Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 9
D.V'.BLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976. 9 VK'Ti n A 82 7 10872 "/ ÁG4 4> ÁKD8 -NoRni-R A A64 KG5 7 * 1076532 Aitttr A 97 7 D964 < KD963 A G4 ''i tii n A KDG1053 7 Á3 7 10852 A 9 Sagnir sengu: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf pass 1 tígull 3 spaðar pass 4 spaðar pass pass pass IJtspil frá vestri laufakóngur. í öðrum slag skipt. vestur yfir i tromp. Suður drap á as í blindum og spilaði tígli, sem austur drap á drottningu og spilaði trompi áfram. Nú er aðeins eitt tromp eftir í blindum, við erum með tvo SlMON SÍMONARSON tigultapslagi með þvi að trompa einn tígul i blindum. Þú sérð öll spilin, geturðu unnið það? Þegar spilið var spilað þá svínaði suður hjarta og fór einn niður. Er ekki til betri leið? Þetta er eitt af þeim spilum, sem ekkert liggur á. Við erum búin að gefa einn slag á lauf og einn á tígul, og nú spilum við tígli og gefum andstæðingunum slaginn. Sama er hvor þeirra er inni, við trompum tígul í blindur. og trompum lauf heim. Þá byrjum við að spila út trompunum okkar, og þegar við eigum eitt tromp eftir er staðan þessi: VlHIU'R A enginn 7 KG5 '■ enginn A 10 Arsn'R A enginn D96 : K A ekkert Sri»i u A G 7 Á3 0 10 A ekkert Þegar við spilum út síðasta trompinu okkar, þá verður vestur að henda hjarta og geyma laufaás. Nú er laufatían búin að gegna sínu hlutverki og við látum hana frá blindum og austur með sinn tígul- kóng og hjartadrottningu þriðju verður að gefast upp, því ekki má hann gefa tígulkóng í og verður að láta hjarta, og því fáum við þrjá síðustu slagina á hjarta. Frá Bridgedeild . Breiðfirðinga Aðalfundur Bridgedeildar Breiðfirðinga var haldinn í Hrevfilshúsinu fimmtudaginn 9. september. Kjörnir voru þrír menn í stjórn. Magnús Oddsson, Elís R. Helgason og Jón Stefáns- son. Fyrir voru í stjórn Jóhanna Guðmundsdóttir og Gissur Giss- urarson. í varastjórn voru kosnir Guðlaugur Karlsson og Öskar Þór Þráinsson. Stjórnin mun bráðlega skipta með sér verkum. Fimmtu- daginn 16. september hefst fimm kvölda tvímenningur hjá bridge- deildinni og spilað verður í Hreyfilshúsinu. Allir eru vel- komnir og gefin verða meistara- stig fyrir hvert kvöld. Stjórnin. Fró Bridgefélagi Reykjavíkur Vetrarstarfið hefst 16. september nk. og verður á fimmtu- dögum í Snorrabæ, Austurbæjar- bíói. Nk. fimmtudag hefst tveggja kvölda tvímenningur. Keppnis- stjóri verður Guðmundur Kr. Sigurðsson. í stjórn Bridgefélags Reykjavíkur eru: Páll Bergsson formaður, Gunnar Þorkelsson varaformaður, Stefán J. Guðjohn- sen gjaldkeri, Guðlaugur R. Jóhannsson ritari og Jakob Ármannsson fjármálaritari. Önnur bridgefélög Ekki hafa borizt upplýsingar frá öðrum bridgefélögum um hvenær starfsemi þeirra hefst, en ef haft er samband við undirritaðan í síma 74422 munu þær birtast í næsta þætti. Einnig vil ég hvetja alla til að senda þættinum úrslit í keppnum og aðrar upplýsingar. VESTI H A enginn 7 1087 O enginn A Á r í kringum skjáinn Sjónvarpsgagnrýni Fólk í fréttunum Hver er tilgangur sjónvarps? spyrja íhugulir menn stundum þegar þeir hafa ekki annað að gera. Skemmta, fræða, stríða, — allt þetta og meira til má nefna, en samt held ég að sjón- varp standi eða falli með frétta- flutningi, — upplýsingum um það sem er að gerast i kringum okkur og úti í heimi. Þetta skilja erlendar sjónvarps- stöðvar og leggja allt kapp á að flytja itarlegri fréttir en keppi- nauturinn, — BBC á móti ITV í Bretlandi, ABC á móti NBC í Bandaríkjunum. í því ljósi verður að skoðast ráðning amérískrar fréttakonu upp á eina milljón dollara á ári, — svo fáránlegt sem það er. En þessi samkeppni er ekki alltaf holl, því fólk er fíkið í „sensa- sjónir“ sem ýmsir óráðvandir fréttamenn gera sitt besta til að skapa því, — hvort sem það er að hnýsast í einkalíf fólks eða beina gírugri myndavélinni að brennandi munki i Víetnam. Það verður að segjast, að is- lenska sjónvarpið hefur gegnt fréttahlutverki sínu nokkuð vel á sinni stuttu ævi, þótt ekki sé við annað að keppa en stopulan og oft hroðvirknislegan frétta- flutning dagblaðanna. Innan- landsfréttir eru samviskusam- lega tíndar til, stundum um of, sbr. hinar tíðu malbikunar- fréttir af landsbyggðinni og er- lendar fréttamyndir eru notaðar eftir getu, þótt sjón- varpið mætti sækja myndir í fleiri áttir en það gerir. Frétta- stofan streðar við að vera hlut- laus í upplýsingamiðlun sinni, og tekst það oft svo vel að allur broddur hverfur úr fréttinni. Gleymum því aldrei að „fréttir" erusafn upplýsinga sem lítili hópur manna matar okkur með og að stundum er það siðferði- leg skylda fjölmiðils að láta hlutleysi lönd og leið þegar ótvírætt er um að ræða aðför að mannlegum rétti og gildi. Amin forseta má hiklaust nefna „slátrara" i fréttum og aðgerðir Suður-Afríkustjórnar eru „of- beldi". En meira um það síðar. Fréttalestur i íslenska' sjón- varpinu er nú allur liðugri en áður og bót er að því að segja frá helstu fréttum við upphaf og lok frétta. Eiður Guðnason er ávallt traustur lesari og fréttamaður. Guðjón Einarsson hefur mjög batnað eftir nokkra deyfð og tíðan fótaskort á tung- unni og er nú farinn að spyrja menn út úr á Vilmundar-vísu. Ennfremur er Sonja Diego ekki lengur eins óðamála á þeim tíu tungumálum eða svo, sem hún talar. Semsagt, batnandi manni er best aðjifa. Aðrir Iesa skýrt og af festu einkánlega Sigur- jón Fjeldsted. Samt get ég ein- hverra hluta vegna aldrei tekið alvarlega þær fréttir sem Ömar Ragnarsson les — og enn- Iremur sakna ég höfuðleðurs- ins á Helga Helgasyni. En grafarþögnin fyrstu 15 mínútur fréUalimans á föstu- ilag undirstrikaði óbeint eitt af þeim vandatnálum sem frétta- tttenn við sjónvarp eiga við að stríða: lúsarleg laun. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir ríkisfjölmiðlana að halda í þá reynslu sem þetta fólk hefur aflað sér á 10 ára ferli, annars fer það yfir í önnur störf, eins og nú er að gerast unnvörpum. Á eftir fréttunum á föstudag kom mynd úr dýrasafni sjón- varpsins, og í þetta sinn var það górillumynd. Aldrei þessu vant var spenna i henni og á mínu heimili var beðið eftir því aó górillan steindræpi hinn fífl- djarfa górilluvin. Allavega átti manngreyið skilið Öskar. Athyglisvert var að górillan ber sér á brjóst eins og við klórum okkur eða reykjum í eirðar- leysi, en ekki af æsingi, — sem líklega varpar nýju ljósi á Tarzan apabróður og hinn sí- fellda bringuslátt hans. Svo kom réttur kvöldsins: Deadline USA með Bogart.hreina na lost- æti fyrir þá sem fallto hafa fyrir þessuni snarborulega leik- ara. M.vndin fjallaði vel um blaðaheiminn, nema hvað blaðamenn þeir sem ég þekki eru tæpast eins miklir hug- sjónamenn og þeir sem börðust við gangsterinn Rienzi. Á laugardag hóf sjónvarpið skemmtilegheitin á einum þeirra útsöluþátta frá Bret- landi sem flokkast undir grín. „Maður til taks“ vat unninn samkvæmt lapþunnri formúlu: 2 stúlkur plús 1 piltur saman i íbúð samasem hlátursefni. Það er furðulegt hvernig sjónvarpið fer aó því að rata á það versta sem er á boðstólum í enskum sjónvarpshúmor — eins og hann getur verið bráðskemmti- legur. Fyrir næstu útsöluferð iná ég allra náðarsamlegast benda á „Porridge" rneð Ronnie Barker, „Fawlty Towers" með John Cieese. — eða Guðhjálpiokkur, „Monty Python". Stökkið frá gríninu og yfir í pýramídana var of erfitt fyrir mig, þannig að ég beið eftir bíómyndinni yfir kakó- bolla. En „Cluny Brown" er varla ein af bestu myndum hins ágæta Lubitsch, flott, haglega samsett, en léttmeti samt. A sunnudag opnaði ég varla fyrir kassann, nema til þess að sjá Bjarna Felixson lýsa tapi íslendinga i fótbolta: „Leik- þar-sem-við-áttum-skilið- jafn-tefli" — o.s.frv. A mánudagskvöld opnaði Berger, stjórnandi þáttarins, gerði mörgum fagurfræðingum í Englandi gramt í geði með stéttarlegri útskýringu sinni á goðum eins og Gainsborough og Reynolds. Þessir þættir voru holl lexía sem undirstrikaði margræði listar, það umhverfi sem hún spratt úr og hvernig auglýsingatæknin hefur nú að miklu leyti tekið að sér hlut- verk hennar á okkar tímum. Umfram allt hvetur Berger okkur ti! þess að líta ekki á list, fortíðar eða nútíðar sem heilaga kú, heldur sem lifandi veruleika. Jafnframt er okkur uppálagt að gagnrýna list, — og alla myndræna túlkun á veru- leika okkar (þ.á m. aug- lýsingar) gefi hún falska mynd af því sem er að gerast. Að visu er mikið um gloppur í umræðu Bergers, t.a.m. hefur hann skömm á afstraktkúnst og vill ekki viðurkenna hlutverk þeirrar listar, —en ávollt verður að gera ráð fyrir ein- földun í þáttum af þessu tagi. Frískandi voru þeir allavega. ég aftur sjónvarpið og þá var Bjarni enn að iysa því hvernig „við-áttum-skilið jafn-tefli". En „Sólsetur handan flóans" var hrein- asta gersemi. Höfundur, Alan Bennett, er kunnur hað- fugl og háskólaborgari í landi sínu og eins og önnur leikrit hans fjallaði „Sólsetrið" um heimahaga hans, ’norðvestur England og það fólk sem þar býr. Persónusköpun og leikur var með ágætum, málið lifandi og hin látlausa mynd sem dregin var upp einstaklega áhrifamikil. Hvenær í ósköjiun- um skyldu leikritahöfundar okkar læra að moða úr dagsdag- legum islenskum staðreynd- um. Á þriðjudag opnaði ég og slökkti fljótt á „Víghúnaði heimsins", deprímerandi um- fjöllun um mannvonsku og sið- leysi alþjóðastjórnmála. Á mið- vikudagskvöld horfði ég svo á „List í nýju ljósi". en .John ctcerá'*’ 1550 V\Wr 1950 I Póstsendum Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustrœti 8 v/Austurvöll. Simi 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.