Dagblaðið - 10.07.1976, Síða 7

Dagblaðið - 10.07.1976, Síða 7
DACjBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 10. JULl 1976. Þau koma inn úr hitanum „Það er hressandi og gott að vera kominn heim,“ sagði Magnús Öskarsson kennari á Hvanneyri. DB tók nokkra ferðalanga tali er þeir voru að koma úr hitunum og þurrkunum í Evrópu í fyrradag. Ekki var laust við að öfund læddist að okkur, þvi að aliir voru svo sól- brúnir og sællegir. Andstæðan við næpuhvít andlit okkar, sem litla sem enga sól hafa séð í sumar, var mikil. Magnús var . að koma frá Hollandi þar sem hann hefur dvalið um þriggja mánaða skeið á námskeiði í kartöflurækt. Hann kvaðst hafa vanizt hitun- um, og er á leið þótt hann bara notalegur. Fólk hefði verið allt mjög fáklætt, aðeins í þeim flík- um sem það hefði komizt af með minnst. Hann sagði líka að talið væri að landbúnaðar- vörur myndu hækka mjög í verði. „Mér leið nú ekkert alltof vel, svitnaði mikið,“ sagði Gunnar Gíslason. Hann var að koma frá Kaupmannahöfn þar sem hann hafði dvalizt í 8 daga. „Eg er mjög feginn að vera kominn heim i rigninguna og okkar hressandi andrúmsloft (þar fengum við að heyra það). Annars var að byrja að rigna í Kaupmannahöfn þegar við fórum, það hafði verið skýjað allan daginn og rétt áður en við stigum upp í flugvélina komu nokkrir rigningardropar. Barði Ólafsson var líka ný- kominn frá Kaupmannahöfn þar sem hann hafði dvalizt í 6 daga ásamt dætrum' sínum tveimur. „Okkur fannst mjög ljúft að vera þarna og hitinn alveg mátulegur. Við vorum mest hissa á hvað það var hlýtt hérna er við komum. Við höfðum kviðið fyrir að stíga út úr vélinni því við vorum bara á skyrtunum. Eg vonabaraað við komum með góða vcðrið með okkur.“ Að lokum fengum við svo álit innfædds Evrópubúa á ástand- inu þar. „Ef ekki verða breyt- ingar á veðurfarinu í Evrópu á næstunni, mun það leiða til mikilla erfiðleika," sagði Eck- hard Niemeyer frá Þýzka- landi.,,Uppskeran er í hættu því jörðin öll er skrælnuð. Fólk hefur verið beðið um að spara sem mest vatnið því vatns- skortur er yfirvofandi innan tiðar ef ekki byrjar að rigna. Annars finnst mér alltof kalt hérna á Islandi, mætti vera ögn meiri hiti, svona um 25 stig,“ sagði Niemeyer og vafði þéttar að sér jakkanum. Þjóðdansaflokkur úr Borgar- firði sýndi dansa á íþróttamóti i Esbjerg í Danmörku. Einn dag- inn í um 30 stiga hita dansaði flokkurinn úti á götu. Það má ímynda sér að stúlkunum hafi verið heitt er þær sveifluðu sér í hröðum dansi í peysufötum. Ekki er hægt að segja að peysu- fötin séu hentugasti klæðnaður sem konur klæðast í hitum. — KL Barði og G.vða ásamt dóttur. — Ljúft að dvelja í hitanum fannst Barða,(Ljósmyndir Bjarnleifur) Gunnar — „svitnaði mikið og vel.“ Magnús — „hressandi og gott að vera kominn heim.“ Niemeyer — „allt of kalt á íslandi." ATTA UNGIR LISTA- MENNÁ LOFTINU „Það sem sameinar okkur einna helzt er sú staðreynd að öll vorum við nemendur við Myndlista- og handiðaskólann — lika það að við höfum öll numið ytra eftir nám okkar hér heima,“ sagði tals- maður sýningar 8 ungra mynd- listarmanna sem opna sýningu á loftinu við Skólavörðustíg, en sá sýningarsalur hefur náð miklum vinsældum þótt ekki sé hann ýkja stór. Ekki taldi viðræðumaður okkar að hér væri beinlinis um stefnu- markandi sýningu að ræða, öll glímdu þau við málverkið, utan önnur stúlkan sem sýnir keramik- verk. Á myndinni, sem tekin var á Loftinu í fyrradag, er unga mynd- listarfólkið. Frá vinstri eru Sig- urður örlygsson, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ömar Skúlason, Örn Þorsteinsson, Magnús Kjartansson og Kiistján Kristjánsson. Fyrir framan sitja þau Halldór Runólfsson og Margrét Auðuns. JBP/DB-mynd BjBj. Tilraun til bílþjóf naðar í Iðnvogunum — nœturvörðurinn hindraði þjófinn Það komast svo sannarlega ekki lengur neinir óboðnir gestir í Iðnvogahverfið svo- kallaða fyrir neðan Elliðavog — það sjá næturverðirnir um. í fyrrinótt slapp samt maður í illum hugleiðingum inn í hverfið. Þar brauzt hann inn í þrjá bíla sem biðu eftir því að fara i viðgerð. Honum tókst þó ekki að tengja saman svissinn á neinum bíl en olli einhverjum skemmdum. Er maðurinn var önnum kafinn við þessa iðju kom næturvörðurinn að honum og handtók. Að sögn manna, sem til þekkja, er nokkuð um að reynt sé að brjótast inn í fyrirtækin í Iðnvogunum. Engin innbrot hafa þó heppnazt síðan nætur- vörðurinn var ráðinn. Áður fyrr óð allt þarna í þjófnuðum. 1 Iðnvogum er næturvörður á vakt frá sex á kvöldin til átta á morgnana. Hann gætir um 80 fvrirtækja. —ÁT FYLUFERÐIR UT AF ÞJOFABJÓLLUM Arbæjarlögreglan fór fýlu- ferð tvisvar í f.vrradag vegna þjófabjallna. sem gerðu við- vart án nokkurs tilefnis. Annað kallið var frá útibúi Landsbankans við Rofabæ en hitt í Breiðholtskiöri. Þegar þjófabjöllur hringja hefur rannsókn ástæðna þess algjöran forgang. Lögreglan fer þá af stað á fullri ferð með blikkandi ljós og vekur ætíð mikla forvitni vegfarenda. Að sögn lögreglunnar verða þjófa- bjöllur að vera nákvæmar, en oftast er orsök þessara hring- inga sú að þær eru of nákvæm- ar. — ÁT HAPPI Á þriójudag veröur dregiö i 7. f lokki. 9.450 vinningar aö fjárhæö 123.93D.ooo.oo. Á mánudag er siöasti endurnýjunardagurinn. 7 flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 342 - 50.000 — 17.100.000 — 9.063 - 10.000 — 90.630.000 — 9.432 123.030.000 kr. Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 900.000 — 9.450 123.930.000.00

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.