Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.08.1976, Qupperneq 14

Dagblaðið - 11.08.1976, Qupperneq 14
I)A<;BI,AÐIÐ Mlt)VIKlJI)A<;UH 11. AUUST 1{)76 Kunar Georgsson saxófón- leikari hefur „fundið sig“ 1 hljómsveitinni Fresh, sem hann gekk til liðs við um verzlunarmannahelgina. Þegar við hittum Rúnar og félaga hans í Fresh eftir helgina, þar sem þeir voru á æfingu í hinum klassíska bilskúr á bak við hús, spurðum við hann (e.t.v. óhjákvæmi- lega) hvers vegna hann stanzaði aldrei lengi á sama stað, rninnugir þess að Rúnar hefur spilað með ýmsum hljómsveitum, stutt hverju sinni. ,,Eg hef bara aldrei fundið mig í því sem ég hef verið að gera," sagði hann, „ég hef aldrei lagt mig almenni- lega i það, sem ég hef verið að spila. Kn |)etta er akkúrat min músik, þetta „funk". Eg er búinn að bíða eftir þessu í fimmtán ár, maður. Hérna verð ég kyrr.“ Fresh hefur fengið góðar viðtökur þar sem hljómsveitin hefur troðið upp og er ekki ólíklegt að vegur hljómsveitar- innar vaxi enn með tilkomu Rúnars, sem er maður hress. Jón Hildiberg framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar sagði viðtökurnar hafa verið „mun betri en við þorðum að vona“ og Finnbogi Kjartansson bassaleikari, sem upplifað hefur verulega velgengni með Júdasi forðum, sagðist ekki sjá mun á þeirri velgengni og þeirri, sem hann upplifir nú. „Svo er þetta betri hljóm- sveit," sagði hann. —()V. FRESII: Rúnar blav tii hvorrar hanclar. ■s i miðju. Finnhogi og Pétur kafteinn sinn l)B-myndir: Arni Páll elcius, Duncan og Guðmundur Ingólfsson á Loftleiðum í kvöld jasslögum eins og „Take Five" og „Raggie Waltz“. Okkar maður á staðnum á sunnudagskvöldið segir svo frá þvi sem gerðist: „Guðmundur kom þarna og kynnti hljóm- sveitina: Þetta er Celcius, sagði hann — það þarf víst ekki að kynna hana. Eg er Farenheit. Við ætlum að gera smátilraun hérna með nokkur jasslög Svo gerðu þeir þessa tilraun, sem mistókst en áheyrendur fögnuðu gífurlega “ Kvað um það.stemmningin var góð í Tjarnarbúð — gólfið meira að segja þéttsetið — og góð stemmning er það, sem þeir bjóöa upp á á Loftleiðum i kvöld. Hljómsveitin CELCIUS, Duncan McDowell og Guðmundur Ingólfsson píanóleikari gerðu það gott í Tjarnarbúð á sunnudags- kvöldið fyrir troðfullu húsi og ætla að endurtaka á Loft- leiðum í kvöld. Duncan kemur fram bæði einn og með hl.jómsveitinni, sem æft hefur nokkur af mörgum skinandi lögum Skotans. Skemmtilegur söngur hans hefur fallið i góðan jarðveg þar sem hann hefur komið fram með Celcius, en hann þykir létta fremur þungt lagaval hljómsveitarinnar. Og það er fengur að heyra í Guðmundir Ingólfssyni á ný . Hann hefur undanfarin ár starfað mcð danshljómsveitum í Noregi og er heima í stuttu frii. Hann spilaði áheyrendur — og mennina sem hann spilaði með jafnvel líka — upp úr skónum í Tjarnarbúð í Duncan McDowell: fellur i góðan jarðveg. DB-m.vnd APJ Blú Bojs á ferð“, þessa dagana. Þegar við litum inn til þeirra á mánudagskvöldið voru þeir að Ijúka við að spila inn grunna, þ.e. sjálft undirspil bassa, tromma og gítars og/eða planós. Jón ,,bassi“ Sigurðsson spilaði á kontrabassa í dixie- landlaginu um Alla fant og Björgvin söng með, stíflaður af kvefi og sveittur af 38 stiga hita. „Steinlá með 40 í gær,“ sagði hann. Rúnar og María voru að fæp á Óðal, þar sem hann ætlaði*ð „leika plötusnúð í hálftima, kynna plötuna mína. En við komum aftur rétt strax, þetta er bara að byrja." Diabolus In Musica hefur nýlega lokið við gerð fyrstu breiðplötu sinnar, sem kemur á markaðinn eftir um þaö bil mánuð. Platan ber heitið „Hanastéiy og eru á henni lög, sem Tónskrattarnir hafa verið verið með á efnisskránni að undanförnu. Þetta er fyrsta platan, sem fullunnin var í nýju 24-rása upptökutækjunum i stúdíói Hljóðrita. Verður spennandi að heyra útkomuna, sem liggur við að hafi fyrirfram verið dásömuð og skjölluð sem eitt af furðuverkum veraldar. Þegar upptaka „Hanastéls" var um það bil hálfnuö varð það óhapp, að gitarleikarinn, Páll Torfi, fór úr hægri axlar- lið þegar hann lagði af stað að heiman til upptökunnar. Þegar þetta geröist átti eftir að taka upp työ lög, þar sem l’áll Torfi lék á gltar. og var um tíma allt útlit f.vrir að upptakan tefðist þar til Páll v.eri heill orðinn. Hann fór ul læknts og síðan beint suður 1 Hafnarfjörð. Þar skorðaði hann gítarinn flatan með fótum og maga þannig að hann náði að spila á hann með handlegginn í fatla. En þetta var ekki sársauka- og áreynslulaust, því um leið og .lagið var búið datt gltarinn úr stellingunni og öxlin orðin svo sár, aö stjörnur sáust allt í kring. Upptökunni var haldið áfram og að sögn Steinars Berg , útgefanda plötunnar, er ekki á færi nema þeirra, sem viösladdir voru, að segja til um i hvaða tveimur lögum á „Hanastéli" Páll Torfi iék með iixlina úr liði. ,f)V _________________________________ Þeir sjálfir : Engilbert. Gunnar. Terr.v, upptökumaðurinn Tonv, Rúnar og Björgvin. (DB-mynd: Arni Páll.) Trommarinn Terry Doe var ánægður með íslendinga en þótti veðrið jafn hroðalegt og öllum öðrum. Hann hlakkaði tilað koma aftur eftir þrjár vikur (fór heim í gærmorgun) til að fara norður í land og sjá sig um. „Ég var ráðinn til að spila á fyrstu plötunni þeirra og þeir hafa notað mig síðan," sagði hann um samstarf sitt við Lónlí Blú. I London er ég í session-vinnu, spila með hljóm- sveitum og sitthvað, ekki eins mikið og ég vildi hafa það, en nóg til að lifa af því.“ Lónlí Blú Bojs hafa sem sé látið verða af því: Þeir spila á Norðurlandi fyrstu helgina í september en Reykjavík og Suðurlandi helgina þar á eftir. Arftakar og afsprengi Hljóma, sent einu sinni gerðu fólk óstýrilátt á hljómleikum, en'da sumargleðina í ár með miklu skralli í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík. — ÓV. ÓMAR 47 VALDIMARSSOIM Hvernig spila menn á gítar með öxlina úr liði? - Spyn'ið tónskrattann Pál Torfa Laugardagskvöld á Gili „Lónlí Blú Bojs mun ekki valda aðdáendum sínum von- brigðum," sagði Björgvin Hall- dórsson um plötuna, sem Lónlí Blú eru að gera í hafnfirzka hljóðverinu. „Þetta verður samt dálítió öðru vfsi en áður, það er til dæmis engin country músík á þessu, en eitt dixie- landlag og líka, já þú mátt geta þess, „Laugardagskvöld á Gili“. En það er ekki nauðgun. Við syngjum þetta raddað í einskonar Beach Boys stíl, mjög góða útsetningu eftir Gunnar Þórðarson. Svo eru nokkur eftir okkur, eitt eftir mig, tvö þrjú eftir Rúnar (Júlíusson) og líklega þrjú eftir Gunna.“ Lónlí Blú Bojs — Björgvin, Gunnar, Rúnar og Engilbert Jensen auk brezka trommuleik- arans Terry Doe — eru að gera þriðju breiðplötu sína „Lónlí Páll Torfi spilar með öxlina úr liöi. Félagi hans f.vrir aftan er ekki farinn úr liði.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.