Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 24
RIKIÐ KAUPIR LANDAKOTS- SPÍTALA Á 800 MILUÓNIR Sjúkrahúsið var metið á 1600-2000 milljónir 800 milljónirnar verða greiddar á 20 árum Gengið hefur verið frá sölu Landakotsspítala og keypti ríkið spitalann af St. Jósefs- systrum á átta hundruð millj- ónir króna. Upphæðin greiðist á tuttugu árum. Vegna skilmál- anna hefur verið fjallað um verðtryggingarákvæði, sem eðlilegt er og sjálfsagt. Fyrst í stað verður spítalinn rekinn sem sjálfseignarstofnun og munu systur áfram verða í nokkrum störfum innan spítal- ans, svo sem í stöðu forstöðu- konu og skrifstofustjóra. Einn ig verða nokkrar hjúkrunar- systur þar áfram. Ekki munu koma nýjar systur í stað þeirra er láta af störfum. Fyrir ári síðan kom hér danskur maður, sem unnið hefur að því að meta eignir St. Jósefssystra í Danmörku. Var hann fenginn til þess að meta spítalann og var hans mat kr. 1600—2000 milljónir. Verður því kaupverðið, 800 millj- ónir að teljast lágt. Landakots spítali hefur sinnt vaktþjón- ustu til jafns við Landspitala og Borgarspftala. Spítalinn var lengi vel eina sjúkrahúsið í höfuðborginni, en hann var vígður 17. október 1902. Þá voru fjörutíu sjúkrarúm á spítalanum. Fyrsti yfirlæknir hans var Guðmundur Magnús- son. Núverandi yfirlæknir spft- alans er dr. Bjarni Jónsson. Geirfinnsmálíð: Erla Bolla- dóttir flutt í Hegningar- húsið Erla Bolladóttir, sem setið hefur í gæzluvarðhaldi v/ Geirfinnsmálsins síðan í byrjun maí, var flutt úr Síðumúlafangelsinu i Hegn- ingarhúsið við Skóla- vörðustíg fyrir um hálfum mánuði. Jafnframt hafa tveir kvenfangaverðir verið ráðnir til Hegningarhússins og vinna þeir á tólf tíma vöktum, þannig að ekki þurfi að verða röskun á öryggisgæzlu Erlu. Það var skv. ákvörðun Arnar Höskuldssonar full- trúa yfirsakadómarans i Rvík, að Erla var ; fiutt úr Síðumúlafangelsinu. DB er ekki kunnugt um ástæðuna fyrir því, en rétt er að hafa í huga í þessu sambandi, að í Síðumúlafangelsinu hefur einangrun fanganna í þessu máli margsinnis verið rofin. Annar fanganna í Geirfinnsmálinu Tryggvi R. Leifsson, sem um tíma í sumar var í „opinni gæzlu“ á Litla-Hrauni, er enn í gæzluvarðhaldi í Reykjavík, eins og skýrt var frá nýlega. OV. Það er ekki aðeins mannfólkið sem kætist og gleðst þessa dagana hér á þessu hrakta suðvesturhorni landsins. Nei, endur og svanir synda tignarlega um á Tjörninni okkar og kunna að meta aðsumarið hefur loks litið okkur augum. Náttúran hefur samt séð fyrir því að menn og skepnur rugiist ekki i tímatalinu og haldi að það sé júlí, því að eldrauðir og gullnir litir prýða trén í höfuðborginni. Það er ekki um að villast að það haustar. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Hreindýraskinn grofin í jörðu — enginn vill koupo þou „Við i Fljótsdalshreppi höfum veitt þann fjölda hreindýra, sem við fengum leyfi til, eða 125 dýr“, sagði Egill Gunnarsson hreindvra- eftirlitsmaður í Fljótsdals- hreppi í samtali við DB. Að sögn Egils eru dýrin nokkuð væn enda verið gott sumar á Austfjörðum og einnig var veturinn mildur. „En það er alveg furðulegt að þurfa að henda öllum skinnunum, þau vill engin kaupa. Því eru þau flest grafin í jörðu og eru engum til gagns," sagði Egill. t Noregi eru hreindýraskinn- in eftirsótt vara séu þau sútuð með hárum. Það mun aftur á móti vera erfitt að fá falleg skinn, vegna þess að ýmis sníkjudýr skemma skinnin. Kaupféiag Héraðsbúa tekur á móti kjötinu, sem síðan fer t.d. á veitingahús í Reykjavík og þykir herramanns matur. -KP. Matarlitlir og peningalausir i Nýfundnalandi: ÚTGERÐ Á KOSTNAÐ SKIPSHAFNA OG ## FJÖLSKYLDNA ÞEIRRA ## — segir skipstjórinn á islenzka skipinu Frendo Simby „Okkur er efst í huga að spyrja hvernig hægt er að reka útgerð á kostnað skipshafna og fjölskyldna þeirra," sögðu þeir Jón Már Guðmundsson skipstjóri og Kristján Vern- harðsson vélstjóri. Báðir eru fyrrverandi skipsmenn á flutningaskipinu Frendo Simby, — útgerðarmaður Jón Franklín sem hefur verið í sigl- ingum víðs vegar um heiminn. Þeir Jón og Kristján segja sfnar farir ekki sléttar, en við skulum gefa Jóni oröið: „Ég var ráðinn skipstjóri á skipið í ágúst og fór til St. John í Nýfund-ialandi þann 9. ágúst, en þar fór fram viðgerð á' Frendo Simby. Þá þegar var farið að gæta matarskorts og peningaleysis hjá skipshöfn- inni, 6 mönnum, sem voru búnir að vera í St. John í rúmar tvær vikur. Jón Franklín og Gunnar Gislason frá Skipa- skoðun rikisins voru i 81. John þegar ég kom. Ég oskaði strax eftir að raðin yrði bót á þessu, en Jón Franklín kenndi skips- handlaranum um að ekkert gerðist. Þegar skipið átti ao láta úr höfn 13. ágúst var það kyrr- sett vegna um 4 þús. kanad- ískra dollara (um 800 þús. kr.) skuldar útgerðarinnar. Nokkrum dögum seinna fór Jón Franklín heim, eins og hvít- þveginn engill og talar enn um að ailt sé skipshandlaranum að kenna og þetta hljóti að lagast. Bað hann mig um að borga hótelherbergi sitt. Loks 20. ágúst fengum við olíu og vistir og var þá skipshöfnin fremur illa haldin af næringarskorti, en daginn eftir var kyrrsetn- ingu aflétt. Þegar ég athugaði hvort skipshöfnin væri skrásett, kom i ljós að svo var ekki og þar með var enginn maður tryggður. Á því var þó ráðin bót hér heima. Allt gekk nú stórviðburða- laust fyrir sig á siglingunni yfir hafið til New Haven í Englandi, en þangað komum við 31. ágúst siðdegis. Enga peninga fengum við þar og engan kost, þar sem umboðsmaður skipsins sagði að bankatryggingu vantaði. Um nóttina færðum við okkur úr stað að annarri bryggju og byrjuðum að lesta daginn eftir. Þá biluðu ljósavélar og taldi ég þá farminn í hættu, þar sem ekki var hægt að loka lestar- lúgum og lét stöðva fermingu. Ljósavélarnar komust þó í lag nokkru siðar og haldið var áfram að lesta. 2. sept. komu boð um að ég og 1. velstjóri mættum í síma á skrifstofu umboðsmanns skipsins. Þá hafði hann fengið peninga handa skipshöfninni. Það voru þeir Magnús Armann og Jón Franklín staddir á skrifstofu Gunnars Guðjónssonar -skipa- miðlara í Reykjavík, sem við okkur vildu tala. Lét Jón þau orð falla hvort við höfum nokkuð að gera þarna, og spyr ég hvort ég eigi að taka þetta sem uppsögn, sem hann kveður já við og hann nenni ekki að tala við mig. Þar með er skellt á. Til þess að gera langa sögu stutta, fór öll skipshöfnin einnig af og skildum við skipið eftir í umsjá Magnúsar Gunnarssonar, sem kominn var á staðinn frá Gunnari skipa- miðlara. 1 gegnum kunningsskap útvegaði Kristján 1. vélstjóri okkur far með Flugleiðum frá London. Síðan höfum við reynt að ná í útgerðina, á öllum mögulegum tímum og hefur það aldrei tekizt fram á þennan dag. Skuld hennar við skips- höfnina nemur á 6. millj. kr. Hafa menn unnvörpum verið að redda alls konar gjaldfölln- um skuldum og öðru og hefur það gengið misjafnlega. Það þarf ekki að taka fram hvernig það hefur gengið til hjá fjöl- skyldum okkar að reyna að krafsa í bakkann og eiga fyrir nauðsynjum. Okkur tókst ekki að ná tali af Joni Franklín í morgun. EVI frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER Sá eftirlýsti í allt að 30 daga varðhald Franklín K. Steiner, sem lögreglan í Reykjavik hafði leitað í tiu daga áður en hann gaf sig fram á sunnu- daginn, var í gær úrskurðaður í allt að 30 daga gæzluvarðhald í Sakadómi i ávana- og fíkniefnamálum. Franklín er talinn geta veitt upplýsingar í því umfangsmikla fíkniefna- máli, sem verið hefur til rannsóknar hjá dómstólnum síðan í byrjun ágúst. Sitja nú fjórir menn í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls og hefur einn setið siðan 6. ágúst. -ÖV. Þörungavinnslan: Lokað fyrir rafmagnið? Rafmagnsveitur ríkisins hafa nú sent mann til að loka fyrir rafmagn Þörunga- vinnslunnar að Reykhólum, þar sem verksmiðjan skuld- ar orðið tvær milljónir fyrir rafmagn. Er blaðið hafði samband við framkvæmdastjóra og stjórnarformann Þörunga- vinnslunnar í morgun, höfðu þeir ekki séð manninn enn og höfðu þeir þvi raf- magn, en þeim var kunnugt um að lokun væri yfirvof- andi. Stjórnarformaðurinn Vilhjálmur Lúðvíksson sagði að reynt yrði til hins ítrasta að koma í veg fyrir lokun þar sem það seinkaði óneitanlega fyrir að verk- smiðjan gæti þreifað sig áfram að því marki aðskapa rekstrargrundvöll. Að sögn Páls Jónssonar framkvæmdastjóra eru nú 70 til 80 t þangs óunnin og skemmast verði þáu geymd lengi. Meðalnýting er um 25%. Páll sagði að þang- skurði með prömmunum hefði verið hætt um mánaða- mótin ágúst-sept. þar sem ekki hefði verið grundvöllur fyrir að halda þeim lengur útLPáll hefur sagt upp starfi sínu, en ekki vildi hann til- greina ástæður fyrir því í morgun. —G.S. Mótorhjólið flaug 20 metra eftir árekstur Farþegi á bifhjóli axlarbrotnaði og hlaut einhver önnur meiðsli er farartæki hans lenti í árekstri við bíl á Frakkastíg í gær. Árekstur þessi varð á mótum Grettisgötu og Frakkastígs en þar er varúð til hægri. Ökumaðurinn gætti þess ekki, gaf bensín í og keyrði á mótorhjólið. Hjólið ásamt farþega og ökumanni þeyttist 20 metra niður Frakkastíg. A leiðinni tók hjólið í sundur stöðu- mæli og hausinn af honum. ökumaður bifhjólsins hlaut litilsháttar mar, en ökumaður bifreiðarinnar slapp ómeiddur. BA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.