Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 30. AGUST 1976. 3 STÓRU BÍLARNIR Á HÆGRIKANTI J.S. skrifar: „Þaö hefur oft vakið furöu mína hve ökumenn stórra og þungra bifreiða aka oft á vinstri akrein á miklum umferðargötum, t.d. eins og á Miklubraut og Vesturlands- vegi. Með svona akstri halda þeir umferðinni fyrir aftan sig Þungaflutningsbifreiðarnar skulu halda sig á hægri akrein á miklum umferðargötum eins og t.d. Vesturlandsveginum. mikið niðri. Það er allt í lagi að halda hraðanum niðri en ekki sætta allir sig við það að fara svona hægt. Þá byrja menn að fara fram úr þessum stóru ökutækjum og þá er hættan á ferðum. Flestir þeirra, sem aka þessum stóru flutningabílum, hafa svokallað meirapróf. Mennirnir eiga að halda bílum sínum á hægri akreininni vegna þess að þeir eiga ekki að vera að fara fram úr annarri umferð með stór hlöss af alls kyns farmi. Ég bið svo alla bílstjóra, sem stjórna stórum og þungum bílum, að taka þetta til greina.“ Raddir lesenda Hringið ísíma 83322 miHikl. 13 og 15 Hér finnst ekkert rétt- lœti lengur Sigurunn Konráðsdóttir hringdi: „Það er eitt víst að mikinn skaða hafa þessir menn unnið sem eru í þessu ávísanasvindli. Ég hef rekið mig á það nú sl. daga hversu erfitt er að fara með ávísanir í verzlanir og greiða með þeim. Maður er spurður spjörunum úr um útgefanda og lendir í alls konar óþægindum. Ég hef greitt með ávísun í fjölda ára og aldrei hefur borið neitt á svona löguðu. Ég var t.d. í verzlun þar sem ég hef haft viðskipti sl. 40 ár. Þar var stúlkan alveg jafn- tortryggin og í þeim verzlunum öðrum sem ég hef skipt við undanfarið. Og er þetta nokkuð einkennilegt? Mér finnst það skylda yfirvalda að birta nöfn þessara manna sem eru búnir að eyðileggja tékkaviðskipti hér á landi. Manna sem kunna enga mannasiði og hafa enga ábyrgðartilfinningu. Hvers vegna á almenningur í landinu að líða 'þeirra vegna? Þetta eru engir heilagir menn, eða hvað? Eru kannski þeir sem eru glæpamenn orðnir mest metnir hér á landi? Hvers konar samfélag er þetta orðið sem við búum í? Hér finnst ekkert réttlæti lengur." LAUGAVEGUR •2*-21599 Sigurður Arinbjarnarson vélvirki: Já, það má segja það, ég hafði það bara regngalla. Kristín Gllertsdóttir húsmóðir: Já, það gerði ég. Það var ekki hægt að komast hjá þvi, annars hefði maður ekki komizt út fyrir hússins dyr í sumar hér á suð- vesturhorni landsins. Spurning dagsins Friðrik Höskuldsson, vinnur hjá bænum: Já, auðvitað. Ef ég hefði átt heima á Akureyri hefði ég ekki þurft þess, þar er alltaf sól. Magnús Sigurðsson prentari: Já, ég fékk mér regnkápu en átti stígvélin frá þvi í fyrra. Auðvitað er þetta leiðigjarnt veðurfar en ég er ánægður fyrir hönd þeirra á Norður- og Austurlandi. Ragnheiður ögmundsdóttir húsmóðir: Nei, ég var á Austur- landi í sumar og slapp við alla rigninguna. Kjartan Kjartansson máiari: Ég keypti mér nú reyndar stígvél en sleppti regnkápunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.