Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.10.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÖBER 1976. 7 Líbanon: Erhársbreidd munaði að friðarsamningar yrðu ræddir, brauzt stríðið út á ný;. Palestínumenn hrínda árás Sýrlendinga Sýrlenzkar hersveitir héldu áfram sókn sinni gegn stöðvum Palestínumanna í fjöllunum suðaustur af Beirút í gærkvöldi og hefur sóknin orðið til þess, að öllum friðarumleitunum í borgarastyrjöldinni, sem nú hefur staðið í 18 mánuði. hefur verið frestað. Sókn Sýrlendinga hófst á þriðjudaginn var, aðeins um 12 klukkustundum eftir að full- trúar Sýrlendinga, Palestínu- manna og Líbana höfðu komið sér saman um fyrstu frumdrög að friðarsamningi milli hinna stríðandi afla. Fundi, sem halda átti í gær var frestað um óákveðinn tíma. Sýrlendingar vörpuðu sprengjum á stöðvar Palestínu- manna í þorpunum Bhamdoun og Aley og lokuðu þannig- leiðinni til Shtoura, en fréttir frá Bhamdoun herma, að Palestínumönnum hafi tekizt að hrinda árás sýrlenzkra skrið- dreka á þorpið. Krafízt opinberrar rannsóknar: Stóð Ford í vegi fyrir rannsókn á Watergate? Fjórmenningar fallnir í ónáð Fréttamenn í FeKing telja sig hafa fengið fyrstu staðfesting- una á því að ekkja Maos, Ching Chiangogþrír stuðningsmenn heiinar ur 'iöðum vinsln arms- kommúnistaflokks Kína hafi verið handtekin. Er þeir reyndu að fá keyptar af þeim ljósmyndir á fréttastofu Nýja Kína í Peking var þeim sagt að engar ljósmyndir væru til af þessu fólki. Það þykir benda til þess, að fjórmenningarnir séu fallnir í ónáð. Ford forseti virðist ætla að lenda í enn einum vandræðunum, í kosningabaráttunni, sem nú er talin orðin honum allþungur róður. Nokkrir þingmenn hafa nú krafizt opinberrar rannsóknar á þeim ásökunum sem fram hafa komið um að Ford hafi staðið i vegi fyrir að þingið rannsakaði Watergatehneykslið á sínum tíma. John Dean, f.vrrum ráðgjafi í Hvíta húsinu, sá maður er fyrstur ásakaði Nixon forseta, sagði í sjónvarpsviðtali að Ford hefði verið notaður til þess að reyna að standa í vegi f.vrir að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að kanna innbrotið í höfuðstöðvar demókrata árið 1972. Dean hefur áður sett fram þessa skoðun sína í endur- minningum sínum. Blindur metnaður, en nú hafa þær orðið Með Ilua Ku.o Feng: Shanghai mafian er nú öll talin vera í stofufangelsi. til þess að þrír fulltrúadeildar-. rannsóknar á því hvað hæft sé í þ. igmenn hafa krafizt opinberrar ásökunum Deans. Kosningabaráttan er að verða þungur róður fyrir Ford: Stóð hann í vegi fyrir rannsókn á Watergate? Bandarísk þota hrapaði í borg- inni Santa Cruz — að minnsta kosti 100 manns létust Bandarísk þota af gerðinni Boeing 707 hrapaði í Santa Cruz í Bólivíu í gær. Þotan var í vöruflutningum. Að minnsta kosti 100 manns fórust, er vélin féll niður á aðal verzlunargötu Santa Cruz, þeyttist þar um í ljósum logum og lenti á hópi af skólabörnum og knattspyrnu- liði sem átti að fara að keppa. Flugvélin staðnæmdist loks við fótboltaleikvang. Flugmennirnir, sem voru þrír, fórust í þessum látum. — Samkvæmt beztu heimildum er þetta versta slys af þessu tagi sem orðið hefur. Það, sem næst þessu kemst, er flugslys, sem varð í Venezuela árið 1969. Þá hrapaði DC-9 flugvél til jarðar og drap að minnsta kosti 65 manns á iörðu niðri. Thailendingar hyggjast koma á lýðrœði í áföng- um nœstu sextán ár I gærkvöld kynntu yfirvöld í Thailandi nýja áætlun sem miðar að þvi að lýðræði verði komið á þar í landi í áföngum á 16 árum Gert er ráð fyrir i áætluninni, sem lögð var fram af skipuðum forsætisráðherra landsins. Thanim Kraivichien,. að ekki verði haldnar neinar kosningar fyrstu fjögur árin. Thanin, sem er tæplega fimmtugur hægri sinnaður lög- fræðingur, kynnti áætiun þessa í útvarpi og sjónvarpi, en i gær var fyrirskipað útgöngubann vegna þess, sem herforingjastjórnin kallaði „óöruggt ástand“. Spennan hefur aukizt í borginni Bangkok, enda var búizt við að einhverjir yrðu til þess að halda upp á að í dag eru þrjú ár liðin frá byltingunni árið 1973 en 71 maður lét þá lífið. Gröfur geng veðskuldabréfum Hö/um til sölu eftirtaldar gröfur sem greiða ma með 3-f ára veðskuldabréfum: 1. MF 3165 árgerð 1966, nýtt hús og góð dekk. 2. International 3434 árgerð 1971, ekin 2000 tíma. 3. JCB 7 beltagrafa, árgerð 1967. • Höfum einnig f jölda annarra vinnuvéla og vörubifreiða á söluskrá. Greiðsluskilmálar og möguleiki að greiða hluta söluverðs með veðskuldabréfum. Einnig eru skipti oft möguleg. Markaðstorgið, Einholti 8, sími 28590. 1X21X2 1X2 7. ieikvika — leikir 9. okt. 1976. Vinningsröð: XXI — 211 — 112 — Xll 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 69.000.00 1474 6348 40873 40873 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 3.906.00 59 2319 3194 30988+ 31710 40587 40873 851 2331 5030 31124 31982+ 40873 40873 888 2388 5369 31198+ 40518 40873 40873 1117 2491 30346 31406 40518 40873 53989F 1862 2540 + nafnlaus F: 10 vikna scðill. Kærufrestur er til 1. nóv. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 7. leikviku verða póstiagðir eftir 2. nóv. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni cða senda stofninn og fuilar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin —REYKJAVÍK. Gegn samábyrgð f lokkanna —,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.