Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 2
9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976.
r
Nemendur Fjöl-
brautoskólans f engu
óblíðar móttökur
Ef þeir sem sækja almenna dansleiki í Tónabæ fá eins viðtökur og
nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðhoiti, þá er engin furða á því
tálað sé um Tónabæjarvandamál.
er þeir héldu dansleik í Tónabœ
Haukur Þór Hauksson, for-
maður og Börkur Ingvarsson
gjaldkeri skrifa fyrir hönd
skólafclags Fjölbrautaskólans
i Breiðholti:
í þeim umræðum sem spunn-
ízt hafa um Tónabæ á undan-
förnum vikum hafa margir haft
uppi stór orð og yfirleitt haft
margar leiðir til úrbóta. Ekki er
það ætlun ofanritaðra að leysa
nein Tónabæjarvandamál í
þessari grein, heldur skulu hér
aðeins gerð að umræðuefni
vinnubrögð starfsmanna húss-
ins og lögreglu Reykjavíkur á
dansleik er Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti hélt þann 6.10. sl. í
Tónabæ. Sá dansleikur fór aó
flestra dómi mjög vel.fram og
urðu ekki vandamál sökum ölv-
unar ellegar annarra óláta sam-
komugesta.
Sá undarlegi atburðúr gerð-
ist á miðjum dansleik er
einn af samkomugestunum var
að kasta vatni á salerninu, sem
mun ekki vera andstætt ís-
lenzkum lögum, að starfsmenn
hússins birtust þar og hugðust
varpa gesti þessum á dyr, án
nokkurra saka. Það skal tekið
fram að nokkrum vikum áður
hafði sami gestur átt í útistöð-
um við starfsmenn hússins. Þar
sem fyrrnefndum samkomu-
gesti þótti hann vera órétti
beittur mun hann hafa sýnt
mótþróa en var þá snúinn nið-
ur af starfsmönnum og voru
þar engin vettlingatök viðhöfð,
að sögn sjónarvotta.
Um þetta leyti ber að mann
sem er nákunnugur hinum
fyrrnefnda. Hann biður um að
fá að hafa tal af drengnum sem
lá þá á gólfinu undir starfs-
mönnunum. Ekki var honum
leyft það, heldur skipað að
flytja sig á brott samstundis en
þar sem hann vildi ekki hlýða
þvi sneru starfsmenn hússins
hann einnig niður með fanta-
brögðum. t símtali er ofanritað-
ur formaðurskólafélagsins, sem
hafði húsið á leigu, átti við
framkvæmdastjóra Tónabæj-
ar, gaf hann þá skýringu á síð-
asttalda atburðinum, að starfs-
menn hússins hefðu ekki átt
neitt sökótt við drenginn, held-
ur hafi þeir ekki viljað taka
neina áhættu. Þar sem ofanrit-
aður formaður átti í erfiðleik-
um með að átta sig á hugsunar-
hætti framkvæmdastjórans,
verður ekki farið nánar út í
þær samræður hér.
Er báðir drengirnir höfðu nú
verið snúnir niður, var kallað á
lögregluna og kom hún fljót-
lega til að handjárna báða
drengina. Sá hrottaskapur sem
hún sýndi er ólýsanlegur og að
óreyndu 'mundi maður hafa
haldið að slíkt sæist ekki nema
í suðrænum lögregluríkjum eða
á hvíta tjaldinu en ekki í lýð-
ræðislandinu íslandi.
Fleiri nemendur voru beittir
svipuðum órétti þetta sama
kvöld en ekki verða nefnd fleiri
dæmi. Þessi grein er ekki
skrifuð með neinni persónu-
legri óvild til starfsmanna
Tónabæjar eða lögreglunnar,
heldur þykir forráðamönnum
skólafélagsins gestir hafa feng-
ið nokkuð óblíðar móttökur, svo
vægt sé að orði komizt. Þar sem
skólafélag Fjölbrautaskólans
hafði húsið á leigu, var hálf-
partinn ætlazt til að kurteislega
væri komið fram við nemendur
og gesti þeirra. Hvernig starfs-
menn Tónabæjar koma fram
við gesti hússins er Tónabær
heldur dansleiki, gildir okkur
einu, en ef þeir sem sækja al-
menna dansleiki hússins fá
svipaðar móttökur og nemend-
ur Fjölbrautaskólans fengu
umrætt kvöld, undrum við okk-
ur ekki á því, þó talað sé um
Tónabæjarvandamál.
Hugann er ekkí hœgt að handsama
Lilja Bjarnadóttir skrifar:
ííugurinn ber mann ekki
aðeins hálfa, heldur alla leið.
Við erum þrælbundin okkar
hugarástandi. Líf okkar og
framkvæmdasemi er háð
duttlungum hugans hverju
sinní, þessu fyrirbæri er mótar
allan heiminn og gengur undir
ýmsum nöfnum svo sem geð'
hugur, sál og tilfinning. Þetta
er aflið er gerir okkur að þeim
einstaklingum sem við erum og
gefur okkur persónugildi. Það
mætti ætla að slíkt öefniskennt
fyrirbæri mannlegs lífs, sem
hvorki er hægt að þukla á né
röntgenmynda, væri hafið yfir
það að geta orðið sjúkt. En í
raun og sannleika á geðió, til-
finningarnar, eða hvað vió
eigum að kalla það. sína marg-
þættu sjúkdóma. ekkert síður
en líffærin er gegna hvert fyrir
sig sínu hlutverki. En þau eru
áþreifanleg, þaó er hægt að
röntgenmynda þau og jafnvel
skera burt. Hugann er ekki
hægt að handsama eða skera í.
En í bernsku er hægt að mðta
hann eins og mjúkan leii aö
vissu ntarki með utaridðkom-
andi áhrifum. Þess vegna er
foreldrahlutverkið svo vanda-
samt og ábyrgðarríkt að mér er
næst að halda að ekkert starf
standi því framar. Hvað er
háleitara en að reyna að þræða
beztu brautir lífsins í fylgd með
börnum sínum eftir eðli þeirra
og þroska.
Við höfum öll okkar eigin
viðbrögð og geðhrif sem verður
að teljast heilbrigt ef það
kemur ekki í veg fyrir að við
getum annazt störf okkar. En
oft munar það mjóu. Það er oft
erfitt að sanna sjúkdóma geð-
heilsunnar. Þeim fylgja ekki
hiti, bólgur, útbrot né sýnilegur
sársauki. Þess vegna gengur
mörgum svo illa að átta sig á
geðrænum sjúkleika af því
hann hefur ekki upp á að
bjóða þau einkenni sem eru við-
urkennd sjúkdómseinkenni. En
geðlæg liðan getur orðið meiri
og langvinnari en aðrir sjúk-
dómar valda. Margir sjúklingar
hafa tjáð mér að uppskurðir og
óþægindi, sem þeim fylgja, séu
smámunir einir á við geðlæga
vanlíðan á vissu stigi. Tilfinn-
ingalegri vanheilsu fylgir
oftast kvíði, óróleiki, van-
máttarkennd og einangrunar-
tilfinning, löngun til að breiða
sængina sína upp yfir höfuð og
fela sig eða hverfa út úr tilver-
unni, losna við áh.vggjur og
vandamál lífsins, er leggjast
með margföldum þunga á sjúka
sál.
En lífið er í eðli sínu barátta
— og hver vill ekki berjast til
sigurs? Lengi vel vöxum við að
þroska, reynslu og víðsýni. Eg
er svo bjartsýn að ég er sann-
færð um að einn góðan veður-
dag hafa vísindin leyst gátuna
um geðheilsuna. Hvers vegna
við rísum og föllum með hugar-
ástandinu. Hvers vegna þaó
getur skeð að við á skömmum
tíma missum lífið út úr höndun-
um á okkur, ntissum áhuga á
MIKIL AFFÖLL Á KRÓNUNNI ERLENDIS
öllu sem áður var okkur mikils
virði: Lestur, hljómlist og leik-
húsferðir, sjá allt þetta verða.
eins og hillingar á eyðimörku
sem aldrei verða að veruleika.
Þá er lífið sjálft, sem í rauninni
er litríkt eins og sumargróður-
inn, horfið sjónum okkar. Þá
sjáum við allt grátt í grátt eins
og veðurfarið er stundum þegar
engin skil eru milli láðs og
lagar. Við erum börn náttúr-
unnar.
Sjúkleika allra arta skilja
þeir bezt er reynt hafa. Og
frelsið gjörþekkir enginn án
þess að hafa misst það.
Geðdeildin okkar á Borgar-
spítalanum er ekki megnug
þess að lækna allt og þvl síður
að breyta einstaklingseðli
fólks. En ég hefði fyrir löngu
gefizt upp í starfi mínu ef ég
hefði ekki svo margoft séð eðli-
legan lífsneista vakna og
birtast í augum vistmanna
deildarinnar. Hér rikir kær-
leiksmettað andrúmsloft. Gagn-
kvæm tillitssemi, samúð og
skilningur létta okkur öllum
jarðvistina. Það getur verið
erfitt að sameina mynstur
okkar. En ef vjð erum alltaf
reiðubúin til að sjá kostina
jafnvel í stækkunargleri hjá
öllu samferðafólki okkar þá
mundi mínusum lífsins fækka
og plúsunum fjölga.
Hvað
stoðar
— alveg út I hött að segja að eðlileg
afföll séu 6 100 króna seðlum,
sé þeim skipt
v
Þoðmáekki
fara með 1000
króna seðla
úr kmdi
— segir starfsmaður i Seðlabankanum
SUrtsmaAnr I SeðUbuukaiium þ»ð á að vt-ru i 100 króna
hrlnRdí:
Eu rak augun I frélt J blaðinu Þ»ð getur verið ýmsum
sl (fetudftg þar sem s»gi vw ertiðietkom hlð fyrir banka-
f«i» 3O fsJt iir.knr iOOO kr-4ná ’Sinfnanir i-rlendis. sem Ifiið fá
-o'ðill tn fó! veoó svfdur nn>ð Jtf sfn uí lytenz&um poninnum,
72% afföilum i N«w Ynrk Það aó akipta aflur þúsumt krOna
kann «ð ven «1 jso skvrjno á ’soðít, A Hmtim /gjáWoýri&r
þi-SMi hö i fyrsta í»rí w miii mftrkuðutn — a.m.k. i EvTftpu
OíftjjU*iía sftlu nA ruírta. Sam- —eru Bfffti 3f krómimii ,<f JOO-
kvæmt lósciiiii mft að«.'in> faia krftna v.'ðlum) eftiilee, cAa IO-
m»ð J.:i(K> krftnur >ji inodi u« 2S%.
Skipstjóri hafði samband við
DB:
,,Mig langar að gera athuga-
semd við það sem starfsmaður
úr Seðlabankanum sagði i DB
f.vrir nokkru. Hann segir að af-
föll af 100 króna seðlum er-
lendis séu ca 10—25%. Þetta
fannst mér mjög skrítin saga.
Eg hef siglt í mörg ár. t.d. til
Þýzkalands. Þar fengust fvrir
t.d. einu ári 60 pfenningar fyrir
100 króna seðil. Þetta hefur
örugglega ekki bre.vtzt til batn-
aðar, nema siður sé, og það þarf
enginn að segja mér að hægt sé
að fá meira fyrir íslenzka pen-
inga nú en fyrir einu ári. Eg
skil ekki hvernig starfsmaður í
Seðlabankanum getur látið sér
detta í hug svona vitleysa.
Hann hefur kannski aldrei
komiðtil útlanda, manngreyið.
rannsókr
Halldór Kristjánsson skrifar:
„I leiðara Dagblaðsins í gær.
5. október, er sagt að stjórn-
málamenn eigi að vera við-
kvæmir fyrir aðdróttunum og
biðja um opinbera rannsókn
þegar þeir séu bornir ómak-
legum ásökunum um misferli i
fjármálum.
Það er einmitt þetta sent
Steingrímur Hennannsson
gerði þegar Þorsteinn
Sæmundsson stjörnufræðingur