Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 7
DAGLBAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. 7 Erlendar fréttir REUTER Hundur skaut mann Hundur nokkur í þorpinu La Rochelle í Frakklandi, skaut mann — að vísu fyrir slysni — er þeir voru í veiðiferð nálægt þorpinu, sem er á vesturströnd Frakklands. Skot hljóp úr byssunni, er hundurinn kom hlaupandi til húsbónda síns og flaðraði upp um hann. Veiðimaðurinn, Bernard Petit, fékk skotið í magann og særðist illa. Mikill ruglingur um Ródesíusamkomulagið — lan Smith er sá eini, sem enn hefur túlkað það Mikill ruglingur hefur komið upp um raunverulegt eðli áætl- unarinnar, sem Ian Smith, for- sætisráðherra Ródesíu, féllst á í síðustu viku og talið var að fæli í sér lausn á Ródesíudeilunni. Stjórn hvíta minnihlutans í Salisbury í Ródesíu hefur látið að því tiggja, að á engan hátt verði samið um tillögurnar, sem fyrir liggja — þær séu sam- komulag. „Það kemur ekki til mála að aðilar fallist á áætlun og hætti síðan við allt saman,“ sagði P.K. Van der Byl, utan- ríkisráðherra Ródesíu í sjón- varpsviðtali í heimalandi sínu í gær. En í Washington segja tals- 'menn stjórnarinnar, að megin- atriði í áætluninni — sá hluti sem fjallar um bráðabirgða- stjórn þar til meirihlutastjórn blökkumanna getur tekið við — sé ekki raunverulegt samkomu- lag hvítra manna og blakkra, heldur samningsgrundvöllur hvítu minnihlutastjórnarinnar. Almennt hafði verið talið að áætlunin, sem Smith skýrði frá fyrir helgina, hefði hlotið sam- þykki þeirra Afríkuríkjafor- seta, sem Kissinger utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna átti viðræður við áður en hann hitti Smith að máli 19. september. Staðreyndin er þó sú, að Bandaríkjastjórn hafði ekki gert forsetanum endanl. grein fyrir orðalagi í sambandi við bráðabirgðastjórnina. Forset- arnir — þ.e. forsetar Angola, Tanzaníu, Zambíu, Mózambík og Botswana — hafa hafnað hlutum samkomulagsins, eins og Ian Smith hefur útskýrt það. Henry Kissinger, sem lagði áætlunina fyrir Smith og fékk hann til að fallast á hana, hefur ekki útskýrt þýðingu þess enn, en það hefur komið fram, að 'hann telur hana vera góðan samkomulagsgrundvöll. Ian Smith var glaður og reifur sl. föstudag, en nú má telja líkiegt að brosið fari að stirðna, enda hefur komið í Ijós megn óánægja leiðtoga biökkumanna með sáttatiliögur þær, sem nú er rætt um. Jack Anderson leggur fram kœrur: Nixon og menn hans vildu hann feigan Lögfræðingar dálkahöfundar- ins Jack Anderson lögðu í gær fram 22 milljón dollara skaða- bótakröfui á hendur Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseta og nokkrum helztu samstarfs- rnönnum hans og er þeim þar gefið að sök, að hafa staðið að baki stórfellds samsæris gegn Anderson í þeim tilgangi að sverta mannorð hans og jafnvel ráða hann af dögum. Þá segir í kærunni að Nixon hafi beitt fyrir sig ríkisbákninu á margan hátt til þess að gera Anderson erfiðara fyrir um söfnun upplýsinga, er reynzt gætu Nixon afdrifaríkar. Segir ennfremur að árin 1971 og 1972 hafi samstarfsmenn Nixons „gróflega brotið lands- lögmeðþví að halda áætlun sinni tií streitu....tii þess að valda Anderson ómældum andlegum erfiðleikum og jafnvel dauða.“ „Meðal tillagna scm fram komu í áætluninni, er notkun eiturs til þess að ráða hann af dögum“. Að forsetanum fyrrum töldum, eru 19 samstarfsmenn hans nafn- greindir í kærrunni, þar á meðal Henry Kissinger, núverandi utanríkisráðherra. Var ákæran lögð fram við ríkisréttinn i Colombíu. Rannsóknarnefnd öldunga- deildarinnar, sem np er ekki lengur starfandi, sagði í skýrslu, sem birt var fyrr á þessu ári, að um það hefði verið rætt í ríkis- stjórn Nixons hvort ekki væri hægt að hafa áhrif á þankagang Andersons með því að byrla honum eitur, rétt áður en hann átti að komna fram á fundi. Þar var þó sagt, að horfið hefði verið frá þessari hugmynd fljót- lega. Bandaríkjastjórn hyggst vísa sjö nasistum úr landi Pundið fellur ört: „Getið ekki látið mig fá dollara?" Pundið féll enn í gær og hefur ekki verið lægra á pen- ingamörkuðum í langan tima. Erfiðlega hefur gengið að sjá fyrir hver stefnan verður í efnahagsmálum Breta og því hefur pundið fallið í sífellu að undanförnu. I gær var staðan þannig 1.68$ fyrir eitt pund, eða sem jaf.'.gilti 2.6 senta tapi á einum degi miðað við gjald- miðla annarra þjóða. Pundið hefur fallið stöðugt síðan árið 1971 og hefur nú minnkað að verðgildi um 43.6% á þeim tíma, er síðan er liðinn. Fall pundsins verður á sama tíma og þing Verkamanna- flokksins er háð, en þar hefur verið farið fram á aukin útgjöld rikisins til þjóðmála. Bandarikjastjórn hyggst hefja undirbúning þess að sjö meintir striðsglæpamenn nasista, sem búsettir eru vestra, verði fluttir úr landi, að sögn talsmanns varnarmála- ráðuneytisins í Washington. Talsmaðurinn. Leonard Chapman, nafngreindi ekki mennina en sagði: „Glæpir þeirra taka meðal annars til morða og annarra óhæfuverka, aðallega gegn Gyðingum." Aðrir embættismenn banda- rískir hafa skýrt frá því, að þessir glæpir hafi verið framdir í Pöllandi, Litháen og Lettlandi og að sjömenningarnir væru ættaðir þaðan, sumir hverjir að minnsta kosti, en aðrir frá Þýzkalandi. Nöfn mannanna verða birt þegar réttarhöld hefjast, sem verður innan 30 daga. Chapman sagði fréttamönn- um að Bandarikjastjórn hefði í hyggju að fá fólk frá Israel til að bera vitni gegn mönnunum. Fjórir þeirra eru bandarískir rtkisborgarar. Þessar aðgerðir fylgja í kjöl- far ferðalags, sem helzti íög- fræðingur bandaríska útlend- inga- og innfl.vljendaeftirlitsins tókst á hendur til Israels. Þar har hann saman bækur sínar við yfirvöld. kannaði skýrslur þeirra unt landflótta nasista og átt viðtöl við 32 hugsanleg vitni. Scranton vill ekki stöðu Kissingers Sendiherra Bandaríkjanna hjá skrafað að Kissinger kunni aði Sameinuðu þjóðunum, William segja starfi slnu lausu.jafnvel og Scranton, sem sagður er koma til enda þótt Ford sigri andstæðing greina sem eftirmaður Henry sinn, Jimrny Carter, í forsets Kissinger utanríkisráðherra ef kosningunum núna í nóvember. Ford forseti heldur velli, hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á Sagði Schranton í yfirlýsingu starfinu og að hann vonist til, að sinni að hann vonaði innilega að Kissinger haldi áfram. Kissinger héldi áfram i starfi sinu Mikið hefur verið um það sem utanrikisráðherra landsins. Sumarið er að kveðja og sunnanlands a.m.k. eiga menn, að fenginni reynslu af þvi sumrí, kannski erfitt að atta sig a af hverju þessi mynd or. Það skal upplyst: Þetta er Karen Fini fulltrui Astralm i Alheimsfegurðarsamkeppninni og her spokar hun sig á ströndinni, eftir að hafa boríð sigur 11r bytum i undanurslitum þar i landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.