Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 9
Mismunun kynjanna: H/ERRI LAUN FYRIR AÐ VERA KARLMAÐUR? Málaferli eru nú hafin vegna mismununar í launum. vegna kynferðis, við vélritun á ræðum þingmanna. Kinn karlmaður starfaði við vélritunina og tók hann laun samkvæmt 18. launa- flokki. Kvenfólkið sem vann við þessi störf hlaut laun eftir 1 :i. flokki. I’ingritarar þessir hafa nú hiifðað mál gegn Alþingi fvrir Horgardómi. Þess skal gelið að allir þing- ritararnir hafa nú sagt upp störfum vegna óánægju með kaup og kjör. Fyrsta málið var tekið fyrir í gær. Er það Ragnhíldur Smith sem er stefnandi í fyrsta málinu. Forsaga málsins er sú, að sjö stúlkur sögðu upp störfum á árinu 1974 vegna óánægju. Höfðaði Gunnlaugur Þórðars- son mál fyrir hönd Ragnhildar og Guðnýjar Júlíusdóttur gegn Alþingi og fjármálaráðherra. Málið var tekið fyrir á átta fundum jafnlaunaráðs. Jafnlaunaráð taldi að dómstólarnir ættu að skera úr þessum ágreiningi. 15. des. kom fram frávísunar- krafa þar sem talið var að málið heyrði undir félagsdóm. Frá- vísunarkröfunni var síðar hrundið. Við þingritunina er yfir- maður Olafur Siggeirsson, en sonur hans er eini karlmaðurinn sem vann sem þingskrifari. Friðjón Sigurðs- son, skrifstofustjóri Alþingis, hefur sagt að Jón Ölafsson hafi unnið ýmis aukastörf sem réttlæti hærri laun. Ekkert starfsmannafélag var á Alþingi þegar Ragnhildur hóf störf við þingið 1967. Hófu stúlkurnar baráttu fyrir bættum kjörum. Alþingi samdi við Starfsmannafélag ríkis- stofnana um kjör þeirra, þó þær væru ekki félagsmenn í þvi félagi. Alþingi óskaði eftir þvf að Jón Ölafsson fengi laun samkvæmt 21. launaflokki, var það samþykkt og jafnframt að stúlkurnar þægju laun sam- kvæmt 17. flokki. Það munar því enn 4 launa- flokkum á fólki sem vinnur sömu störf, en karlmaðurinn hefur annað starfsheiti. Það kom fram í gær, að stúlkurnar þurftu allar að stimpla sig inn og út en karl- maðurinn ekki. -BA- l)A(iHI.AÐH) — FIMMTUDAGUR 24. JÚNl 1976. ,,Við höfum góða von um að samráð verði haft við okkur um endanlega gerð að skipulagi á Seltjarnarnesi, þar sem það var samdóma niðurstaða dóm- nefndar að veita okkur fyrstu verðlaun." Þannig farast þeim orð arkí- tektunum örrnari Þór Guðmundssyni, Örnólfi Hall, Magna Baldurssyni og Gunnar G. Sigurðssyni. Við erum stödd i Valhúsaskóla að skoða verð- launatillögu þeirra. Þar stendur yfir sýníng á öllum 12 tillögunum, sem bárust vegna samkeppni um skipulag Sel- tjarnarness. Arkitektarnir segja okkur að efnt hafi verið til samkeppn- innar í nóvember í fyrra. Þeir hafi byrjað að vinna að verk- efninu í janúar, mest á kvöldin og um helgar, nema seinustu vikuna þá var nótt lögð við dag. „Þetta var heilsusamleg sam- keppni. Við þurftum vitanlega hvað eftir annað að fara í vett- vangsskoðun og fengum góðan ráðgjafa með okkur, Jóhann Gunnarsson, sem býr á Nesinu. Þetta voru fyrirtaks göngu- ferðir og útivist" eru arkítekt- arnir sammála um. Við spyrjum um kostnað við heimili, iþróttahús, útisund- laug, íþróttaleikvang, útisvið og við komum niður aó Bakkavör, sem nú er orðin smábátahöfn. Hér stöldrum við og horfum til norðurs upp á Valhúsa- hæðina. Við okkur blasir kirkjan, lítill lækur liðast niður frá vatnsgeymi þeirra Sel- tirninga efst á hæðinni og þar er útsýnisskífa. Á tjörn við kirkjuna synda endur í makindum. Það sem við sjáum ekki er að norðan megin á Val- húsahæð er kominn vetur og þar renna krakkar sér á skíðum og sleðum. Allir golfarar byrja að trimma strax við Bakkatjörn Áfram höldum við eftir Suðurströndinni. Húsin eru lágreist keðju-, rað- og einbýlis- hús nema þau, sem fyrir voru á Nesinu áður en tillagan kom fram. Þannig eru öll hús vestan Valhúsahæðar. Farið er fram hjá Lindarbraut og Suður- ströndin liggur fram hjá Bakkatjörn. Enginn vegur liggur út á golfvöll. Allir golf- arar byrja strax þarna á trimmi sínu. Þetta er allt friðlýst svæði þar sem fólk nýtur útivistar og fjöruferða. Áfram eftir Suður- ströndinni og nú er Nesstofa á hægri hönd. Þar er nú safn fyrir lækningasögu landsins, en svo sem kunnugt er, þá var fyrsta apótek á Islandi í Nes- stofu (síðar varð það að Reykja- víkurapóteki). Annað hús á Nesinu er líka orðið að safni. Það er Mýrarhúsaskóli, þar er að finna skólasögu landsins. Gróttubænum, Bygggarði og Ráðagerði hefur verið haldið vel við og þar búa listamenn og náttúruvísindamenn þjóðar- innar. Hjá Nesstofu er að finna; smábarnaskóla, dagheimili, og elliheimili. Allt í litlum einingum og ungir og gamlir hafa gagn og gaman hverjir af öðrum. Svo mætast Suður- og Norðurströnd og litlu seinna erum við komin að göngustíg út að varnagarðinum við Gróttu. Þangað er aðeins hægt að kom- ast á fjöru, en gamla bryggjan stendur þarna enn. Henni hefur verið haldið vel við eins og öðrum bryggjum á Nesinu. Svo er einnig um hverja vör. Grásleppukarlar setja svip sinn á bæinn og víða má sjá hvernig þeir hafa hengt upp gráslepp- una. Leið okkar endar svo með því, að við förum austur Norðurströndina og erum aftur komin á Eiðsgranda. Vona að hugmyndin verði notuð sem minnst breytt Kárl segir okkur ýmislegt um Seltjarnarnes, eins og það er f dag. Þar er eini barna- og gagn- fræðaskólinn á Stór- Reykjavíkursvæðinu, og þótt víðar væri leitað, sem er einsettur. Seltirningar flýta sér hægt með stækkun bæjarins. Þar búa nú um 2600 manns, en í skipu-i lagstillögunni er gert ráð fyrir 6.500 manna byggð. Karl segir að gera þurfi ráð fyrir alls konar þjónustumiðstöðvum áður en byggingar séu leyfðar. Þá hefur það gengið svo til á Nesinu, að allar götur fá varan- legtslitlag fljótlega eftir að hús rísa. Verðlaunatillagan verður nú á næstunni lögð fyrir bæjar- stjórn. „Ég vona,“ segir Karl, ,,að bæjarstjórnin beri gæfu til þess að nota hugmyndina sem minnst breytta." —EVI Þannig yrði hið nýja skipulag á Nesinu, ef tillagan yrði notuð. Mikið er um göngugötur og opin og friðlýst svæði. DB-mynd Arni Páll svoria skipulagsgerð og fáum að vita að ekki sé tímakaupið hátt. (Fyrstu verðlaun voru 550 þús kr.) Ekkert bæjarfélag gæti á ódýrari hátt fengið fjöldann allan af hugmyndum en með því að efna til hugmyndasam- keppni. Þess má geta að 40—50 manns lögðu hönd á plóginn í tillögunum 12, sem bárust á Nesinu. Það má segja að við förum í smáskoðunarferð um Nesið með arkítektunum — bara á kortinu þeirra þó. Við byrjum á að fá skýringar á gatnakerfinu, en Norðurströndin og Suður- ströndin tengjast saman i hringveg. Ekki er síður hugsað fyrir þeim gangandi en þeim akandi því mikið er um göngu- leiðir. Sums staóar liggja gönguleiðir undir göturnar til þess að sem minnst þurfi að fara yfir þær. Ein mesta slysa- gildran á Nesinu var Lindar- brautin, vegna þess hvað hún var bein og bauð upp á hraðan akstur. Nú er hún breytt. Á henni er hlykkur, þar sem verzlunarmiðstöð er staðsett. Strætó lúsast hægt um hana og kringum verzlanirnar. Það eru fleiri með okkur i ferðinni, Jóhann, ráðgjafi þeirra félaga, er með og Karl B. Guðmundsson, formaður dóm- nefndar og bæjarstjórnar- maður. Tveir unglingsstrákar eru rétt nýfarnir og missa af lestinni, en við fáum að vita að þeir hafi oft komið inn að skoða og yfirleitt sé mikill áhugi hjá fólki að líta á tillögurnar. Fremur hóar byggingar einkenna miðhverfið Við erum stödd þar sem Eiðs- grandi (gatan) greinist í Norður- og Suðurströnd, og förum eftir Suðurströndinni. Á vinstri hönd eru íbúðablokkir og tjörn prýðir umhverfið. Á hægri hönd er miðhverfið. Nes- vegurinn vestan við Suður- strönd er horfinn og þar er nú opið svæði. Við sjáum ráðhúsið, alls konar verzlanir, félags- Jóhann Gunnarsson, Magni Baldursson, Ornólfur Hall, Ormar Þór Guðmundsson, Karl B. Guðmunds- son og Gunnar G. Einarsson skoða verðlaunatillöguna á Seltjarnarnesinu. SV0NA Á NESIÐ AÐ LÍTA ÚT r r IEjn JA HJ|T| Pt| IIUI — ef verðlaunatillagan um skipulag 1 ImAAlWl | IVIPIPII Seltjarnarness verður lótin róða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.