Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976.
r
DB skoðar úrvalið
af leikhúsverkum
vetrarins
LEIKHÚSIN ERU ALLS STAÐAR AÐ VAKNA:
Þið kippið ykkur ekkerl upp við það þótt ljósin slokkni. Það er
leikstjórinn, Stefán Baldursson, sem stjórnar. Hann snýr baki i
okkur. DB-mynd Sv. Þorm.
Kópavogur:
GLATAÐIR
SNILLINGAR
..Heldurðu að vofur drekki
appelsín eða hvað?" segir
Orfeus við Tariu vofu. alveg
hne.vkslaður, en hún sýnir
honum bara hvernig hún geti
svifið um þótt hún sé með
appelsínuflöskuna í hendinni.
Hvar er Gunnar Páll eigin-
lega? Er hann búinn að finna
kjólinn. Já. og er kúbeinið
komið? Komið þið ykkur nú öll
upp á sviðið. Við byrjum. Þótt
þið lendið i mvrkri þá haldið
þið bara áfram, ljósameistarinn
er nefnilega að prófa ljósin i
kvöld.
Þessu og öðru lík voru sam-
tölin áður en b.vrjað var á einni
af seinustu æfingunum á leik-
ritinu (ilötuðum snillingum
eftir William Heiriesen sem
Leikfélag Kópavogs frumsýnir
á laugardaginn.
..Þetla er fjölskrúðug mann-
lífslýsing. Örlagasaga þriggja
bræðra. tónsnillinga." segir
leikstjórinn. Stefán Baldurs-
son.
Þorgeir Þorgeirsson þýddi
leikritið. A laugardaginn
verður opnuð norræn menn-
ingarvika. Að henni stendur
Kópavogsbær. Norræna félagið
i Kópavogi og Leikfélag Kópa-
vogs. Þess vegna var þetta
færeyska verk valið einmitt nú
til flutnings.
..Þetta er ákaflega mann-
margt leikrit. Um 30 leikarar
koma fram eða réttara sagt
örlair leikarar en þvi fleiri
áhugamenn. Allflestir eru í
l'ullu starfi annars staðar en
hafa mætt hér hvert kvöld sem
æft er. þótt sumir hafi að visu
verið á síðustu mínútunum.”
Þetta segja þau Hölmfríður
Þórhallsdóttir og Trausti Olafs-
son sem annast framkýæmda-
stjórn sýningarinnar og leika
auðvitað lika í henni. ..Æfingar
hafa staðið yfir í 6 vikur. Og
vitanlega gengur það von úr
viti næstu árin." segja þau
Hölmfríður og Trausti af al-
kunnri Kópavogsbjartsýni.
Ekki hefur það vantað að
allar dvr hafi staðið opnar
þegar þurft hefur á að fá alls
konar hluti lánaða og þeir eru
ótrúlega margir fvrir svona
sýningu. Fære.vingafélagið
hefur þar veitt ómetanlega
aðstoð.
Gunnar Reynir Sveinsson
hefur frumsamið tónlist
við Ijóð Ileinesen sérstaklega
fvrir leikritið.
Sviðsetning á Glötuðum snill-
’ngurn er unnin eftir danskri
leikgerð skáldsögunnar En
sagan hefur líka verið þýdd og
hlaut nafnið Slagur vindhörp-
unnar.
Í' leikskrá Leikfél. Kópav.
segir m.a.: ..Við ætlum
okkur ekki þá dul að lífga þessa
kjarnyrtu og kynngimögnuðu
sögu i heild sinni en veljum í
samræmi við dönsku leik-
gerðina einstök atriði úr verk-
inu og stefnum fremur að þvi
að ná fram einhverju af hugblæ
verksins í leik og söng heldur
en fvlgja efnisþræðinum i
smáatriðum." —EVI
Akureyri:
KARLINN í
KASSANUM
Alþýðuleikhúsið: SKOLLALEIKUR
Enn þá einu sinni á gamla
GÓTTÓ eftir að nötra af hressi-
legum hlátri, því Leikfélag
Akureyrar er að íjúka æfingum
á leikriti Arnolds og Bach.
Karlinum í kassanum. —
Frumsýningin verður næsta
föstudag.
Þegar ég kom á æfingu í gær
var verið að skipuleggja síðustu
breytingar á sviði, ljósum og
þess háttar. sem alltaf er i
mótun fram á frumsýningar-
dag. — Þó var auðséð á leik-
stjóranum, Eyvindi Erlends-
s.vni. að hann stóð með nokkuð
fullmótað verk í höndunum.
Saga Jónsdóttir kemur fram
með sérstaklega skemmtilega
og ærslafulla Dollý og Marinó
Þorsteinsson er alveg frábær í
hlutverki Péturs Mörlands.
En það eru 11 önnur hlut-
verk i leikritinu og mér sýndist
þeim öllum vera skilað vel.
En það er fleira að gerast hjá
Leikfélagi Akureyrar. Hafnar
eru æfingar á leikriti Hafliða
Magnússonar frá Bíldudal,
SABINU. sem er gamanleikur
með söng og snarpri ádeilu.
Leikritið var fyrst sýnt af Litla
leikhúsinu á ísafirði, sem
meðal annars fór með það í
leikferð til Reykjavikur. Saga
Jónsdóttir leikstýrir þessu
verki. Er það prófraun hennar
sem leikstjóra hjá Leikfélagi
Akureyrar. Að öllum líkindum
mun Ingimar Eydal sjá um út-
setningar og annað sem viö-
kemur tónlist ijtessu verki.
Ef allt gengur samkvæmt
áætlun hefjast sýningar á
SABINU um miðjan nóvember.
Barnaleikrit Evgienie
Schwartzs, Öskubuska erá dag-
skrá urn jolaleytið og mun því
Alþýðuleikhúsið á Akureyri
frumsýnir á sunnudaginn
Skollaleik, nýtt íslenzkt leikrit
eftir Böðvar Guðmundsson.
Tónlist gerði Jón Hlöðver
Askelsson en leikm.vnd.
búninga og grímur Messína
Tömasdóttir. Leikstjóri er
Þórhildur Þorleifsdóttir. í
Skollaleík eru 25 hlutverk og
leika þau Arnar Jónsson, Evert
Ingólfsson. Jón Júlíusson.
Kristín A. Ölafsdóttir og
Þráinn Karlsson.
Frumsýningin verður í
Borgarfirði eystra en siðan
verður sýnt út vikuna á Seyðis-
firði, Neskaupstað, Eskifirði.
Stöðvarfirði, Reyðarfirði og
Fáskrúðsfirði laugardaginn 23.
október. Þá kemur loks röðin
að Akureyringum en þaðan er
haldiðtil Reykjavíkur.
Skollaleikur gerist á íslandi
og í Hamborg á 17. öld. Er
verkið byggt á sögulegum
grunni en frjálslega farið með
efnið. Það fjallar um þýzkan
kaupmannsson og fylgikonu
hans, sem flýja til íslands
vegna galdraofsókna. Hér á
landi stundar sá þýzki
lækningar á sárasótt sem út-
breidd er orðin.
Á íslandi kynnast þau hjúin
sjúklingum sínum og ekki síður
fyrirfóiki landsins, hinum
brennuglaða Þorleifi Korts-
syni. Runólfi biskupi lærða og
Gísla vísa á Hlíðarenda. Þau
finna brátt að galdratrúin er að
Saga Jónsdóttir leikstýrir
Sabinu eftir Haflióa Magnús-
son sem frumsýnt veróur hjá
Leikfélagi Akureyrar um
miðjan nóvember.
ábyggilega verða vel tekið enda
eftir sama höfund og
Rauðhetta.
Við skulum láta þetta gott
heita í bili en við bíðum með
eftirvæntingu eftir að sjá
Karlinn í kassanum i heild.
-F.Ax.
halda innreið sína í hið Leikritið er ekki talið við hæfi
sakleysislega bændaþjóðfélag. barna. -JBP-
A leið heim til íslands: Skipstjóri (Jón Júlíusson) Þorleifur
Kortsson, lögmaður á fslandi (Arnar Jónsson), Matthiidur, þýzk
þjónustustúlka (Kristín A. Ólafsdóttir) og Lars Mattheusson, kaup-
mannssonur frá Hamborg (Evert Ingólfsson).
9
ísafjörður:
VIÐ BYGGJUM BAÐHÚS
Litli Leikklúbburinn á Isa-
firði hefur að undanförnu æft
finnska nútímagamanleikinn
Við bvggjum baðhús eftir Finn-
ann Johan Bargunt. Frumsýn-
ing er i kvöld í Alþýðuhúsinu
k 1.20.30.
Alls hafa um 25 manns unnið
að þessari uppsetningu þar af
12 leikarar. þau Ásthildur
Þórðardóttir. Birgir Edvards-
son. Finnur Guðlaugsson.
Guðni Asmundsson. Guðrún
Eiriksdóttir. Hansína Einars-
dóttir, Jón Oddsson, Magnús .1.
Magnússon. Margrét Geirs-
döttir. Re.vnir Ingason. Sarah
Vilbergsdóttir og Trausti
Hermannsson. en leikstjóri er
Kári Halldör. Hann hefur
fengizt við alhliða leikhússtörf
hér heima og erlendis. m.a. við
ieikhús i Kaúpmannahöfn.
stundað framhaldsnám við
Rikisleiklistarskölann i Stokk-
hólmi og sl. vetur kenndi hann
við Leiklistarskóla íslands.
Áður en æfingar hófust í byrj-
un september, liélt Kári Hall-
dór námskeið i leiktækni þar en
það stóð yfir i tvær vikur.
Höfundurinn Johan Bargum
er talinn í fremstu röð ungra
rithöfunda í Finnlandi í dag.
Hefur hann samið fjöldann
allan af leikritum og kabarett-
um, bæði einn og í samráði við
aðra. sem fluttir hafa verið við
..Lilla Teatern" i Helsingfors.
Kabarett-þátturinn Fjölskyld-
an. sem sýndur var i Iðnó 1975
er einmitt verk hans og Clars
Andersen. Þýðandi leikritsins
Við bvggjum baðhús er Borg-
þór Kærnested.
Önnur sýning verður á
morgun, föstudaginn 15.
október og sú þriðja laugardag-
inn 16. október kl. 20.30.