Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 14
Nýbvrjaðar eru a'finf'ar á Kjarnorku «k kvenh.vlli. Hér sjáum við nokkra af leikurunum i verkinu i „Senuskrekkurinn verður bölvaðri með aidrinum." segir Steindór Hjör- kaffistofunni í Iðnó. leifsson og Guðmundur Páisson samþ.vkkir. DAGLBAÐÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. — er álit leikara í Iðnó á sjálfum sér ,,Ha. Hvað segirðu? Erfitt að hlæja þegar á að hlæja ' Það er nú af og frá. Við erum öll svo hlægileg fyrir nú utan hvað við erum skemmtileg enda gætum við ekki skemmt öðrum ef við gætum ekki skemmt okkur sjálf." Það er Guðmundur Páls- son sem hefur orð fyrir leikur- ununi svona í fyrstu þegar við Sveinn Þormóðsson brugðum okkur niður í Iðnó á dögunum. Hópur leikara sat í kaffisaln- um og æfði Kjarnorku og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson. Við lítum aðeins á handritið. Þar er dr. Alfreð að segja frá viðtali sem haft var við hann. Alfreð segir meðal annars ,,Eg sagðist myndi gerast blaða- maður þegar ég gengi í barn- dóm, en því slepptu þeir alveg í viðtalinu." Næsta setning á eftir hljóðar svona: Þau hlæja öll. Þessi öll eru 14 leikarar og Það verður að halda uppi goðsiigninni uin hiiniorinn i leikhiisinu. Sigríður Ilagalín og Jón Sigurbjörnsson. iiafa þeir nokkurn veginn jafn- stór hlutverk. Það er Sigríður Hagalín sem er leikstjóri og er þetta fruntraun hennar sem slíkur. „Þetta er allt úrvals- fólk." segir hún. „Þetta gengur ágætlega." Við spyrjum hvort leikarar eigi sér drauma um eitthvert sérstakt hlutverk. Það er Helv... lygi. Ég vil heldur leika Jónas Árnason Jón Sigurbjörnsson hafði staðið upp og gengið aðeins út að glugganum. Guðmundur verður þegar í stað fyrir svörum fvrirhann. „Jú. Jón vill náttúrlega alltaf leika Skugga- Svein og svo er það Shake- speare," segir hann. „Það er helv.... lygi," segir Jón og kemur askvaðandi. „Eg vil miklu heldur leika Jónas Arna- son." „Hvað?" segjum við. „Viltu leika hann? Nei, auðvitað ekki hann sjálfan heldur í verki eftir hann. Annars skulið þið bara líta betur á hann Guðmund. Hans uppáhaldshlutverk er Cyrano De Bergerac. Þið vitið, þetta sem hann Jose Ferrer lék í bíó og sjónvarpinu um árið. Sjáið þið bara nefið á honum Guðmundi. Hann er kjörinn í hlutverkið." Við Sveinn höldum niður í aðalsalinn. Þar leikstýrir Bríet Héðinsdóttir með mikilli rögg- semi „Húsráðandanum" eftir Svövu Jakobsdóttur. Höfundur- inn er sjálfur viðstaddur. Ertu á hverri æfingu? „Já, já. Það má segja að ég sé enn að skrifa leikritið." Leikrit taka ýmsum breytingum í œfingu „Það á að vera ódauðlegt." Sigurður Karlsson skýtur inn í einum af fimmaura bröndurun- um sem fleygir eru í Iðnó. „Leikrit taka ýmsum breyting- um eftir að byrjað er að æfa þau. Það er verið að skjóta inn setningum og strika aðrar út. Auðvitað getum við ekki gert það án samþykkis höfundar. Maður veit aldrei hvernig höfundurinn vill segja frá hlut- unum," segir leikstjórinn. Þessu halda leikararnir í Hús- ráðandanum einnig fram, en þeir eru 5 talsins. Leikritið er það næsta sem við sjáum á fjöl- unum í Iðnó. „Nei, mér hefur aldrei dottið í hug að gerast leikkona," segir Vigdís Finnbogadóttir leikhús- stjóri, sem er altekin leikhús- Tómas /oega frainkia'iiidastjóri og Vigdís Kinnbogadóttir á skrifstofu Vigdisar. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.