Dagblaðið - 11.08.1976, Side 23
23
l)A('.Hl.AÐH) MIi)VlKUl)A(iUK 11. ACUST 197«
i
Utvarp
Sjonvarp
Útvarp kl. 19.35: Marflœr og þanglýs
Morfker og þanglýs mikilvœg feeða
„Erindi þetta snýst aðallega
um marflær og þanglýs í
fjörum," sagði Agnar Ingólfs-
son prófessor. Hann mun flytja
erindi sitt í útvarpinu í kvöld
kl. 19.35.
„Marflær og þanglýs hafa
mikið að segja í sambandi við
allt líf í fjörum og eru auk þess
mikilvæg fæða fiska og fugla.
Ég mun ræða almennt um þessi
dýr og tek ég þá aðallega fyrir
íslenzku tegundirnar af þessum
dýrum. Það eru til mjög margar
tegundir af marflóm og þang-
lúsum, eru þær á þriðja
hundrað alls. Ekki er nema
brot af þessum fjölda sem á sín
eiginlegu heimkynni í fjörum
eða rúmlega 20 tegundir. Hinar
tegundirnar lifa að mestu i sjó.
Marflær og þanglýs eru hvor-
ar tveggja krabbadýr og þessir
tveir hópar eru nokkuð skyldir
og því eðlilegt að taka þessi dýr
fyrir saman. Þessi dýr eru
meðal algengustu dýra í
fjörum.
Ég hef rannsakað marflær og
þanglýs í fjörum í öllum lands-
hlutum hér til að fá hugmyndir
um útbreiðslu þessara dýra og
hvar þau er helzt að finna á
landinu. Það er alls staðar
mikið af þessum dýrum en
flestar eru tegundirnar sunnan-
lands en þeim fækkar þegar
farið er réttsælis kringum
landið. Fæstar eru þær á
Austurlandi en fjöldinn fylgir
hitastigi sjávar.
Eg hef starfað að mestu einn
að þessum rannsóknum, en þó
hef ég haft aðstoðarfólk með
mér og þá helzt nemendur úr
liffræðideild Háskóla Islands."
-KL.
Sjónvarp kl. 20.40: Pappírstungl
KAKKALAKKI
í BOLLANUM
Pappírstunglið verður á dag-
skrá sjónvarpsins í kvöld kl.
20.40. Nú verður sýndur 2.
þáttur og nefnist hann
„Reikningskennsla".
1 síðasta þætti hófst sagan á
því að þau skötuhjúin Adda og
Mósi eru á flakki um landið til
að selja biblíur. Þetta er á
krepputímum og viðskiptin
ganga stundum ekki nógu vel.
Þau eiga það til að beita ekki
alltof heiðarlegum viðskipta-
háttum til að selja birgðirnar. í
síðasta þætti tók Adda þátt i
söngkeppni telpna í smábæ
einum og Mósi gat komið því í
kring svona bak við tjöldin, að
hún hlyti önnur verðlaun, sem
voru vélarstilling á bíl hans Til
þess þurfti hann að beita smá
brögðum, sem upp komust þó í
lokin og áttu þau fótum sínum
og farkosti fjör að launa.
I þessum þætti gerist það
markverðast að þau eru stödd á
veitingahúsi einu í upphafi
þáttarins og Mósi er að hamra á
því við Öddu að hún fari i skóla
og læri reikning og slíkt og fari
að haga sér eins og aðrar
stúlkur. En hún snýst öndverð
gegn þeim ráðagerðum. Síðan
verður það henni til bjargar að
hún verður vitni að því að
maður, sem staddur er þarna á
veitingahúsinu, getur ekki
greitt fyrir veittan beina. Þá
kemur hún honum til hjálpar
með því að setja kakkalakka 1
bollann hjá honum og rekur
hún hann framan í veitinga-
manninn. Þannig sleppur
maðurinn við að verða að játa
að hann hafi ekki nægt fé á sér
til að greiða fyrir veitingarnar.
Svo fer að nýi vinur þeirra, sem
er sprenglærður, fellst áað slást
í för með þeim til að kenna
Öddu reikning. Og fjallar
þátturinn um samskipti þeirra
þriggja, sem enda með jafn-
skjótum hætti og þau byrja.
Þættir þessir eru 13 alls og
reiknað er með að þeir endist
út októbermánuð. Þýðandi
þáttanna er Kristmann Eiðsson.
-KL .
II
D
^ Sjónvarp
Miðvikudagur
11. ágúst
20.00 Frýttir og voöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Pappirstungl. Bandarískur mynda-
flokkur í 13 þáttum, byggður á söjíu
eftir Joe David Brown. 2. þáttur.
Reikningskennsla. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
21.05 Nýjasta tnkni og vísindi. Grefill,
tæki til að fjrafa jarðfíönK. Akkeri með
nýju sniði. Nýjungar i tannvið-
Kerðum. Boltabörur. Umsjónarmaður
SiKurður H. Richtér.
21.30 Gítarieikarinn Baden Powell. Suður-
ameríski Kitarleikarinn Baden Powell
leikur löf* frá Brasilíu.
22.00 Hœttuleg vitneskja. Breskur
njðsnamyndaflokkur i sex þáttum
eftir N.J. Crisp. Aðalhlutverk John
Gregson, Patrick Allen oj; Prunella
Ransome. 2. þáttur. Efni 1. þáttar:
Kirby. sem er á heimleið frá Frakk-
landi. verður þess var, að fylf-st pr
með ferðum hans. Hann kemst í kynni
við un«a stúlku, Lauru. o« með
hennar aðstoð tekst honum að komast
í báti undan njósnurunum. En þeir
eru ekki af baki dottnir of* finna
. bátinn og Lauru. Þýðandi Jðn O.
Edwald.
22.30 Dagskráriok.
Plexi-Plast hf.
Laufósvegi 58 — Reykjavik — Sími 23430
Alhliða plast-glers hönnun ,
Auglýsingaskilti með og ón Ijósa
staðlaðar stœrðir — ókveðið verð — smíðum
eftir móli
Hlífðarplötur undir skrifborðsstóla
Fullkomin viðgerðar- og viðhaldsþjónusta.
Hagstœtt verð - Góð þjónusta
Agnar Ingólfsson prófessor flytur erindi um marflær og þanglýs i útvarpinu i kvöid.
, ■ f -- ' ■ .
'"'fhVf'- ft'.-
h.
Mörg börn hafa leikið sér að því að velta við steinum í fjörum og tína undan þeim marflær og setja í
krukkur. En Agnar tínir þær og setur í krukkur í rannsóknaskyni.
-DB-myndir Arni Páll.
j§ Útvarp
Miðvikudagur
11. ógúst
12.00 DaKskráin. Trtnleikar. Tilkynnini;-
ar.
12.25 Veðurfre«nir og fróttir. Tilkynn-
injíar.
13.00 Við vinnuna: Tðnleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Blómið bloðrauöa"
eftir Johannos Linnankoski. Axel Thor-
steinson les (7).
15.00 Miðdegistónleikar. Juscha Silber-
stein og Suisse Romande hljómsveitin
leika Fantasiu fyrir sellð og
hljðmsveit eftir Jules Masse-
net: Richard Bonynge stjðrnar. Suisse
Romande hljðmsveitin leikur
Sinfðníu i d-moll eftir César Franck;
Ernest Anermet stjðrnar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Tðnleikar.
17.00 Lagiö mitt. Anne-Marie Markan
. kynnir ðskaliin barna innan tðlf ára
aldurs.
17.30 Minningar Austur-Skoftfollings,
Guðjóns R. Sigurössonar. Baldur
Pálmason les fyrsta hluta at premur.
18.00 Tðnleikr. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar.
19.35 Marflaar og þanglýs Agnar Ingólfs-
son prófessor flytur erindi.
20.00 Einsöngur: Sigríður Ella Magnús-
dóttir syngur lög eftir Emil Thorodd-
sen, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór
Stefánsson. Skúla Halldðrsson. Svein-
björn Sveinbjörnsson, Jón Þórarins-
son og Jðn Lcifs. Magnús Blöndal
Jðhannsson leikur á planð.
20.20 Sumarvaka. a. Ur dagbók prestaskóla-
manns. Séra Gísli Bivnjðlfsson segir
frá námsárum Þorsteins prests Þðrar-
inssonar i Bérufirði; — annar hluti. b.
Kveöið í gríni. Valborg Bentsdóttir fer
enn með lausavlsur í léttum dúr. c.
Suðurganga. Frimann Jðnasson
fyrrum skðlastjðri segii: frá gönguferð
úr Skagafirði til Rcykjavikur fyrir
rösklega hálfri öld. lljörtur Pálsson
íes fyrri hluta frásögunnar. d. Kór-
söngur: Liljukórinn syngur faein lög.
Söngstjðri; Þorkell Sigurbjörnssön.
21.30 Útvarpssagan: ..Stúlkan úr Svarta
skógi" eftir Guðmund Frímann. Gisli
Halldórsson leikari les (10).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: ,,Maríu-
myndin" oftir Guðmund Steinsson.
Krislbjörg Kjeld leikköna les (2).
22.45 Nútímatonlist. Þorkell Sigurbjörns-
son kynnir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
12. ógúst
p. veð
7.00 Morgunútvarp. veðurfregnir kl
7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15
(og forustugr. dagbl ). 9.00 og 10.00.
Morgunbnn kl. 7.55. Morgunstund
bamanna kl. 8.45: Ragnar Þorsteinsson
les söguna ..Útungunarvélina** eftir
Nikolaj Nosoff (3). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingðlfur Stefánsson sér um
þáttinn. Tónleikar. Morguntónlaikar
kl. 11.00: Gervase de Peyer. Neill
Sanders og félagar i Melos-
hljómlistarflokknum leika Sextett
fyrir klarinettu. horn og strengja-
kvartett eftir John Ireland Karl-Ovc
Mannberg og Sinfóniuhljðmsveitin í
Giivle i Sviþjóð leika Fiðlukonsert op.
18 eftir Bo Limle; Rainer Miedel
stjórnar.
12.00 Dagskráin Tonlcikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfregnir og fretíir. Tilkynn-
ingar. a frívaktinni. Sigrún Sigurðar*
dólltr kynnir öskalög sjömanna.