Dagblaðið - 10.07.1976, Page 12

Dagblaðið - 10.07.1976, Page 12
t »,.1^ r » — ABÍéMíIiIiTIIiiMIimíIiIÍHiIi IIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Björgunarmenn eru komnir um borð í bát Robertshjónanna, þeir sigldu honum til Hawaii. I septembermánuði sl. lögðu hjónin Delena Roberts, 52 ára gömul og nærri því alblind, og maður hennar Wayne af stað frá Yokosuka í Japan og hugðust sigla á 39 feta seglbáti til Honoiulu. Nítján dögum og 3200 km frá Japansströndum dundi ógæfan yfir hjónin. Wayne, sem einnig var 52 ára gamali, skolaði fyrir borð og drukknaði. Þar með hófst hin ógurlegasta ferð fyrir Delenu. Hún var alein um borð í bátnum þar til henni var bjargað 28 dögum seinna. Henni tókst að sigla bátnum þótt hún sé nærri alblind, hún sér ekkert í nátt- myrkri og mjög lítið á daginn. — Þessar fjórar vikur á hafi úti hefðu verið fullnóg fyrir hvaða reyndan sjómann sem er, sagði skipstjórinn á strandgæzlu- skipinu sem tók við Delenu úr japanska fiskibátnum sem bjarg- aði henni. Hún hafði létzt um 20 kg og var í miklu andlegu upp- námi þegar henni var bjargað. Hér á eftir fer frásögn Delenu Roberts af þessari svaðilför. ,,Ég heyrði þegar stórseglið rifnaði og datt niður í kolniða- myrkrinu. Wayne varð fyrir því, féll útbyrðis og hvarf í hafið. Um leið og hann datt kallaði hann á mig að stýra bátnum upp í vind- inn. Eg sneri mér i áttina sem mál- rómur hans kom úr en það var vonlaust fyrir mig að sjá eitthvað, því á nóttinni er ég nær alveg steinblind. Eg reyndi að ráða við seglið og mér tókst loks að snúa bátnum upp í vindinn. Eg varpaði bæði björgunarvestum og líflínu út- byrðis i þeirri von að Wayne næði tökum á björgunartækjunum. Otal hugsanir fóru i gegnum huga minn: Hann drukknar ef þú hjálpar honum ekki. Gerðu eitt- hvað! Gerðu eitthvað! En ég hafði þegar gert allt sem í mínu valdi stóð. Þá kom mér annað hræðilegt í hug: Ef hann drukknar þá verð ég hér ein eftir. Alein og blind úti á reginhafi, þúsund kílómetra frá næsta landi. Wayne gat haldið sér á floti í sjónum um sex klukkustundir, en ég gat aldrei komið bátnum til hans. Þetta var hræðilegur tími Kortið sýnir leiðina sem báturinn fór. og lengstu stundir lífs míns. í dögun skall á ofsalegt óveður og eftir það heyrði ég ekki framar til hans. Þá rann upp fyrir mér að ég var þarna ein og hjálparvana og minntist þá samtals okkar fyrr í sjóferðinni. Wayne sagðist hafa fengið slæmt hugboð i sambandi við bátinn. — Heldurðu að báturiiwi komist ekki alla leið? spurði ég. — Jú, ég hugsa að báturinn komist alla leið en aftur á móti held ég ekki að ég geri það, sagði hann. Síðan bætti hann við: Ef eitthvað kemur fyrir mig skaltu vera kyrr í bátnum. Þér verður bjargað innan 30 daga. Það var engu líkara en að hann iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiniiniiiiiiniiiiiiiniiii Halló.... Upplýsinqar. Getið þér gefið mér númerið? Nei.... Ég góði ekki í símaskróna. Nei. Ég yerð að \ jóta að ég vissi ekki að það kostaði 10 milljarða ó óri að veita upplýsingar um númer sem eru í síma' skrónni. Mér þykir ókaflega fyrir þessu. Hérna er þoð. Éq skal leggja 6 og velja númerið. I © 1975 bv The Chicago Tribune AII Rights Reserved

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.