Dagblaðið - 30.08.1976, Side 10

Dagblaðið - 30.08.1976, Side 10
10 Smölun flýtt á svœðum við Kröflu „Göngum í Reykjahverfi hefur verió flýtt um 3 daga,“ sagði Þórarinn Jónsson bóndi að Skaröaborg. Lagt verður af stað í göngur 8. september, réttað verður í Kelduhverfi föstudaginn 10. en í Hraunshreppi þann 11. september. „Slótrun fjár úr okkar sveit hefst 13. september á Húsavík og vegna þess hve margir bændur vinna við slátrun þar vildum við hafa lokið göngum af fyrir þann tíma. Einnig kemur það til að við teljum að afréttin sé orðin svo sölnuð að féð hafi lítið þar að gera,“ sagði Þórarinn. Að sögn Jóns Illugasonar, odd- vita í Skútustaðahreppi, er ekki búið að ákveða hvenær göngur verða í þeim hreppi en hann sagði að horfur væru á að þeim myndi seinka vegna þess hve Mývetn- ingar væru aftarlega á merinni méð slátrun á Húsavík. Sá orðrómur hefur gengið í Reykjahverfi að ástæðan fyrir þvi að smölun sé flýtt sé sú að bændur vilji hafa fé sitt heima við ef til goss kæmi í Kröflu. — KL Bakkafjörður: Kraninn er kominn í lag „Jú, — kraninn er kominn í lag, þótt það hafi dregizt að fá i hann þetta stykki,“ sagði Járnbrá Einarsdóttir stöðvarstjóri á Bakkafirði í viðtali við Dagblaðið. Við höfðum sambánd austur eftir að hafa séð ágætan sjónvarpsþátt um plássið en þar kom m.a. fram að krani, sem settur hafði verið niður á bryggjunni til þess að hífa stærri trillur heimamanna niður, hafði verið óstarfhæfur um langt skeið vegna tafa á afgreiðslu á endanlegum tækjabúnaði til hans. „Það vill nú oft verða þannig að ekki fæst afgreitt allt í skyndi og það leið víst eitt sumar án þess að kraninn kæmist í gagn- ið,“ sagði Járnbrá ennfremur. „Myndin er tekin haustið 1974 og það var ekki fyrr en í fyrravor að við fengum full not af honum.“ Járnbrá sagði að þrátt fyrir ein- muna tíð væri sumarið í sumar eitt hið lakasta gæftasumar til þessa og hefði því lítið hafzt upp úr krafsinu fyrir þær trillur sem gerðar eru út frá Bakkafirði. „Hér voru reist tvö ný hús i fyrra og í vor og hafin er smíði á tveim til viðbótar," sagði Járnbrá. „Það var aðkomufólk sem flutti í annað svo segja má að hér fjölgi fremur en hitt sem auðvitað er jákvæð þróun. t dag eru hér ein tuttugu stig á hitamælum og fyrir helgina, t.d. á föstudaginn, voru 26 stig. Maður man ekki eftir slfku blíðvióri," sagði Járnbrá að lokum. — HP. DAGBLAÐIÐ. — MÁNUDAGUR 30. ÁGUST 1976. Bifreiðum fer hér fœkk- andi miðað við íbúatölu Bifreiðaeign landsmanna helzt ekki í hendur við fólks- fjölgun í landinu. Nú er svo komið að um sl. áramót var 2,5 bifreiðum færra á hvert 1000 landsmanna en var áramótin þar á undan. Á árinu 1975 fjölg- aði fólksbifreiðum um 111. Vörubílum fækkaði hins vegar á sama ári um 16. Heildarfjöldi bifreiða á landinu óx aðeins um 95 á árinu 1975. Fólksbifreiðar á öllu landinu V voru 64.838 1. janúar sl. Vöru- bílar á öllu landinu voru þá 6.621 talsins. Heildarfjöldi bif- reiða var 1. janúar því 71.459. í ársbyrjun 1976 voru 326.9 bifreiðar á hverja 1000 íslend- inga en uih áramótin 1975/1976 voru 329,4 bifreiðar á hvert þúsund landsmanna. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru fluttar inn 2254 bifreiðar. Þar af voru 169 notaðar. Er innflutningurinn fyrstu sex mánuði í ár nokkuð meiri en var á sama tíma í fyrra en þá voru fluttar inn 1850 bifreiðar fyrstu sex mánuðina. Allt árið 1975 voru fluttar inn 3494 bifreiðar en 1974 voru fluttar inn 10.633 bifreiðar og var það metár í innflutningi bifreiða. Á landinu er nú 251 bifreið af árgerð 1976. 2699 bílar eru af árgerð 1975 en 11679 bíiar eru af árgerðinni 1974 og er það mesti fjöldi bíla af sömu ár- gerð. Á árinu 1975 voru afskráðar 2920 bifreiðar. Flestar voru af árgerðinni 1963, eða 426. En meðal afskráðra bifreiða 1975 eru 6 frá 1974 og 4 af árgerð- inni 1973. Vegna fjölda bíla af eldri árgerðum og minnkandi innflutnings má gera ráð fyrir auknum afskráningum bíla i ár. — ASt * áí, Daman virðist vera piltinn einhvers konar skemmri skírn og hann kippir sér ekki upp við það. r þegar maður er að leika sér. KRAKKARNIR I EYJUM KUNNA VEL AÐ META FORINA OG VATNIÐ Þótt fullorðnir dœsi og kvarti yfir rigningunni og dumbungi í veðurfari virðast börnin una sér vel í drullu- mallinu. Ljósmyndari DB í Vestmanna- eyjum, Ragnar Sigurjónsson, tók þessar skemmtilegu myndir af Eyja- börnum sem virðast alsœl í mallinu. Allt tiltœkt virðist notað í leik barnanna, jafnvel gamlir spariskór geta komið sér vel. Það vantar ekkert upp ó að þau séu alsœl, þessi tvö ungmenni sem eru orðin heldur betur óhrein eftir daglanga skemmtun í drullumalli. Mœðurnar hafa kannski ekki orðið alltof sœlar yfir svona útreið, — en ekki er að efa að þau hafa sofnað vel eftir þrifabað eftir skemmtilegan dag, þessi tvö. Bakkafjörður: kraninn góði er á hafnargarðinum. Ljósm. Ó.R. Enn var suðrœnt veðurfar á Norður- og austurlandi Um helgina var suðvestan og síðan vestan átt á öllu landinu, fyrst rigning og síðan skúraveður á vestanverðu landinu. Á Suð- austurlandi var þokuloft á laugar- dag. Norð- Á Norðaustur- og Austn-1- • _______________________.uiiandt hefur verið hlýtt og þurrt að mestu. Á laugardaginn komst hitinn í 28 stig á Akureyri og í 26 stig á Vopnafirði. Þessar upp- Iýsingar fengum við hjá Knúti Knudsen veðurfræðingi. Ekki viidi Knútur kannast við að gagngerar breytingar á veður- fari væru í nánd, þó sagði hann að. heldur væri sv>'—- - ____uiúia rramundan. — A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.