Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 11
DAíiBI.AÐIf) — FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1976.
hylina yfir lif hans. starf og
tlauða" segir frændinn
Manolo. ,,Nú er kominn timi til
að við fáum svör við því hvers
vegna hann var skotinn "
Gareia Lorca var aldrei félagi
i stjórnmálaflokki, jafnvel þótt
hannhefðium tima unnið fyrir
lýðveldisstjörnina sem stjórn-
andi ferðaleikhúss er átti að
færa leiklist út til alþýðu lands-
ins. í byrjun borgarastyrjaldar-
innar 1936 sneri hann aftur til
Granada frá Madríd.
\
Falangistarnir gátu
ekki bjargað lífi hans
Hann leitaði skjóls meðal
hægrisinnaðra vina sinna í
falangistahreyfingunni en það
dugði honum ekki. Hann týndi
lífi á sama hátt og fjögur
þúsund aðrir borgarar
Granada, vinstrisinnar og
stuðningsmenn lýðveldissinna
— aðallega menntamenn.
kennarar og læknar.
19. ágúst 1936 var hann
tekinn af lífi. Aðeins nokkrum
dögum áður hafði mágur hans,
síðasti borgarstjóri Granada úr
hópi lýðveldissinna, verið
tekinn af lífi þar.
Talið er að settur borgar-
stjóri á þeim tíma hafi fyrir-
skipað aftökuna þótt aldrei hafi
orðið ljóst hvort það var að
eigin frumkvæði eða sam-
kvæmt fyrirskipunum annarra.
Rauðar rósir, tákn
byltingarinnar
Enginn veit með vissu hvar
Garcia Lorca er grafinn. Hanr-
liggur ásamt hundruðum ann-
arra í auðu svæði fyrir norðan
borgina, skammt frá þar sem
þeir voru skotnir í flj'ti bundnir
við tré.
1 einu kvæða sinna sagði
Lorca:
„Er ég dey,
þá grafið mig með gítarinn
minn
í sandinn."
Syrgjendur koma nú oft á
þetta svæði og dreifa þar
rauðum rósum — tákni portú-
gölsku byltingarinnar — i
þeirri von að einhver lendi á
ómerktri gröf þessa merka
Mér hefur stundum flogið í
hug, hvort það kunni að standa
í einhverju sambandi við
reynsluleysi íslendinga af járn-
brautum, hve þeim er tamt að
láta hugsun siria renna eftir
aðeins einu spori —fram og
aftur. Eins og kunnugir vita,
eru járnbrautakerfi oft æði
flókin, með mörgum sporum
sem samtengd eru á hinn fjöl-
breytilegasta hátt. Þessi lang-
sótta samlíking flögraði að mér
á dögunum, þegar ég var í
þriðja sinn inntur eftir,
hvernig það mætti vera, að ég
hefði beitt mér fyrir þátttöku
íslendinga í 200 ára byltingar-
afmæli Bandaríkjanna með
„vfkingaskipinu" Leifi Eiríks-
syni, á sama tíma og ég Væri
andvígur bandarískri hersetu á
íslandi. Afstaða mín væri „and-
amerísk", og því skyti skökku
við að ég sigldi með Leifi
Eiríkssyni upp Hudson-fljót á
byltingarafmælinu 4. júli.
Þetta viðhorf tel ég vera
skóladæmi um einfasa hugsun
margra íslendinga, svo tekið sé
dæmi úr raffræðinni. Þeim
virðist vera fyrirmunað að
hugsa öðruvísi en í rammgirt-
um hugkvíum eða sjá aðra liti
en svart og hvítt. Að mínu mati
er andstaða við stefnu banda-
rískra stjórnvalda í alþjóða-
málum ekki fremur „and-
amerísk" en andstaða við ríkj-
andi afturhaldsstjórn á
íslandi telst vera óþjóðleg, þó
ýmsir reyni að vísu að gera
hinu gagnstæða skóna. Á það
má minna í þessu sambandi að
virkasta og áhrifaríkasta and-
staðan við Víetnam-striðið var í
Bandaríkjunum sjálfum. Það
voru þjóðhollir bandaríkja-
menn, sem hvað ákafast
börðust gegn stefnu stjórnar
sinnar í því máli og fóru með
sigur af hólmi. Að leggja
stjórnarstefnuna í Washington
að jöfnu við „amerískan hugs-
unarhátt" er álíka gáfulegt og
telja stjórnarstefnuna á Islandi
spegla viðhorf og hugsunarhátt
íslensku þjóðarinnar.
Þrátt fyrir eindregna and-
stöðu við bandaríska stjórnar-
stefnu í fjölmörgum málum á
alþjóðavettvangi tel ég mig
vera einlægan aðdáanda banda-
riskrar hefðar og menningar
eins og þær gerast bestar.
Hvergi i heimi er til dæmis.
blaðamennska á jafnháu plani
og í Bandaríkjunum, svo mér sé
kunnugt, enda hafa bandarísk
blöð verið mörgum valdamanni
vestanhafs skeinuhætt og veitt
þingræði í landinu öflugt að-
hald. Bandarískir háskólar
bera sömuleiðis af samskonar
Kjallarinn
Sigurður A. Magnússon
stofnunum um allan heim. Það
besta og verðmætasta í minni
eigin skólamenntun á ég banda-
rískum háskóla að þakka, og tel
mig jafnframt hafa lært mest af
bandarískri blaðamennsku á
ferli minum sem blaðamaður.
Engin blöð í hinum vestræna
heimi voru gagnrýnni á stefnu
bandaríkjastjórnar í Víetnam
en bestu blöð Bandaríkjanna.
Því miður berast okkur helst
dreggjarnar úr bandarískri
múgmenningu, og gefa þær
vitaskuld alranga mynd af
menningarástandinu vestan-
hafs.
Byltingarafmæli bandaríkja-
manna (þeir leggja sjálfir
áherslu á að það sé byltingar-
afmæli) er hátíð allrar banda-
rísku þjóðarinnar í minningu
eins merkasta atburðar í sögu
síðustu alda. Bandariska
byltingin er tvímælalaust ein-
hver merkasti áfangi í sögu
heimsbyggðarinnar. Hún var
ekki einasta fyrsta raunveru-
lega bylting lýðræðisaflanna og
beinn undanfari frönsku
stjórnarbyltingarinnar, heldur
einnig fyrsta bylting kúgaðrar
nýlenduþjóðar gegn evrópsku
nýlenduveldi. Þannig er hún í
tvennum skilningi móðir allra
síðari byltinga 1 heiminum. I
þessu sambandi er einkar fróð-
legt að hafa i huga, að bylt-
ingaröflin með George
Washington í fylkingarbrjósti
áttu einungis stuðning
þriðjungs bandarísku þjóðar-
innar; annar þriðjungur var
andvígur byltingunni, en
þriðjungur landsmanna var
hlutlaus.
Við þetta má bæta þeirri
merkilegu staðreynd, sem
glöggir menn hafa bent á, að
flestar ef ekki allar þær bylt-
ingar sem átt hafa sér stað í
Evrópu á undanförnum áratug-
um má rekja til Bandaríkjanna,
svo sem byltingu æskunnar,
stúdentabyltinguna, Jesú-
byltinguna, hippahreyfinguna
og það endurmat á lífsverðmæt-
um sem hinn vestræni heimur
hefur orðið vitni að meðal yngri
kynslóða. Bandaríkin eru
þannig ein mesta hugmynda-
deigla samtímans, hvað sem
síðan má segja um stjórnar-
hætti og þjóðskipulag þessa
sundurleita sambandsríkis.
„Byltingin etur börnin sín,"
er haft fyrir satt, og vissulega
virðist sú hafa orðið raunin um
allar þær byltingar sem sagan
kann að greina frá. Þær háleitu
hugsjónir sem sjálfstæðisyfir-
lýsing og stjórnarskrá Banda-
ríkjanna tjá og túlka hafa óneit-
anlega átt erfitt uppd 'jttar í
meðförum misviturra manna,
og víst er um það að bandariskt
þjóðfélag á langt I land að
tryggja þegnum sínum það
frelsi, jafnræði og félagslega
öryggi sem feðurnir létu sig
dreyma um og útlistuðu I text-
um sínum. En það má ekki
blinda okkur á þá staðreynd, að
Bandarfkin urðu fyrst ríkja til
að hrinda lýðræðishugsjóninni
i framkvæmd og hafa æ síðan
haft bolmagn til að standa um
hana dyggan vörð, þegar henni
var ógnað af mönnum á borð
við Huey Long, Joseph
McCarthy og Richard Nixon.
Þennan innri styrk lýðræðis-
hefðar í Bandarikjunum er
þarflaust að vanmeta, þó
stundum minni bandariskar
kosningar meira á trúðleika en
alvarleg stjórnmálasamtök, og
með hliðsjón af því sem gerst
hefur í Sovétríkjunum og lepp-
ríkjum þeirra, sem höfðu að
leiðarljósi háleitar hugsjónir
október-byltingarinnar, verður
ekki annað sagt en tröllveldinu
í vestri hafi þrátt fyrir allt
farnast miklu betur en risanum
í austri, bæði að því er varðar
frelsi, mannréttindi og jafnvel
launajöfnuð.
Bandariska byltingin er við-
burður sem vert er að minnast
með virðingu og þökk, þvi hug-
sjónir hennar eru enn í fullu
gildi og mættu gjarna verða
leiðarljós jafnt þeim íslend-
ingum, sem berjast fyrir sjálf-
stæði og óskoruðum sjálfs-
ákvörðunarrétti smáþjóða, og
þeim sem telja fjöreggi þjóðar-
innar best borgið í tröllahönd-
um. Byltingarafmælið mætti
líka verða okkur hvöt til að
taka til rækilegrar endurskoð-
unar hugsanagang, sem rennur
eftir einu einasta spori, og hug-
myndafræði sem hefur einung-
is tvo liti í litrófi sínu.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur.
r
Verðbólgan eflist
Verðbólgan er nú
æðisgengnari hér á landi en
nokkru sinni áður hefur
þekkst, — allt er á stöðugri
uppleið og það svo gegndar-
lausri.að það minnir helst á
stjórnleysi — að valdhafar og
aðrir valdamenn (forystumenn
kerfisflokkanna) innan
þjóðfélagsins hafi engin tök á
stjórnun þjóðarbúsins, að
hentistefna éin ráði allri þróun
íslenska rikisins.
Verðlag allt hækkar stöðugt
og virðist óstöðvandi — raf-
magn, heitt vatn, olia, póstur,
sími, seld þjónusta þess
opinbera og allflestir faghópar
fylgja fast eftir, vöruverð, öll
heimilistæki og tæki til iðnaðar
og bílar mjög verulega (þótt
sleppt sé hækkun húsaleigu og
hækkun seldra íbúða, sem
munu hafa hækkað um ca 90-
100% frá 1975) — en bílar
verða innan tíðar, ef
áfram heldursem horfir.aðeins
keyptir af „betri" mönnum í
„kerfinu" og af
þrýsiihöpamönnum, bæði utan
og innan ASÍ svo og þeim
háskólagengnu BHM-mönnum,
sem eru að verða forréttinda-
stéttir í þjóðfélaginu.
En á sama tíma er kaup
verka- og launafólks barið
niður — með styttingu
vinnutímans, afnámi helst
allrar yfirvinnu, sem þessar
láglaunastéttir þola ekki, aukin
dýrtíð — en kaupið bundið,
sem þýðir í raun kauplækkun
allra launastétta i þjóðfélaginu
— þó ulan áðurnefndra
þrýstihópa.
Það eru vissulega augljóst
hvert stefnir hér á landi. Hér er
á hraðri ujiiisiglingu stétta-
þjóðfélag, vel launaðar mennta-
mannasléilir og þrýstihöpa-
stéttir — fámennar með lykil-
aðstöðu, geta boðið þjóðlífinu
birginn, þegar þeim hentar og
gott færi gefst.
En vegna smæðar — þjóðin
fámenn en yfirbygging mikil og
kostnaðarsöm — verða fram-
leiðslustéttirnar, launa-
stéttirnar og „púlstéttirnar" að
vera í lægsta þrepi launa. í dag
munu þessar vinnustéttir á
Islandi vera þær verst launuðu
á öllum vesturlöndum og þótt
víðar væri leitað — þrátt fyrir
afl sem heitir ASÍ og innan
ríkiskerfisins aflið BSRB.
Það er vissulega öllum ljóst,
hvaða stéttir og starfshópar í
okkar þjóðfélagi eiga að lifa, —
en það eru alþingismenn (með
hefðbundna „fátækrastyrki,
alls kyns bitlinga og skatt-
fríðindi), embættismenn af
ýmsum gráðum og stigum (með
bílastyrki m.m.), forstjórar
ríkisfyrirtækja (með bíla-
styrki og ýmis launuð hlið-
arstörf, nefndastörf), lög-
fræðingar, sem skammta sér
sjálfir sitt kaup og meta sig
hátt, og að lokum ýmsir há-
skólagengnir forréttinda-
höpar, sem erfitt er að staðsetja
innan gamla rammans,
„kerfisins", eru yngri en
kerfið, — sérmenntaðir þó —
en geta og vilja þjóna „kerfinu"
og eru þá gerðir að deildar-
stjórum til að geta bætt þeim
launin (þött deildin fyrir-
finnist engin). Ríkisbáknið og
ríkisreksturinn e.vkst hröðum
skrefum. Það er eins og
„kerfið" vill og ætlast til, —
það geta ekki allir fengið allt,
en kerfið rey.nir og vill sjá um
sína. Iláskólinn útskrifar alltaf
stærri og stærri menntamanna-
hópa. sem hvergi finna sér stað
eða starf i þjóðfélaginu —
þjóðin stækkar ekki eins ört og
starfshóparnir sem þaðan
koma, lausn verður að finnast
Kjallarinn
GarðarViborg
„kerfið" veit sínu viti, það er
löngu vitað. Lausnin, sú
aðgengilegasta og auðveldasta,
var og er að nýta krafta þeirra
og „menntun" innan ríkis-
kerfisins, — þótt í dýrara lagi
sé og þótt koma þeirra þangað
sé í raun óþörf, störfin geti
verið unnin af öðru fólki,
menntuðu frá ýmsum sér-
skólum, sem ríkið rekur, sem
ekki krefjast hærri launa en
hinu almenna launakerfi er
ætlað og forystumenn BSRB
telja hæfilegt til lífsframfæris.
Að þessari menntaþróun hafa
stjórnvöld og allir stjórnmála-
flokkar í landinu, ,,kerfið“,
sífellt unnið og talið hagstæða
og eðlilega „þróun" i
þjóðfélaginu. En nú standa
forystumenn þjóðarinnar,
flokkanna og „kerfisins"
ráðvilltir og ráðþrota, —
stjórnsemi fyrirfinnst helst
hvergi í rekstri þjóðarbúsins.
Stjórn öll nálgast algert stjórn-
leysi og enginn vill eða telst
ábyrgur — kerfið eitt blífur.
Þó er rétt og satt, að allir
kerfisflokkarnir hafa haft uppi
loforð og talið sig hafa í hendi
og huga úrbætur og úrlausnir
allra vandamála þjóðar-
búskaparins, þegar til kosninga
hefur komið, en öll gefin
fyrirheit hafa til þessa runnið
beinustu leið til sjávar og týnst
þar, trúlega hafnað utan 200
mílnanna. En sannast sagna
þora forystumenn
kerfisflokkanna ekki að gera
nauðsynlegar og raunhæfar
ráðstafanir til aðhalds og til
lausnar í efnahagsmálum
þjóðarinnar, af ótta við að
kjörfylgi tapist þegar kosið er
— þora ekki að stinga á þeim
kýlum á þjóðarlíkamanum, sem
mestum erfiðleikum valda.
Það eru þeir starfshópar,
embættismannakerfið og
þrýstihópar sem áður eru
tilgreindir, — en allir þessir
stéttahópar meta sig of hátt og
eru of stórir miðað við stærð
þjóðarinnar.
Framleiðslufyrirtækin, fram-
leiðslustéttirnar, launa- og
verkafólk þjóðarinnar, þola
ekki alla þessa yfirbyggingu,
sem kerfisflokkarnir hafa verið
að byggja og sem stendur utan
við verðmætamyndun í þjóðar-
búskapnum.
En til að dylja úrræðaleysi
sitt og ráðleysi hafa forystu-
menn kerfisflokkanna gripið til
nýrra og nýrra lántaka erlendis
og leitað uppi alla hugsanlega
hjálpar- og líknarsjóði, hvar
sem þá er að finna i heiminum
— innan hins þróaða heims,
lengra er ekki komið. Og
þannig hefur þjóðarskútunm
verið haldið á floti fram til
þessa, — þetta veit öll þjóðin.
En kerfisflokkarnir hafa alið
upp og látið stöðugt undan
ýmsum kröfugerðarhópum, —
þrýstihópum innan ASÍ og
BHM — hópum sem best
standa tekjurega séð I þjóð-
félaginu á næsta bekk við
forystumenn „kerfisins"-
flokkanna, — starfshópa, sem
virðast þó hafa það eitt tak-
mark að ná sem mestu til sín,
hvað sem þjóðarbúinu kemur, /
og gera kröfur á mælikvarða
milljónaþjóða. En á sama tíma
er kaup hins almenna manns
innan ASl og BSRB alltaf í
lágmarki og að stórum hluta
undir því kaupi sem í dag telst
mannsæmandi kaup, — en
samt er stór hópur fólks og
jafnvel forystumenn kerfis-
flokkanna, sem telja kaup
þessa fólks of hátt og að þetta
fólk tröllríði efnahagskerfi
þjóðarinnar.
Nú er nokkuð umliðið síðan
síðustu kjarasamningar voru
gerðir og ljóst mun flestum
hversu haldgóðar þær kjara-
bætur hafa reynst launa-
stéttum þjóðfélagsins. En
þessir þrýstihópar ásamt
forystusveitum kerfis-
flokkanna og stærðar á yfir-
byggingu þjóðfélagsins sjálfs
eru að kollkeyra efnahagskerfi
þjóðarinnar, — vegna „of-
metnaðar" þeir meta sig til
launa á margfalt kaup
venjulegs launa- og verkafólks.
Yfirbygging þjóðfélags okkar
er alltof stór, kostnaðarsöm og
heimtufrek.
Framleiðslustéttirnar, launa-
stéttirnar í ASl og BSRB og
„púlstéttirnar" standa vart
lengur undir þessum þrýsti- og
kröfugerðarhópum í hvaða líki
sem þeir birtast í þjóðfélaginu.
En kröfur fyrrnefndra hópa
verða til af því að þjóðin er í
reynd forystulaus, — þjóðin og
þjóðlífið er að rotna ofan frá.
Islenskt þjóðlíf er í hættu, ef
áfram heldur sem horfir
Garðar Víborg
fulltrúi hjá verðlagsstjóra.,