Dagblaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 23
23 nAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1H. OKTOBKR. l'Crt. .....—\ TOYOTA SAUMAVELIN er óskadraumur konunnar. Toyota-saumavélin er mest selda saumavélin ó Islandi i dag. TOYOTAvarahlutaumboðið h.f Ármúla 23, Reykjavík, sími 81733. Einkaumboð ó íslandi er: NióursariKur sem oft hefur dauðann í för með sér. Skýrslur frá Brasilíu hafa leitt í ljós að af þcim börnum, sem dóu innan við fimm manaða aldur eða yngri, voru fjögur af hverjum fimm með pela. Læknir sem hefur starfað i mörgum löndum Asíu segir að rekja megi stóran hluta af dauðsföllum þeirra barna, sem dáið hafa í flóttamannabúðun- um í Bangládesh. til þess að þurrmjólkin þeirra var blönduð með menguðu vatni. Mörgum þessara barna hefði mátt bjarga ef þau hefðu verið - höfð á brjósti. Frá Austur-Afríku hafa borizt þær fréttir að mörg af þeim börnum, sem voru lögð inn á sjúkrahús vegna næringarskorts, náðu sér bæði fljótt og vel um leið og mæður þeirra hófu brjóstagjöf á nýjan leik. Aður en nútíma kæliaðstaða varð algeng í hinum þróaðri löndum var hætta á ferðum. Arið 1911 dóu tvöfalt fleiri pelabörn en brjóstmylk- ingar. í Minneapolis í Banda- ríkjunun minnkaði ungbarna- dauði á einu ári úr 772 niður í 65 næsta ár á efir þegar mæður voru taldar á að skipta frá pela til brjósts. Þetta var árið 1920. F.vrir utan heilsusamlegan á- vinning við brjóstagjöfina er einnig fjárhagslegur ávinning- ur ai henni. Venjulegt barn neytir um 400 lítra mjólkur á tveimur árum. Það kostar um 27.600 ísl. kr. eftir íslenzku verðlagi, en skv. bandarisku verðlagi er talan 13.000 kr., en þurrmjólkin, sem búin er til sérstaklega fyrir pelabörn, kostar hér á landi meira en heimingi meira (1 enskt pund kostar 847 kr.). í mörgum löndum eru verka- menn upp undir hálfan dag að vinna fyrir þurrmjólk ofan í barnið sitt — slík mjólk hefur miklu minna næringargildi en móðurmjólkin. Kostnaður þjóðanna er einnig geysilegur. Berg mat- vælasérfræðingur áætlar að í Chile þurfi mjólk úr 30 þúsund kúm til þess að bæta upp næringargildi sem tapast vegna þess að mæður hafa börnin ekki á brjósti. Efnahagsaðstoðin Fer í pelamjólkina -'Á Filippseyjum kostar það 33 milljón dali (6,6 milljarða ísl. kr.) árlega að hafa börnin á pela. I mörgum þróunarlöndum fer næstum því öll efnahags- aðstoð þeirra til þess að standa straum af kostnaðinum við pelamjólkina. í iðnvæddu ríkj- unum áætlar Berg að pela- kostnaðurinn sé um það bil 750 dollarar — og jafnvel allt að 1000 dollarar. Þarna er ekki meðtalinn lækniskostnaðurinn vegna meðhöndlunar veikra og de.vj- andi barna. Þessum kostnaði verður að bæta við áðurnefnd- an kostnað og einnig þeim kostnaði sem verður vegna læknishjálpar við vangefin börn og fullorðna. Ódýrara að gefa móðurinni auka- matarskammt Það er kaldhæðnislegt en það er ódýrara þjóðhagslega séð að gefa móðurinni viðbótarmatar- skammt en að kaupa tilbúna pelamjólk handa barninu. í Bandaríkjunum er þessi kostn- aður áætlaður aðeins fáeinir aurar á dag sem jafngildir einu mjólkurglasi og einni brauð- sneið með hnetusmjöri sem inniheldur 500 hitaeiningar og 20 g uf cggjahvitu. í Los Ange- les yrðu pað 20 sent á dag en þar kostar tilbúna pelamjólkin 75 sent. A þeim svæðum þar sem mæðurnar er vannærðár yrðu þær vitaskuld að fá meiri við- bótarnæringu. En það yrði samt alltaf ódýrara, segja næringar- fræðingar, að gefa móðurinni aukamatarskammt en að kaupa mjólk handa barninu. Það er einnig kaldhæðnis- legt, en næringarástand móður- innar getur batnað við að hún hafi barn sitt á brjósti. Dr. Irving Cabon, fæðingarlæknir í New York, segir: „Það er eini tíminn í lífi konunnar, á meðan hún er i barneign, sem hún tapar ekki járni úr líkama sín- um, annaðhvort við að hafa á klæðum eða ganga með barn. Þá fær líkaminn tækifæri til þess að byggja upp járnbirgð- irnar." Þetta hefur einnig annan kost í för með sér. Brjóstagjöf er talin tefja fyrir frjóvgun konunnar og getur jafnvel frestað öðrum þunga í allt að tvö ár eða meir. Brjóstagjöfin seinkar egglosi Brjóstagjöfin hefur áhrif á og seinkar jafnvel egglosi hjá konunni — er þá reiknað með að barnið sé eingöngu á brjósti. Þetta er ekki talið 100% örugg getnaðarvörn og er haldbezt að nota hana með öðrum þekktum aðferðum. En sums staðar i heiminum eru þessar aðrar og þekktu aðferðir annaðhvort mjög óaðgengilegar eða-þá svo kostnaðarsamar að brjóstagjöf- in getur orðið bæði handhæg- asta og ódýrasta getnaðarvörn- in sem völ er á. Rannsóknir í Taiwan og Rwanda hafa leitt í ljós að með því að reyna að lengja bilið á milli fæðinga á þennan hátt má koma í veg fyrir 20% fæðinga sem annars hefðu orðið. Ef slíkum árangri rði náð í Indlandi gæti það komið í veg fyrir fimm milljón fæðingar árlega. Brjóstagjöfin er meðal elztu getnaðarvarna heimsins, segir dr. Raphael, bandarískur sér- fræðingur. Hann heldur því fram að slík vörn sé 70% örugg og hafi einn meginkost — það eru engar aukaverkanir henni samfara. Og einnig koma heil- brigð börn í veg fyrir að fólk þurfi að eignast fleiri, einungis til þess að viðhalda fjölskyldu- stærðinni. En slík hafa viðhorf- in verið meðal þjóða þar sem fæðingartala er há. Pelabörn hafa ekki verið þekkt fyrirbrigði nema skammantimaaf ævi'alls mann- kynsins. Þaö eru ekki liðin svo ýkja mörg ár síðan kæling og gerilsneyðing gerðu mögulegt að hafa börn á pela frekar en brjósti. Brjóstagjöfin hefur löngum verið lofuð. Veda ættflokkur- inn, sem var forn ættflokkur í Indlandi, kallaði móðurmjólk- ina „lífsþrótt hins eilifa og dýrðiega lífs". Spartversk lög i hinu forna Grikklandi kröfðust þess að mæður hefðu börn sin á brjósti og í Rómaborg voru mæður, sem ekki gáfu börnum sínum brjóst, hafðar að háði og spotti. Kóraninn krefst þess af mæðrum að þær hafi börn sín á brjósti í full tvö ár. Kinverskar og japanskar mæður til forna hiifðu börn sínábriósu i ailt að sex ár og eskimóarnir í Alaska allt að fimmtán árl En hvers vegna skyldu þá mæður í dag ekki vilja hafa börn sín á brjósti? Margir áhrifamenn telja það' vera f.vrir áhrif frá hinum ný- tízkulega vestræna heimi. Mörgum konum finnst að það sé gamaldags og ófínt að hafa börn á hrjósti. Aörar konur standa i þoirri Irú að þær missi hæði viixtinn og fogurösinn. Kn nútímalæknar keppast við að fullvissa kcnur um að þetta sé hinn mesti misskilningur; brjóstagjöfin hefur ekki spill- andi áhrif á vöxtinn, nema síður sé! Til hagrœðis fyrir starfsfólk spítalanna A sumum spítölum eru ung- börnin látin fá pela eins fljótt og auðið er. Derrick B. Jelliffe. prófessor í barnalækningum við háskólann í Californiu í Los Angeles, segir að þetta séu „eins konar herlög sem sett séu til hagræðis fyrir starfsfólk sjúkrahúsanna". Matvælafræðingurinn Berg heldur því fram að pelinn sé viða í heiminum orðinn eins konar velmegunartákn. Máttur auglýsinganna er stór liður í þessari oftrú á pelanum. Mynd af vestrænni efristéttarkonu, sem er að gefa heilbrigðu og fallegu barni pela. eykur á trú lægri stéttanna á pelanum. Vel klæddar og huggulegar konur í skjannahvítum hjúkrunar- kvennabúningi koma inn á spit- alana til þess að auglýsa þurr- mjólkina. Nú standa yfir málaferli vegna auglýsinga pelamjólkur- fyrirtækja. Nokkur þeirra hafa fallizt á að prenta á framleiðslu sína að upphaflega hafi brjóstið verið ætlað fyrir ungbarnið en ef ekki sé hægt að hafa barnið á brjósti einhverra hluta vegna sé prýðilegt að nota framleiðslu þeirra. Sum fyrirtækjanna hafa einnig samþykkt að hætta að klæða sölufólk sitt í hjúkrunar- kvennabúning. í einu landi, Jamaica, hefur þessu mjólkur- sölufólki verið meinaður aðgangur að sjúkrahúsunum. Aukning ó brjóstagjöf í Bandaríkjunum Það er kaldhæðni örlagann að það skuli vera bandarískar konur, sem raunverulega áttu frumkvæðið að því að brjóstið vék fyrir pelanum á sínum tíma, skuli nú einmitt vera í auknum mæli að taka upp brjóstagjöf á nýjan leik. Árið 1946 var talið að 38% af banda- rískum konum hefðu börn sín á brjósti en árið 1966 hafði þessi tala hrapað ofan í 18%. Árið 1972 hafði talan hækkað aftur og var þá talin vera 30%. Mjög athyglisvert er að ekki nema 8% af bandarískum konum úr verkamannastétt gefa börnum sínum brjóst, sú tala er fjórum sinnum hærri meðal háskóla- menntaðra kvenna. Opinberir aðilar geta flýtt fyrir því að konur hverfi aftur að því að hafa börn sín á brjósti með því að koma á fót öflugri auglýsingastarfsemi. Eldri mæður eru hvattar til þess að leiðbeina þeim sem yngri eru, öðruvísi kemur engin áróðursherferð að gagni. Frá IPS. Þýtt og endursagt A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.