Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 15
15 DACIll.Atmi .MH)VIKi;i)'.\(;iIÍ{ Íl. ACUST 1!I7(> AUDREY HEPBURN SNÝR AFTUR Átta ár eru nú liúin síúan Audrey Hepburn lék i síöustu kvikmynd sinni. En nú hefur hún ákveöið að hefjast handa á nýjan leik og það í kvikmynd- inni Robin og Marian. En sú mynd fjállar um líf útlaganna í Skírisskógi. Móttökurnar hafa verið ámóta og þegar prinsessa snýr aftur eftir að hafa þurft að yfir- gefa land sitt. Audrey segir að það sé varla hægt að tala um að hún sé að snúa aftur, þar sem aldrei hafi verið ákveðið að hún léki ekki framar. En hún sagðist ekki hafa leikið um skeið þar sem fjölskyldan þarfnaðist hennar og hún fjölskyldunnar. Og þar hafi verið ólíkt meiri þörf fýrir móðurina heima en leikkonuna á hvíta tjaldinu. Eldri sonur hennar er nú tæplega tvitugur og sá yngri er rétt að byrja í skóla. Audrey Hepburn heldur sér ákaflega vel enda þótt hún sé orðin 47 ára gömul. Hún er með á hvíta tjaldið smáhrukkur við augun en fátt annað gefur aldur hennar til kynna. Audrey er alltaf jafn mögur og berst hatrammri bar- áttu við það að fara ekki niður fyrir 48 kíló. Hún segist vera ánægð í hjónabandinu og segir að ekk- ert sé að marka slúðursögur um framhjáhald eiginmannsins. Hann er ítalskur geðlæknir að nafni Andrea Dotti. En sögur halda áfram að fara á kreik um það að Dotti sjáist í fylgd með yngri konum. Hún lét þær ekk- ert á sig fá og hélt áfram að lesa þau kvikmyndahandrit sem henni voru send. Fyrsta hand- ritið sem hún sýndi verulegan áhuga var að myndinni Marian og Robin. Og loks kom að því að henni fannst vera tími til kominn að fara aftur að leika. Að vísu liðu 2 ár áður en myndataka hófst, en Audrey beið bara róleg, staðráðin í því að þetta væri rétt hlutverk fyrir hana. Og segja má að biðin hafi verið til einhvers þrátt fyrir misjafna dóma þeirra sem fylgzt hafa með myndinni. Audrey Hepburn segir að mikil þörf sé fvrir kónur sem viljaleikaí kvikmyndum kven- persónur sem séu komnar yfir miðjan aldur. Alltof margar leikkonur sem komnar eru yfir fimmtugt vilja leika ungar stúlkur. En hún er sem sagt komin aftur á hvita tjaldið þar sem hún á heima. Og Audrey flytur með sér þessa einstöku sam- blöndu af glæsileika og mál- snilld. Vonandi líður ekki á löngu þar til íslenzk kvik- myndahús taka þessa mynd til sýningar. r™.... Bólstrun Harðar Péturssonar í því tilefni veitum við 1 A O/ IV /O aukaafslátt af f ramleiðsluvörum okkar þessa viku t i Sem dæmi: Sófasett sem kostar kr. 295.000.- Fæst gegn staðgreiðslu fyrir kr. 238.950.- s______/ lúsgögn 2ja m svefnsófi sem kostar 79.800.- Fæst gegn staðgreiðslu fyrir kr. 64.638.- A 10% afsláttur á húsgögnum gegn afborgunum 10% afsláttur á húsgagnaáklæði. 10% afsláttur á húsgagnaleðri. Grensásvegi 12, sími 32035.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.