Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. — MANUDAGUR 30. AGUST 1976. 9 Erlendar fréttir REUTER Yfírmaður KGBí heimsókn í Prag Yfirmaður sovézku leyni- þjónustunnar, Yuri Andropov, kom til Prag í síðustu viku til viðræðna við innanríkisráð- herra Tékkóslóvakíu, Jaromic Obzina, að því er segir í frétt- um þaðan. Segir ennfremur, að emb- ættismennirnir tveir hafi rætt ýmis sameiginleg hagsmuna- mál og undirritað . samstarfs- samning. Ekki er þess getið, í hverju sá samningur var fólginn og heldur ekki, hvenær yfir- maður KGB var þarna á ferð. Þess má geta í þessu sambandi, að Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra var á ferð þarna á sama tíma í síðustu viku. Andropov yfirmaður KGB: Leggur Tékkum línuna. Japan: MIKILÆTUR UNDAN gerír breytingar á stjórn sinni, en segir ekki af sér sjálfur Takeo Miki, forsætisráðherra Japans, hefur í raun fallizt á að endurskipuleggja stjórn sína og kalla þingið (Diet) saman til skyndifundar. Stjórn Mikis hefur átt í miklum erfiðleikum vegna Lockheed-mútuhneykslisins. I fjóra mánuði hefur hart verið lagt að Miki að segja af sér.' Hann hefur stöðugt neitað, jafnvel þótt helztu gagnrýn- endur hans séu tveir meðráð- herrar hans. Heimildarmenn í Frjálslynda lýðræðisflokknum — flokki Mikis — segja að flokksfor- ystan hafi um helgina loks getað fengið Miki til að gera breytingar á stjórn sinni áður en skyndifundur hefst í þing- inu. Umræðuefni fundarins er efnahagsmál. Þingmenn Frjálslynda lýðræðisflokksins samþykkja með handauppréttingu, að flokkurinn gangist undir tafar- lausa endurnýjun. Tékkóslóvakía: FRíSTA RÉTTARHÖLDUM í MÁLIPOPPARANNA FJÓRTÁN Réttarhöld yfir 14 popplista- mönnum, og listamönnum i Tékkóslóvakíu, sem hefjast áttu í dag, hefur verið frestað að sögn heimildarmanna Reuters. Er það hald manna að réttar- höldin hafi verið færð til til að koma í veg fyrir að stuðnings- menn hinna ákærðu geti efnt til mótmæla en sjö þeirra sem nú eiga að mæta fyrir rétt hafa áður ’setið í fangelsi. Fólkið, sem að mestu er ur framúrstefnuhljómsveitunum „Plastfólk alheimsins" og „dg 307“ er sakað um að hafa raskað almennri ró og getur átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá sex mánuðum að þrem árum, ef það verður fundið sekt. Töluverð ólga er í landinu vegna þessa atburðar enda hefur handtaka fólksins mælzt illa fyrir. Hafa vestrænir fréttamenn fengið send mótmæla- skjöl, undirrituð af fjölda fólks, þar sem handtökunum er mótmælt og sagt að enginn fótur sé fyrir þeim. Sprengdi sig í loft upp Vietnamskur maður með fangið fullt af handsprengjum fór um borð í Caravelle-þotu frá Air France-flugfélaginu í Ho Chi Minh-borg (fyrrum Saigon), en sprengdi sjálfan sig í loft upp eftir að hafa látið’ farþegana tuttugu og áhöfn vélarinnar lausa. Ekki er enn vitað hvort maðurinn ætlaði sér að ræna flugvélinni eða hvort ein- hverjar skemmdir urðu á henni við sprenginguna. Air France flýgur fjórar áætlunar- ferðir í viku til borgarinnar frá Bangkok. Erkibiskup settur ót af sakramenti? Hart er lagt að Páli páfa að setja franska erkibiskupinn Marcel Lefebvre út af sakra- menti. Biskupinn flutti í gær bannaða latneska messu fyrir rúmlega tólf þúsund hrópandi kaþólikka í íþróttahúsi í Lille í norðurhluta Frakklands. í ræðu sinni réðst erkibisk- upinn harkalega á umbætur, sem gerðar hafa verið í kaþólsku kirkjunni á undan- förnum árum — og jafnvel öldum. Biskupinn fær nú hvergi að koma inn í kirkjur í Lille og páfi hefur bannað honum að vinna prestverk. Lefebvre bisk- up flutti í gær sautjándu aldar messu á latínu, þvert ofan í bann páfa sjálfs. Páll páfi: Þess er krafizt að hann setji erkibiskupinn út af sakramentinu. 48 daga í geimnum Sovézku geimfararnir Vitaly Zholobov (til vinstri) og Boris Vol.v- nov hvíla sig i geimstöðinni í Baikonur við komuna til jarðar eftir fjiirutíu og átta daga úti í geimnum, þar sem þeir unnu m.a. um borð í geimM*r'ÍnnÍ Sal^ul' 'éhtu að kvöldi miðvikudags í síðustu viku. __________________ Flugslysin á laugardag: Rannsóknarnefndir úti- loka skemmdarverk Tveir hópar rannsóknarmanna frá Bandarikjunum eru nú komnir á þá staði á Englandi og Grænlandi, þar sem tvær stórar flutningavélar frá sömu herstöðinni hröpuðu til jarðar sl. laugardag. Talsmaður flughersins sagði að flugslysin, en í þeim létu 39 manns lífið, væru „merkilega Jík", en skemmdarverk er ekki talið koma til greina, sem ástæða. Flutningavélarnar báðar voru á venjulegu flutningaflugi til land- anna beggja, er slysin urðu og voru báðar frá Mcguire fiugstöð- inni i New Jersey. Ekki liðu nema nokkrar klukkustundir milli flug- slysanna. LtlTA AÐ MÁLVíRKI FFTIR LÍONARDO DA VINCIMEÐ GílSLATÆKJUM íFLÓRtNS Hópur bandarískra vísinda- og menntamanna mun leggja af stað til Flórens á Ítalíu innan skamms, búinn flóknun. geisla- tækjum, til að freista þess að finna málverk eftir Leonardo da Vinci, sem talið er að sé falið i múrvegg í borginni. Að sögn John Asmus, sem er sérfræðingur í endurbyggingu tiamalla húca viA ívllr;rUó MjMitiunu uuuu 1 IU i J JI\iolld‘ skólann í Kaliforníu, sagði aó leitin beindist að málverkinu „Bardaginn við Anghiari" sem talið er falið í vegg í höllinni Vecchio i Flórens. Segir Asmus að sennilega hafi veggmyndin verið steypt inn í vegg í „Sal hinna 500“ i höllinni er hann var endur- skipulagður um miðja sextándu viu ai ai iMitriMiiium \_i«C?rg*0 Vasari. „Vitað er að þegar Vasari tók að sér slík verk, fjarlægði hann ekki þau listaverk, er fyrir voru, heldur lét mála eða kalka yfir þau,“ segir Asmus. Geislatækin, sem einnig eru notuð við að finna sprungur í málmi flugvéla, verða notuð við aó beina ieitargeislum gegnum veggina í salnum og talið er að þau muni gefa til kynna máln- ingarefni myndarinnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.