Dagblaðið - 11.08.1976, Síða 3
DAC'iBLAÐIl) MIÐVIKUDAC.UR 11. AUUST 1976
3
Húsmóðir í Árbæjarhverfinu
hringdi:
Hvers vegna í ósköpunum
er alltaf verið að hringla með
leiðakerfið hjá strætó. Nú í
sumar var leið nr. 10 breytt og
það var ekki haft fyrir því að
auglýsa það.
Arbæjarvagninn ók um
Rofabæinn og farþcgar með
vögnunum gátu verið í góðu
skjóli fyrir veðri og vindum
meðan þeir biðu. En þá var
tekið upp á því að breyta
leiðinni og nú ekur vagninn um
Suðurlandsveg. Þangað þurfa
nú íbúar hverfisins að fara til
að komast í vagninn. Við
þurfum að ganga yfir grasið
meðfram veginum og nú þegar
hafa myndazt slóðir eftir veg-
farendur. Hvers vegna í
ósköpunum er verið að eyða í
að fegra umhverfið þegar
stuðlað er að því með stað-
setningu biðstöðva strætó að
það verði eyðilagt?
Áður en þessi breyting varð
notfærðu íbúar hverfisins sér
vagninn til að ferðast á milli
staða innan hverfisins. Nú er
búið að koma í veg fyrir að það
sé hægt.
Ef þessi breyting er gerð
fyrir þá sem vinna í iðnaðar-
hverfinu þá er verið að gera
hana fyrir mjög fáa á kostnað
fiölda manna sem búa í
Arbæjarhverfi. Hvers vegna
eru vagnstjórarnir ekki spurðir
álits þegar breytt er um
akstursleiðir? Þeir og engir
aðrir hafa þekkingu á þessu og
þeir geta einir komið réttri
mynd á framfæri við stjórn-
endur. Forráðamenn vita
ekkert um það hverjir ferðast
með vögnunum. Eg er viss um
að þeir hafa ekki tekið sér far
með almenningsvagni í mörg
herraris ár. Hvernig væri að
þeir breyttu nú til og ferðuðust
með strætó. Þá hefðu þeir vit á
því sem þeir tala um. Þá gerðu
þeir ekki breytingar út I hött,
eins oe gert er nú.
Ef forráðamennirnir fengju sér far mundi leiðakerfið batna.
Ef forráðamennirnir
fengju sér far
Fjöldahreyf ing fer af stað
gegn lokun mjólkurbúða
Neytandi skrifar:
Að undanförnu hafa þær
raddir gerzt æ háværari sem
andmælt hafa lokun mjólkur-
búða og er það skiljanlegt þar
eð hér er um hagsmunamál að
ræða bæði fyrir afgreiðslu-
stúlkur í brauð- og mjólkur-
búðum og neytendur. Nokkuð
hefur þó skort á að sjónarmið
neytenda hafi komið fram á
opinberum vettvangi.
Lokun mjólkurbúða mun
þýða færri útsölustaði fyrir
mjólk og brauð þar eð margir
smákaupmenn munu ekki geta
tekið mjólkurvörur til sölu
vegna plássleysis og/eða fjár-
skorts. Af þessu mun leiða
verri þjónusta við neytendur
(lengra á milli útsölustaða).
Ennfremur tapa smákaup-
mennirnir á þessari lokun.
Mjólkurbúðirnar eru víða við
hliðina á verzlunum smákaup-
manna og ef þeim verður lokað
dregur úr viðskiptum við þá.
Nú þegar standa smákaupmenn
i harðri samkeppni við stór-
markaðina og mega þeir því sízt
við þessari lokun. Ljóst er því
að einokun stórverzlana eykst
og æ fleiri smákaupmenn
leggja upp laupana. Afleiðingin
gæti orðið sú að KRON og ör-
fáir stórmarkaðir næðu algerri
einokun á matvöruverzlun í
borginni og hver trúir þvi að
verð á matvörum myndi lækka
við það. En hér erum við e.t.v.
komin að kjarna málsins,
þ.e.a.s. tengsl KRON og þar
með SlS við Mjólkursamsöluna
sf. Flestir landsmenn gera sér
grein fyrir sívaxandi einokun
SÍS auðvaldsins hér á landi og
jafnvel erlendis. SÍS auðvaldið
sér að miklu hagkvæmara er að
hafa mjólkurvörur í stórmörk-
uðum KRON heldur en að hafa
litlar mjólkur- og brauðbúðir
dreifðar um alla borgina í
nábýli við smákaupmenn. Því
grípur SÍS auðvaldið til þess
ráðs að ganga á milli bols og
höfuðs á smákaupmönnunum
með þvi að koma öllum
mjólkurvörum inn í stórmark-
aði sína og annarra álika auð-
fyrirtækja. Lokun mjólkurbúða
er þvi tilræði við smákaup-
mennina. í því skyni svífst SÍS,
stærsti auðhringur á Islandi,
einskis. Til dæmis eru viðvar-
anir borgarlæknis um lakara
hreinlæti og þar með lakari
vörugæði látnar sent vindur um
eyru þjóta. Engu máli er talið
skipta þó að gamla fólkið þurfi
að staulast langa leið í búðir til
að kaupa brýnustu lífsnauð-
s.vnjar. Og ekki tekur SÍS það
nærri sér þó að 167 afgreiðslu-
stúlkur verði atvinnulausar.
ASÍ-forustan þegir þunnu
hljóði yfir þessunt fjöldaupp-
sögnum enda er helzti draumur
hennar að fallast i faðma með
SÍS auðvaldinu og byggja nýjan
stórmarkuð inn við sundin blá.
Kn verkafólkið horfir ráðþrota
á og sér ekki lengur mun á ASÍ
forustunni, burgeisunum i
Vinnuveitendasambandi Is-
lands og Vinnumálasambandi
samvinnufélaganna.
Að lokum þetta: Fjölda-
hreyfing er að fara af stað gegn
lokun mjólkurbúða. Þar standa
saman afgreiðslustúlkur i
brauð- og mjólkurbúðum og
neytendur. Og að gefnu tilefni
skal tekið fram að stjórn ASB
stendur einhuga gegn lokun
mjókurbúða þó að Þjóðviljinn,
málgagn annars helzta
stuðningsflokks SÍS auðvalds-
ins, hafi reynt á lævísan hátt að
kljúfa stjórn ASB frá almenn-
um félagskonum.
Efþú œttir
eina ósk, hver
mundi hún
verða?
Sigríður Ándrésdóttir, 9 ára: Eg
vildi að það yrði gott veður í
Svíþjóð þegar ég fer þangað
bráðum.
Unnar Ingimundarson, 10 ára: Eg
mundi óska mér ferð til
Kanaríeyja. Mig langar svo mikið
til að koma þangað.
Guðmundur Halidórsson, 11 ára:
Ég mundi vilja fara aðra ferð með
pabba mínum á Ljósafossi. Hann
er fyrsti stýrimaður.
Friðrik Gestsson, 5 ára. Eg mundi
vilja fara til Ameríku i ofsa
stórri flugvél. Þær fara alveg
ógurlega hratt ogJiátt upp í loftið.
Haraldur og Gunnlaugur Reynis-
synir. 9 ára: Haraldur (t. vinstri):
Eg vildi fara til Spánar eða
eitthvað til útlanda. Gunnlaugur.
Ég myndi sko óska ntér að fá
hest.
Sigmar Armann Sigurðsson. 12
ára: Eg mundi vilja flottasta og
hraðskreiðasta bil i heimi.