Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1976
jazzBaLL©dC8kóLi búpu,
Dömur
athugið
★ Nýtt 3ja vikna námskeið
hefst 28. júní.
★ Líkamsrækt og megrun
IfkQin/mlll fyrir dömur á öllum aldri.
★ Morgun, dag- og kvöldtímar
★ Tímar 2 og 4 sinnum í viku
★ Sturtur — sauna — ljós —
tæki — kaffi — vigtun —
mæling
Síðasta nómskeið fyrir sumarfrí.
Upplýsingar oa innritun í síma 83730.
^jazzBQ llqCCqkqli böpu
b
N
\l
Í
I
Bókhaldsvél
Lítið notuð KIENZLE bókhaldsvél
teg. 150 til sölu nú þegar. Uppl. í síma
83188 á venjulegum skrifstofutíma.
Hlaðbœr hf.
Síðumúla 21.
fj^ Hjúkrunarfrœðingur
óskast
Hjúkrunarfræðing vantar í hálfs dags starf í Leitar-
stöð—B frá 15. ágúst nk. Umsóknir með upplýsingum um
fyrri störf sendist skrifstofu Krabbameinsfélags Islands,
Suðurgötu 22, Box 523, fyrir 15. júlí nk.
F.h. Leitarstöðvar—B
Krabbameinsfélags íslands
Yfirlæknir.
- BARNAFATNAÐUR -
RÝMINGARSALA!
20% afslóttur af
öllum vörum
Verzlunin hœttir 9. júlí nk.
Verzlunin MINNA
Strandgötu 35 — Hafnarfirði
BLAÐIÐ
Dagblaðió vantar umboösmann á
Húsavík. Uppl. hjá afgreiðslu blaðsins
í Reykjavík í síma 22078 og á Húsavík
í Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar í
síma 41234.
Portú gal:
Azevedo berst
fyrir lífínu
— dauði hans myndi fresta forseta-
kosningunum á sunnudaginn
Læknar berjast við að bjarga
lífi Jose Pinheiros de Azevedos,
forsætisráðherra Portúgals,
sem fékk hjartaslag.
Azevedo aðmíráll, sem er 59
ára gamall, er í framboði í for-
setakosningunum í landinu á
sunnudaginn. Hann var fluttur
á sjúkrahús í ofboði eftir að
hann hneig skyndilega niður á
kosningafundi í Oportc í
norðurhluta landsins.
í yfirlýsingu lækna, sem
gefin var út í sjúkrahúsinu í
Lissabon í morgun, sagði að for-
sætisráðherrann væri enn með-
vitundarlaus, tólf tímum eftir
að hann var lagður þar inn.
Ef Azevedo deyr áður en
kosningarnar fara fram á
sunnudaginn, verður þeim
frestað um óákveðinn tíma sam-
kvæmt stjórnarskrárákvæðum.
Þrátt fyrir veikindi forsætis-
ráðherrans sagði talsmaður
kosninganefndar hans i gær-
kvöld, að Azevedo væri enn í
framboði til forsetakjörs.
Kosningarnar á sunnudaginn
eiga að vera lokaáfanginn í
þeirri viðleitni að byggja upp
vestrænt lýðræðisfyrirkomulag
í Portúgal.
Azevedo forsætisráðherra
Portúgal: Hjartaáfall.
Azevedo er hinn eini af fram-
bjóðendunúm, sem var talinn
eíga möguíeika á því að sigra
Antonio Ramalho Eanes, hers-
höfðingja, sem greinilega nýtur
mestra vinsælda. Hann skortir
að vísu stjórnmálalega reynslu,
en er hrífandi persónuleiki og
hefur lengi verið í sterkri
valdaaðstöðu að tjaldabaki.
NV-Atlantshafsfiskveiðinefndin:
USA og Kanada fá nú
mest af eigin fiski
Bandaríkja- og Kanadamenn
hafa unnið kröfum sínum um
mikla lækkun á fiskiveiðikvótum
í landhelgi þeirra mikið fylgi, að
sögn fulltrúa á árlegri ráðstefnu
N-V-Atlantshafsfiskveiði-
nefndarinnar, sem haldin er í
Montreal um þessar mundir. T.d.
hafa þeir fengið samþykkt, að
leyfilegur afli á þorski fyrir árið
1977 verður 100 þús. tonnum
minni en árið áður.
Margir nefndarmanna sögðu,
að ljóst væri, að með þessum
lækkunum á veiðikvótum mundu
Bandaríkjamenn og Kanadamenn
veiða mestan hluta aflans sjálfir.
Mikil lækkun varð á þorskkvót-
anum við strendur Nýfundna-
lands og Labrador, þar sem leyfi-
legt var að veiða 300 þúsund tonn
í ár, en aðeins verður heimilt að
veiöa 160 þúsund á næsta ári.
■ Þá verður aðeins heimilt að
veiða 30 þúsund tonn af ufsa í
stað 55 þúsund tonna í ár. Ekki
voru sett nánari ákvæði um
veiðar þorsks og rækju undan
ströndum Grænlands né um síld-
veiðar undan ströndum Nova
Scotia.
Blökkumannaleiðtoginn Eldrige
Cleaver hefur nú látið loka sig
inni í einangrunarklcfa af ótta
við að verða ráðinn af dögum.
Nú á að kvikmynda
œvi Patty Hearst
1 landi stóru granna okkar í
vestri, Bandaríkjunum, virðist
vera hægt að græða peninga á
öllu. Lögreglan var rétt nýbú-
in að handtaka Patty Hearst,
er sjónvarpsfyrirtæki eitt hóf
að kvikmynda ævisögu hennar.
Patty Hearst, sem er á efri
myndinni, er dóttir
blaðakóngsins Radolph Hearst,
og henni var rænt (?) af
félögum úr Symbionesiska
frelsishernum.
En nú hefur sjónvarpsfyrir-
tækið sem sagt hafiö töku leik-
innar m.vndar um atburðina, —
og hlutverk Patty er leikið af
ungum leiklistarnemanda,
Susan Hawkins. Hvað hún
hefur til brunns að bera er ekki
vitað en svipur er nteð þeim
Patty.
læstur inni i einmenningsklefa
allan sólarhringinn að eigin ósk.
„Eldrige óttast nú mjög um líf
sitt,“ segir Snyder í slmaviðtali
við fréttamenn. Segir hún að
Eldrige hafi orðið hræddur er
nokkrir hvítir menn, sem dæmdir
hafa verið fyrir morð, voru fluttir
á fimmtán manna deild hans í
Alameda fangelsinu I Oakland í
Kaliforníu.
„Hann heldur, að þetta sé allt
saman skipulagt," sagði
lögfræðingurinn. Einn yfirmanna
í fangelsinu viðurkenndi að
flestir fanganna væru þar fyrir
morð, en hann sagði einnig að
viðbrögð Cleavers væru ýkt.
„Einhverra hluta vegna telur
hann, að hann sé í lífshættu,“
sagði yfirmaðurinn. „Hér er allt
með ró og spekt.“
Cleaver snen sér að nýju til
Bandaríkjanna siðastliðið haust
til þess að standa fyrir máli sínu
vegna ákæra um mannsmorð eftir
bardaga milli Svörtu pardusanna
og lögreglu árið 1968. I stað þess
að gefa sig fram þá, flýði hann til
Kúbu og siðan dvaldist hann í
A 1 ..___________i :
zxiöii Ug i i aiMvitíiiUi.
Hann hefur verið hafð-
ur I haldi síðan hann sneri til
heimalands síns á áhrifamikinn
hátt sl. haust, en réttarhöldunum
sem hann er fullviss um að munu
sanna sakleysi hans, hefur verið
frestað hvað eftir annað vegna
þess að hann hefur ekki getað
greitt lögfræðingi sfnum.
. Eldrige Cleaver, fyrrum
leiðtogi Svörtu Pardusanna í
Bandaríkjunum, hefur verið
einangraður frá öðrum föngum í
fangelsinu þar sem hann bíður
réttarhalda, til þess að tryggja
öryggi hans, að sögn lögfræðings
Cleavers.
Lögfræðingurinn, Maxine
Snyder. segir að Cleaver sé nú
CLEAVER í
EINANGRUN
— óttast morðtilraun