Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976. 7 Unglingavandamálum nágranna- bœjanna ýtt á herðar Reykvíkínga Yið þann vanda verðum við að w glíma, segir Omar Einarsson framkvœmdastjóri Tónabœjar „Eg var inni í Tónabæ til klukkan þrjú á föstudagsnótt- ina í fyrri viku og ég man ekki eftir öðrum eins látum fyrir utan húsið allan þann tíma sem ég hef unnið þar,“ sagði Ömar Einarsson framkvæmdastjóri Tónabæjar í samtali við Dag- blaðið. Svo vill bregða við á haustin að ungt fólk taki að safnast saman fyrir utan Tónabæ. I fyrravetur var skýrt frá svipuðum látum og áttu sér stað um fyrri helgi en munurinn er sá að nú hefjast lætin þremur til fjórum mánuðum fyrr en í fyrra. Omar var spurður að því hverju það sætti. „Ég hef enga skýringu á reiðum höndum,“ svaraði hann. „Fólkið sem safnast þarna fyrir utan er eldra en fastagestirnir okkar. Það hefur stundað Þórs kaffi og aðra staði og jafnvel smyglað sér inn á vínveitinga- húsin í sumar. Nú þegar haust- ar kemur fleira fólk í bæinn og þá er ekki pláss fyrir þennan aldurshóp. Það er áberandi hve föstu- dagskvöldin eru verri en laugardagarnir. Hugsanleg skýring á því er að á laugar- dagskvöldum eru sveitaböllin í gangi og fólkið flykkist þangað. A föstudögunum hefur það hins vegar ekkert við að vera.“ Æskulýðsráð leitar að lausn málsins Á fundi Æskulýðsráðs Reykjavíkur á mánudaginn var fjallað um vandræðin við Tóna- bæ. Þar kom meðal annars fram að formaður Æskulýðs- ráðs, Davíð Oddsson, telur ástandið við staðinn vera orðið svo slæmt að alvarlega þurfi að hugsa um að loka honum. Á þessum fundi var skipuð þriggja manna nefnd til að gera tillögur um framtíðarrekstur Tónabæjar. Ömar Einarsson var spurður að því hvort hann hefði ein- hverja tillögu til úrbóta. „Ég hef meðal annars látið mér detta í hug að svokölluð útideild yrði sett á laggirnar til að blandast fólkinu utan dyra, ræða við það og liðsinna þvf. Þessi deild yrði að hafa nána samvinnu við lögregluna við að láta fjarlægja ólátaseggi og dauðadrukkið fólk. Svona útideild hefur verið starfrækt við Fellahelli í Breið- holti og gefizt vel. Utideildin starfar eingöngu utan dyra og skiptir sér ekkert af starfsem- inni inni.“ Ein af tillögum formanns Æskulýðsráðs Reykjavíkur var að Tónabær yrði seldur og and- virðinu varið til að reka félags- miðstöó í einhverju úthverf- anna. En er það nokkur lausn á vandanum að loka húsinu? „Það held ég ekki að sé nein lausn,“ svaraði Ömar. „Við sitjum jafnt uppi með vandann sem fyrr. Einhvers staðar verða þessar hornrekur skemmtistað- anna að vera. Unglingavandamálið fœrt á einn stað Það er annars eftirtektarvert að nágrannabæir okkar segjast ekki eiga við nein unglinga- vandamál að stríða,“ hélt Ómar áfram. „Reyndin er hins vegar sú að í skoðanakönnun, sem við i Tónabæ gerðum fyrir nokkru á 450 manna dansleik, voru um 220 úr öðrum byggðarlögum en Reykjavík, þ.e. úr Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Það má því með sanni segja að vandanum sé ýtt yfir á okkar herðar og við verðum að takast á við þann vanda en ekki skorast undan honum." — ÁT Kjarvalsstaðir: Tónleikar og kvikmyndasýning — jafnframt haustsýningunni „Við erum auðvitað mjög ánægð að vera aftur byrjuð að sýna á Kjarvalsstöðum,“ sagði Björg Þorsteinsdóttir, ritari Félags íslenzkra myndlistar- manna, en haustsýning FÍM stendur þar nú yfir. Björg sagði að aðsókn hefði verið góð og fjöldi verka selzt. Sú 47 listamenn sýna á Kjarvals- stöðum, sumir þekktir og aðrir ekkL Þetta verk er eftir Kristján Kristjánssoh: Frjósemi, coliage. nýbreytni að hafa tónleika og kvikmyndasýningar á haust- sýningunni hefði mælzt mjög vel fyrir. Kvikmyndin Þrír listmálarar: Max Beckmann, Francis Bacon og Hundertwasser verður sýnd á laugardaginn kl. 17 og á sunnu- daginn kl. 17 verður „Súrrealism- inn á mörkum hugaróra“ sýnd. *’ Söngflokkurinn Hljómeyki syngur þrisvar sinnum milli kl. 15 og 17 blandaða efnisskrá eftir innlenda og erlenda höfunda. I dag er opið kl. 16-22, en á morgun 14-22 eins og á sunnu- daginn, en þá lýkur sýningunni. Kvikmyndasýningar og tón- leikar eru innifaldir í aðgangseyri sýningarinnar. -EVI Hafsteinn Sigurðsson: Fönsun III, járn. DB-myndir Bjarnleifur. Úrslitaleikur v-þýzku bikarkeppninnar — SG Dietzenbach — Griin Weiss Dankersen d Ólafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi 1 Axel —^ Axelsson Fyrirkomulag bikarkeppn- innar hér í V-Þýzkalandi er með öðru sniði er gerist yfir- leitt. Fer hér aðeins fram einn ieikur og þar keppa þau lið, sem urðu númer tvö og þrjú í Bundesligunni. Hér er um hreinan úrslitaleik að ræða. Fyrirhugað var að hafa þennan leik í maí síðastliðnum, en vcgna undirbúnings Olýmpíu- iiðs Þjóðverja í handknattleik var horfið frá því og hann sett- ur 4. september. Yfirleitt hafa allir úrslitaleikir í handknatt- leik farið fram í Dortmund, þar sem sú höll rúmar ca 10—12 þúsund manns. En nú í ár var gerð breyting á og leikurinn settur á í Offenbach á heima- velli SG Dietzenbach. Bæði liðin byrjuðu æfing- arnar i lok júlí og höfðu lítils háttar breytingar orðið á þeim. GWD fékk nýjan þjálfara (Júgóslava). Hann hefur þjálf- að Dietzenbach síðastliðin tvö ár með mjög góðum árangri. Við Dietzenbach tók leikmaður, sem hafði spilað með liðinu fyrir nokkrum árum. Ennfrem- ur hafa gengið i raðir Dietzen- bachara þrír nýir leikmenn, sem allir komu frá annarrar deildar liðum. Ekki verða það þó neinir afgerandi leikmenn með liðinu. GWD er alveg óbreytt frá síðasta tímabili. Bæði liðin höfðu leikið vina- leiki og gengið upp og ofan í þeim, þannig að hvorugt liðið hafði náð fullri æfingu er út í leikina kom. Urslit milli þess- ara liða í fjögra lióa úrslitum síðasta tímabil voru: GWD 20 — Dietzenbach 11, Dietzenbach 20 — GWD 17 þannig að búast mátti við höróum og spennandi leik eins og raun varð á. Leikur- inn fór fram í frekar litilli höll (ca 2—2.500 manns) og var uppselt. Bæði liðin byrjuðu hægt og var auðséð að tíma tók að koma taugunum í eðlilegt lag. Eftir ca fimmtán mín. var staðan 1—1. GWD tók Krstic (Júgóslavi) úr umferð (átti það að koma á óvart að mati þjálfara GWD). Leikurinn gekk hægt fyrir sig og bauð ekki upp á léttan og leikandi handknattleik, mikið var um fríköst á báða bóga. í hálfleik var staðan 5—4 fyrir Dietzen- bach. Höfðu þá bæði liðin misnotað sitt hvort, v'ítakastið. Markmenn beggja liða höfðu varið vel. I síðari hálfleik hélt GWD áfram að tala Krstic úr umferð og Dietzenbach tók líka leik- mann hjá okkur úr umferð (þó ekki einhvern ákveðinn). Var auðséð að allt átti að reyna til að ná þessum eftirsótta bikar- titli. Leikurinn varð léttari og menn voru búnir að jafna sig hvað taugarnar snerti. Eftir 20 mín. leik hafði GWD náð þriggja marka forskoti, 10—7. GWD hafði þá skorað sex mörk gegn tveimur á þessum tíma — og hafði möguleika á að auka forskotið að minnsta kosti í fimm mörk. Dauðafæri nýttust ekki og Dietzenbach sótti í sig veðrið. Náði að jafna á tiltölu- lega stuttum tíma í 10—10, 11—11 og 12—12. Þá voru tæpar tvær mínútur til leiks- loka og allt á suðupunkti. Leikmenn liðanna skiptust á um að gera vitleysur og þegar tíu sekúndur voru eftir var dæmd töf á Dietzenbach. Einn sóknarmaður liðsins stóð ráð- þrota rétt fyrir utan punktalínu með knöttinn á meðan annar leikmaður hafði skroppið til að ná sér i „harpi'x"!! Furðulegt háttalag á síðustu sekúndum leiksins. GWD tók aukakastið — leik- menn liðsins brunuðu upp og fyrirliðinn Hans Kramer reyndi „undirskot" frá punkta- Iínu — alveg blint skot fyrir markvörð Dietzenbach. Þó skotið væri ekki fast gerðist það, að knötturinn lá í markinu og um leið glumdi bjallan. Leiknum var lokið með sigri GWD, 13—12 og leikmenn liðs- ins stukku hæð sína í loft upp af ánægju. Takmarkinu var náð. Dankersen var bikar- meistari 1976 — Grun-Weiss Dankersen bikarmeistari. En ekki var öllu lokið enn. Leikmenn og áhorfendur þyrpt- ust að dómurunum —hrópuðu ókvæðisorð og steyttu hnefana. Dómararnir yfirgáfu leikvöll- inn í lögreglufylgd. Áhorf- endur sneru sér þá að leik- mönnum Dankersen og púuðu og steyttu hnefana á ný. Þjálf- ari GWD varð fyrir árás eins áhorfanda, en varð ekki meint af, því leikmenn brugðust skjótt við og losuðu þjálfarann við úrhrakið. Allt var á suðu- punkti nokkurn tíma eftir leik- inn. Næsta verkefni er leikur í Bundeslígunni, sem hefst 18. september. GWD leikur þá við Nettelstedt (nýliðar), en í Evrópumótunum sitja þýzku liðin yfir í fyrstu umferð. —Kveðja ÓHJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.