Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.07.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 10.07.1976, Qupperneq 1
fijálst, úháð daublað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, ^UGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 2702Z, r •• METHITIIHOFUÐBORGINNIIHEILA OLD: 24 STIG (SKUGGANUM! — og þá þóttí mörgum baranóg um ..Fljótt á litið er þetta methiti. Ljóst er að hiti hefur ekki mælzt svona mikill á þessari öld í Reykjavík. Hiti hefur mælzt mestur 23,4 stig. Það var í júli 1950, en augljóst er að hitinn í dag hefur farið yfir 24 stig,“ sagði Markús A Einarsson veðurfræðingur i gær í viðtali við DB. Reykvikingar hafa áreiðan- lega orðið greinilega varir við að hitinn var óvenjumikill í gær. Eflaust hafa þeir sem fóru til vinnu í gærmorgun ekki gert ráð fyrir þessunt ósköpum og búið sig eins og venjulega, rnjög vel, og fengið síðan ræki- lega að kenna á því; verið að kafna úr hita er leið á daginn. ..Þessi hiti er hluti af hlýja loftinu sem berst frá Evrópu núna,“ sagði Markús. Við erum að öllum líkindum að stela hlý- indunum frá Evrópubúum því í dag mældist hiti 16 stig í Kaup- mannahöfn, að sögn Markúsar, og það gekk á með skúrum. Hitinn kl. 6 f gærmorgun var hærri en á venjulegum dögum, eða 15 stig, og kl. 4, er þeir á Veðurstofunni litu á mæla hjá sér, sýndu þeir 24 stig, og það jaðraði við að vera sól seinni partinn, en hún náði samt ekki að brjótast fram úr mistrinu. Á Akureyri mældist 24 stiga hiti kl. 3 í gærdag. ,,Það er næstum því of heitt og fólk er hér léttklætt eins og í suð- rænum löndum," sagði Halldór Lárusson á Hótel Akureyri er DB hringdi í hann og spurðist fyrir um veðurblíðuna þar. „Veðrið er alveg sérstaklega gott þótt ekki hafi verið sólskin í allan dag. Það horfir mjög vel hjá okkur í ferðamálunum, full- bókað er núna, og talsvert er bókað fyrir sumarið, þó ekki enn alveg fullt,“ sagði Halldór og bætti þvi við að veðursæld væri yfirleitt mikil á Akureyri á sumrinu og ekki verra að vera ferðalangur þar. „Ætli hitinn sé ekki svona 15—20 stig,“ sagði lögreglan í Vestmannaeyjum þegar við slógum á þráðinn þangað. „Það er ekki að marka þennan hita þarna hjá ykkur, þið eruð á hitaveitusvæðinu," sagði lög- regluþjónninn. Raunar mun sú stétt manna hafa átt einna bág- ast í hitanum í gær, svartur búningur er ekki það ákjósan- lega þegar hitinn fer vel yfir 20 stig. í sólinni í gœr DB mynd Ární Páll Jón Ivarsson hjá Storr á Lauga- vegi sýnir okkur hitamælinn sem sveiflast upp í 24—25 gráðuriskugganum. (DB-mynd R.Th.Sig.) Hann Vigfús er orðinn niræður og man vart annað eins jgóðviðri, nema fyrir 20 árum þegar hann bjó í Svínadalnum. Hann var að slá í garði þing- manna við Austurvöllinn i hita- svækjunni 2. ARG. — I.AUG ARDAGUR 10. JULÍ 1976 — 149. TBL. Bóndinn um harmleikinn í Stakkholti: HANN FELL 0FAN AF JEPPAÞAKI Frá Atla Steinarssvni, nesi, i gærkvöldi: Borgar- Sakadömur Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu héll áfram yfir- heyrslum vegna dauða 13 ára drcngsins i Slakkholti. Við- staddur yfirheyrslurriar var formaður barnaverndar- nefndar, séra Leó Júliusson. Sýslumaður, Ásgeir Pétursson, tjáði fréttamanni I)B að vissir þætlir málsins hefðu skýrzt í dag en hann taldi að eftir helgi mundi málið að fullu upplýsast. Að öðru leyti vildi sýslumaður- inn ekki t.iá sig unt yfirhc.vrsl- urnar i dag. Eftir Dagblaðið telur áreiðanlegar, mun bóndinn. sem nú situr í gæzluvarðhaldi, hafa haldið því fram að drengurinn hafi fallið ofan af þaki jeppabifreiðar á hlaði bæjarins. Hefði hann hlotið dauða við fallið. I.ækna- skýrslan telur aftur á móti eng- an vafa á dauðaorsökinni sem sé skotsár á höfði. Ljót sjón i Keflavík: Skildu gœludýrin ef tir í lœstri íbúð i heila viku — baksíða t ' Þau koma úr hitanum og komu kannski með hann? - bls. 7 -7

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.