómasson. Ber^lind Asííeirsdóttir. Brafti Si^urósson. Jírna V. Injiólfsdóttir. (lissur Sifiurósson. Hallur Hallsson. Helfji Pétursson. Jóhanna Bir«is- döttir. Katrín Pálsdóttir. Kristin Lýósdóttir. Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björí»vin Pálsson, Ra^nar Th. SiKurós- son. (Ijaldkeri: Práinn Þqrleifsson. Dreifin^arstjóri: MárK.M. Halldorsson. Asknftarujald 1000 kr. á mánuói innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakió. Ritstjórn Síóumúla 12. sími 83322. auKlýsinnar. áskriftir <>n afnreiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setninu o« umhrot: Da^blaóió hf. <>}> Steindórsprent hf.. Armúla 5. Mynda-on plötu«eró: Hilmir hf.. Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Skilningurinn vex Viðhorf Islendinga til varnar- mála hafa breytzt. Mikið hefur dregið úr stuðningi við varnarlið og Atlantshafsbandalag. Nú er svo komið, að þeir eru álíka margir, sem vilja hafa varnarlið og þeir, sem ekki vilja hafa varnarlið. Aðildin að NATO nýtur enn fylgis meirihluta, en aðeins tiltölulega lítils meirihluta. Um þá spurningu eru svo margir óákveðnir um þessar mundir, að í raun fæst ekki fullur helmingur manna til að lýsa yfir stuðningi við aðild að bandalaginu, ef hinir óákveðnu eru teknir með í reikninginn. Þetta sýna skoðanakannanir Dagblaðsins, svo að ekki fer á milli mála. Fyrrum naut aðildin að Atlantshafsbandalaginu ávallt fylgis yfirgnæfandi meirihluta og greinilegur meiri- hluti var fylgjandi varnarliði. Augljóst er, hvað mestu veldur um þessa breytingu á viðhorfi almennings. Þorskastríðið við Breta olli von- brigðuni fjölda fólks, sem hafði trúað á gagn- semi varnarliðsins og Atlantshafsbandalagsins. Vafalaust töldu margir, að Bandaríkin mundu vernda okkur í þessu mesta lífshagsmunamáli þjóðarinnar. Þegar ekki bólaði á þeirri vernd, endurskoðuðu margir afstöðu sína til öryggis- málanna. Nú munu sumir segja, að þetta sé aðeins bóla. Þegar frá líði og friðsamlegt verður á miðunum, muni þetta fólk að nýju snúast til fylgis við varnarlið og Atlantshafsbandalag. Vafalaust verða einhver brögð að því, en hitt er sennilegast, að lengi muni gæta hinna breyttu viðhorfa, sem þorskastríðið olli. Fyrst og fremst hafa augu margra opnazt fyrir því, hvert eðli herverndarinnar er.Imiklu ríkari mæli en áður gerir fólk sér grein fyrir, að hlutverk varnarliðs hér er fyrst og fremst að verja Bandaríkin, með því að hafa aðstöðu til að fylgjast með hreyfingu sovézka flotans um Norður-Atlantshafið. I þessu eftirliti felst auk- in trygging fyrir Bandaríkin, sem þau leggja mikið upp úr. Vissulega styrkist öryggi Islands, ef þetta eftirlit getur valdið nokkru um, að minni hætta sé á styrjöld, en fólki upp til hópa finnst sanngjarnt, að við gerum kröfur til, að fullt tillit sé tekið til þessa framlags til land- varna Bandaríkjanna. Skilningur Islendinga á eðli öryggismálanna hefur aukizt. Meirihluti landsmanna leit lengi á varnarliðið sem heilagar kýr. Nú telur allur þorri manna ekki lengur sjálfgefið, að hér skuli vera bandarískt varnarlið. Jafnframt gera menn sér betri grein en áður fyrir eðli heimsstjórnmálanna, sem eru fyrst og fremst barátta stórvelda um sem mest yfirráð, hvað sem líóur kommúnisma og kapitalisma. Hins vegar kýs fólk tvímælalaust að búa viö vestrænt lýöræði. Fólk leitar að jafnvægi milli þessara atriða, þegar það gerir upp við sig, hvort það vill, að hér sé varnarlið eða ísland skuli vera í Atlants- hafsbandalaginu. Hinn aukni skilningur á eðli öryggismálanna er mjög ánægjuleg breyting. Erfiðleikum New York-borgor og stjórnmálamann anna er ekki lokið Gestgjaf i flokksþings demókrataf lokksins er nú grunaður um stórfeld f jársvik og borgin á ekki fyrir skuldum „New York er enn þá stór- kostleg borg“ stendur á ljósa- skiltum í hinni stóru nýtizku- legu neðanjarðarjárnbrautar- stöð Pennsylvania Station. Og nú fyrir skömmu mátti heyra Jimmy Carter, sem er talinn liklegastur frambjóðandi til forsetakjörs, segja á forseta- efnatungumáli, að þegar hann verði kjörinn forseti, muni hann gangast fyrir því, að stjórnin í Washington muni taka að sér útgjöld þau, sem samfara eru almannatrygging- arsjóðsgjöldum í borginni. Carter vill tryggja New York borg hið nauðsynlega fjármagn ... nokkuð, sem athuga verður í ljósi þess, að borgarstjórinn, Abraham Beame, sem er demó- krati, hafði þá nýlega lýst því yfir, að hann myndi styðja Carter til forsetakjörs. Beame verður að vísu að greiða þingmanninum Henry Jackson atkvæði í fyrstu um- ferð, en það loforð þarf borgar- stjórinn í stærstu borg Banda- ríkjanna ekki að taka hátíðlega, sérstaklega með tilliti til þess að Jackson hefur dregið sig út úr bardaganum. En er flokksþing demókrata verður sett í Madison Square Garden 12. júli nk. mun það standa í borg sem enn þá á við örðugleika að stríða. Sannanir fyrir því koma fram daglega. í síðustu viku kom i fyrstu tilkynning um það, að flestir nefndarmenn fræðsluráðsins fyrir æðri menntun í borginni hefðu sagt af sér í mótmæla- skyni við mikinn niðurskurð á fjárframlögum. Daginn eftir komu tilkynn- ingar um það, að íkveikjur hefðu aukizt til muna. Voru þar Raunsœisstefna í utanríkismálum i Fyrir nokkru birti Dagblaðið leiðara þar sem hvatt var til raunsæis við stefnumótun í ut- anríkismálum. Sú ábending var vissulega þörf. En hún vekur jafnframt spurningar um hvaða veruleikaþættir, hvers konar staðreyndir, eigi að liggja til grundvallar raunsæisstefnu í íslenskum utanríkismálum. Það lýsir vel eðli stjórnmálaum- ræðunnar í landinu hve lítið er um svör við slíkum spurning- um. Það úir hins vegar og grúir af margvíslegum fullyrðingum sem ýmist eru illa dulbúnar goð- sagnir eða hversdagslegur áróður. Rökræður íslendinga um stöðu þjóðarinnar í heimin- um og samskipti við erlenda aðila hafa því miður yfirleitt verið litt jarðbundnar. Þær hafa fremur vérið uppi í skýj- unum, yfirfullar af helberri óskhyggju, draugasögum um árásarhættu, ævintýrum um vammlausar vinaþjóðir og fleiri þess háttar trúaratriðum. Fátt er íslenskri þjóð nauð- synlegra en að líta köldum raunsæisaugum á stöðu sína í heiminum og samskipti við er- lendar þjóðir. Alþjóðleg stjórn- mál eru fyrst og fremst vett- vangur harðrar togstreitu um hreina hagsmuni, yfirráð yfir landssvæðum og forræði fyrir mönnum. Þessi valdabarátta er síðan klædd í hátíðarbúning hljómfagurra hugsjóna. Það er hins vegar hættulegt að láta blekkjast af slíkum skraut- kiæðum. Veruleikinn er annar. Þar er hver og einn að berjast fyrir eigin hagsmunum. Þá hagsmunatogstreitu verður smáþjóð að gera sér ljósa þar eð hún á næstum ætíð í höggi við voldugri aðila. íslendingar verða að hafa augun opin fyrir staðreyndum og manndóm til að draga af þeim ályktanir. Raunsæisstefna í utanríkis- máium grundvallast fyrst og fremst á viðurkenningu á stað- reyndum og rökrænu mati á þeim. II 1 stuttri blaðagrein er óger- legt að veita ítarlega og tæm- andi lýsingu á þeim staðreynd- um sem hafa verður í huga við mótun raunsæisstefnu í utan- ríkismálum. Hér verður því aðeins leitast við að drepa á átta atriði sem öll eru mikil- vægir veruleikaþættir í íslensk- um utanríkismálum. Þau eiga öll heima í grundvelli raunsæis- stefnunnar. 1. Herstöðvaáform Banda- ríkjanna. Á síðari árum hafa komið í ljós heimildir sem staðfesta að Bandaríkin áformuðu að koma upp her- stöðvum á íslandi löngu áður en það tókst 1951. Þór White- head sagnfræðingur hefur upp- lýst að yfirherráð og forseti Bandarikjanna höfðu þegar árið 1944 samþykkt áætlanir um flota- og flugbækistöðvar á Islandi eftir að heimsstyrj- öldinni væri lokið. Bandarískar skýrslur sýna að stuðningi Bandaríkjanna við lýðveldis- stofnunina var fyrst og fremst ætlað að skapa góðvilja hjá ís- lendingum sem gæti síðan gert auðveldara að koma þessum herstöðvaáætlunum í framÉ kvæmd eftir lok stríðsins. Beiðni Bandaríkjanna um her- stöðvar til 99 ára, Keflavíkur- samningurinn 1946 og rök- semdafærslan í nýbirtum skýrslum um inngöngu Islands í NATO eru viðbótarvitnis- burður um þessa staðreynd. Meðan síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst og a.m.k. hálfum áratug fyrir stofnun NATO höfðu Bandaríkin ákveðið að hafa herstöðvar á Islandi. Þróun mála í Evrópu 1949—1951, m.a. svokölluð árásarhætta frá Sovétríkjun- um, veittu aðeins hentugar rök- semdir fyrir framkvæmd áforma, sem Bandaríkin höfðu haft um áraraðir. 2. Varnarstöð Bandaríkj- anna. Aætlanir yfirherráðs og forseta Bandaríkjanna um her- stöðvar á íslandi voru rök- studdar með nauðsyn Banda- ríkjanna á útvarðstöðum sem gætu í senn skapað aðstöðu til eftirlits og tekið við fyrstu árás- um. Landfræðileg lega Islands gagnvart Bandaríkjunum gerði landið kjörið til slíks hlutverks: Að verja Bandaríkin gegn árás frá Evrópu hver sem árásaraðil- inn væri. Herstöð á tslandi væri mikilvægur hlekkur í varnar- kerfi Bandaríkjanna gagnvart hættu eða ógn frá riki í Evrópu, hvort sem það ríki væri Þýska- land, Sovétríkin eða eitthvert annað ríki. Herstöðin hér er því ekki sérstaklega tengd árásar- 'hættu frá Sovétríkjunum. Hún er hlekkur í almennu varnar- kerfi Bandaríkjanna gagnvart Evrópu. Það er landfræðileg lega íslands með tilliti til Bandarikjanna en hvorki lega

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.