Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.09.1976, Blaðsíða 8
8 Danskt herskip i Reykjavikurhöfn: DAGLDAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1976. „Þetta er lífið" — segir skipherrann um veru sína í flotanum „Velkomin um borð,“ sagói K. Thorsen, sjóliðsforingi og yfirmaður á danska herskipinu Beskytteren og lyfti bjórglasinu, þegar DB-menn heimsóttu skipið’ í gær, en það kom að landi í Reykjavík í gær- morgun. Beskytteren er 1900 tonn, að stærð, nýlegt mjög, því það var tekið í notkun 1. marz sl. Eftir sex vikna reynslusiglingu í nánd við strendur Danmerkur, héldu þeir í tveggja vikna eftirlitsferð til Færeyja og siðan til Grænlands, en þaðan koma þeir einmitt nú. Og hver er tilgangurinn með heimsókninni hingað? ,,Að sýna sig og sjá aðra, þó aðallega íslenzka kvenfólkið,“ sagði sjóliðsforinginn og hló við, en hann hefur ekki stigið á ströndu landsins fyrr. Hann kom þó hingað meó danskri freigátu árið 1947 án þess að fá tækifæri til að koma í land. Thorsen hefur nú verið 31 ár í sjóhernum og vill hvergi annars staðar vera. „Þetta er lífið,“ segir hann. „Eg gæti ekki hugsað mér að sitja innilokaður á skrifstofu fyrir lífstíð, eftir að hafa verið í flotanum." Enda engin furða. Lífinu í sjóhernum fylgir mikil tilbreyting. Eitt árið eru menn í landi á skrifstofu, það næsta við kennslu og svo fara þeir kannski á sjóinn. Thorsen dvaldi t.d. fjögur ár í Banda- ríkjunum, fyrst sem starfs- maður Nato og síðan við fram- haldsnám í stjórnun og fleiru. „Ég held að andrúmsloftið sé frekar afslappað um borð,“ segir Thorsen. „Að sjálfsögðu höfum við reglur til að fara eftir, enda væri ómögulegt að halda friði og spekt hjá 59 manna áhöfn, ef þær væru ekki fyrir hendi.“ Um 20 þeirra manna sem starfa við skipið eru að sinna níu mánaða herskyldu af hendi, fá frítt uppihald og auk þesskr. 105.000 á mánuði, en hinir eru atvinnusjóliðar. Auk þess sem hver verður að vinna 6'A klst. á dag, eru 4 tíma vaktir, 10-12 menn á vakt í einu og allir skipta reglulega með sér störfum. Beskytteren er sem fyrr segir svo til glænýtt skip. Þaó er smíðað í Álaborg og er með þremur vélum, samtals 5700 hestöfl. Þetta er nýjasta skip Dana, en hin fjögur eru um tólf ára gömul, og u.þ.b. 190 tonnum minni. Beskytteren er sérstaklega útbúið til að sigla á ís og getur brotizt í gegnum allt að 120 cm íslag. Á því eru 2 slingurbretti sem not- uð eru þegar þyrlan er sett út og þykja þau skapa mikið öryggi. Aðbúnaður áhafnarinnar er mjög góður, aðeins fáir þurfa að deila káetu með öðrum, en í eldri skipunum er yfirleitt hlaóiö mjög í hvert herbergi. Skipið mun halda aftur á Grænlandsmið á fimmtudags- kvöld því hlutverk þess er að fylgjast með veiðum á þeim slóðum, en þar munu mest vera Þyrlan, er einnig vel útbúin og í henni er rúm fyrir 6 manns, en yfirleitt eru aðeins tveir um borð þegar hún fer í leiðangur, þ.e. flugmaður og tæknimaður og er þá legupláss fyrir sjúkiing i aftursætunum. um rússneska togara að ræða. Auk þess eru hjálparstörf aðal- atriðið í starfi áhafnarinnar. I gærkvöldi hélt skipherrann boð, en í dag og næstu daga fer hann ásamt áhöfninni í skoðunarferðir um Reykjavík og nágrenni. Skipið veróur til sýnis fyrir almenning á morgun frá kl. 2—5 e.h. -JB. Beskytteren er stórt og virðulegt skip, enda nýjasta og bezt útbúna herskip Dana. K.P. Jensen er næstæðsti maður skipsins og sýnir hér stjórnstöð þess, sem er búin mjög glæsilegum tækjum. 7 Vísir að hjónagörðum að Bifröst — Fleiri nemendur nú en nokkru sinni óður Nýtt skólaár er hafið hjá Samvinnuskólanum, sem nú starfar á tveimur stöðum, að Bif- röst í Borgarfirði og Suðurlands- braut 32, Reykjavík, þar sem framhaldsdeildir skólans eru til húsa. Alls stunda 119 nemendur nám við skólann aó þessu sinni og er það mesti fjöldi frá byrjun. Samt reyndist ekki unnt að mæta aðsókn nema að litlu leyti. Kennarar skólans eru samtals 13, auk skólastjórans Hauks Ingi- bergssonar. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í vetur að fjölskyldufólki er gefinn kostur á að sækja skólann, en í vetur fá tvær fjölskyldur inni í sumarbústöðum Samvinnu- hreyfingarinnar við Bifröst. Er vonast til að þessi bætta aðstaða muni hvetja fjölskyldufólk til að sækja skólann meira en verið hefur. Um áramót taka gildi lög um viðskiptamenntun á framhalds- skólastigi, þar sem m.a. er kveðið á um aukinn fjárstuðning ríkisins - við skólastarfið og mun það verða til mikilla bóta fyrir Samvinnu- skólann. —JB Vegfarandi á Hótel íslandsplani: Snúinn niður í gðtuna og síðan hétað með hníf Telur tvo nœrstadda lögregluþjóna hafa bjargað lifi sinu reglumönnum í miðborgarstöð frá þvi hvernig komið væri. Var honum sagt að skýrsla um málið yrói send til sakadóms og yrði þar á mánudag. Þar var maðurinn í gær, fékk heldur kaldar móttökur að hans dómi, fékk ekki að bera fram kæru eða gefa skýrslu, en var sagt að koma síðar. Hjá Bjarka Eliassyni yfirlögregluþjóni fekk DB þær upplýsingar í gær, að kæran væri ófarin til sakadóms en hún væri í þann veginn að fara þangað ásamt stórum bunka annarra kærumála. Fólk er leið á um miðbæinn veigrar sér við að leggja leið sína nálægt Hótel íslands- planinu af ótta við líkams- meiðingar. Hafa komið fram raddir um, að loka beri fyrir alla umferð að planinu kvöldin f.vrir helgar. -ASt. „Eg tel mig eiga líf mitt að launa tveimur'lögreglumönnum sem mér tókst að kalla í og fá iriér til hjálpar," sagði maður er varð fyrir árás unglinga á Hótel íslandsplaninu á föstudags- kvöldið. „Ég var að koma vestan úr bæ og ætlaði að hafa viðkomu i verzluninni Þöll. A leið minni þangað, var mér þröngvað inn I unglingahópinn, tekinn þar hálstaki aftan frá og snúinn niður,“ sagði maðurinn í viðtalí við DB. Og saga mannsins heldur áfram: „Þrátt fyrir að ég er 75% öryrki tókst mér að rísa á fætur, en varð þó fyrir einhverjum spörkum meðan ég lá. Um leið og ég stóð upp, opnar ungur maður vasahníf sinn og bregður á háls mér og viðhafði um leið ljótar hótanir." Á þessu augnabliki sá maðurinn löregluþjónana og tókst að vekja athygli þeirra með köllum. Þeir komu honum til bjargar. F’ór maðurinn ásamt konu sinni, sem með honum var, upp í lögreglubílinn og pilturinn sem beitt hafði hnífnum var tekinn með. Aður en bíllinn gat lagt af stað skyrptu aðrir unglingar á rúður bílsins, skældu sig í framan og viðhöfðu orðbragð sem maðurinn telur ekki hafandi eftir. Er í miðborgarstöð kom vildi maðurinn sem á var ráðizt jafna málin og ná sættum. Ekki varð honum svefnsamt er heim kom vegna verkja er ágerðust er á nóttina leið. Á laugardag fór hann á slysadeild. Talið var að hann væri e.t.v. brotinn á úlnlið og er hann nú með gips- umbúðir upp eftir handlegg og fram á hönd. A laugardag skýrði hann lög- Úldinnfiskur Ýldulykt eiginhagsmuna sem hefur einkennt útfœrslu Breta er erfið fyrir magasýrurnar, segir Daily Mirror „Þegar íslendingar færðu fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur, sendu Bretar flota hennar hátignar á miðin. Nú þegar Bretar hyggja á sömu aðgerðir, getum við þá ekki vænzt þess að íslenzku varðskipin haldi til Shetlands- eyja? Bretar lýstu sig andvíga 200 milna útfærslu íslendinga vegna þess að hún stríddi á móti hagsmunum Breta. Nú þegar við hyggjum á sömu aógerðir, þá er svo sannarlega annað uppi á teningnum. Húmbúkk! Frá og með 1. janúar á næsta ári hyggjast Bretar feta í fótspor islendinga, jafnvel þó að hin löndin innan Efnahags- bandalags Evrópu verði á móti því. Tvær ástæður liggja þessu til grundvallar: ★ Til að tryggja kröfur okkar til Norðursjávarolíunnar. ★ Til að styója við bakið á brezkum fiskimönnum. Anthiny Crosland utanrikis- ráðherra og þingmaður Grims- bybæjar mun með þessu hafa gert sjávarútvegi í kjördæmi sínu til hæfis. Og ráðherranum til málsbóta var það, að hann aflétti því fyrirlitlega þorska- stríði, sem háð var við tsland. En sú ýldulykt eiginhags- muna sem hefur einkennt allt viðhorf Breta í útfærslu fiskveiðilögsögunnar (okkar eigin og Islendinga) er býsna erfið fyrir magasýrurnar." Þannig hljóðaði leiðarinn i brezka dagblaðinu Daily Mirror, miövikudaginn 22. september síðastliðinn. Sem betur fer eiga Bretar réttsýna blaðamenn, sem geta sagt þing- mönnum og eiginhagsmuna- seggjum til syndanna, þrátt fyrir að þeir byggi í kröfum sínum til annarra þjóða „á alda- langri hefð“. Vonandi kennir þessari leiðari Daily Mirror til- teknum mönnum að skammast sín. Stinking fSsh mirror comment

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.