Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÖBER 1976.
LiIIian Craig og Bertil fara saman í opinbera veizlu. Þau kynntust
árið 1944 í London.
BRÚÐKAUP
eftir þrjátíu og
þriggja ára sambúð
Bertil prins af Sviþjóð sem
undanfarin þrjátíu og þrjú ár
hefur búið í ,,pappírslausu“
hjónabandi með hinni brezku
■inkonu sinni Lillian Craig
ætlar nú að stíga hið örlagaríka
.skref og kvænast. Brúðkaupið
/erður 7. desember næstkom-
andi og verður í hallarkapell-
unni í Drottningarhólmi.
Lillian Craig hefur í óratíma
beöið þolinntóð eftir því að fá
viðurkenningu sænsku hirðar-
innar. Hún var áður gif* skozk:
leikaranum Ian Craig.
En loksins hefur Svi;.-
konungur, i samráði við ríkis-
stjórnina, gefið samþykki sitt
f.vrir ráðahagnum. Lillian
hlýtur þá nafnbótina prinsessa
og hertogafrú af Hallandi.
Raunverulega hefðu þau
fyrir löngu getaö haldið upp á
silfurbrúðkaup, ef Bertil hefði
ekki verið prins og ríkisarfi
sænsku krúnunnar.
Þær sk.vldur sem slík staða
hefur í för með sér fengu þau
Bertil og Lillian til þess að
fresta brúðkaupinu þar til
Gústaf konungur og Silvia
Semmerl ath hofðu haldið
brúðkaup sitt.
i fjöldamörg ár var Lillian
Craig alls ekki til. Sænska
konungsfjölskyldan vildi halda
sambandi hennar og Bertils
leyndu. Alveg fram undir 1955
vissi almenningur í Svíþjóð
ekkert um að þau byggju
saman. Það var ekki fyrr en á
90 ára afmæli Gústafs Adolfs
sem Lillian kom fyrst fram með
Bertil opinberlega.
Þangað til hafði Lillian þurft
að dúsa ein heima á meðan
Bertil tók þátt í opinberum
samkvæmum. En nú fór gamli
konungurinn allt í einu fram á
að hún kæmi fram opinberlega.
Við matarborðið var henni
ætlaður sess eins og hún væri
tengdadóttir konungsins og var
þar með tekin fram yfir ríkj-
andi konunga og drottningar í
Evrópu.
„Þetta verður dásamlegt,“
sagði Lillian fyrir veizluna. „Ég
er alltaf vön að dúsa alein
heima þegar Bertil þarf að fara
í hirðveizlur."
Bertil prins og Lillian hittust
fyrst í London árið 1944. Hann
var þar á vegum flotamálaráðu-
neytisins við sænsku sendi-
nefndina í London. Lillian
Craig var þá leikkona og
skemmti í „Nut House“
klúbbnum og það var þar sem
fundum þeirra bar saman.
Lillian var þá gift leikaranum
Ian Craig en þau skildu og
Bertil og Lillian ákváðu að
ganga í það heilaga. Aður en af
því gat orðið gerðist sá örlaga-
ríki atburður að elzti bróðir
Bertils, Gústaf Adolf prins,
fórst í flugslysi á Kastrupflug-
velli. Konungurinn Gústaf V.
var orðinn níutíu ára gamall og
ríkisarfinn, Gústaf VI. Adolf,
faðir Bertils, var kominn á
sextugsaldur. Núverandi Svía-
konungur, Karl Gústaf, var að-
eins árs gamall.
Þar að auki höfðu bræður
Bertils, Sigvard og Carl Johan,
afsalað sér réttinum til ríkis-
erfða er þeir kusu heldur að
ganga í borgaralegt hjóna-
band. Bertil var þannig eini
bróðirinn sem eftir var, ef eitt-
hvað kæmi fyrir föður hans og
hann ákvað að kvænast ekki.
„Þetta er starf mitt og ég
verð að sinna því. Ég kvænist
ekki,“ sagði Bertil prins.
Fyrstu árin eftir þetta hittust
þau Bertil og Lillian í London
þar sem hún hafði íbúð. Þau
ferðuðust oft saman til útlanda
og dvöldu þá í húsi Bertils á
Rivieraströndinni, en eftir
nokkur ár flutti Lillian búferl-
um til Svíþjóðar. í fyrstu hafði
hún íbúð við Skeppargatan í
Stokkhólmi en síðan 1957 hefur
hún búið hjá Bertil í Villa Sol-
backen í Djurgárden.
Þeir sem þekkja Lillian
Craig segja að hún sé einstak-
lega ljúflynd og elskuleg kona.
Hún þykir vera hin fullkomna
húsmóðir. og hún þolir ekki
uppskafningshátt.
Vinir hennar eru úr hópi
leikara og leikhúsfólks í Stokk-
hólmi. A meðan hún bjó í
London átti hún marga vini í
leikhúsheiminum. Bertil prins
kann vel við vini Lillian.
Gamla konunginum samdi
vel við hana. Hann heimsótti
þau Bertil eitt sinn er þau voru
í Suður-Frakklandi.
Aðeins nánasta fjölskyldan
verður viðstödd brúðkaupið,
sem verður haldið í hallarkap-
ellunni i Drottningarhólmshöll
7. desember næstkomandi.
Þýtt og endursagt A.Bj.
Bertil prins og LiIIian Craig fara saman í gönguferð.
Kastið hönzkunum en saumið
Það er hvorki hollt né þægi-
legt að vera kalt á höndunum.
Að sjálfsögðu má leysa þann
vanda upp á gamla móðinn og
stinga höndunum í hanzka eða
vettlinga, nú eða þá að troða
þeim bara djúpt í vasann. Allt
eru þetta góðar og gegnar að-
ferðir.
En það má líka vera frum-
legri og hanna sjálfur. dugandi
handvermi. Eitt af nýjungun-
um í tízkuheiminum eru þessi
óvenjulegu handskjól, sem
bæði er hentugt og fljótlegt að
búa til. Hægt er að eiga ein
handskjói við hverja utanyfir-
flík, svo allt sé nú í stfl, og
einnig er heppilegt að hafa þau
í snúru um hálsinn, ef minnið
er farið að gefa sig.
í handskjólin þarf ekki mikið
Sokkar og legghlífar
í skrautlegum litum
Hver hefur sagt að nauðsyn-
legl sé að draga athyglina frá
fótleggjunum með því að klæða
þá alltaf daufum og lítt að-
laðandi litum. Með öllu því
hlýlega og litrika garni sem nú
er á boðstólum, má auðveldlega
gera skrautlegar legghlífar eða
sokka.
Nú fást bæði sokkar og legg-
hlífar i líflegum litum og
munstrum. og einnig er tiltölu-
lega auðvelt að prjóna slíkt
sjálfur úr garnafgöngum í
smekklegri litasamsetningu.
Virðist slíkt hafa rutt sér mjög
til rúms upp á síðkastið. enda
bæði hlýtt og fallegt, auk þess
sem það fer einstaklega vel
við stigvélatizkuna sent nú er
alls staðar ríkjandi.
handskjól
efni. Þau má útbúa úr efnisaf-
göngum, en að sjálfsögðu er
bezt að fóðra þau með ein-
hverju hlýju efni.
Þá má hekla þau eða prjóna
úr garni í stíl við vetrarhúf-
urnar og treflana. Einnig má
hafa töskulag á handskjólun-
um, eins og sýnt er á myndinni
til vinstri, eða þá litla pullu,
svipað hinni myndinni.