Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 10
I)A<;HI,Atm> MltJVIKUDACUK 11. ACUST 197« ' MMBIAÐIB frfálst, úháð dagblað UtKofaiuli Díim>)1uAí(> hf. . FramkvaMmla.stjóri: Sveinn H. Fvjólfsson. Hitstjóri: .lónas Knstjánsson. Frtttastjóri: .lón Bir«ir l’ótursson. Hilstjornarfiilltriii: llaukur Ilcl^ason. Aóstoóarfrótla- stjóri: Atli Stvinarsson. Iþróttir: Ilalíur Símonarson. Ilönnun: Jóhanncs Hcykdal. Ilandrit As«rímur Pálsson. Blaóamcnn: Anna Bjarnason. Ásj>cir Tómasson. Bcrulind ásjjcíi Mlótlir. Brajú Siuurósson Krna V Inuólfsdóttir. (lissur Siuurósson. Ilallur Ilallsson. IIclui l’ótursson. .lóhanna Biruis dóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýösdóttir. Ólafur Iómssoii. óniar V'aldimarsson I.jósmvndir Árni Páll .lóhannsson. Bjarnloifur Bjarnlcifsson. Björuvin Pálsson. Haunar Th. Siífurösson í'ijaldkcri: Práinn Þorlcifsson. Drvifinjíarstjóri: Már F.M. Halldórsson. Áskriftarnjald 1000 kr. á mánitöi innanlands. í lausasölu IM) kr. t intakiö. Hitstjórn Siöumúla 12. sfmi S:i222. auulýsinuar. áskriftir t>u afurciösla hvcrholti 2. simi 27022. Sctninv t>v umhrot: Davhlaöió hf. t»u Stt'indórsprcnt hf.. Ármúla ö. Myntla-1)« iilötuucró: Ililmir hf . Sióumúla 12. Prcntun. Árvakur hf . Skcifunni 10 Að fínna hátekjumenn Tvo af alvarlegustu ann- mörkum skattalaganna ætti að vera unnt að leiðrétta, ef ráðamenn þjóöarinnar og þing- menn þeirra hefðu raunverulegan áhuga á að verða við kröfum þjóðarinnar um aukið réttlæti í skattamálum. Ranglæti skattakerfisins vex með aukinni skattheimtu. í ár hefur álagningin verið langt umfram verðbólgu, sem hefur aukizt um 30% milli ára en skattheimtan um 43%. Þegar ríkis- stjórn kyndir veróbólgubálið með þessum hætti, er augljóst, aó verulega aukast byrðar þeirra, sem sýna réttar tölur á skattskýrslum. Það eru ekki auðmennirnir, sem hafa breiðu bökin, aö mati þeirra, sem skattakerfinu ráða. Það eru ekki heldur hinir allra tekjulægstu, sem hafa breióu bökin, því að þeir sLeppa sæmilega vel. Dráttarklárar þjóófélagsins eru meðaltekjufólkið, sem ekki getur hagrætt skattskýrslum sínum. Létta mætti byrðar þessa fólks, ef unnt væri að ná eólilegum sköttum af þeim, sem eru hátekjumenn alls staðar annars staðar en á skattskýrslunni. Einn alvarlegasti galli kerfisins felst í möguleikum manna til að blanda saman rekstri og einkaneyzlu. Einkum á þetta við um rekstur einyrkja og lítilla fyrirtækja, en má einnig sjá af álagningu skatta á ráðamenn stórfyrirtækja. Skattalögin gera ráð fyrir því, að menn, sem sýna á skattskýrslu tap af starfsemi, er þeir reka í eigin nafni, geti orðiö nærri tekjulausir sjálfir. Um þetta eru ótal dæmi í nýútkomnum skattskrám. Þetta má lagfæra með lagabreytingu í þá átt, aó allur rekstur verói skattlagður sérstaklega, einnig hjá þeim, sem ekki hafa talið ástæðu til aó stofna sérstök fyrirtæki um reksturinn. Eftir slíka breytingu á ekki að vera unnt að nota bókhaldslegt tap af rekstri til að hliðra sér hjá persónulegum tekjusköttum. Tap á rekstri annars vegar og einkatekjur hins vegar verða þá tiltölulega aðskilin mál. Annar alvarlegasti galli kerfisins felst í möguleikum manna til að sýna tekjur, sem eru í augljósu misræmi við lífsstíl þeira. Þetta á einkum við um einyrkja og minni háttar at- vinnurekstur, þar sem alltaf er unnt að gefa upp of lágar tekjur, hvernig sem bókhalds- eftirlit er hert. Viðmiðunartölur skattstjóra um lágmarks- tekjur atvinnustétta eru allt of lágar til að laga þennan galla. í myndina vantar heimild handa skattstofum til aö kynna sér lífsgæðaaóstöðu þeirra, sem hafa undarlega lágar tekjur á skatt- skýrslum. Skattstofur þurfá lagaheimild til að kynna sér, hvernig þessir menn lifa, hvernig þeir búa og hvernig þeir ferðast. Skattalögin þurfa að heimila skattstofum aó áætla mönnum tekjur í samræmi vð lífsstíl þeirra, ef hann er ekki í samræmi vió skatt- skýrslur þeirra. Þessar tvær breytingartillögur afnema ekki allt ranglæti skattakerfisins. En þær eru mikilvægt spor í rétta átt og gætu stuólað að endurnýjun þeirrar stöðu, er viðreisnar- stjórnin kom á um tíma, að almennar verka- mannatekjur gætu orðið skattfrjálsar. Geðveikur bornamorð- ingi gengur laus, byrlar fjórum stúlkum eitur Norður-Þýzkaland: -Hinn sjúki maður skilur eitrað sælgæti eftir á bekkjum við barnaleikvangana í þorpinu og nú þ'egar hafa tvær stúlkur látið lifið. Mikil hræðsla hefur gripið um sig meðal íbúa þorpsins Breklum í N-Þýzkalandi vegna sjúklegra verka geðveiks manns. Fjórar litlar stúlkur hafa orðið fórnarlömb hans, en hann dreifir baneitruðu súkkulaði og appelsínusafa um þorpið. Tvær þeirra eru þegar látnar, ein liggur hættulega veik á sjúkra- húsi, og ein er talin hafa náð sér eftir langa og stranga sjúk- dómslegu. „Við þorum ekki að sleppa börnunum okkar úr augsýn eina einustu mínútu,“ segir einn íbúanna í þorpinu, sem er skammt sunnan landamæra Danmerkur. „Hér þekkja allir alla og það er óhugnanleg tilfinning að vita til þess að eitthvert okkar gangi um og eitri fyrir börnin.“ Láta fleiri lífið? „Og hvert barnanna lætur lífið næst fyrir hendi þessa manns, sem hlýtur að vera geðveikur barnahatari?" spyr annar íbúi i þorpinu, sem hefur um 1800 íbúa. „Eiga fleiri eftir að deyja áður en lögreglunni tekst að hafa hendur i hári glæpamannsins?" Það var hinn 9. júlí að fyrstu stúlkurnar þrjár urðu fórnar- lömb eiturbyrlarans. Tvær fjögurra ára stúlkur, Birgit Krámer og Ute Mahler, hittu vinkonu sína Ute Jensen einu ári eldri á leikvellinum. Stuttu siðar urðu þær veikar. Fjögurra ára stúlkurnar tvær dóu en Ute Jensen tókst að bjarga, eftir að hún hafði legið meðvitundarlaus í einn sólar- hring. Lögreglan og allir ibúar þorpsins héldu þá, að um venju- legt sl.vs hefði verið að ræða. Við krufningu kom í ljós, að stúlkurnar höfðu borðar gróðureitrið E-tiOS-Bladan. Þá héldu yl'irvöld, að stúlkurnar hefðu l'undið pakka tueð éitrinu og bt agðað á þvi. V—■■ bekknum og það var meira at segja sogstrá með. Freistingin varð of mikil, en hún hafði ekki drukkið nema svolítirin sopa, er henni varð illt. Sieke hljóp þessa nokkur hundruð metra heim til for- eldranna og hrópaði: „Ég hef gert eitthvað slæmt, ég drakk eitthvað, sem var vont á bragðið!" Henni var ekið i snarti á sjúkrahúsið, en læknarnir hafa enn ekki viljað tala um möguleika hennar á því að sleppa ósködduð út úr þessu. Er þessi atburður varð, fannst önnur hyrna með appel- sínusafa skammt frá leik- vellinum hinum megin í þorpinu. Það var prestfrúin í þorpinu sem fann hyrnuna og henni fannst það skrýtið að börnin skyldu skilja eftir fulla h.vrnu af appelsinusafa. Hún henti samt hyrnunni í rusla- fötuna við bekkinn. Hefnd taugasjúklings? Er hún heyrði fréttirnar af Sieke morguninn eftir flýtti hún sér að ná i hyrnuna í ruslafötunni. Hún var einnig full af Bladan eitri. Það eru miklar umræður í gangi í þorpinu og margir hafa reynt að finna hina réttu lausn. Þar á meðal þessa: Allir feður stúlknanna þriggja eru í tengslum við taugahæli. sem er í Breklum. Faðir Sieke, Gerd Kiihnast er sérkennari. faðir Ute er tauga- læknir og faðir Birgitar er djákni. Getur það verið. að fyrrum sjúklingur af sjúkra- húsinu re.vni að hefna sin á þremenningunum með því að ráðast á stúlkurnar? „Þessi möguleiki er fyrir hendi, en það er saiut furðulegt að sjúklingnum skuli tokast að finna réttu stúlkurnar.” segja þeir sem fylgzt hafa nteð rannsókn málsins. Kannsóktiarlögreglan i Flensborg hefur enn ekkert til þess að fara eftir við rann- sóknina. Bragðaðist einkennilega Enn eitt fórnarlamb eitursins hefur komið mönnum til að skipta um skoðun og því hefur verið slegið föstu að um slys sé ekki að ræða. Sieke Kuhnast, sjö ára, liggur á gjör- gæzludeildinni í borginni Husunt. Hún drakk eitraðan appelsínusafa. sams konar og litlu stúlkurnar þrjár drukku. Nú hafa' menn farið að hugsa um það, sem Ute Jensen sagði síðar frá. Hún talaði um það, að þæt hefðu fundið súkkulaði, og að yngri stelpurnar hefðu borðað meira af því en hún, „það var svo undarlegt á bragðið." Litlu stúlkurnar borðuðu afanginn sjálfar. Þetta súkkulagði var blandað Bladan- eitri. Að öllum líkindum fundu stúlkurnar súkkulagðið á leik- vellinum. Sieke og vinkona hennar. Tanja, voru.að leika sér á hjöla- skautum og þegar þær ákváðu að hvila sig svolitið. fettgu þær sér sæli á g trðbekk. Sieke fann fulla hyrntt al' appelsinusafa á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.