Dagblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 24
LÍKUR Á AÐ KARFINN BREGDIST OKKUR LIKA — ef Rússlnn heldur uppteknum hœtti, segir Jakob Magrússon fiskif rœðingur „Meö þessu áframhaldi veróa íslendingar bæði karfa- og þorsklausir næsla ára*urrinn,“ sagöi Jakob Magnússon fiskifræðingur or 1*B innli hann ('frir kaMaveiöjm Rússa við Grænland, en Jakob hefur að undanförnu verið með rannsóknarskipinu Runólfi frá Grundarfirði einmitt á þeim slóðum þar sem Rússar eru að moka upp smákarfa. — Svæðið sem Rússar eru á er i námunda við svonefnd Jónsmið og austur af þeim, um 50—70 mílur undan strönd Grænlands. Á þessum slóðum eru einmitt langmestu upp- eldisstöðvar þess karfa sem síðan leitar á íslandsmið. Þarna eru í kringum 70—80 verk- smiðjutogarar að veiðum, svo- nefndir ryksugutogarar, og eru þeir 2-3000 tonn og þar yfir að stærð. Þessi skip moka upp öllum þeim fiski sem finnst, hver sem stærð hans kann að vera. Samkvæmt okkar athug- unum reyndist meðalkarfinn vera um 19—23 cm að stærð en lágmarksstærð þess karfa, sem við islendingar veiðum, er 33 cm. — Það er mikið magn af ung- karfa þarna og liggur hann mjög þétt. Síðan leggst flotinn á þetta og þarf ekki að því að spyrja samkvæmt okkar fyrri reynslu af rússneskum verk- smiðjutogurum, að allt kvikt er tekið upp. Þetta er ákaflega slæmt fyrir okkur íslendinga. Við höfðum bundið miklar vomr við þann fisk, sem þarna er að vaxa upp, en þar sem karfinn er mjög hægvaxta tekur langan tíma að byggja upp svo sterkan stofn, á þetta eftir að takmarka mjög afla- magn okkar næsta áratug. Hér við land hafa Þjóðverjar veitt um helming þessa karfa sem veiðist og þegar þeir hverfa er röðin komin að okkur að taka við. En þá er eins víst að lítið verði eftir og þá er ekki einungis þorskurinn farinn heldur karfinn líka, sagði Jakob að lokum. —JB Á myndinni er sýnishorn af smákarfanum sem Rússar eru að moka upp undan Grænlands- ströndum. (DB-mynd Bæring Cecilsson) Úff, moður er oð lyppast niður — mörg svitastorkin enni í gœr „Uff, það er svakalega heitt hérna. Ég er alveg í svitabaði og er að lyppast niður. Get varla beðið eftir að komast heim í kalda sturtu.“ Þannig fórust afgreiðslu- stúlku nokkurri í stórmarkaði í Reykjavík orð. Eflaust hafa margir Reykvík- ingar verið sama sinnis í gær er hitinn fór yfir 24 stig, og þar með var slegið nýtt met I Reykjavík. Bakarar létu bara vel af hag sínum, þeir sögðust hafa svo góðar viftur, og ekkert hefði verið heitara hjá þeim en endranær. Öllu heitara hefði verið úti við. „Þetta hefur verið óvenju- slæmt hjá okkur í dag,“ sagði maður sem vinnur í þvottahúsi, „en ekki hafa allir sömu sögu að KRANI LAK segja, hvermg er það vænan, ég vona að þú hafir munað að skrúfa fyrir ofnana hjá þér. Annars finnst mér mikið heitara úti,“ bætti hann við. Mann hittum við á förnum vegi er var að koma ur „Ríkinu". „Þar var heitara en í Víti, ég er alveg rennandi blautur, það er hægt að vinda öll mín föt.“ Ætla má að hann verði orðinn gegn- blautur þegar líður á kvöldið og hann verður búinn að innbyrða vöruna sem hann keypti þar. Afgreiðslumenn á þessum vin- sælu sölustöðum voru á þönum og þar mátti líka sjá svita boga af hverju enni, enda vart að furða eins og hitastigið var. — KL — NIÐUR A M0SKA 1 bliðunni í gærdag lak hann hreinlega niður þessi krani og hafnaði á þaki Moskvitchbíls, er varla mun sjást mikið á götunum úr þessu. „Verst að ég var nýbúinn að bóna hann,“ sagði eigandinn, hress og kátur eins og vera ber, þrátt fyrir þetta leiða óhapp. (DB-mynd Sv. Þorm.) Pyndingar af hœstu gróðu: SKILDU GÆLUDYRIN EFTIR í LÆSTRIÍBÚÐ Hitamælar í höfuðborginni komust margir . á ókunnar slóðir í gærdag — en sýndu svona sitt hvað, allt eftir því hvort sólin komst í tæri við þá eða ekki. Þingmennirnir sýndu okkur 26 gráður — aðeins meira en sérfræðingarnir (myndin til hliðar). Reykjavíkurapótek sýndi hita sjúklings með væga hita- sótt — 38 gráður (að neðan t-v.). Almennar tryggingar sýndu á stærsta hitamæli borgarinnar 25gráður (að neðan t.h.). Er hann meðsekur? — Þetta er sú ljótasta sjón sem ég hef séð um dagana, sagði lögreglumaður úr Kefla- vik okkur, og þá má nú mikiö vera. 1’ilefni þessara ummæla var að lögreglan í Keflavík var i gær kvödd að Túngötu 13 þar sem Bandaríkjamenn húa á öllum .hæðum. A neðslu hæð- inni er íbúð sem staðið hafði auð og yfirgefin á aðra viku og vissi enginn um afdrif leigjend- anna. Það sem verra var, þeir höfðu skilið eftir i ibúöinni hund og fimm ketthnga, en læðan móðir þeirra var læst úli. Algjörlega matarlaust var i íhúöinni, svo dýrin voru nær dauða en lifi þegar komið var að þeim. Kinn kettlinganna hafði einhvern veginn köngra/.t ofan I salernisskálina og drukknað þar. Dýrunum, sem lifðu af meðferðina. var lógað fljótlega eftir að þau fundust. Iljónin, sem bjuggu i ibúð- inni, hafa ekki fundi/.t.en rann- sóknarlögreglan i Keflavik er með málið i athugun. —JB Sú spurning hefur vaknað hvort fclagi annars banamanns Guðjóns Atla sé á einhvern hátt meðsekur i afbroti þeirra félaga, en hann lcði þeim húsa- skjól og hrein föt er þeir komu frá þvi að vega Guðjón, blóðug- ir og illa til reika." „Þvi verður . dómurinn að skera úr," sagði Njörður Snæ- hólm rannsóknarlögreglu- maður i viðtali við Dagblaðið. „Þeir sögðu honum að þeir hefðu verið að slást og skrámað sig og ril ið fötin." Sagði Njörður að þeir hefðu farið nánast beint heim til þessa kunningja en þó falið bíl- inn fyrst. Dimmt var í íbúðinni að sögn mannsins og taldi hann ekkert athugavert við skýringu piltanna. „Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir enn og er þvi ekki vitað með vissu hvemer Guðjón lé/.t." sagði Njörður ennfremur. „Piltarnir gengu út frá þvi að hann hefði verið látinn er þeir yfirgáfu hann. __|||> fijálst, úhád dagblað LAUGARDAGUR 10, JÚLÍ 1976. Réðst á lögreglu- konu und- ir stýri Ráðizt var á lögreglukonu við Umferðarmiðstöðina aðfaranótt föstudags og vai þar að verki 16 ára unglings- piltur. Drengurinn mun hafa verið ölvaður að leika sér á vélhjóli, sem hann hafði stolið frá kunningja sínum, og var þegar búinn að valda tjóni í kringum Umferðar- miðstöðina. Mun honum ekki hafa líkað „afskipta- semi“ dömunnar og réðst hann að henni þar sem hún sat undir stýri í lögreglubílnum. Stúlkan hlaut ekki alvarlega áverka og var flutt heim eftir rann- sókn á slysadeildinni. —JB Túristunum fœkkor enn íslendingar sem fara utan draga sífellt á töluna yfir útlendingana sem hingað koma. I júnimánuði í fyrra komu 5.100 fleiri útlend- ingar hingað en íslendingar sem farið höfðu utan. t ár hefur þetta breytzt þannig að í sama mánuði komu tæp- lega 4000 fleiri útlendingar en íslendingar. Hafa ber í huga að þetta er það tímabil sem flestir útlendingar heimsækja landið. Yfir veturinn dettur fjöldi þeirra algerlega niður. 6073 íslendingar komu til landsins I júnímánuði. Hafa þá alls 19892 tslendingar komið heim á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Sam- bærileg tala í fyrra var 16858. Menn af fimmtíu og sex mismunandi þjóðernum heimsóttu tsland í júnímán- uði og voru þeir 9962 og hafði fækkað um tæplega tvö hundruð miðað við sama mánuð í fyrra. Utlendingar, sem hingað hafa lagt leið sína á þessu ári, eru um 1500 færri en í fyrra. Bandaríkjamenn voru V* af heildarfjölda útlendinga í júnímánuði. Næstir komu Vestur-Þjóðverjar og þá Danir. — BÁ Áhríf verkfallanna: Minni iðnaðar framleiðsla Minna var framleitt af iðnaðarvörum á fyrsta fjórð- ungi þessa árs en á sama tíma i fvrra. Verkföllin ollu mestu um þennan samdrátt. Framleiðslumagnið virð- ist hafa verið einu til tveim prósentum ntinna í ár en i fyrra. Þetta keniur fram af svo- nefndri „hagsveifluvog iðnaðarins" sent Félag is- len/.kra iðnrekenda og Landssamband iðnaðar- manna taka saman og byggist á upplýsingasöfn- un frá iðnfvrirtækjunum. — IIII

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.