Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11_ ----------------------■■BSB \ ENN EIN BREYTING ORÐIN Á PARADÍS — skipt um bassaleikara að þessu sinni. Jóhann Þórisson tekur sœti Gunnars Hermannssonar Ennþá ein mannaskiptin hafa orðið í hljómsveitinni Paradís. Gunnar Hermannsson bassaleikari lék á síðasta dansleik sínum í Tónabœ á fimmtudaginn var og um nœstu helgi tekur Jóhann Þórisson við starfi hans. Jóhann hefur áður leikið með hljómsveitunum Dögg og Dínamit. Síðastliðið sumar starfaði hann hjá Dagblaðinu. „Þessi breyting er nauðsynleg vegna þess að Gunnar stundar rafmagnsfræðinám í Iðnskólan- um í vetur,“ sagði Pétur Kristjánsson söngvari i stuttu rabbi við Dagblaðið á fimmtudag- inn. „Við höfum æft dálítið með Jóhanni og okkur líkar mjög vel við liann. Hann er góður bassa- leikari og kemur jafnvel til með að hafa einhver áhrif á tónlist hljómsveitarinnar í framtíðinni." Þegar Pétur Kristjánsson smal- aði saman i Paradís í júní í fyrra, bauð hann Jóhanni og Nikulási Róbertssyni starf hjá sér. Þeir neituðu þá, þar eð þeir vildu ekki rjúfa samstöðuna sem hafði m.vndazt innan Daggar. Nú eru báðir þessir menn komnir í hljóm- sveitina. „Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Pétur er við ræddum við hann. „Ég er nú búinn að fá þá menn sem unnu með mér í Pelican. sem mér líkaði bezt við H GUNNAR HERMANNSSON þótti ávallt líflegur á sviöi. Hór er hann i vígamoð með Paradis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.