Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 11.08.1976, Blaðsíða 24
Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisf rœðingur: FJÁRHAGSLEG ÁHÆTTA AÐ BORA ÁFRAM VK> KRÖFLU - vaxandi jarðrask kann að spilla holunum „Eg lít svo á að það sé verið að taka áhættu, miðað við jarð- fræðilegar aðstæður, að leggja kapp á boranir við Kröflu og ég tel víst að ef verið væri að hefja kannanir á virkjunarmögu- leikum þar nú, yrði talið hyggi- legra að bíða og sjá hverju fram yndi,“ sagði Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Hí, í viðtali við DB í gær. Miðað við versnandi jarðfræðilegt ástand taldi hann einnig að verið væri að taka fjárhagslega áhættu. Líklegt mætti teljast að frekara jarð- rask yrði á svæðinu og hugsan- lega kynni það að skaða bor- holur, en nú eiga tveir stærstu borar landsins að bora þar af kappi. Þá væri ekki loku fyrir það skotið að gos kynni að brjótast út og í versta tilviki að geysileg fjárfesting og dýr- mætur tækjakostur á staðnum færi forgörðum. Þrátt fyrir versnandi jarð- fræðilegt ástand á svæðinu síðan í marz sl., svæðið hafi hækkað um 6 mm á dag síðan og skjálftavirkni aukizt, vildi Sveinbjörn ekki leiða neinar líkur að hugsanlegu gosi, en sagði að nú væri fylgzt eins náið og hægt væri með öllum skjálftum og hugsanlegum breytingum. — G.S. Lokun mjólkurbúða Kemur verst níður á gamla fólkinu Stofnaður hefur verið svo- kallaður „Starfshópur gegn lokun mjólkurbúða“. Berst hann gegn þeirri ákvörðun Mjólkursamsölunnar að leggja niður mjólkurbúðir sínar á StórReykjavíkursvæðinu frá 1. febrúar 1977. Við slíka ráðstöfun munu 167 konur tapa atvinnu sinni og áunnum félagslegum réttind- um. Þær hafa að vísu fengið vilyrði um vinnu hjá Kaup- mannasamtökunum, en það mun aðeins leysa vanda örfárra stúlkna, og þá að öllum líkind- um þeirra sem greiðastan aðgang eiga að vinnumarkaðn- um, yngstu kvennanna. Einnig er talið að lokunin muni hafa í för með sér verri þjónustu, sem mun aðallega koma niður á gömlu fólki og láglaunafólki sem býr í gömlum bæjarhlutum og hefur ekki bíl til umráða. t starfshópnum sem skipu- leggur baráttuna gegn lokun- inni eiga sæti 4 starfsstúlkur og 3 úr hópi neytenda. Starfs- hópurinn hefur nú boðað til fundar, sem verður haldinn í Lindarbæ fimmtudagskvöldið 12. águst og mun hann hefjast kl. 20.30. Hann verður opinn öllum þeim sem leggja vilja liö þessu málefni. — KL Stúlkurnar í mjólkurbúðunum munu missa vinnu sína, — lík- lega reynist það mörgum þeirra erfitt að fá aftur vinnu, einkum þeim eldri. (DB-mynd Bjarn- leifur). Af hverju ekki mótor á bóti lög- reglunnar? Bóturinn œtlaður til bjargano úr höfnum — segir Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn Innbrot reynd í Haf narfirði Innbrot var framið í Fisk- iðjuverið í Hafnarfirði í nótt. Var þar brotin rúða í útihurð og Önnur i hurð inn til verk- stjóra. Engu var þarna stolið að séð verður, enda fé þar ekki liggjandi. Allmikið var rótað til. Þá var gerð tilraun til innbrots í Fjarðarkaup. Þjófa- bjöllur fóru í gang þá er þjófarnir komu inn. Töldu þeir þá ráðlegast að flýja enda stutt í það að komið væri á vettvang. -ASt. Stólu sér harð- fiski til að seðja hungrið Tveir aðkomumenn gerðust svangir á Akranesi í gærdag. Hugðust þeir sjálfir ganga fram í að seðja sárasta hungur sitt. Það nærtækasta var harð- fiskur og stálu þeir sér slatta í poka. Siðar voru þeir staðnir að hnupli í skipi. Lögroglan tók þá í sína vörzlu og voru þeir inni i nótt þar sem þeir voru undir áhrifum áfengis. í morgun-átti að yfirheyra þá. — ASt. „Litli gúmmíbáturinn er fyrst og fremst ætlaður til að bjarga fólki úr höfnunum og skapa öryggi við þær aðgerðir með því að lögreglumenn þurfi ekki að synda eftir fólki, en sé um bjarganir utan hafnanna að ræða hefur lögreglan samband við hafnsögumenn eða tollgæzl- una, sem á bát, og fær undan- tekningarlaust aðstoð þeirra aðila við bjarganir," sagði Óskar Ólason yfiriögregluþjónn í viðtali við blaðið í gær. Tilefnið að spjallinu við Óskar var að sl. sunnudag féll maður í sjóinn við smábáta- höfnina í Elliðaárvogi og barst hratt út voginn á kili smákænu. Lögreglumenn brugðu skjótt' við og hrundu á flot gúmmí- bátnum sem Slysavarnafélagið gaf lögreglunni fyrir nokkrum árum, og hugðust róa mann- inum til hjálpar. Skv. tveim öruggum vitnum er allsendis ovíst hvenær eða hvort lög- reglumennirnir hefðu náð þeim er rak, því þeir réðu lítið við bátinn í miklum vindi og erkum straum, enda reka lir gúmmíbátar ótrúlega undan vindi og snúast. Eins og fram kom, björguðu -skipverjar af Perlunni hinum rekandi manni. Vitnunum tveim bar saman um að lög- reglumennirnir á gúmmíbátn- um hefðu fljótlega dregið manninn uppi ef báturinn hefði verið með utanborðs- mótor, en báturinn er gerður fyrir að geta borið mótor. Hann er hins vegar ekki til. Óskar sagði að ef lögreglan ætti að sjá eingöngu um bjarg- anir hér umhverfis, þyrfti hún að sjálfsögðu fullkominn búnað til þess, hann væri ekki fyrir hendi og því væri fyrrnefnt fyrirkomulag notað. —G.S. Skipverjar á Perlu komu og björguðu manninum, þegar lögreglu- bátinn rakeitthvað út á sundin. títilokað var að stjórna bátnum í hvassviðrinu án vélarafls. (Sv. Þorm.) frjálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976 REYNDU AÐ STELASÉR BIFREIÐ Tveir ungir pilar voru hand- teknir er þeir voru staðnir að þvi að reyna að stela bifreið úr húsi við Suðurgötu. Annar þeirra var á þeim aidri, að hann var fluttur í Upptöku- heimilið í Kópavogi. Hinn fékk gistingu hjá lögreglunni. —ASt. fangabyssu að fólci og bömum Tvívegis í gærkvöldi fékk Kópavogslögreglan kvörtun yfir manni, sem hefði byssu í höndum og væri að miða að fólki og börnum. Bárust kvartanirnar kl. 20.20 og aftur kl. 23.20. í síðari skiptin fann lög- reglan manninn sem ekki reyndist ölvaður. - Játaði hann að hafa miðað byssunni að fólki. En byssan var ekki hættuleg, heldur algeng leik- fangabyssa ætluð börnum. Var hún meira segja gömul og hálf- löskuð orðin. Ekki var talin ástæða til að handtaka manninn, en hann fékk alvarlegt tiltal og byssan var tekin af honum. Atburður þessi gerðist í Hvömmunum, en þar telst þessi maður til heimilis. —ASt MIKIL ÖLVUN MIÐAÐ VIÐ MIÐJAVIKU Allmikið var um ölvun í Reykjavík í gær og í nótt. höfðu lögreglumenn tölu- verðan eril af og fengu óvana- lega margir gistingu í Hverfis- steini af þessum sökum miðað við miðja viku. Lögreglan hér skiptir sér meira af drukknu fólki en erlendis er gert af lögregluyfirvöldum. Þar er slíkt fólk oft látið af- skiptalaust. Veðrátta og hita- stig hér býr þessu fólki hér- lends hins vegar mikla hættu. Meðal þeirra sem lögreglan hafði afskipti af var utan- bæjarkona sem kom í hús hér í borginni með tvö börn sín. Gerðist hún drukkin og var leitað aðstoðar lögreglu, sem kom henni til venzlafólks. —ASt. Lézt ón þess að komast til meðvitundar Gamli maðurinn sem varo fyrir bifreið á Snorrabraut á mánudaginn er látinn. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið og lézt í gjörgæzlu- deild Borgarspítalans eftir hádegið í gær. Maðurinn hét Þorsteinn Magnússon og var 84 ára gamall. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.