Dagblaðið - 30.08.1976, Side 8

Dagblaðið - 30.08.1976, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1976, Joop den Uyl, forsætisráðherra, skýrir þingheimi fyrir efni skýrslunnar u» viðskipti Bemharðs prins víð Lockheeá. Hollenzka þingiö kemur saman til skyndifundar í dag. Búizt er við að vinstri sinnaðir þingmenn muni reyna að fá Bernharð prins sóttann til saka fyrir hlutdeild hans í Lockheed-hneykslinu. Umræðunum í þinginu verður sjónvarpað beint og munu þær að líkindum verða til að grafa undan áliti prinsins. Þegar þingmenn höfðu komizt yfir hneykslan sína yfir mútuþægni prinsins kom í ljós að : skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar sagði einnig að starfs- menn Lockheed hefðu einnig reynt að múta ónafngreindum þingmönnum. Vikið er að þessu með nokkrum orðum í skýrslu þriggja manna rannsóknar- nefndarinnar. 1 henni kemur einnig fram m.a. að Bernharð prins skrifaði eitt sinn með eigin hendi bréf til Lockheed þar sem hann fór fram á ,,um- boðslaun“ fyrir hjálpsemi sína við að selja framleiðslu Lockheed í Hollandi, og nefndi töluna 4-5 milljón dollara. Af Lockheed bauð einstökum þingmönnum einnig mútur — segir í skýrslu þriggja manna rannsóknarnefndarinnar í Hollandi hálfu Lockheed hefur því verið lýst yfir að þessari ósk prinsins hafi verið hafnað í þetta skipti. Skýrslan greinir einnig frá því að Bernharð hafi þegið fé frá Lockheed allt fram til ársins 1974. En þótt vinstri sinnaðir þingmenn krefjist þess að prinsinn verði formlega ákærður fyrir glæpi, er ekki talið líklegt að tillaga þess efnis nái fram að ganga í þinginu. Fimm stærstu stjórnmála- flokkar landsins hafa lýst sig andvíga því að prinsinn verði sóttur til saka. Allir vilja forðast stjórnarkreppu, eink- um með tilliti til þess að kosningar eru fyrirhugaðar í Hollandi í maí á næsta ári. Lockheed-hneykslið teygir sig til V-Þýzkalands: FLOKKUR STRAUSS FÉKK TÓLF MILUÓN DOLLARA Fyrrum sölustjóri hjá Lockheed sagði í viðtali við brezka blaðið Sunday Times að hann hefði lagt bandarískum rannsóknarmönnum gögn í hendur sem sönnuðu að fyrirtækið hefði greitt Kristilega sambandsflokknum (CSU) í Vestur-Þýzkalandi um tólf milljón dollara, eða 2.2 milljarða ísl. króna. I símaviðtali við Sunday Times frá Phoenix í Arizona í Banda- ríkjunum sagði sölustjórinn, Ernest Hauser, að féð væri umboðslaun fyrir sölu um tvö þúsund orrustuflugvéla af gerð- inni Starfighter F-104. Af þeim keyptu Vestur-Þjóðverjar 900 stykki. „Greiðslurnar til CSU hófust 1962 og var haldið áfram reglulega þar til síðasta vélin var afhent um 1966,“ hafði blaðið eftir Hauser. Blaðið sagði Hauser hafa skýrt frá því að féð hefði verið greitt til höfuðstöðva flokksins í Bavaríu í gegnum svissneskan banka- reikning. Hauser neitaði því í viðtalinu að hann hefði sagt leiðtoga flokksins, Franz-Josef Strauss, hafa persónulega þegið fé frá Lockheed. Franz-Josef Strauss. Maddox og McCarthy hóta lögbanni a sionvarpsemvigi — á milli Carters og Fords Lester Maddox og Eugene McCarthy, sem báðir hafa gefið kost á sér sem forsetaefni, fyrir utan stóru flokkana tvo, hafa nú hótað að höfða málvegna fyrirhugaðs sjónvarpseinvígis Fords forseta og frambjóðanda hans, Jimmy Carters. Báðir krefjast þeir þess að fá að taka þátt i einvíginu sem er það fyrsta af sinni tegund síðan Nixon og Kennedy háðu sitt fræga einvígi árið 1960 en það er talið hafa fært Kennedy heim sigurinn í þeim forseta- kosningum. Maddox, sem kjörrinn var frambjóðandi Sjálfstæðisflokks Bandaríkjanna í síðustu viku, hefur sagt, að ef hann fái ekki að vera með muni hann höfða mál gegn frambjóðendunum og sjónvarpsstöðvunum á grund- velli laga um jafnlangan tíma fyrir frambjóðendur til forseta- kjörs í sjónvarpi. McCarthy, fyrrum ríkisstjóri I Minnesota og mikill and- stæðingur Vietnam-stríðsins, var í framboði sem væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins árið 1968. Hann er nú i framboði upp á eigin spýtur og mun nafn hans verða á framboðslistum i um 20 fylkjum. liÍIÍl llijlljijljju riHmmjiij: I ÞRÆLAHALD VIÐGENGST ENN VÍÐA 1 *.......................................... ..... .bö::::: iliiliiilr Hipi' iili............. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt hefur verið hjá- Sam- einuðu þjóðunum, er þrælahald enn mjög útbreitt og eru mörg dæmi um það nefnd í Suður- Ameríku og Afríku. Nauðungarvinna er þekkt fyrirbæri í Mið-Amerikuríkinu Guinea ,,og raunverulegt þrælahald fátækra bænda við landbúnaðarstörf viðgengst í a.m.k. fjórum Mið- Ameríkulöndum," segir enn- fremur í skýrslunni. Er hér átt við ríkin E1 Salvador, Honduras, Guatemala og Nicaragua. Þá segir í skýrslunni að börn Ache- Indíánanna 1 Paraguay séu seld fyrir sem jafngildir tveim dollurum. í skýrslunni er enn- fremur vakin ahygli manna á því að kynþáttastefna sú, er viðgengst í Suður-Afríku og Ródesiu, sé ekkert nema þrælahald vegna þess að innan ramma laganna i þeim löndum séu ákvæði sein gefi tilefni til þrælahalds. Nefndin, sem kannaði þetta mál, segir ennfremur að ungum stúlkum sé rænt í Hong Kong og þær seldar í einkavændishús fyrir miklar fjárhæðir. Þá halda nefndarmenn því fram að þrælahald sé enn við lýði í Saudi Arabíu. LochNess■ skrímslið eignast keppinaut Skrímslið ógurlega í Loch Ness-vatni í Skotlandi hefur nú eignazt skæðan keppinaut þvi að eitt stærsta dagblað í Sviss hirti grein og myndir af áður óþekktu fyrirbæri sem talið er vera skrímsli eitt mikið í afskekktu fjallavatni þar í landi. Segir i greininni að fjöldi fólks hafi séð skrímslið er það kom upp á yfirborðið í Urivatni, aðeins um 300 metra undan ströndinni. Segir ennfremur í fréttum þaðan að skrímslið hafi marað í hálfu kafi um stund, horfið en komið tvisvar upp á ný, áður en það hvarf sjónum manna að fullu og öllu.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.