Dagblaðið - 11.08.1976, Side 2
I)A<iUI/AtHf) MIÐVIKU!)A<;i;i< 11. ACIIST 197<)
2
r
Raddir
lesenda
Gallsúr kókómjólk ó boðstólum
Kókómjólkisti skrifar:
Mig fýsir að vita hvernig
gæðaeftirliti hjá Mjólkursam-
sölunni er háttað.
Eg keypti fyrir verzlunar-
mannahelgina 10 stk. '4 1
fernur af kókómjólk, sem
stimplað var á síðasti
neyzludagur 25. október. En
viti menn: Þrjár af þessum tíu
voru gallsúrar, hreinlega í
kekkjum. Það þarf varla að lýsa
því að mig hryllir við að kaupa
slíka vöru aftur.
Verður ekki þessi átöppun
innkölluð ef það lætur nærri að
1/3 hluti af framleiðsíunni sé
ónýtur'.’ Það hlýtur að vera þörf
á strangara eftirliti við
átöppunina.
DB hafði samband við Odd
Magnússon. mjólkurhústjóra
Mjólkursamsölunnar. Hann
sagði okkur að kókómjólkin
'væri framleidd og unnin að öllu
leyti í mjólkurbúi Flóamanna.
Af hverri lögun væru jafnan
tekin 100 stk, sem geymd væru
í hitaskáp til þess að kanna
geymsluþolið. Eftirlit með
framleiðslunni er eins gott og
hægt er að hafa það. En þrátt
fyrir þessar varúðarráðstafanir
kemur það einstaka sinnum
fyrir að ein og ein ferna í pakka
er gölluð. Gerist það 1 áfyllinga-
vélinni — það verður enginn
var við það fyrr en neytandinn
opnar fernuna, eða 1
verzluninni þar sem varan er
seld. Þessar gölluðu fernur
bólgna nefnilega út og er hægt
aðþekkja þær á því.
Þetta er hendanlegt óhapp,
sem ekki verður við ráðið.
Oddur taldi óliklegt að
kókómjólk frá 25. október yrði
innkölluð, en fannst bréfritari
okkar hafa verið einstaklega ó-
heppinn að lenda á þremur
gölluðum af tiu.
Ólafur Jónsson frá Egilsstöóum
skrifar:
Á íþróttasíðu
Morgunblaðsins fyrir nokkru
greinir frá þvi að Færeyingar
vilji hætta öllum íþróttasam-
skiptum við íslendinga. Ég er
svo innilega sammála leiðara-
höfundi fære.vska blaðsins 14.
sept. að ég vil hér með gera orð
hans að mínum. Fórmaður
K.S.t.nefnir þá ástæðu eina
fyrir því að Færeyingar voru
reknir frá Norðurlandamóti
unglinga í knattsp.vrnu. sem
halda á hérlendis, að hinar
Norðurlandaþjóðirnar vildu
ekki hafa Fære.vinga með. Ef af
þátttöku Fæeyinga hefði orðið
myndu hinar Norðurlanda-
þjóðirnar ekki mæta til leiks.
Jú. K.S.l. gekk að þessum
óréttlátu kröfunt hinna fornu
nýlenduþjóða. Um leið
stimpluðu stjórnarmenn K.S.t.
sig sem iitlar sálir.
K.S.Í. átti að selja hnefann i
borðið og koma með þá mót-
kröfu að ef Fære.vingum yrði
rneinuð þátttaka í mótinu sæju
íslendingar sér ekki fært að
halda mótið hér á landi. Einnig
A þessari niynd eigast við landslið íslendinga og Færeyinga, 16-18 ára, en í greininni sem fylgir er átt
við aldursflokkinn 14-16 ára.
hefðu tslendingar átt að sjá
sóma sinn í því að draga sig úr
keppninni. Slíkt væri sómi
fyrir tslendinga sem vera ættu
þess vel minnugir að eitt sinn
var ísland nýlenda.
Raddir
lesenda
Hríngið í
síma
83322
millikl.
13 og 15
ISLENDINGAR JAFNAN
FREKAR SMÁAR SÁLIR
»«»««!
1 ifill
Bp 1
m******
i ^ j
LrfíllintTTfl ■ 1 Nt]s 1 |N»TJf
m V f‘l
Sunnudagssteikin
ónýt
Fyrir nokkrum dögum kom
maður nokkur hingað til okkar
á ritstjórnina. Hann hafði
meðferðis dós áf grænum
baunum sem hann hafði fest
kaup á fyrir helgi og hugðist
hann gæða sjálfum sér og
fjölskyldu sinni á gómsætum
baunum með sunnudags-
steikinni.
Þegar farið var að auáa úr
baunadósinni á diskana (og það
hafði reyndar þegar verið ausið
á nokkra) kont í ljós að ekki var
— ekki boðnar skaðabœtur
fyrir skemmda vöru
allt með felldu nteð baunirnar.
því í dósinni reyndist vera
ókennilegt hár og innihald
dósarinnar heldur óhrjálegt í
alla staði.
Felmtri sló nú á sunnudags-
borðhaldið, henda. varð
matnum af þeim diskunum,
sem þegar hafði verið ausið á.
Maðurinn fór nú með það sent
eftir var af baunadósinni i Ora
en þaðan var þessi framleiðsla
einmitt komin. Honum var tjáð
að hann gæti fengið aðra dós af
grænum baunum, en ekki neitt
annað.
Það verða að teljast frekar
litlar sárabætur fyrir það
amstur og þau leiðindi sem
sögumaður og fjölsk.vlda hans
höfðu orðið fvrir.
Þess ntá að lokum geta að
ekki þáði maðurinn bauna-
dósina í sárabæturnar, en ekki
er trúlegt að hann fái sér
grænar baunir frá • Ora á
næstunni.
HERMÓÐUR