Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 8
DAGBr,AÐTÐ_— FIMMTUDAGUR 24. JtJNÍ 1976. Var nauðsynlegt að fara í kappakstur ó 140 km hraða í Fossvoginum? utvoow My|orwr htw: LÖGREGUN Á140 KM HRAÐAENÍSUNDURDRÓ Slutlur en nUiu •lllnsa- Mkur V.rí l irrrinMl á Halnarf|ár«*nr>álmun nuUc Getur verið að lögreglan hafi með því að auka hraðann, æst drukkna unfilinfía á stolnum bíl til að aka enn hraðar? Af hver.ju var ekki reynt að kalla til aukalið og sitja fyrir bíl pilt- anna þar eð þeir gátu ekki farið af veginum? Frétt Dagblaðsins og m.vndir af endalokum eltingarleiks lög- reglunnar við tvo pilta, annan 16 ára og hinn 18 ára og drukk- inn, hefur vakið mikla athygli. Piltarnir höfðu stolið bílnum við Umferðarmiðstöðina og þeirra varð fyrst vart er þeir óku á miklum hraða suður gamla Hafnarfjarðarveginn. Lögreglan hóf þegar eltinga leik, sem endaði með því að ökumaðurinn á stolna bílnum rnissli stjórn á honum og hentist bíllinn lit í skurð. Fyrir einhverja mildi sluppu piltarn- ir lifandi. Kom fram i fréttinni, að lög- reglumennirnir töldu sig hafa verið á allt að 140 km hraða, er mest var, en þó hefði dregið sundur með bílunum. Eins kom fram að bremsuförin eftir bíl piltanna hefðu mælzt 150 m og um tíma virtist bíllinn hafa verið á tveim hjólum. Nú hafa margir haft sam- band við blaðið, þar á meðal lögreglumenn, og spurt hvort þarna hafi verið rétt að farið. Sérstaklega vildu lögregluþjón- arnir benda á það, að yfirleitt væri það skoðun þeirra, að stofna ekki lífi og limum allra í hættu með svo gífurlegum akstri — handhægt hefði verið í þetta sinn að nota talstöð og kalla til meira lið, sem síðan hefði getað króað bifreiðina af, í stað þess að æsa drukkna unglinga til glannaaksturs með þvl að elta þá á enn meiri hraða. Megi telja mestu mildi að þarna hefði ekki orðið stór- slys. Dagblaðið spurði lögreglu- stjórann í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, hvort lögreglu- menn hefðu fyrirskipun um að elta menn uppi, hvað sem það kostaði. „Nei, ekki hvað sem það kostar. Það er matsatriði hverju sinni og lögreglumenn hafa tiltölulega frjálsar hendur með ákvörðun í því sambandi.“ — Nú hefur verið haldið fram, m.a. af lögreglumönnum, að þarna hafi lögreglumenn- irnir beinlinis ýtt undir glanna- akstur í stað þess að kalla til meira lið? „Hvaða íögreglumenn hafa sagt það?“ — Það segi ég auðvitað ekki. „Nei, en á bifreiðum lögregl- unnar í Reykjavik eru yfirleitt vanir og reyndir menn og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að þeir hafi tekið rangt á þessu máli.“ — HP. Hstaverkin voru óttu: Myndhöggvarar vilja sérstakan garð fyrir menn með skemmdarfýsn íbúar Reykjavíkur eru haldnir meiri skemmdarfýsn en íbúar landsbyggðarinnar. 1 fréttatilkynningu frá Mynd- höggvarafélaginu í Reykjavík kemur fram að átta myndir, sem voru sýndar á Lækjartorgi í tilefni Listahátíðar 1976, skemmdust eða eyðilögðust al- veg, þrátt fyrir það að lögreglan hafði gefið vilyrði fyrir að hún myndi standa vörð um verkin. Vill félagið að komið veröi upp afgirtum skemmtigarði þar sem þessir vesalingar, sem haldnir eru þessari afbrigðilegu skemmdarfýsn, geti fengið út- rás með því að fara í skítkast, brotið flöskur, beyglað bílhræ og drukkið sitt brennivín. Myndhöggvarafélagið hefur haldið fjölmargar sýningar á síðustu árum víðsvegar um landið, og það var fróðlegur samanburður við höfuðborgina að ekkert verkanna á þeim sýn- ingum var skemmt. Segið þið svo að dreifbýlisfólk kunni ekki að meta list! — KL Húsbruninn í Gljúf urholti í Ólf usi Orsök brunans enn óljós Ekkert hefur komið fram, sem bendir til þess hver hafi verið orsök brunans að Gljúfur- holti í Ölfusi á sunnudagsmorg- uninn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi brann húsið til kaldra kola og engin verksummerki er að sjá. Jörðin Gljúfurholt hafði nýlega verið seld Reykvíkingi nokkrum, sem hugðist reka þar félagsbú ásamt tveimur öðrum mönnum. Ætlaði hann sjálfur að leggja fram jörð, hús og vélar, en bústofn allir að jöfnu. Þegar húsið — annað tveggja gamalla íbúðarhúsa á jörðinni — brann, var verið að vinna að endurbótum á því og hafði tölu- verðu verið kostað til. Hefur augljóslega orðió töluvert tjón við þennan bruna, því húsið var aðeins tryggt fyrir liðlega 3,5 milljónir króna. Lögreglan á Selfossi vill ekki útiloka þann möguleika, að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. í húsinu sem brann var rafmagnsinntak fyrir bæði gömlu húsin og eins nýtt ibúðarhús, sem fyrrverandi eig- andi byggði. Hinn nýi eigandi keypti jörðina fyrr í þessum mánuði og hefur afsali ekki verið þing- l.vst. — ÓV. Valkyrjurnar er tvímæla- laust með lélegri afþreyingar- efni, sem flutt hefur verið hingað til lands. I fyrsta lagi er hún svo fáránlega barnaleg og áætlanir allar svo einfaldar að hvert barn hefði getað upp- hugsaö þær. Það er því næsta kátbroslegt að hún skilli vera bönnuð yngri en 16 ára þegar nær væri að segja að eldri en 14 væri óheimill aðgangur. Þá er efnisþráður kvikmyndarinnar þannig að lugir ef ekki hundruð m.vnda hafa verið gerðar um sarna efni. Og þeir inenn sem unnu að gerð kvik- inyndar þessarar hafa gætt þess vandlega að koma ekki með eitt einasta frumlegt atriöi. Siigu- Við afhendingu nýja neyðarsjúkrabílsins. Rúnar Bjarnason, Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, Jóna Hansen og Guðrún Holt, en þær eru í sjúkraflutninganefnd R.víkurdeildar RKÍ. —DB-mvnd Ragnar Th.Sig. 4,2 MILLJ. KRÓNA NEYÐ- ARSJÚKRABÍLL AFHENTUR í gær bættist ný og glæsileg bifreið í sjúkrabifreiða,,flota“ höfuðborgarinnar. Reykjavíkur- deild RKÍ afhenti bilinn sjúkra- flutningadeild Slökkvistöðvar- innar og veitti Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri bílnum viðtöku. Hinn nýi bíll er ætlaður til neyðarsjúkraflutninga. Hann er mjög sterkbyggður og vandaður að allri gerð og á að komast leiðar sinnar í vondri færð og við erfiðar aðstæður, þar sem aðrir sjúkrabíl- ar eiga örðugt með að komast leiðar sinnar. Bifreiðin er af GMC gerð, en uppbyggður og innrétt- aður í Noregi hjá sama fyrirtæki og útbjó neyðarbílinn, sem Blaða- mannafélagið gekkst fyrir söfnun á og er í notkun á Stór- Reykjavikursvæðinu. Reykjavíkurdeild RKÍ hefur lengi annazt alla sjúkraflutninga hér í borg með aðstoð Slökkviliðs- ins. Hefur deildin keypt flesta bílana og annazt viðhald þeirra og rekstur. Er þetta aðalverkefni deildarinnar ár hvert. Að fá þennan bíl til landsins var mikið átak og erfitt. Bíllinn kostaði hingað komin 4.2 millj. kr. og reyndist það deildinni ofviða að leysa bílinn út. Fjárveitinga- nefnd Alþingis felldi loks niður þráðurinn er eitthvað á þessa leið: Geimferðaáætlun Bandáríkja- manna er ógnað af einhverj- um biluðum manni. Grunur leikur strax á því að þetta hljóti að vera einn af f.vrrverandi starfsmönnum öryggisþjónust- unnar. Hann er búinn að koma sér fyrir á afskekktri eyju og telja háttsettir karlmenn í Washington að erfitt verði að komast að honum. Tölva er fengin til að velja njósnara til að eyðileggja þessa áætlun mannsins, sem heitir Eamon O'Reilly. Hún ákveður strax að það séu aðeins Valkyrjurnar sem unnið geti á slíkum nianni. Sveitin er skipuð 6 fræknum konum. Þær koma saman til að vinna að ákveðnum verkefnum en starfa þess á milli sem nektardansmeyjar, sáltræð- ingar og bókasafnsverðir svo nokkuð sé nefnt. Allar eru þetta hinar ítur- vöxnustu meyjar og hvarflar ósjálfrátt að áhorfandanum að þetta séu einhverjar gogo stúlkur sem aldrei hafi komið á svið. Leikur þeirra er svo hörmulegur, með einni eða tveimur undantekningum, að ekki er unnt að sannfærast eitt augnablik að um alvöru sé að ræða. Það sem eftir er myndar- innar gengur út á að sýna þær aöferöir sem þær beita til að vinna bug á ógnvaldinum. Að sjálfsögðu kemur í Ijós að for- ingi Valkyrjanna hafði áður verið góð vinkona O’Reillý, sem heldur bandarisku öryggisþjón- ustunni i stöðugum ótta. aðflutningsgjöld af bílnum og söluskatt, samtalsum 1,8 milljónir króna. Með þeirri afgreiðslu mála tókst loks að fá bilinn 1 notkun á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Aðaltekjur RKÍ deildarinnar i Reykjavík eru af skyndihapp- drættinu kunna og af spilakössum sem víða eru uppi. Má því segja að allir sem þátt taka í þessum fjáröflunarleiðum Reykjavikur- deildar RKÍ leggi sjúkraflutning- um í borginni lið, sagði Ragnheiður Guðmundsdóttir form. deildarinnar, er bíllinn var afhentur i gær. —ASt. Myndin sýnir heiimörg dráp og kunna þau að verka trufl- andi á áhorfendur. Því er hins vegar ekki að neita að sökum þess hvað myndin er afspyrnu léleg verður ekki eitt einasta atriði alveg sannfærandi. Eitt verður að segja mynd- inni til góðs, að þeir sem sáu um litina í henni hafa unnið allsæmilegt verk. — BA. Endalous þvœla HAFNARBiÓ Valkyrjurnar, handarisk litkvikmynd. Íslendingar hafa í mörg ár sætt sig við að sjá öllu lélegri kvikmyndir á skjánum en þeir horfa á í kvikmyndahúsum. Það er hins vegar þannig komið í dag að m.vndin Valkyrjurnar á varla sinn jafnoka i hópi kvik- mynda sem sjönvarpið hefur sýnt. Er óhætt að segja að þeir. sent vilja l'á skemmtun eða af- þreyingu af biöferö fá hvorugt við að s|á þessa inynd

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.