Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 24
* Skipstjórinn ó Hafbergi fró Grindavik um spœrlingsveiðarnar: GEFUR ÞORSKVEIÐUM EKKERT EFTIR^^H — telur sig ekki hafa gert það betur á öðrum veiðum Þessar veiðar hafa gengið 'íramar öllum vonum, það er gott að eiga við þær og við hefðum ekki haft betur upp úr okkur á öðrum veiðum þennan tíma, sagði Sigurpáll Einarsson í Grindavík en hann var skip- stjóri á Hafbergi frá Grindavík um mánaðarskeið og veiddi um 700 tonn á þeim tíma. Hafberg er á annað hundrað tonna bátur og er spærlingur- inn veiddur i troll. Þorláks- hafnarbátar hafa talsvert stundað þessar veiðar en Haf- bergið er fyrsti Grindavíkur- báturinn til að reyna þær. Sagði Sigurpáll veiðar sínar hafa vakið þann áhuga í Grindavík að tveir bátar til við- bótar væru nu að fara á spærl- ingsveiðar þaðan en unnt er að veiða hann langt fram á haustið. Spærlingurinn fer allur í bræðslu og fást 7,50 krónur fyrir kílóið. Sigurpáll sagði fiskifræðinga telja óhætt að veiða um 50 þúsund tonn á ári en aðeins lítill hluti þess magns er veiddur nú. Benti hann á að miðað við sína reynslu kæmi síður en svo verr út að stunda þessar veiðar fyrir sumarið en þorskveiðar og færu fleiri bátar út í þær drægi sjálfkrafa úr sókninni í þorskinn að ein- hverju marki, en fiski- fræðingar telja nauðsynlegt að slík þróun verði á næstunni. G.S. Síldin miklu betri en í fyrra - fituinnihald upp i 20% Síldin sem reknetabátar hafa veitt að undanförnu við Suð- austurlandið er miklu betri en í fyrra hvað fituinnihald snertir og er meðalbúkfita hennar miðað við hausaða og slægða síld 17 til 18 prósent og 19 til 20 prósent miðað við óslægða og óhausaða. Er það mjög greinilega betri útkoma en i fyrra skv. upp- lýsingum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. t fyrra var að vísu heldur lélegt ár hvað fitu- magn snertir miðað við fimm til sex árin þar á undan. Síld þessi mun vera mjög heppileg til söltunar en síld, sem fer í þess háttar verkun, verður að hafa mikið fituinni- hald. Sýni berast reglulega frá Höfn í Hornafirði. -G.S. Saltsíld til Sví- þjóðar og Finnlands — búið að semja um sölu á 50 þúsund tunnum Nú hafa tekizt samningar um fyrirframsölu á . rúmlega 50 þúsund tunnum af saltaðri síld til Svíþjóðar og Finnlands og eftir helgina mun samninga- nefnd Síldarútvegsnefndar hefja viðræður um síldarsölur í Sovétríkjunum. í frétt frá Síldarútvegsnefnd, segir áð söluverðið til Sviþjóðar og Finnlands sé nokkru hærra en í fvrra en ekki segir hversu miklu hærra. -G.S. -IH Forseti íslands og frú hans heimsóttu fatasýninguna í Laugardalshöll siðdegis í gær. Hér eru þau í f.vlgd sýningarstjórnar í einni deild sýningarinnar. — DB-mynd Bjarnleifúr ÞRJÁR SÝNINGARDEILDIR FÁ VERÐ- LAUN Á SÝNINGUNNI „ÍSLENZK FÖT ## Sýningunni „íslenzk föt“ er að ljúka. i dag verður sýningin opin til klukkan 22 og henni lýkur á sunnudagskvöldið. Þessa síðustu 2 daga er sýningin opnuð klukkan 14.00. Síðdegis í gær voru þremur fyrirtækjum afhent viður- kenningarskjöl. Viðstödd voru forseti islands og forsetafrú sem þá höfðu nýlokið við að skoða sýninguna. Viðurkenningin var veitt fyrirtækjunum fyrir góðar og vel hannaðar sýningardeildir. Gráfeldur hf., Iðnaðardeild SÍS og Tízkuverzlun unga fólksins — Karnabær — hlutu þessa viðurkenningu. Agnar Svanbjörnsson fram- kvæmdastjóri Gráfeldar hann- aði sýningardeild fyrirtækisins, en hann er aðalfatahönnuður Gráfeldar. Þröstur Magnússon hannaði bás Iðnaðardeildar StS. Sú sýningardeild er jafnframt sú stærstá. Gunnar Bjarnason er hönnuður sýningardeildar Tízkuverzlunar unga fólksins — Karnabæjar. Sérstök athygli var vakin á sýningardeild tveggja fyrirtækja, enda þótt þau hlytu ekki viðurkenningarskjöl. Eru það sýningardeildir Peysunnar sf. og Sportvers hf. Að verðlaunaafhendingu lokinni hófst glæsileg tízku- sýning. Þrjár slíkar verða haldnar bæði á laugardag og sunnudag. Fyrstu tízkusýningarnar verða klukkan 15.30, þá klukkan 17.30 og loks klukkan 21.00. -BA Fjallkóngur Gnúpverja drukknaði Sigurgeir Runólfsson á Skáldabúðum í Gnúpverja- hreppi drukknaði í gærdag er hann var í göngum með öðrum Gnúpverjum. Þessi hörmulegi atburður gerðist við jökullónin inn við Arnarfell skammt frá Hofsjökli. Sigurgeir heitinn hafði verið fjallkóngur Gnúpverja um ára- bil. Hann var sjötugur að aldri. Að sögn Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélaginu var óskað eftir þvi klukkan hálf- fjögur I gærdag að þyrla yrði send austur. Var fyrirhugað að reyna aó finna lík Sigurgeirs heitins. Ekki var Hannes búinn að fregna neitt af förinni austur er rætt var við hann I gærkveldi. — B.V Alvarlegt bílslys ó Akureyri Alvarlegt umferðarslys varð'laust fyrir kl. 19 I gær- kvöldi er bíll ók á mann sem var að ganga yfir Glerárgöt- una á móts við Þórunnar- stræti. Maðurinn, sem er fæddur 1912, mun hata borizt eitthvað með bílnum og kastazt svo af honum. Maðurinn mun hafa brotnað eitthvað og blætt talsyert, en hann var með mebvitund I gærkvöldi. Ekki er vitað til að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. — G.S. Srjálst, nháð daghlað LAUGARDAGUR 11. SEPT. 1976. Fimmtónföld kartöflu- uppskera ó Eskifirði — Bezta sumar þar ó öldinni — hiti >5 til 24 stig Kartöfluuppskera í görðum Eskfirðinga kemst nú upp í aó vera allt að fimmtánföld og muna Eskfirðingar ekki til annarrar eins uppskeru, að sögn Reginu Thorarensen, fréttaritara blaðsins á staðnum. Sagði hún að Anna Jóns, eskfirzk kona, hefði t.d. sett niður eina fötu af útsæði í vor og tekið upp hvorki meira né minna en 15V4 fötu. Annars sagði hún algengt að fólk fengi 14-falda uppskeru. Regína hefur það eftir Esk- firðingi á níræðisaldri að hann muni ekki annað eins blíð- viðrissumar á Eskifirði enda hefur hitastigið í sumar verið milli 15 og 24 stig og jafnvel komizt hærra. Þá hefur náttfall verið á næturnar og vökvað hæfilega svo grasspretta hefur verið óvenju mikil. Eskfirðingar leggjast þó ekki i værð i hitanum því Regína sagði að mikil vinna hefði verið á staðnum í sumar, mörg hús væru í byggingu, þ.á m. barnaskóli og verkamannabú- staður með átta íbúðum. Einnig hefur mikið verið unnið að gatnagerð og sagði hún áhuga á henni svo mikinn að sumir byðust jafnvel til að greiða gatnagerðargjöld sin fyrirfram, ef það kynni að flýta eitthvað fyrir. — G.S. Morgeir og Ingi unnu biðskókirnar Biðskákir í Reykjavíkur- mótinu voru tefldar í húsi Taflfélags Reykjavíkur í gær. Yngsti þátttakandi mótsins, Margeir Pétursson, vann Rússann Antoshin og Ingi R. Jóhannsson vann Björn Þorsteinsson. Ingi er nú kominn með sjö vinninga og Margeir með fjóra. Þrettánda umferð Reykja- víkurmótsins verður tefld í dag og hefst umferðin klukkan tvö. Þá tefla þessir saman: RaymondKeen — Haukur Angantýsson Salvatore Matera — Heikke Westerinen Vladimir Antoshin — Milan Vukeevich Bjorn Þorsteinsson — Margeir Petursson Jan Timman — Ingi R. Jóhannsson Guömundur Sigurjónsson — Gunnar Gunnarsson FriArík Ólafsson — Helgi Ólafsson Miguel Najdorf—Vladimir Tupmakov. Spennan á mótinu er nú I hámarki þar eð fjórir menn eru nú efstir — með átta og hálfan vinning. Úrslit mótsins kunna því að skýr- ast nokkuð í kvöld. -ÁT- VERDUR JARÐSTÖÐIN KOMIN ÁRIÐ 1979? Sammngum miðar vel við Mikla norrœna Nú hillir undir að jarðstöðin margumtalaða verði að veru- leika innan tíðar, eða jafnvel 1979. því samkomulag hefur nú Qj-ðið um nokkur meginatriði i viðræðum samninganefnda samgönguráðuneytisins og Mikla norræna ritsímafélagsins um samvinnu um rekstur jaró- stöðvar í þágu fjarskipta. ritsimafélagið Meðal þeirra atriða, sem sam- komulag hefur nú náðst um, er að ísland vrði þegar I upphafi eigandi að meginhluta stöðvar- innar og eini eigandinn eftir tiltekinn tíma. Sem kunnugt er, hafði verið gerður samningur við Mikla norræna um að sjá um fjarskipti okkar við útlönd til ársins 1984 og hefur fyrir- tækið rekið þá þjónustu um sækapla með misjöfnum árangri og skertum fjarskipta- möguleikum miðað við jarð- stöð. Er nú stefnt að því að jarðstöð verði tekin hér í notk- un 1979 í stað 1984 I fyrsta lagi, en framhaldsviðræður munu verða síðla í október. — G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.