Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976. frjálst nháð dagblað Ctucfandi Daublartirt hf. Framkvæmdast jhri: Svcinn H. Eyjólfsson. Kitstjóri: Jónas Krist jánsson Fróttastjóri: Jón Birt*ir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heluason. Aóstoóarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit AsKrimur Pálsson Blaóamenn: Anna Bjarnason. Ásí»eir Tómasson. Berjilind Así*eirsdóttir. Brayi Siyurósson. Krna V lm*ólfsdóttir. (Iissur Siuurðsson. Hallur Hallsson. Heljzi Pétursson.. Jóhanna Biryis- ijóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Omar Valdintarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. Björí>vin Pálsson. Haunar Th. Siyurðsson. (I.íaldkeri Prainrt Þórleifsson. DreifinKarstjóri: MárE.M. Halldórsson. Áskriftaru.jald 1000 kr a mánuði innanlands. t lausasölu 50 kr. eintakið. Hitst jórn Siðumúla 12. simi 83322. au«lýsinuar. áskriftir o« af«reiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setnine oy umbrot: Daublaðið hf. oj» Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mynda- ou plötuuerð: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf.. Skeifunni 19 Getum lœrt af Maó Maó formaður var ekki aðeins mesti stjórnmálamaður jarðar á þessari öld, heldur einnig mikill hershöfðingi, skáld og heimspek- ingur. Á öllum þessum sviðum var hann í frem'ftu röð. Það er því ekki ofsagt, að hann hafi verið ein merkasta persóna veraldarsög- unnar. Ferill Maós ber vott um einstaka í heilan aldarfjórðung barðist hann fyrir völd- um kommúnista í Kína og í annan aldar- fjórðung stjórnaði hann þessu mikla ríki með styrkri og harðri hendi. Hann hafnaði kommúnisma Sovétríkjanna og byggði upp sinn eigin. Maó tók við 600—700 milljón manna þjóð, sem Sjang Kai Sjek hafði skilið við í megnustu eymd og volæði. Þá einkenndu hungur og ör- birgð, spilling og stéttaskipting þennan leik- vang heimsveldanna. Kínverjar eru enn fátækir, en þeir hafa vel í sig og á og búa við góða heilsugæzlu. Þetta hefur kostað mikinn aga og hefur ekki gefið mikla möguleika á þróun einstaklingseinkenna. Reisn Kínverja af afrekum þeirra við að bæta lífskjör alþýðunnar er enn meiri fyrir þá sök, að þetta hafa þeir að mestu gert af eigin rammleik. í fyrstu nutu þeir stuðnings Sovét- ríkjanna, en síðasta hálfan annan áratuginn hafa þeir staðið alveg einir. Maó og menn hans hafa iðnvætt Kínverja og gert þá sjálfum sér nóga með flesta hluti. Enn er Kína að visu ekki orðið iðnaðarveldi, en verður það vafalaust um síðir. Máttur Kína á alþjóðlegum vettvangi byggist hins vegar bæði á mannfjölda og á hugmyndafræði. Maó var jafnan djarfur hugmyndafræðingur. Hann var maður síbyltingar. Hann varð jafnan órólegur, þegar lífið í ríkinu færðist í rólegt horf. Þá óttaðist hann spillingu og þróun borgaralegrar hugsunar. Þess vegna var Maó alltaf að setja þjóöfélag sitt á annan endann, eins og bezt kom fram í menningarbyltingunni. Þá rak hann alþýðuna og unga fólkið út í andóf gegn kerfinu og var jafnan sjálfur í fararbroddi. Maó var löngu fyrir lát sitt búinn að taka hugmyndafræðilega forustu í heimi kommúnismans. Jafnframt hafði honum tekizt að grafa svo undan virðingu Sovétríkjanna á þessu sviði, að þau bíða þess aldrei bætur. Menn líta nú á þau sem eðlilegt en óvenju heimsvaldasinnað framhald keisaraveldisins gamla. Heimspeki Maós er fjarlæg íslendingum enda eru aðstæður verulega ólíkar. íslendingar eru auðugir og búa við tiltölulega trausta hefð þingræðis og einstaklingshyggju. Ýmislegt í kenningum Maós er þó athyglisvert fyrir okkur og mætti vel nota hér á landi. Lýðræði og jafnrétti myndu eflast hér á landi, ef áhrifamönnum væri skylt að stunda störf alþýðunnar í einn mánuð í senn til dæmis annað hvert ár. Þá mundu eflast tengsli þeirra vió almenning í landinu. Hið sama er að segja um langskólagengið fólk og flesta þá> sem fara með mikil mannaforráö. Ýmislegt slíkt getum við lært af Maó í því skyni að gera okkar eigið þjóðskipulag virkara en áður. Stúlkur í stríði í Líbonon Það er síðasti dagur þjálfunar í æfingabúðum kven- hermanna Falangistahreyf- ingarinnar sem nú eiga að hefja stríð gegn herjum vinstri manna í Líbanon. Búðirnar eru uppi í fjöllunum norðan höfuðborgar hægrimanna í Líbanon, Junieh. Þarna er svalt í veðri og langt í burtu, handan fjallanna stendur bardaginn — hið raunverulega stríð. Stúlkurnar sýna hvað þær hafa lært í æfingabúðunum. Þær eru allar á aldrinum 16- 20 ára og allar góðir bardaga- menn, segir yfirmaður búðanna, Joyceline. Foreldrar og vinir standa á skurðbakka og horfa á stúlkurnar þar sem þær líkja eftir árásum með vélbyssum og handsprengjum. „Byssurnar eru allar hlaðnar raunverulegum skotum,“ segir Joyceline. „Annars myndi þetta ekki vera eðlilegt." Hermennirnir skríða áfram á maganum, stökkva á fætur og hlaupa af stað, henda sér niður og gera árás með hand- sprengjuslöngvum. Fjölmiðlar: Frumherjar „Þetta eru spjótsoddarnir — frumherjarnir fyrir konur Líbanons,“ segir Joyceline. Danielle hefur skipt um föt — er nú í pilsi og fallegri blússu. Tvær yngri systur hennar eru meðal árásar- sveitanna. „Eg er stolt af þeim,“ segir hún. „Við verðum að berjast til þess að frelsa Líbanon undan oki kommún- ista og Palestínumanna." Önnur kona, sem klæðist svörtum sorgarlitum, er frá Tripolí, sem nú er í höndum vinstri manna. Ein dætra hennar hefur verið í þjálfun í búðunum í nokkurn tíma. Einkasonur hennar hefur látið lífið í borgarastyrjöldinni. „Við verðum að reka Palestínumenn af höndum okkar," segir hún. „Þess vegna verður dóttir min að leggja hönd á plóginn." Besir Gamayel, yfirmaður allra herja Falangista, heldur ræðu eftir að stúlkurnar hafa lokið æfingum sínum. „Eg hef áður haldið ræðu í þessum æfingabúðum og þá voru allir hermennirnir karl- menn. Við þörfnumst alls liðsauka sem við getum fengið. Það er sennilega enginn hér viðstaddur sem ekki hefur misst annaðhvort náinn vin, bróður eða föður í bardögunum. Við megum ekki láta eftir eina tommu af Líbanon. Við megum heldur ekki lenda í því ástandi sem skapaðist árið 1958, eftir borgarastyrjöldina, þegar hvorugur aðilinn bar sigur úr býtum. 1 þetta sinn munum við leysa vanda Líbanon í eitt skipti fyrir öll. Við munum berjast fyrir frjálsu, sameinuðu Libanon," sagði hann. Hluti hermannanna á erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum undir þessari hátíðlegu ræðu. Þær bíta á vör og forðast að líta hver á aðra. Joyceline horfir hvössum aug- um á þær. Hún er 24 ára. Byrjaði að þjálfa vopnaburð með 13 öðrum stúlkum fyrir þrem árum. Hún tók þátt í bardögunum miklu um hótelin í Beirút, sem taldir eru mannskæðustu bardagar þar í landi til þessa. Sláandi „Það kann að vera sláandi að sjá stúlkur bera vopn,“ segir hún. „En við verðum að gera skyldu okkar. Við verðum að hætta að gera nokkurn greinar- mun þegar allt snýst um baráttu fyrir betra Líbanon." N Hóðir og ófrjálsir Á undanförnum árum hefur ágerst umræða um frelsi fjölmiðla, einkum dagblaða. Svo er að sjá sem menn hafi nokkuð skyndilega vaknað til umhugsunar um það að eignar- hald og yfirráð yfir fjölmiðli geti haft töluverð áhrif á efnis- val og efnismeðferð fjöl- miðilsins. Menn hafa áttað sig á því að eigendur dagblaðs geta haft bein eða óbein áhrif til rit- skoðunar, sem í raun verður engu geðslegri en sú formlega opinbera ritskoðun sem bönnuð er í stjórnarskrám. Þessar umræður örvuðust af átökunum, sem urðu um dag- blaðið Vísi og leiddu til stofnunar Dagblaðsins fyrir réttu ári. Og það er í anda þess- arar umræðu sem Dagblaðið valdi sér einkunnarorðin, sem ég býst við að megi lesa á blaðhaus þessa tölublaðs. Galiinn er þó sá, aó þau eru alvarleg einföldun, eða jafnvel blekking, sem getur dugað vel í söluaukaskyni, en verða vara- söm ef almenningur tekur þau öðruvisi en í gamni, og blátt áfram hættuleg ef blaðamenn fara sjálfir að trúa þeim. Fjöl- miðlar eru háðir og ófrjálsir fyrir margra hluta sakir, en ég mun hér gera þrjú atriði að umræðuefni: Markaðsöflin, yfirráðamenn og erlendar fréttastofur. Dagblöð eru i fyrsta lagi háð markaðsöflunum (þetta gildir ekki sist um síðdegtsblöðin í Reykjavík, sem hafa barist fyrir iífi sínu um alllangt skeið). Þetta leiðir iðulega til óvandaðrar æsifréttamennsku og þeirrar söluaukningar, sem er blaðinu lífsnauðsyn, en upplýsingagildi og efnisvöndun sitja á hakanum. i öðru lagi eru öll blöð háð sérhagsmunum og viðhorfum eigenda sinna. Þau viðhorf geta verið efnáhagslég og stjórnmálaleg, en eru oftast blanda af hvoru tveggja. Þessi viðhorf gegnsýra efni blaðanna, allt frá leiðurum niður í myndasögur. Ahrifin á Kjallarinn Þorbjörn Broddason fréttir birtast bæði i vali á þvi sem þykir fréttnæmt og eins í meðferð fréttar. Eg hygg að flestir blaðamenn geri sér góða grein fyrir þessu.en aðrir eiga erfitt með að kyngja því. Td. hefur mér stundum virst sumir blaðamenn líta svo á, að ekkert samband sé- milli stjórnmála- stefnu blaðs þeirra og frétta- flutnings þess. Eg hef þó' rökstuddan grun um að meira raunsæi leynist á bak við þessa blæju heilagrar einfeldni. Hér skal ekki tekin afstaða til þess hvort þessi áhr'if eigenda og yfirráðamanna eru æskileg eða óæskileg; það kemur málinu lítið við vegna þess að þau eru óumflýjanleg. í þriðja lagi ber að nefna það ófrelsi, sem íslenskir fjölmiðlar eru ofurseldir og felst í því að þurfa að treysta túlkun örfárra erlendra fréttastofnana á heimsviðburðum. Það er sorg- legt að fals og blekkingar um hin allra mikilvægustu mál og stórviðburði skuli þýtt og síðan lesið eða prentað í grandaleysi vegna þess eins að það hefur á sér gæðastimpil erlendrar fréttastofu. Meðferð virðuleg- asta fréttamiðils í heimi, breska útvarpsins, á atburðum þorska- stríðsins ætti að hafa opnað augu íslendinga fyrir ófullkom- leika og hlutdrægni slíkra aðila. Við getum alveg treyst þvi að vinnubrögðin eru ekki vandaðri gagnvart öðrum aðilum en íslendingum. Nú kann einhver e.t.v. að skilja mig svo að ég telji heiðar- lega fjölmiðlun óhugsandi. Því fer víðs fjarri. íslenskir blaða- menn skila góðu og batnandi verki. Athugasemdir mínar eru einungis sprottnar af áhyggjum af því að einfaldaðar bolla- leggingar um „frjálsa" og „óháða" fjölmiðla geii leitt til andvaraleysis almennings og blaðamanna gagnvart vanda sem er ætíð nálægur og spillt fyrir leitinni að því sem sannast reynist i hverju máli. Bestu skilyrðin til lifandi og skapandi blaðamennsku hér- lendis ættu að vera við útvarp og sjónvarp, vegna þess að þar eiga engir einstakir hagsmunir, efnahagslegir eða pólitískir, að hafa áhrif. Þar hafa enda verið gerðir göðir hlutir. Þegar á heildina er litið stingur þó meira i augu hversu þessir miðlar hafa kosið að leika auka- hlutverk í hópi fjölmiðlanna. Hlutleysisreglan virðist á stundum breytast í reglu um frumkvæðisleysi. Skýringin á þessu ástandi er ekki áhuga- skortur starfsfólks, heldur eilífur ótti við að stíga ofan á pólitísk skott, sem virðast liggja i hverju skrefi sem vert væri að stíga. Starfshópur blaðamanna er ákaflega fjölbreyttur. Það er i senn styrkur hans og veikleiki. Sjálfstæði og áhrif þessa hóps eru mjög takmörkuð eins og sakir standa. Um það má vissu- lega deila hvers eðlis og hver mikil þessi áhrif eigi að vera. Mitt mat er að aukinn styrkur og sjálfstæði blaðamannastétt- arinnar sé é»f hinu góða og að þar sé að finna forsendur frjálsra og óháðra fjölmiðla. Þorbjörn Broddason lektor.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.