Dagblaðið - 10.07.1976, Side 14

Dagblaðið - 10.07.1976, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 10. JtJLl 1976 Dagbloðið heimsœkir Keflavíkurflugvöll: Beðið er ákvörðunar Islendinga um hvenœr her- og farþegaflug Gunnar Tómasson vcrkfræðingur er yfirmaður verkfræðideildar- innar og hefur unnið á Keflavikurfiugvelli í 15 ár. Þegar 1)B Jloiu i heimsolLUjna voru vinnupallarnir enn uppi við nv.ju ibúðarhúsin. sem nú er farið að flytja inn í. Db.-myndir: Björgvin. Nú ætia Bandaríkjamenn að gera á þessu breytingu þannig íið þeir ætia, smám saman, að færa fjárhagsárið á rétt alman- aksár og fyrsta skrefið stíga verður aðskilíð þeir núna er þeir færa byrjun fjárhagsársins frá 1. júlí til 1. október, þannig að næsta,.fjár- hagsár“ Bandaríkjanna verður aðeins 3 mánuðir. Vonandi fáum við okkar fjárveitingu fljótt á „fjárhagsárinu" þannig að okkur takist að ljúka þeim framkvæmdum sem við erum að vinna að í tæka tíð. Ef ein- hver fjárveiting er eftir þegar fjárhagsári lýkur, fáum við hana ekki greidda. Þess vegna er um að gera að láta það ekki koma fvrir." — Eru verklegu framkvæmd- irnar ekki boðnar út á almenn- um markaði? „Nei. Komizt var að sam- komulagi við ísl. aðalverktaka og einnig Suðurnesjaverktaka að þeir tækju að sér þau verk sem hér þyrfti að vinna. Það er sérstök deild hér innan verk- legra framkvæmda sem sér um að gera kostnaðaráætlanir sam- kvæmt teikningum og útreikn- ingum okkar og samið er við verktakana um hvern lið fyrir sig. Því ber ekki að neita að stundum hefur það borið við að íslenzkir verkamenn hafi verið teknir úr störfum í sínu eigin byggðarlagi til þess að vinna á vegum Isl. aðalverktaka, á kostnað þeirra framkvæmda sem í viðkomandi byggðar- lögum eru og þar með hleypt kauplagi upp úr öllu valdi. Nú hefur hins vegar ver- ið nokkur samdráttur í ís- lenzkum framkvæmdum þannig að þetta ætti að vera úr sögunni í bili.“ — Hvaða áhrif hafa hinar tíðu gengisfellingar haft á þessa verksamninga? „Snöggar gengisbreytingar hafa slæm áhrif á þetta sam- starf og samvinnu. I allri áætl- anagerð er nauðsynlegt að verð- lagið sé nokkuð stöðugt. Hið svokallaða „gengissig" hefur komið miklu betur út gagnvart fjárveitingarvaldinu, heldur en þegar um stökkbreytingar á gengisskráningu hefur verið að ræða.“ — Mér skildist að íbúðarhús- næði það sem verið er að byggja hér sé allmiklu dýrara en það sem við eigum að venj- ast. Af hverju er það? „Það er dýrara vegna þess að til þess eru gerðar aðrar kröfur en við gerum til íbúðarhús- næðis. Allar íbúðirnar eru gerðar samkvæmt bandarfskum staðli. Bandarikjamenn krefjast t.d. miklu strangara eldvarnakerfis en við og gera einnig, þótt undarlegt megi virðast, strangari kröfur en við til jarðskjálftastyrkleika. Einnig ber á það að líta að allt efni í þessar byggingar er inn- flutt frá Bandaríkjunum nema sementið sem fer 1 steinsteyp- una. Það hafa ekki alltaf verið gerðar svona kröfur til þess íbúðarhúsnæðis sem Banda- ríkjamenn búa I hér á vellinum. Ég man eftir ibúðarhúsnæði sem kom hingað til lands svo gott sem tilbúið. Það þurfti ekki að gera annað en að reisa húsin. Þau voru byggð úr kross- viði, verksmiðjuframleidd, og eins og nærri má geta næddi vindurinn I gegnum þau og þau voru alls ekki vatnsheld. Það er nú verið að reyna að endurbæta þessi hús með klæðningu," sagði Gunnar Tómasson verk- fræðingur. A.Bj. Magnús Sigurðsson landmælingamaður er einn af elztu starfs- mönnum deildarinnar. Hann hóf störf árið 1952. stytzti dvalartími segir til um. Til þess að þetta sé framkvæm- anlegt verður að sjálfsögðu aó vera til íbúðarhúsnæði sem boðlegt er fyrir fjölskyldufólk. Einnig er ætlunin að þeir, sem búa utan vallarins, flytjist þangað inn fyrir girðingu áður en langt um líður. Nú standa yfir byggingar á um það bil 400 íbúðum. Verið er að ljúka við 132 íbúðir, samn- ingar standa yfir um smíði 184, sem byrjað verður á fljótlega, en síðasti áfanginn, 84 íbúðir, er enn aðeins á pappírnum og ekki komin fjárveiting fyrir honum enn. Það eru Islenzkir aðalverk- takar sem sjá um smíði íbúðanna. Allt efni til þeirra er flutt inn frá Bandaríkjunum nema sementið sem í þær fer. Verðið á þessum 132 íbúðum, sem nú er verið að flytja í, er um 8 milljón Bandaríkjadalir (1464 millj. ísl. kr.) og verð á hverri einstakri íbúð er um 60 þúsund dalir, sem er um 11 milljónir ísl. kr. Hverri íbúð fylgir bæði eldavél, ísskápur með frysti, sorpeyðingarvörn, þvottavél og þurrkari. Verkfrœðideildin „Dýrasta framkvæmdin sem við höfum unnið að var lenging norður-suður flugbrautarinnar en það kostaði á milli 5 og 6 millj. dollara (yfir 1000 millj- ónir ísl. kr.),“ sagði Gunnar Tómasson verkfræðingur, sem er yfirmaður verkfræðideildar- innar og hefur verið það í sl. 15 ár. „Þetta er einskonar bæjar- verkfræðideild hérna hjá okkur,“ sagði Gunnar. „Við sjáum um gatnagerð, holræsi og vatnsveitu fyrir utan allt sem viðkemur flugbrautunum, flugvélaskýlunum og olíu- kerfinu, sem er afar flókið, er þar um að ræða viðhald og breytingar á því. í verkfræðideildinni sjálfri vinna 7 íslenzkir verk- fræðingar, átta aðrir starfs- menn og fimm Bandaríkja- menn. Margir af þeim sem vinna á verkfræðideildinni hafa verið þar um langt árabil, allt yfir 20 ár, eins og Magnús Sigurðsson landmælingamaður. „Public Works, sem við köllum verklegar fram- kvæmdir, fær árlega fjárveit- ingu sem er 13 milljónir Banda- rikjadala, eða um 2300 millj- önir ísl. kr. Það vill stundum brenna við að erfiðlega gangi að fá fjárveitingu . úthlutað í byrjun fjárhagsársins, sem hingað til hefur verið frá 1. júlí til 30. júní. Meiri hluti fjárveit- ingarinnar hefur komið eftir áramótin og við þá haft geysi- mikið að gera seinni hluta vetr- ar og fram eftir sumri til þess að nota þá fjárveitingu sem við fáum. „Það hefur verið stefna hér á vellinum að hlutfallið á milli íslenzkra starfsmanna og bandarískra hermanna sé ís- lendingunum sem mest í hag og i flestum deildum er hlutfallið tveir á móti einum, jafnvel þrír á móti einum." þetta sagði Dennis McCalley, sem er aðstoðarmaður yfirfor- ingja verklegra framkvæmda (Public Work Department) Commanders Monarch, í viðtali við blm. Dagblaðsins á dögun- um. ,-,Þetta er sama fyrirkomulag og er í öðrum herstöðvum okkar, einnig þeim sem eru í Bandaríkjunum, nema þar eiga auðvitað hlut að máli borgara- legir starfsmenn og hermenn. Æðstu yfirmenn deildanna eru bandariskir og deildarstjórarnir innlendir og sömuleiðis meirihluti starfs- mannanna. Er þetta talið heppi- legast vegna þess að æðstu yfir- mennirnir flytjast á milli her- stöðva og geta þá miðlað af reynzlu sinni og hún komið að notum sem víðast. Innlendu deildarstjórarnir þekkja aftur á móti alla staðhætti betur og kunna skil á verktökum og öðrum aðilum sem semja þarf við um hin ýmsu verk.“ Dennis McCalley útskýrði fyrir okkur starfsemina, sem fer fram á vegum deildarinnar, en hún sér, eins og nafnið bendir til, um allar verklegar framkvæmdir á vegum hersins á vellinum. Einnig sér hún um verklegar framkvæmdir annars staðar, þar sem herinn hefur aðstöðu, eins og í Grindavík, Rockville og á Stokksnesi. Aðspurður um hvort ekki stæði til að skilja að herstöðina og farþegaflugstarfsemina svaraði Calley að honum væri kunnugt um að það stæði til. Beðið væri eftir ákvörðun ís- lenzkra stjórnvalda um hvenær ætti að hefja það verk. íslend- ingar hygðust sjálfir byggja hina fyrirhuguðu nýju farþega- flugstöð, en flugbrautirnar yrðu áfram sameiginlegar. Bandaríkjamenn mundu sjá um byggingu herstöðvarinnar en ekki fyrr en íslendingar segðu til um hvenær þeir yrðu tilbúnir. Þær verklegu framkvæmdir, sem nú standa yfir á Kefla- vikurflugvelli, eru aðallega fólgnar í ýmiss konar viðhaldi. Einnig standa yi'ir nýbyggingar íbúðarhúsa sem ætluð eru fvrir hermenn og skyldulið þeirra. Það er álitinn mikill kostur að hermenn hafi skyldulið sitt með þegar þeir dveljast í er- lendri herstöð. Þeir verða þá ánægðari með dvölina og vilja gjarnan dvelja lengur en Dennis McCalley skýrði okkur frá starfsemi PWD-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.