Dagblaðið - 30.08.1976, Síða 14

Dagblaðið - 30.08.1976, Síða 14
DAGBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 30. AGUST 1976.. GAMLIR, GÓÐIR HLUTIR FARA í BROTAJÁRN OG SÍÐAN í BRÆÐSLUOFNINN - heimsókn í Sindra hf. sem annast að mestu útflutn- ing héðan ó brotamólmum tslendingar sem þurfa að flytja inn allt það stál sem notað er til stálsmíða, flytja sjálfir úr landi brotajárn. Að sögn Ragnars Einarssonar í Sindra mun um 50% af stáli því sem framleitt er í heiminum vera úr brotajárni. Stærsti aðilinn í þessum út- flutningi er Sindrastál og selja þeir árlega úr landi í kringum 10 þúsund tonn. Bílar ó söfnunarferð um landið. Bílar frá fyrirtækinu eru á stöðugri ferð í kringum landið til að hirða járnarusl hjá fólki og er járnaruslinu síðan ekið á vinnslustað. Búið er að koma upp aðstöðu til að búta járnið niður á Akureyri, en aðalstöðin er við Sundahöfn í Reykjavík. Þá er fyrirhugað að koma upp aðstöðu á ísafirði og Reyðar- firði og hefur þegar fengizt all- gott svæði undir slíka starf- semi. Bílar hafa farið um nokkur þorp þar sem allt lauslegt járn hefur verið hirt. Nú sem stendur er bifreið á Raufarhöfn og hafa íbúar þar safnað saman dágóðum stafla af járnarusli. Þessu verður síðan öllu ekið til Akureyrar, þar sem fyrst verður hirt, til dæmis úr bílum, það sem nota má í annað en brotajárn og síðan er þetta klippt niður í járnbúta. Ragnar sagði að algengt væri að bílhræ væru brennd og' þannig væri til dæmis unnt að losna við ónýtar bílrúður. Járnið, sem er skipað út frá Akureyri, fer svo til Spánar. Leigð eru sérstök skip undir þessa flutninga og flutt í kringum 2000 tonn i einu, og er allt selt fyrirfram. 25 óra gömul starfsemi Ragnar sagði að faðir sinn Einar Ásmundsson hefði byrjað á þessu fyrir 25 árum af einskærri nauðsyn. Hafði hann ætlað að kaupa stál í Póllandi en ekki fengið það nema senda brotajárn út i staðinn. Hefði þessari starfsemi síðan verið haldið áfram. Hefur fyrirtækið nú 4 krana til þess að flytja járnið úr og í klippurnar. 3 eru staðsettir í Reykjavík en einn úti á landi. Hér má sjá hinar „lögulegustu" borð- og stólgrindur. Þessar stóla- og borðleifar voru áður i einum af skólum borgarinnar. Hér má lita margar gamlar bifreiðir, sem eigendum hefur sjálfsagt þótt erfitt að Iáta af hendi. Þeir hafa þó kosið að gera það fremur en að heygja þær í túni sínu eins og gert var stundum við„þarfasta þjóninn". Þessi haugur minnir eilítið á fjall. Hér ægir saman öllu möguiegu járnarusli en þetta á allt saman eftir að flokka. Þannig er sérstakur haugur fyrir frumunna hluti úr áli. Sérstök vél mvlur dósir og ýmsa fleiri málmhluti í snotra pakka. J

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.