Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 24
Olíuleitarmálin hér:
n
HOFUM MISST AF YMSUM
TÆKIFÆRUM TIL UPPLÝS-
LÝSINGAÖFLUNAR" jarðhitadeildar
,,Við höfum ínisst af ýihsum
tækifærum til að saftta aö
okkur gögnum okkur aö kostn-
aðarlausu varðandi hugsanlega
olíu hér, því hingað hafa borizt
tilboð um frumrannsóknir á
olíumöguleikum og að mínu
áliti átti að taka sumum þeirra
á sínum tíma,- sagði Guð-
mundur Pálmason, forstjóri
jarðhitadeildar Orkustofnunar
í viðtali við DB í gær.
Guðmundur staðfesti, að hug-
myndir um að reyna hér
höranir i leit að olíu með jarð-
bornum Jötni hafi verið ræddar
innan Orkustofnunar. en henli
jafnframt á að allar hugmyndir
um olíu hér væru mjög óvissar,
enda lítt rannsakaðar.
Island hefði orðið til við eld-
gos og væru litlar líkur fyrir að
olía safnaðist saman í jarð-
lögum við slikar aðstæður. Hins
vegar bentu vissar líkur til
þess, að þau setlög, sem liggja
til suðurs frá Jan Mayen og
talið er líklegt að olía sé í, geti
náð allt upp að landgrunni Is-
lands i áframhaldi af Jan
Mayen hryggnum til suðurs.
Kannsóknir skortir á því hvort
þau haldi áfram inn undir land-
grunníð.
Að lokum sagði Guðmundur
að fyrir einu til tveim árum
Orkustofnunar
hefði Landgrunnsnefnd gert
ákveðnar tillögur um hvernig
rannsóknum á landgrunninu
skyldi fyrir komið — þar með
talin olíuleit — en dregizt hafi
að taka afstöðu til þeirra
tillagna af hálfu hinsopinbera,
— GS.
Millisvœðamótið:
Hörðbarátta
um efstu
sœtin
Áttunda umferð millisvæða
mótsins i Manila var tefld í gær
Að henni lokinni er staðan
nokkuð óljós vegna biðskáka. 9.
umferð verður tefld í dag en
síðan biðskákir á föstudag.
Staðan er þannig eftir 8 um-
ferðir:
1. Mecking Brazilíu og Hort
rékkóslóvakíu hafa 5,5 vinninga
og eiga báðir biðskákir og er bið-
skák Horts talin allt að því unnin.
Mecking á biðskák móti
Quinteros.
t 3. sæti er Browne Bandaríkj-
um með 5 vinninga og biðskák
gegn Polugajevsky. Polugajevsky
er með 4,5 vinninga og tvær bið-
skákir. Uhlmann hefur einnig 4,5
og á biðskák gegn Kavalek. Rúss-
arnir Spasský og Czeskovsky hafa
einnig 4,5 vinninga en hafa lokið
sinum skákunt. Ljubojevic og
Balashov eru í 8.—9. sæti með 4
vinninga en Ljubojevic á ólokna
skák gegn Panno. Þar á Panno
betri stöðu.
— ASt.
Þessi montnu álftahjón spóka hverjum degi sem álftir
sig í Elliðaánum við stífluna eignast fimmbura.
ofan við Arbæ. Það er ekki á
Hreyknir f oreldrar
KÆRUR Á HUNDA
HRANNAST UPP
Hundur réðst að 12 ára gam-
alli telpu í Ásgarði á þriðjudag-
inn. Glefsaði hann í hönd
hennar þannig að sár varð af.
Farið var nteð stúlkuna í sl.vsa-
deild og hún sprautuð til að
fyrirbyggja slæmar afleiðingar
af bitinu. Jafnframt var málið
kært til lögreglu.
Eigendur hundsins vildu
ekki við lögregluna ræða er
hún kom á vettvang að sögn
Guðntundar Hermannssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns. Var
því logregluskýrsía send saka-
dómi. Hjá því embætti munu
margar skýrslur liggja óaf-
greiddar yegna kæru yfir hund-
um. Kvað Guðntundur þetta
vera vandræðaástand. en kvað
lögregluna ekki geta gert annað
en láta málin ganga til saka-
dóms.
— ASt.
Ljónum Sœdýra-
safnsins lógað
Endi var í gærdag bundinn á
líf ljónanna tveggja, sem verið
hafa í Sædýrasafninu sl. fjögur
ár. Þau hafa síðustu vikurnar
verið fársjúk og sjúkdómurinn
sent dýrin hrjáði sagður vera
svonefnt kattafár.
Ljónin eignuðust unga i
safninu.en þeir eru alíir dauðir og
tveir þeir síðustu úr sama
sjúkdómi og hrjáði foreldra
þeirra. Talið er að kattafárið hafi
borizt til ljónanna með gestum
safnsins, en ungarnir voru á tíma-
bili gæludýr gesta.
-ASt.
frjálst, nháð dagblað
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1976
Umbúða-
fjallíð
minnkar
mikið
— útf lutningur
svipaður og í
fyrra, fyrir utan
Japansloðnu
Umbúðafjall Sölustofnunar lag-
metis er í rénun. Tekizt hefur að
minnka það um tuttugu og tvær
milljónir á einu ári.
Miklu veldur, að Sölustofnun
hefur fengið einstakar lagmetis-
verksmiðjur til að yfirtaka birgð-
irnar auk þess sem umbúðirnar
hafa verið notaðar fyrir afurð-
irnar.
Að sögn Gylfa Þórs Magnús-
sonar, skrifstofustjóra Sölu-
stofnunar, námu umbúða-
birgðirnar í marzlok 35,3 millj-
ónúm. Þær námu 44 milljónum
um síðustu áramót og 57 milljón-
um á miðju síðasta ári. „Þetta
var gífurlegt vandamál,“ sagði
Gylfi.
Umbúðabirgðir upp á 19 millj-
ónir eru í vörugeymslunni, sem
stofnunin hefur á leigu við mik-
inn kostnað í Skeifunni 6 í
Reykjavík. Gylfi sagði, að stefnt
væri að því að rýma þessa
geymslu fyrir áramót og hætta að
hafa hana á leigu.
Útflutningur lagmetis er minni
en á sama tíma í fyrra, og veldur
því, að í fyrra var verið að selja
loðnu til Japan upp í samning frá
árinu áður.
Utflutningurinn nam 101,5
tonnum á tímabilinu til aprilloka
í ár en 130,1 tonni á sama tíma í
fyrra, en af því voru 45,1 tonn
upp í japönsku samningana.
Salan er því heldur meiri nú, ef
út eru tekin áhrif þessarar sölu til
Japan. Á þessu tímabili árið 1974
var útflutningurinn 68,4 tonn.
— HH
Drengur
fyrir bíl á
Akureyri
Sex ára gamall drengur varð
fyrir bifreið á Hörgárbraut á
Akureyri á ellefta tímanum
í gærmorgun. Drengurinn
var fluttur í sjúkrahúsið og
lagður þar inn. Hann bæði
rifbrotnaði og marðist hér
og þar.
— ASt.
r
Ríkisstjórnin 1 f ill R ^ I ■ W
::Vilhjalmur er andvigur
greiðslum fró varnarliði
,.Ég óttast. að nýjum sam-
göngumannvirkjum á vegum
varnarliðsins mundu fylgja
nýjar herstöðvar." sagði Vi 1-
hjálmur lljálmarsson mennta-
málaráðherra í gær.
„Mér líz.t illa á það allt."
sagði menntamálaráðherra við
spurningu Daghlaðsins um.
hvort Itann væri fylgjandi því.
að leiga yrði tekin af varnar-
liðinu eða það tæki þátt i
kostnaði við vega- eða flugvalla-
gerð.
„Islendingar hljóta að búa
við sinn eigin atvinnurekstur
og lifa af aflafé sinu," sagði
Vilhjálmur. „Við verðunt að
forðast að taka meiri peninga
frá varnarliðinu, því að ég
óttast, að við verðum þá
háðari því."
Ríkisstjórnin er nú klofin í
tvo nánast jafna hluta um það,
hvort Bandaríkjantenn eigi að
taka þátt í kostnaði við sam-
göngubætur hér vegna aðstöð-
unnar, sem þeir hafa. Gunnar
Thoroddsen hefur mælt með
þessu í ríkisstjórninni. og Hall-
dór E. Sigurðsson, Ölafur
Jóhannesson og Matthías
Bjarnason hafa látið í ljós
svipaðar skoðanir Geir Hall-
grímsson og Einar Ágústsson
munu andvígir þessu, og nú
upplýsist. að Vilhjálmur
Hjálmarsson er það einnig.
Matthías A. Mathiesen hefur
verið et'lendis að undanförnu.HH