Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 197?. Ef Timothy og Dorothy Severin hafa rétt fyrir sér (eða réttara sagt komast að raun um að þau hafi rétt fyrir sér) þá fær Kólumbus á baukinn. Hjónin eru sannfærð um að hann fann ekki Ameríku heldur írskir munkar sem sigldu þangað á lekri bátkænu níu öldum áður en Kólumbus kom þangað árjð 1492. Hvorugt Serverin-hjónanna er sérstak- lega hliðhollt Irum eða neitt klikkað. Hann er brezkur, rithöfundur og sagnfræðingur. Hún er fædd í Ameríku og er sérfræðingur í sögu miðalda. Þau hafa gefið út í sameiningu 11 bækur sem eru í mjög mikl- um metum. Tekst Severin-hjónunum að afsanna þó kenningu að Kólumbus hafi KRISTÍN LÝÐSDÓTTIR Það er nær sanni að kalla Severin ofurþuga en rithöfund. Um ritstörfin sér hin vel menntaða og gáfaða kona hans. Við gerð tveggja fyrri verka sinnafetaðihann í fótsporMarco Polo, á mótorhjóli að visu, og sigldi niður hið viðsjála Missisippi-fljót á indíánabáti. Núna, 35 ára að aldri, er Tim að takast á við sitt mesta ævintýratiltæki, siglingu frá County Kerry til Boston á 36 feta skinnbáti. A slikum báti, eftir því sem þjóðsagan segir, náði Benediktamunkur frá Tralee, Brendan að nafni, „fyrirheitna landinu“, Norður- Ameríku 600 árum eftir Krists- burð Það var kona Serverins, Dorothy,' sem fyrst kom fram með hugmyndina að för þessari. „Á miðöldum vissu menn í Evrópu um ferð Brendans," bendir Tim á. „Þótt það sé grimmilegt að segja það þá las Kólumbus um Ameríku í bók áður en hann hóf för sína.“ Tim fannst það heillandi hugmynd að takast slíka ferð á hendur. Dorothy mun ekki, með semingi þó, fara þessa för með Tim og fjórum öðrurri mönnum. „Þetta er ekki kynjamisrétti“ segir hún, „heldur þörfin fyrir sterkari vöðva við árabarning og einnig það að ekki er hægt að hafa sér káetu fyrir mig, svona til að „fela mig í“.“ Svo- þarf hún einnig að taka tillit ]til fjögurra ára dóttur sinnar Idu, því eins og Dorothy segir, og ekki að ófyrirsynju: „ferð þessi er ekki áhættulaus." Hún ber þó enga ósk í brjósti um að verða ung ekkja. Hún þarfnast ekki neinnar fjárhagslegrar tryggingar þvi hún er af ríkri fjölskyldu í Texas (sem hagnazt hefur á olíu) og hefur sjálf reynt mann sinn að því að vera góður sjómaður. Tim var skipstjóri á einmastra skútu er þau sigldu á frá Englandi til Istanbul. Hálfgerð glæfraferð. Tim er fæddur í Indlandi. Faðir hans var teplantekrueig- andi þar. Hann hlaut menntun sína í heimavistarskólum, bæði í Englandi og Bandaríkjunum. Áður en hann settist í Oxford- háskóla til að nefna land- fræðilega sögu dvaldist hann á nautabúgarði í Montana. Hann rakst á Dorothy fyrir 10 árum í hþfi í Harvard. Þá rétt skrimti hann milli þess að hann tók fundið Ameríku? heppnuðu hjónabandi, sá aðeins „skrítinn Englending" sem lét sér greinilega leiðast. „Komum okkur héðan út,“ sagði Tim við hana. Hún sam- þykkti og 48 klukkustundum síðar bað hann hennar „fyrsta bónorðið mitt“. Dorothy (vinir hennar kalla hana Dobby) streittist við í mánaðartima. „Hann yfirbugaði mig með því að brjóta mótstöðuafl mitt,“ segir hún. Þau studdu hvort annað fjár- hagslega, hún lagði fram styrk, er hún hafði, en hann aflaði sér tekna með ritstörfum Þau fóru fyrst til Oxford, síðan til Vestur Indía, þar sem Dorothy stundaði kennslu meðan Tim lauk við „The Golden Antilles" (nám um nýlendustefnu ríkja). Severin-hjónin stunduðu síðan nám við Vassarháskóla. Síðan hafa þau haft aðsetur i Bret- landi þar sem Dobby kennir í „The University of London“. Heimili þeirra er sex herbergja hús í Bloomsbury. Dorothy er ströng mamma, „aðalatriðið er að hafa aga.“ Tim sér urn morgunverðinn, öll innkaup og hirðir garðinn. „Ég er ekki með grænar hendur," segir hann, og Bobby andvarpar. „Allt sem ég snerti „Við erum vön að vera aðskilin,“ segir Dobby. Hér er hún á göngu með á visnar og deyr." dóttur þeirra, Idu. Severin-hjónin. Hún átti hugmyndina að för Brendans, skinnbátsins, sem geymdur verður hér á landi í vetur. Hann tókst þessa hættuför á hendur. Þegar þessu ævintýraskeiði hans er lokið vonast þau eftir að fá kennslustöðu við einhvern háskóla. „Konur eru ekki nægilega harðar í að sækja um stöður," finnst Dorothy sem styður kvenréttindabaráttuna þótt hún sé ekki eldheit kven- réttindakona. „Fólk er í sífellu að spyrja mig hvernig ég geti samrýmt heimilisstörfin atvinnu minni, eins og það sé eitthvert vandamál. Mín skoðun er sú að ég myndi ekki standa mig eins vel í starfi mínu ef ég ætti ekki við hamingjusamt heimilislíf að búa.“ Dorothy mun hitta Tim í hvert sinn er Brendan kemur í höfn en það mun bæði vera á Suðureyjum og íslandi. (Eins og fram hefur komið í fréttum komu þeir Brendanfarar til Islands fyrir skömmu og verða að hafa hér „vetursetu" því ekki gaf yfir hafið til Ameríku). Þótt Tim hafi gert samning fyrirfram um að semja bók um þetta ferðalag sitt segir hann þetta ekki þá hættuminnstu og beztu fjár- öflunarleið sem til er. „En það er ekki tilgangurinn að afla sem mest fjár,“ segir hann. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun hjá Tim Severin hefðu þeir félagar á Brendan átt að vera komnir til Labrador nú í byrjun september og á lokaáfangastað, Boston, fyrir dag Kólumbusar, sem er 11. október. (Sú fyrir- ætlun hans fór út um þúfur, eins og kunnugt er). þátt í ævintýrareisum. Tim fannst hún „ákaflega aðlaðandi" en Dorothy, sem stuttu áður hafði losnað úr mis- Notuð hljóðfœri til sölu Vestur-þýzkur Biese flygill, Hornung og Möller flygill, tvö píanó og píanetta. Hljóðfœraverzl. Pólmars Árna H/F Borgartúni 29 c— sími 32845. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólinn verður settur miðvikudaginn 1. sept. kl. 9.00 og hefst kennsla kl. 12.45. Öldungadeild verður sett þriójudaginn 31. ágúst kl. 17.30. Kennsla hefst þar 1. sept. samkvæmt stundaskrá. Rektor.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.