Dagblaðið - 10.07.1976, Page 22

Dagblaðið - 10.07.1976, Page 22
22 DAGBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 10. JtJLÍ 1976. t ' ^ Útvarpið kl. 13,30-17,30: „Út og suður" Sálarlíf Sigöldubúa ,,Við ætlum að ræða við þær Steinunni og Hallbjörgu Bjarnadætur, systurnar, sem gert hafa garðinn frægan i út- landinu með söng, gleði, gamni og myndlist'1, sagði Hjalti Jón Sveinsson annar af tveim stjórnendum þáttarins Út og suður . Hinn er Asta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir. Hver kannast ekki við „Steinku stuð“ og hana Hallbjörgu, sem bvrjaði bara að mála, þegar hún gat ekki lengur sungið. Nýlega var hún með málverkasýningu hér í Reykjavík. „Og seldi einhver býsn, eins og maðurinn hennar, Fischer Nielsen, sem líka málar af krafti," sagði Hjalti Jón. Nú ferðast Islendingar um landið, en því miður er varkárnin stundum ekki nógu mikil. Það verður talað við Hannes Hafstein framkvæmda- stjóra Slysavarnafélagsins um slys í ám og vötnum. Eyvindur Eiríksson mun flvtja pistil um dægurmál. Hann stúderar íslenzku við Háskólann og verður brátt magister. Eyvind- ur hefur gefið út eina ljóðabók. „Við hittum hann Arnþór Jónsson frá Möðrudal hérna á göngunum um daginn. Hann er aðalfélagsfrömuðurinn uppi í Sigöldu, gamall rokkari, söng í Hárinu og var einn af fylgis- mönnum Lénharðs fógeta. Við fengum hann til þess að segja frá sálarlífi Sigöldubúa", sagði Hjalti Jón. Kannski verður svo eitthvað fleira. Alla vegana verður alls konar músík flutt. „Hvernig okkur finnst að vera með svona þátt? Jú, það get ég sagt þér. Það er anzi þreytandi en samt gaman. Þreytandi af því að það er mikil spenna að sitja fjóra tíma í beinni útsendingu. Það er svona eins og að vera tvær vikur á skrifstofu. Þá setur yfirvinnubann Starfsmanna- félags útvarpsins okkur miklar skorður. Við komumst ekkert út á land, eins og við ætluðum okkur. Meðal annars ætluðum við að hafa 1-2 þætti einungis frá Akureyri og náttúrlega að fara víðar. Við getum ekki fengið fólk i þættina til að spjalla við okkur í beinni útsendingu og verðum að taka viðtölin upp áður. Svo er auðvitað alltaf erfitt að gera svo öllum liki. En maður kynnist mörgu fólki, þetta er skemmtileg vinna. Annars værum við ekki að þessu." -EVI. Arnþór Jónsson frá Möðrudal ætlar að segja okkur frá sálar- lífi Sigöldubúa. Þau Hjalti Jón Sveinsson og Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir veröa með þáttinn Út og suður aðvenju. Steinunn Bjarnadóttir verður geslur þállarins ásamt systur sinni Ilallbjörgu og fleiri. t Útvarp íkvöld kl. 20/45: Búmannsraunir Sigríður Hagalín fer með hlutverk eiginkonunnar í leikritinu í kvöld. Hér er hún í hlutverki Nell í Hitabylgju. Hún hlaut silfurlampann fyrir leik sinn í því hlutverki. „LOF MÉR ÞIG AÐ LEIÐA" „Það er heilmikil spenna þegar á líður, eins og vera ber i framhaldsleikriti'*, sagði Öskar Ingimarsson á leiklistardeild útvarpsins um framhaldsleikrit Sigurðar Róbertssonar. Bú- mannsraunir, sem er á dag- skránni kl. 20.45 í kvö. Fyrsti þáttur var á laugardaginn var. Þættirnir eru alls fjórir talsins. „1 kvöld segir frá þvi að Geirmundur heildsali er búinn að kaupa jörð úti á landi og ætlar að flytjast þangað með fjölskylduna og einkaritarann. Segir frá ferðalaginu. Ekki er nú allt sem sýnist í sambandi við jöröina. Þau kynnast bónda úr nágrenninu, Þiðranda. Vill hann ólmur gefa þeim góð ráð í sambandi við V búskapinn. Hann reynir að stappa í þau stálinu, en þau eru kannski ekki á sömu skoðun og sveitamaðurinn um hvernig bezt sé að haga búrekstrinum. i ljós kemur að meira er í skrifstofustúlkuna spunnið en virtist í fyrstu. Leikstjóri er Klemens Jónsson en með hlutverkin fara Rúrik Haraldsson, Sigríður Hagalín, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Sigríður Þor- valdsdóttir og Árni Tryggva- son. Þátturinn í kvöld nefnist „Lof mér þig að leiða'* og er um einn klukkutími og fimm mínútur í flutningi. -A.Bj. ^ Útvarp Lauqardaqur 10. júlí 7.00 Morgunútvarp. ”Voðurfrognir kl. 7.00. 8.15 <>k 10.10. Fróttir kl. 7.30. 8.15 (<>K forustuur. daMbl). 9.00 <>m 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: örn Fiósson los ..Dýrasönui- oftir Böövar Maunússon á I.auuarvalni (3). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Krisiin Svoinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Da.oskráin. Tónloikar. Tilkynnintj- ar. 12.25 Fróttir <>)i vo<Ytirfronnir. Tilkynn- inuar. Tónloikar. 13.30 Ut og suður. \sta K. .lóhannos- tlónir <>j* H.jalti .lón Svoinsson sjá uni siódouis|>all inoó blönthuYii ofni. ( 10.00 Frottir. 10.15 Voöurfrounir). 17.30 Eruö þiö samferöa til Afríku? Feróa- þættir oftir Lauritz Johnson. Baldur rálmason los þýðingu sina (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynninjjar. 18 .45 Veðurfrejjnir. Dagskrá kvöjdsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. lo.oo t-jaroaroK. Páttur i umsjá Sfemars B. Haukssonar. 20.00 Óperutónlist: Þættir úr „Töfraflaut- unni eftir Mozart. Evelyn Lear. Koborta Potors. Lisa Otto. Fritz Wundorlieh. Diotrioh. Fischor- IYioskau. Franz Crass o.fl. synjija ásamt utvarpskórnum i Borlin og Fil- harmoniusvoitinni i Borlin: Karl Böhm stjórnar. 20.45 Framhaldsleikrítiö: „Bumanns- raunir" eftir Sigurö Robertsson Annar þáttur: ..Lof mór þijt að loiða". Loik- stjóri: Klomonz. Jónsson. Pórsönur <>j* lóikomlur: (loirmundiir-Rúriik Haraldsson.. Jósofina-Síjjriður Ha.ua- lin.. Ba<l<li-IIrafnhil<lur (iiiðmunds- <lóttir. Siuurlina-Siuriður Porvahls- <lottir. iMðramli-Arni Tryuuvason.. 21.50 Hljomsveit Hans Carstes leikur lög eftir Emmerich Klaman 22.00 Fróttir. 22.15 Voðurfrounir. Danslög. 23.55 Fróttir. Dauskrárlok.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.