Dagblaðið - 11.08.1976, Side 6
DACBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1976
Hvíti minnihiutinn í Ródesíu hefur vígbúizt rækilega að
undanförnu. Þegar stjórnarherinn drap rúmlega 300 blakka
skæruliða í gær fögnuðu hvítir með kampavini. En í morgun
svöruðu blakkir fyrir sig.
Ródesíski landamærabærinn
Umtali varð fyrir stórskotaliðs-
árás snemma í morgun. Bærinn
er aðeins nokkra kílómetra frá
landamærum Mósambík, þaðan
sem sprengjunum var skotið.
Árásin hófst klukkan
rúmlega fjögur í morgun og
stóð í rúman hálftíma, að sögn
herlögreglunnar í höfuð-
Sívaxandi harka í Ródesíu:
Gagnkvœmar árásir
yfír landamœrin að
Mósambík
— hefndarárás skœruliða á
landamœrabœ í morgun
borginni Salisbury. Þetta er
fyrsta árásin, sem gerð er á
Umtali í þau fjögur ár, sem
skæruhernaður hefur verið
stundaður í landinu. Árásin var
gerð aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að hvítir
Ródesíubúar fögnuðu því með
kampavíni og söng að stjórnar-
herinn hafði ruðzt inn í
Mósambík og drepið þar
rúmiega þrjú hundruð blakka
skæruliða.
Ekki er vitað hvort mann-
fall varð í Umtali, en
skemmdir urðu töluverðar á
húsum og mannvirkjum. Þá er
heldur ekki vitað hvort
ródesískir skæruliðar, sem hafa
aðsetur í Mósambík, gerðu
árásina eða hvort það voru
mósambískir Frelimo-
skæruliðar.
t því hverfi Umtali, sem várð
fyrir árásinni, er herstöð. Talið
er að þar hafi tjónið orðið mest
og trúlega mannfall einnig, þótt
það hafi ekki fengist staðfest.
Kissinger um kjarnorkuver:
Allt í eðlilegu
samhengi
Henry Kissinger, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna,
hefur nú sagt frönskum ráða-
mönnum, að þvinganir þær,
sem hann hafi beitt þá til þess
að reyna að koma i veg fyrir
sölu á kjarnorkuveri til
Pakistan, séu aðeins forsmekk-
Kissinger og kjarnorkuverin:
allt í samhengi, segir hann.
Frakkar selja Pakistönum
kjarnorkuver og þá fá þeir ekki
hernaðaraðstoð frá Banda-
ríkjunum.
urinn að nýjum bandarískum
lögum.
Kissinger hefur sagt
Pakistönum, að þeir kunni að
missa alla efnahags- og
hernaðaraðstoð Bandaríkjanna,
ef þeir kaupa kjarnorkuverið
af Frökkum, en með því eiga
Pakistanar að geta framleitt
plutoníum og þar með kjarn-
orkuvopn.
Afskipti hans af máli þessu
hafa vakið reiði í Frakklandi
þar sem ráðamenn segjast ekki
una slíkum þvingunum.
Pflfís;
ELLEFU FÓRUST ÞAR í
HÓTELBRUNA íM ORGUN
Ellefu manns fórust og níu
hlutu alvarleg brunasár, þegar
eldur kom upp í hóteli einu í
miðborg Parísar snemma í
morgun. Á hótelinu bjuggu aðal-
lega innflytjendur og verkamenn
frá norðanverðri Afríku, einkum
Marokkó og Alsír.
Eldurinn byrjaði i stigagangi
og breiddist óðfluga út um fimm
hæðir hótelsins, Hotel
d’Amerique, nærri Pigalle-
hverfinu, sem frægt er fyrir
Moulin Rouge kabarettinn.
Flestir þeirra, sem létust, munu
hafa kafnað í reyknum þegar
eldurinn hindraði för þeirra.
Slökkviliðsmenn björguðu
mörgum hótelgesta út um glugga
og enginn mun hafa þurft að
stökkva niður.
Niðurlögum eldsins var ráðið
eftir tveggja tíma slökkvistarf og
tókst að koma í veg fyrir út-
breiðslu hans. Skilríki hinna
látnu brunnu í eldinum en lög-
reglan telur að meðal þeirra hafi
ekki verið erlendir ferðamenn.
Allur vindur úr Bellu
—en stórtjón
víða um heim
Fellibyt-jjr hafa látið að sér
kveða umianfarna daga víða um
heim. Heldur varð þó minna úr
fellibylnum Bellu sem kom upp
að austurströnd Bandaríkjanna í
fyrrinótt — þó varð milljóna tjón
í úthverfum á Long Island og i
(ionneclicut-fylki og ein stúlka íét
lífi'ð.
Þá fórusl 12 manns á eyjunni
Taiwan eftir aö fellitiylur lagði
947 h.ús í rúsl, en vindhviðurnar
urðu þar haröastar allt að 185 km
á klukkustund.
í Pakistan hafa yfirvöld birt
tiilur um þá sem látið hafa lífið í
monsúnflóðunum þar. Er talið, að
um 110 manns hafi drukknað,
miklar skemmdir hafi orðið í um
0000 þorp um þar í landi og a.m.k.
3,500 manns misst heimili sín.
Sumir tóku Bellu léft og þótti tithreyting í veðurofsanum
þessir New York-húar.
Flokksþing repúblikana:
NÚ HITNAR
í KOLUNUM
Ronald Reagan á heimili sínu i Kaliforníu eftir að hann hafði
tilkynnt um val á varaforsetaefni sínu. Það hefur víða mælzt illa
fyrir, enda Schweiker frjálslyndur — en nú heimta stuðningsmenn
Reagans frekari íhaldsstefnu.
Harðsnúnir fylgjendur
Ronald Reagans hafa nú krafizt
þess að Repúblikanaflokkurinn
taki upp íhaldssamari baráttu-
mál fyrir kosningarnar í Banda-
ríkjunum í nóvember.
Ef þetta tekst ekki, má Ford
forseti eiga von á auðmýkjandi
baráttu við flokksmenn sína
frammi fyrir milljónum kjós-
enda við sjónvarpstækin, er
fylgzt verður með flokksþingi
Repúblikanaflokksins í næstu
viku.
Ford, sem enn hefur nauman
meirihluta kjörmanna að baki
sér gegn Reagan, vill fyrir allan
mun forðast sllk átök innan
flokksins, sem án efa myndu
gera möguleika repúblikana á
því að sigra í forsetakosningun-
um í nóvember að engu.
Fylgjendur Reagans segja, að
þeir vilji ekki verða til þess, að
slíkir atburðir gerist, en halda
því fram, að ekki sé nægur
gaumur gefinn að baráttumál-
um Reagans, sem er íhalds-
samari en forsetinn. Vilja þeir
með þessu minna hinn almenna
kjósanda á þessi hjartans mál
frambjóðandans.
Tvö þessara mála eru í beinni
andstöðu við stefnu Fords for-
seta. Er þar um að ræða and-
stöðu við að slaka á spennunni
milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna og að bann það, sem
verjð hefur á innflutningi á
krómi frá Ródesíu, verði numið
úr gildi. Aðrar kröfur eru
varðandi áfranthaldandi algjör
yfirráð yfir Panama-
skurðinun . aukin framlög til
uppbyggingar hersins og bætta
Richard SchweiKer,
varaforsetaefni Reagans.
san. úð við Kína, án þ..>- að
það verði gert á kosmaá
Taiwan-stjórnar.
S:::ðningsmenn Reagans,
undir forystu öldungadeildar-
þingmannsins desse Helms frá
Norður-Karólinu, segjast hafa
sent miðstjórn flokksins bréf,
þar sem þessar kröfur eru
undirstrikaðar.
Kváðust þeir enn ekki vissir
um. hvort þeir myndu krefjast
opinberrar untræðu um málin á
flokksþinginu, ef þeim yrði
ekki bætt inn í stefnuyfir-
lýsinguna, en það var ekki talið
ólíklegt, er síðast fréttist.
Efnisnefnd flokksþingsins.
en þar eru stuðningsmenn
Fords forseta í meirihluta. mun
taka afstöðu til málsins á
morgun eða á föstudag.